Morgunblaðið - 19.12.1993, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 19.12.1993, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1993 31 kr. 9.860,- Stærð100x40cm 6 stálhillur. Gagnleg jólagjöf Ljósið lýsir í myrkrinu Bókmenntir Erlendur Jónsson Ingimar Erlendur Sigurðsson: Hvítamyrkur. Ljóð. 215 bls. Sig- urjón Þorbergsson. Reykjavík, 1993. Ingimar Erlendur Sigurðsson er höfundur margra ljóðabóka. Bóka- fjöldinn gefur þó ekki allt til kynna því hver bók er stærri og meiri en almennt gerist um ljóðasöfn nú á dögum. Þessi er t.d. á þriðja hund- rað síður, ljóðin hundrað sextíu og fímm talsins! Sérstaða skáldsins felst í fleira. Efnið er tíðast mann- leg reynsla í ljósi kristinnar trúar, en einkum þó með táknmál píslar- sögunnar í bakgrunni. Ort er með rími og Ijóðstöfum að hefðbundnum hætti. Líkingamál og myndvísi er hins vegar að hætti módemista — það sem ekki er beinlínis upprunnin í hugarheimi skáldsins. Þjáningin fylgir manninum, al- veg eins og gléðin. Sá er þó múnur- inn að gleðin þykir náttúrleg og sjálfsögð. Á þjáninguna er aftur á móti litið sem eitthvað afbrigðilegt; eins konar tilvemslys. Kristinni trú er oft líkt við ljós er lýsi í myrkr- inu. En þá verður jafnframt fyrir manni þverstæðan gamla: Væri ekkert myrkur — hvemig færi mað- ur þá að greina ljósið? Enginn vissi hvers virði lífíð væri ef dauðinn væri ekki til. Og hvemig nytum við gleðinnar ef engin væri þjáningin? Með þau grandvallarlögmál að bak- grunni verður heiti bókar þessarar auðskildara, ef ég skil rétt. Hvftamyrkur. Trúarljóð má kalla þetta. Sú flokkun er að minnsta kosti ekki hæpnari en hver önnur. Fyrirsagnir margra ljóðanna minna á það, beint og óbeint: Himnaljós, Leitið og þér munuð finna, Strand- arkirkja, Trúarskáld, Ritning, Trú- arhiminn, Sálumessa og Skriftir svo dæmi séu tekin. Framhvati kristinnar trúar er að lifa lengur og betur og horfa lengra en frá degi til dags, leita trausts í einhverju sígildu og varanlegu. Fjarlægð í tíma og rúmi, sem nútím- inn þykist hafa uppgötvað, magnar hins vegar efann sem þá fylgir trúnni eins og skuggi. Hvað tekur við? Hvort tveggja, ljósið og myrkr- ið, tengist hugmjmdinni um gleði og þjáning, gott og illt sem skáldið bregður fyrir sjónir í ljóðinu Skrift- ir: Myrkrið sem virðist svo mikið, mönnum ei nægir tii skipta mig hafði myrkravald svikið mál var því samning að rifta geims út í glit hef ég vikið, geng þar á stjömum til skrifta. Slóð sú, sem tíminn lætur eftir sig, er jafnan blóði drifin og tor- tíming og dauða mörkuð. Stundlegt líf mannsins, sem helgast af trú, stefnir hins vegar til eilífðar handan við slæður tímans. í ljóðinu Torf- bæjarkona sér skáldið lífíð sem eins konar framhald dauðans: Nú ertu dauðans lögst á lakið og ljós í myrkum tóftum dvín hve likist þúfubogið bakið ef bungan sneri upp til mín úr gengnum tíma gróðurþakið á gamla bænum vitjar þín. í Hvítamyrkri ■ er varpað fram spurningum sem bæði varða líðandi stund og varanleg lífsgildi. Eins og ljóssins hátíð er haldin í svartasta skammdeginu, þannig teflir skáldið fram andstæðum ljóss og myrkurs, trú og von annars vegar, dauða og örvænting hins vegar. En hversu mjög sem trúin mark- ar svipmót Hvítamyrkurs era þetta ljóð fyrst og fremst; ljóð sem þá lúta sínum lögmálum sem slík. Ingi- mar Erlendur leikur sér oft með þversagnir sem hvergi eiga heima nema í ljóði. Þær geta allt eins fólg- ið með sér heilagan sannieikann þó þær gangi tíðum á svig við blákalda rökvísi. Líka notar hann rímið til að beina augum að óvæntum hug- myndatengslum, skerpa andstæð- umar, dýpka drættina. Sem dæmi má taka Ljósaskipti, stutt ljóð og gagnort: Hve óljós tengsl á milli lífs og ljóðs, mig lemstra andstæð sjónarmið til blóðs. Hve örðug leið á milli mín og hans, ég merst í ljósaskiptum guðs og manns. Hvítamyrkur er bók sem hefur marga fleti og vísar í raun til margra átta. Þar sem Ingimar Er- lendur er einfari í ljóðlistinni finnur hann sig jafnframt fijálsari að fara eigin leiðir. Þótt augljós séu tengsl hans við nútímaljóðlistina er mynd- mál hans einatt persónulegt. Hug- myndafræðin sömuleiðis þó grann- urinn undir henni sé á bjargi trúar reistur. Sú er og sérstaða skáldsins að hann yrkir ekki fyrir neinn útval- inn hóp, skírskotar ekki til neinnar hreyfíngar né stefnu. Niðurstaðan verður því sú að hann sé engum líkur. Þar sem bækur Ingimars Erlends era orðnar margar og ljóðasafn hans orðið mikið að vöxtum, ef allt er talið, og ef til vill líka misjafnt að gæðum, er spuming hvort ekki sé kominn tími til að gefa út úrval ljóða hans í þess háttar búningi sem jafnan hefur verið talinn hæfa ís- lenskum trúarskáldskap. Því er svona slegið fram þar eð senn er haldin hátíð í bæ. t9<>7-t29& STÁLHILLUR í bílskúrinn og geymsluna naust Borgartúni 6, Rvk. « 62 22 62. Bæjarhrauni 6, Hf. ® 65 55 10. Háberg, Skeifunni 5a. » 81 47 88. Túngötu 14, Reykjavík, sfmi 18156, bréfasími 625150. KVENRÉTTINDAFÉLAG ÍSLANDS Saga Kvenréttindafélags íslands 1907-1992 skráð af SigríðiTh. Erlendsdóttur, sagnfræðingi, er vandað heimilda- og uppsláttarrit. Rit sem ekki er einungis saga eins félags heldur saga kvennabaráttu heillar aldar. í bókinni eru um 500 myndir valdar af Björgu Einarsdóttur, rithöfundi, og hafa margar þeirra ekki birst opinberlega áður. Veröld sem ég vil er bók sem ætti að vera til á hverju heimili. Bókin fæst hjá bóksölum um land allt. Útgefandi og dreifingaraðili er I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.