Morgunblaðið - 19.12.1993, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1993
SYDUR UPP URI
SUÐUR-AFRÍKU?
Hvítir ung-herjar úr andspyrnuhreyfingu Terre Blanches
Buthelezi Zuluhöfðingi ásamt
VALDAMIKIÐ ráð hefur
verið sett á laggirnar í
Suður-Afríku til þess að
tryggja að lýðræðislegar
kosningar fari fram 27.
apríl, en íhaldssamir
blökkumenn og hvítir
menn neita að eiga aðild
að ráðinu og ógna þróun
í átt til myndunar meiri-
hlutastjórnar blökku-
manna.
austengt „Frelsisbandalag"
Inkatha-frelsisflokks
Zuluhöfðingjans Mangos-
uthu Buthelezi og íhalds-
flokks hvitra stuðnings-
manna kynþáttaaðskilnað-
ar dró sig út úr viðræðum
um lýðræðisþróunina fyrir
hálfu ári, þar sem ekki var gengið
að kröfum um sambandsríki með
þátttöku „heimalanda“ afkomenda
Búanna, sem kalla sig Afríkana, og
blökkumanna. Síðan hefur bandalag-
ið bent á hættu á borgarastyrjöld ef
ekki verði gengið að kröfum um hei-
malönd með ríflegri sjálfstjórn.
Ferdi Hartzenberg, leiðtogi íhalds-
flokksins, telur skipun bráðabirgða-
stjómarinnar jafngilda „stríðsyfirlýs-
ingu“ gegn stuðningsmönnum
flftkksins og spáð er uppreisn í heraf-
lanum, SADF, sem staðhæft er að
verði settur undir stjórn kommún-
ista. Stjórn F.W. de Klerks forseta
og Afríska þjóðarráðið undir stjórn
Nelsons Mandela virðast þó ekki
hafa gefíð upp alla von um að tak-
ast megi að fá Frelsisbandalagið til
samvinnu.
Hartzenberg og Constand Viljoen
hershöfðingi, leiðtogi Afrikaner
Volksfront, (AVF), sem berst fyrir
heimalandi Búa, hafa hvatt stuðn-
ingsmenn sína til þess að snúast til
vamar gegn hugsanlegum yfírgangi
bráðabirgðaráðs þess sem nú er tek-
ið til starfa og boðað skipun annars
ráðs til þess að gæta hagsmuna Búa.
Fyrir nokkrum árum kom út bók
um borgarastríð í Suður-Afríku árið
2002. Þar er því lýst hvernig hvítir
menn neyða alræðisstjórn blökku-
manna til þess að veita yfírráða-
svæði þeirra sjálfstæði með hótunum
um að beita kjarnorkuvopni. Nú er
talið að ef til borgarastyijaldar muni
koma í Suður-Afríku muni hún hefj-
ast 1994 eða 1995 að sögn sérfræð-
inga Sunday Times. Stríðsaðilar yrðu
að öllum líkindum svartir, aðallega
stuðningsmenn Mandela annars veg-
ar og stuðningsmenn Buthelezi Zulu-
höfðingja hins vegar, en hvítir hægri-
-^jienn mundu gegna mikilvægu hlut-
verki.
Borgarastríð?
Trúlegt er talið að átökin muni
fremur líkjast upplausnarástandinu
í Sómalíu en borgarastyijöldinni á
Spáni á sínum tíma. Þótt apríl-kosn-
ingarnar fari liklega fram samkvæmt
■ átætlun verði ekkert lát á átökum
Xhosa-manna, sem styðja ANC, og
Zulumanna, sem styðja Inkhata-
frelsisflokkinn. Hvítir og svartir
öfgamenn muni reyna að grafa und-
an friðsamlegri þróun. Hernaðararm-
ur Alafríska þjóðarráðsins (PAC)
muni einbeita sér að uppþotum og
skotárásum, en hvítir hægrimenn
leggja áherzlu á skemmdarverk,
hemám tiltekinna svæða eða tilræði
og hefndarárásir.
Ef til borgarastyijaldar kemur er
talið líklegast að hún muni geisa í
Natal-KwaZulu á austurströndinni,
þar sem Zulumenn úr ANC og Ink-
hata-hreyfíngunni bítast á um yfír-
ráð yfír svæði, sem er 8,1% af flatar-
máli Suður-Afríku og byggt 23% íbúa
landsins. Áhrifa átakanna í Natal
gætir nú þegar á Jóhannesarborgar-
svæðinu og þau kynnu að breiðast
, út til fleiri svæða fyrir kosningarnar
með ófyrirsjánlegum afleiðingum
fyrir efnahag landsins. Banda-
menn Inkatha-flokksins, hvítir
hægrimenn og valdhafarnir í heima-
löndum blökkumanna, kunna einnig
•að láta til skarar skríða. Leggja á
heimalöndin niður og stjórnin í Pret-
oríu kann að hætta fjárhagssstuðn-
ingi við þau. Heimalöndin hafa yfir
fámennu liði lögregiu og hermanna
að ráða og gætu því ekki varizt af
eigin rammleik, en kynnu að hafa
talsverð áhrif með skæruhernaði í
óbyggðunum.
