Morgunblaðið - 19.12.1993, Side 39

Morgunblaðið - 19.12.1993, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1993 39 og geymslur eru höggnar inn í vegg- ina. í nokkrum hellum gefur að líta borð og bekki, úr sandsteini. Stór vínker úr leir og hlaða af mottum. Enga menn að sjá. A sumrin kýs fólk að búa í hell- unum í fjallaveggnum, segir leið- sögumaður okkar. FIMMTÍU ÍBÚÐIR Á HVERRI HÆÐ Að lokum komumst við undir bert loft. Við nemum staðar á kletta- þrepi, tíu metra yfir jörð. Fyrir framan er breitt gildrag, sem grein- ist inn á milli íjallatina. Jörðin fyrir neðan okkur er græn, tré og ávaxta- garðar. Hlið fjallsins er full af hellis- munnum. Konur sópa eða úrsteina apríkósur sem þær þurrka í sólskin- inu. — Hve marga hella er að finna í fjallinu? — Það kemst þar fyrir tvö-þtjú þúsund manns, giskar Gösta á. — Heil sænsk útborg, heldur Fuat fram. — Það eru tíu hæðir, segir leið- sögumaðurinn okkar. Á hverri hæð eru að minnsta kosti fimmtíu íbúðir og þar að auki rúmgóðar geymslur, eldhús og samkomusalir. Forðum daga bjuggu yfír tíu þúsund manns hér í fjallinu, en nú eru ekki eftir nema nokkur hundruð. — Nú verð ég að hypja mig og fara að vinna, heldur. hann áfram. Þioð getið reikað hér um í trjágörð- unum, en farið ekki einir inn í hell- ana. Þið getið villst og það er ekki öruggt að við fínnum ykkur fyrr en þið eruð dauðir úr hungri. DÚFNASAUR GEFUR GÓÐA UPPSKERU Við förum í kaðalstiga niður og tökum að virða fyrir okkur gróður- blettina. Við göngum fram hjá skák- um, þar sem ræktaðar eru melónur, víndrúfur, ábergínur, laukar og tómatar og nær okkur eru fáein apríkósutré. Nokkrir karlar og kon- ur tína ber í körfur. Þegar við erum alveg að þeim komnir kallar einn af þeim til okkar. '-í| Gætið ykkar á gryijunni þarna, segir Fuat. Hún er hundrað metra djúp, segir maðurinn sem hafði var- að okkur við. Hún er loftræstingin okkar. Þegar við höfum etið okkur metta af apríkósum, höldum við göngunni áfram. Við förum framhjá gróður- reitunum og lendum í þröngri geil. Allt í einu flýgur upp sveimúr af villidúfum, hræddar við okkur inn- rásarmennina. Fjallveggirnir eru fiillir af úthöggnum dúfnaholum. Á leiðinni aftur til hellanna sjáum við nokkra gamla öldunga sigja á steinbekk. Við setjumst hjá þeim og þeir bjóða okkur heimatilbúna vindlinga. — Guð blessi ykkur, langferða gestir, segir öldungurinn sem hefur hvítasta skeggið. Ég vona að þið kunnið við ykkur hérna. — Okkur líður prýðilega, svörum við, en við eigum erfítt með að trúa okkar eigin augum. Hvers vegna búið þið hérna í felum í fjallinu? — Góðir bræður, að baki því er mjög löng saga. Það liðu margar klukkustundir áður en hann hafði lokið sögu sinni. Það var frásaga full af spennu, um stríð og hörmungar og frábærar hetjudáðir. Til þess að gera langa sögu stutta, skal skýrt frá megin- dráttum í frásögn hans. MÓTMÆLENDASAMFÉLAG FYRIR ÁTJÁN ÖLDUM Fyrir tvö þúsund árum var Kappadókía, héraðið héma, róm- verskt skattland. íbúamir lifðu sult- arlífí, þeir unnu eins og þrælar og á vetmm dóu margir hungurdauða. Rómversku drottnararnir lifðu hins vegar munaðarlífí og bjuggu við allsnægtir. Um 200 e.Kr. var hér stofnaður kristinn söfnuður. Forystumaður hans, Basilíus helgi, réðst í predik- unum sínum harkalega á óhóf Róm- veija og munað og brýndi þá til að miðla fátækum bændum af auðæf- um sínum. Þeir brugðust illa við. En söfnuður Basilíusar stækkaði jafnt og þétt. Nokkur hundruð krist- inna manna héldu upp til fjalla og settust að í hellunum sem hér eru. Hellarnir höfðu orðið til á steinöld og voru gerðir af Hittítum. Kristnir menn mynduðu samfélag og áttu allt sameiginlega. Þeir lifðu af vín- yrkju. Um miðja sjöttu öld hófust róstu- samir tímar. Arabískir þjóðflokkar gerðu innrásir í þorp og borgir, rændu og fóru um með báli og brandi. Þúsundum saman flýðu menn til íjalla. Þeir lögðu nótt við nýtan dag að höggva nýja hella. Fjöllin voru gerð að ósigrandi virkj- um, og neðanjarðarborgir