Auðugasta heimaland svartra er
Bophutatswana, þar sem megnið af
piatínu heimsins er að finna. Það
hefur á 4.000 velþjálfuðum hermönn-
um að skipa, þar á meðal tveimur
sveitum fallhlífaliða. Talið er að hvít-
ir hægrimenn ráði yfir 10.000 þjálf-
uðum mönnum um land allt og ef
þeir kæmu blökkumönnum í heima-
löndunum til hjálpar gæti samvinna
þeirra orðið hættulegt öryggissveit-.
um Suður-Afríku, sem hafa í mörg
horn að líta.
Nú þegar annast 30% lögreglunn-
ar og allt að 11.000 hermenn frið-
argæzlu í Natal og á Jóhannesar-
borgarsvæðinu. Harðnandi átök
gætu valdið manneklu, fjárhagserfíð-
leikum og klofningi. Nýlega hefur
verið fjölgað í lögreglunni, sem nú
er skipuð 140.000 manns, og blökku-
menn eru í meirihluta. Hægrimenn
halda því þó fram að þeir mundu fá
stuðning 15.000 hvítra lögreglu-
manna ef þeir berðust fyrir fijálsu
Búaríki.
Ef bæla þyrfti niður uppreisn yrði
að fela það heraflanum, SADF, sem
er vel búinn vopnum og sá langöflug-
asti í Afríku. I orði kveðnu er hann
skipaður 616.000 mönnum, en þar
af eru 87% hvítir varaliðar í svoköll-
uðum Borgaraher og þeir kunna að
hafa samúð með hægrimönnum að
sumu leyti.
Ef fastaherinn yrði að bæla niður
uppreisn gæti hann aðeins teflt fram
einni fallhlífasveit eða tveimur og
nú þegar er stór hluti hans bundinn
við friðargæzlu. Borgaraherinn er
skipaður 414.000 velþjálfuðum var-
aliðum og skyndiárásasveitir
126.000 úrvalshermönnum. Ef þessir
hermenn tækju afstöðu með hvítum
uppreisnarmönnum í einhveiju yrði
ástandið alvarlegt.
Búaríki?
Hörðustu Búamir, bittereinders,
ráða bæjum í Norður-Transvaal og
Óraníufríríkinu og hóta að lýsa yfir
sjálfstæði. í þeirra augum er De
Klerk landráðamaður og Búaupp-
reisn mundi bjarga landinu að þeirra
dómi. Þeir virðast ekki óttast að
stjómin sendi her á vettvang og reynt
er að sameina þá og aðra Búa um
heilagt stríð gegn meirihlutastjórn
blökkumanna.
Skæruliðaforingjar Búa hafa
ákveðið að fela sveitir sínar á fjalla-
svæðum í Transvaal og vopnum og
vistum hefur þegar verið komið þar
fyrir. Ofstækismenn munu ráðgera
hryðjuverkaárásir fyrir kosningamar
og morð á ANC-leiðtogum til þess
að hrinda af stað borgarastyijöld.
Leiðtogar hægrimanna í Norður-
Transvaal segjast njóta stuðnings
80% liðsmanna Borgarahersins og
skyndiárásasveitanna. Varaliðar
hafa ströng fyrirmæli frá heraflanum
SADF um að blanda sér ekki í stjórn-
mál, en hægrileiðtogar hafa veitt
ungum liðsmönnum Borgarahersins
tilsögn í skæruhernaði á leyninám-
skeiðum í Óraníu-fríríkinu.
Slíkar sveitir munu heyra undir
Constand Viljoen hershöfðingja, sem
var yfirmaður SADF áður en hann
varð leiðtogi Afrikaner Voiksfront
og stjórnaði þá aðgerðum Suður-Afr-
íkumanna í borgarastyijöldunum í
Angóla og Namibíu. Hermt er að
Viljoen reyni að róa hægrisinna, sem
vilji stríð, en segi: „Ég veit ekki hve
lengi ég get haft taumhald á þjóð
rninni."
Viljoen hefur lagt til að Búar fái
heimaland til umráða í 25 ár þannig
að þeir geti fylgzt með þróuninni í
Suður-Afríku og ákveðið síðan við
þjóðaratkvæði hvort þeir vilja sam-
einast gamia landinu á ný. Þar sem
stjórn De Klerks og ANC hafna hug-
myndinni segja hægrisinnaðir Búar
að um tvennt sé að velja; gefast upp
eða beijast.
Andstæðingar harðlínumanna
telja hótanir þeirra marklausar. Her-
aflinn muni yfírleitt halda tryggð við
nýja þjóðareiningastjórn eftir kosn-
ingar og bæla niður hvers konar
uppreisn án tafar. Viljoen sé hers-
höfðingi án hers og geti ekki gert
hvíta bændur og stuðningsmenn nýf-
asistans Eugene Terre Blanche að
hermönnum.
Carl Nichols, valdamesti Búinn í
ANC, efast um að margir Búar muni
í raun og veru beijast með Viljoen
þegar á reyni. „Þeir vilja ekki stofna
atvinnu sinni og fjölskyldum í hættu.
Nokkur átök kunna að eiga sér stað,
en flestar hótanimar eru mark-
lausar." Ný ríkisstjóm ANC og ör-
yggissveitir hennar muni ráða við
ástandið. Hægrimenn komist fljótt
að því að þeim verði ekki ógnað og
ótti þeirra muni smám saman hverfa.
Eftir verði fámennur hópa forhertra
kynþáttaskilnaðarsinna, sem álíka
lítil hætta muni stafa frá og skoðana-
bræðmm þeirra í suðurríkjum
Bandaríkjanna.
Svart stríð?
Meiri hætta kann að stafa frá
helztu bandamönnum hægrisinnaðra
Búa, hinum gömlu flendum þeirra
Zulumönnum. Sú staða getur komið
upp að á sama tíma og Zulumenn
beijist fyrir aðskilnaði í Natal standi
hópar Búa-skæruliða fyrir skyndiá-
rásum á hernaðarlega mikilvæg skot-
mörk í norðri.
I Ulundi, höfuðborg Zulumanna,
hafa ungir stríðsmenn notið tilsagnar
fyrrverandi starfsmanna öryggis-
þjónustu hvítra manna í hernaði.
Zulumenn segja að „stríð sé á næsta
leiti,“ en borgarastríð blökkumanna
er raunverulega hafið. Á stórum
svæðum í Natal eiga Zulumenn úr
ANC í harðri baráttu við Zulumenn
úr Inkatha-frelsisflokki Buthelezi. í
blökkumannabæjunum umhverfis
Jóhannesarborg eiga Zulumenn á
hættu að herskáir Xhosa-menn úr
ANC saki þá um stuðning við Ink-
atha og myrði þá. Inkatha heldur
því fram að yfir standi „þjóðhreins-
unarherferð“ gegn Zulumönnum.
Síðan átök Inkatha og ANC hóf-
ust í Natal fyrir níu árum hafa um
18.000 manns fallið í pólitískum
óeirðum í Suður-Afríku. Margir hvít-
ir menn telja blóðsúthellingarnar
sanna að tvær fjölmennustu þjóðir
blökkumanna — 8,5 milljónir Zulu-
manna og 7 milljónir Xhosa-manna
— geti ekki lifað saman í sátt og
samlyndi. Blökkumenn muni beijast
um yfirráðin í Suður-Afríku á svipað-
an hátt og Búar og Bretar á árum
áður.
Aðrir telja að þegar sé hafin bar-
átta um pólitísk völd milli íhalds-
samra stuðningsmanna Buthelezi,
sem styðja markaðsbúskap og gaml-
ar hefðir, og ANC-hreyfingar Mand-
ela, sem aðhyllist sósíalisma og mið-
stýringu. Aukin völd Mandela og
ANC hafa vakið andúð í Natal, valda-
miðstöð Buthelezi, sem vill að Suður-
Afríka verði sambandsríki og Natal
raunverulegt „ríki í ríkinu".
Inkatha, hægrisinnaðir Búar og
bandamenn þeirra í heimalöndum
svartra hóta að hundsa apríl-kosn-
ingarnar, þar sem ekki hefur verið
gengið að kröfum þeirra. Samkvæmt
skoðanakönnunum nýtur ANC
stuðnings 60% kjósenda um Iand allt,
en Inkatha hefur tæplega 10% fylgi
og kann að tapa í Natal.
Themba Khoza, Inkatha-Ieiðtogi í
Jóhannesarborg, sakar ANC um að
reyna að útrýma Inkatha til þess að
koma á fót raunverulegu eins flokks
ríki. Khoza viðurkennir að samstarf-
ið við hvíta hægriöfgamenn valdi
spennu í Inkatha. Nokkrir Inkatha-
leiðtogar hóta úrsögn ef Buthelezi
ijúfi ekki þessi tengsl og samþykki
þátttöku í kosningunum.
Samstarfsmaður De Klerks segir
að þótt unnt verði að halda hættunni
frá hægri í skefjum eins og á Norður-
írlandi séu átök ANC og Inkatha
orðin að borgarastyijöld nú þegar.
Hann telur að Inkhata muni bjóða
fram í kosningunum í apríl, en að
til uppgjörs muni koma milli mið-
stöðvar Buthelesis í Zululandi og
miðstjórnar ANC í Pretoríu. Loka-
markmið ANC sé að bijóta helztu
svarta mótheija sína á bak aftur.
Þegar ANC muni reyna að senda
herinn á vettvang til þess að knýja
fram vilja sinn muni allt fara í bál
og brand. „ANC vill útrýma Inkatha
og gera Buthelezi áhrifalausan,"
sagði hann.