spruttu upp. Þær rúmuðu tíu þúsund manns og geymdu lífsnauðsynjar til langs tíma, en þær voru í umsáturs- ástandi. Til öryggis voru grafnir út launstígar margra kílómetra langir, með undankomu í huga, sem enda í ókleifum gilþrengslum. í þijár aldir héldu Arabar uppi árásum sínum, á eftir fylgdu frið- artímar. Þá voru byggðar margar kirkjur og klaustur sem höggvin voru að sjálfsögðu inn í fjallið. Svæðið varð að trúarlegri miðstöð. Þessi blómaöld stóð yfir í fullar tvær aldir. Á tíundu öld komu svo Tyrkir. — Þeir létu kristna menn nokkurn veginn í friði, en samt sem áður tók fólk að flýja til Ítalíu og Grikklands. Þegar kom fram á 12. öld þráuðust aðeins nokkur hundruð manna við að halda kyrru fyrir í hellunum. — Hvar eru kirkjurnar? spyr ég. — Það eru sjötíu kirkjur inni í fjallinu. Nú höfum við ekki lengur þörf fýrir svo margar. Þarna uppfrá er ein, segir öldungurinn og bendir hærra upp í fjallvegginn. Það er stigi inn í ljallinu. Kirkjan er lítil en stórkostleg, með bekkjum, altari og súlum sem höggnar eru í fjallinu og veggir og þak prýdd kalkmálverkum. Við keif- um upp stigann og að íjallstindinum og lendum í kirkjugarðinum. Graf- irriar eru höggnar inn í bergið. Héð- an má sjá hversu vel verndað þetta litla samfélag er. Það er umlukt lóðréttum fjallveggjum alla vega. Til þess að komast verða menn að vera annaðhvort fjallagarpar eða ráða yfir þyrlu. Sextíu metrum neðar streymir fólk heim frá ökrunum. Börnin hlaupa út úr skólahellinum. Við höldum niður og sláumst í hópinn. Leiðsögumaðurinn kemur auga á okkur og vísar veginn til matsalar- ins. — Kvöldmáltíðar neytum við allt- af sameiginlega. Við setjumst við eitt af langborð- unum tíu. Gamall maður við enda borðsins stendur upp og les borð- bæn. Þá kemur maturinn, soðnar áberginur, tómatsalat, brauð og stórar belgflöskur með víni. Forvitin augu horfa á okkur öðru hvoru. — Við erum ekki vön að fá fram- andi gesti, segir leiðsögumaðurinn afsakandi. UNGA FÓLKIÐ SNÝR HEIM Að lokinni máltíð göngum við fram og aftur eftir loftgöngunum og þiggjum heimboð hellisbúa. Þeir sýna okkur mottur og ýmsa hluti, sem búnir eru til úr onyx, sem er einskonar hálfgimsteinn. En við þessa iðn dunda þeir á vetrum. Þeir spyija um eitt og annað frá hinum stóra heimi og frá landi okkar. Þeim finnst ekki koma svo mikið til frá- sagnar okkar og þeir virðast hugsa sem svo: heima er best. En okkur fínnst aftur á móti að þeir séu allt að því öfundsverðir. — Nokkrir ungir menn héðan hafa haldið út í heiminn, segir mið- aldra kona. En þeir hafa snúið heim aftur. Snemma næsta morgun urðum við að halda heimleiðis. — Hvemig hafíð þið farið að því að fela svona samfélag ykkar? spurði ég leiðsögumanninn. — Það eru ekki nema sárafáir sem hafa samskipti við umheiminn, svara hann. Þegar ég fer til borgar- innar að selja vín, mottur og onyx, spyr enginn um hvaðan ég komi. Það er ofur einfalt. (Frásögn sænsks blaðamanns í þýðingu Sigurjóns Guðjónsonar.) L £ I K H U S K I A L L A R I N N Jól 1993 Fmmsýningargesíir 2Ó. desemker V £ I S L A Leikkúslejallarinn kýður sérlega gflæsilegfan liátíðamatseðil í tilefni frumsýningfar Þjóðleikhússins 26. ner. Húsið opnar kl. 18:00 Tekið verður á móti gfestum meá tilkeyramli forclrykk. Vmsamlega pantið horð í tíma. Boriapantanir ! sima 1 QÖ 3Ó / Fax 1 Q3 00 Byrjum nýtt ár meá glæsiLrag og gleði! Skemmtiatriði: Söngkópurinn Oskaköm íslandsmeistarar í samkvæmisdönsum; Ingfvar og Anna og Leikkúskandiá í nýjum kúningi Nýársmatseðili: Fordrykkur <^> Grajin viíligœsahringa með púrtvínshlaupi (§’ möndlusósu Humarseyði Hrímaður eplasnaps t í ifi/f ‘f’ Hreindýrahryggur með rauðvínsoðinni peru I ut/^l L/ CL Súkkulaðidropi með ávöxtum & konfekti J ?/l// <f> 7/1/1,4 Kaffi & ko níak Ókreytt verá áfengis. Húsið opnaá kl. 18:00 Verð kr. 5.900,- » GAMLÁRSKVÖLD ... Forsala miáa er kafin, verð kr. 1.200,- Yiá inngang kr. 1.500,- Hljómsveitin NÝ DÖNSK leikur fyrir dansi. Hattar, knöll og kampavín innifaliá í miáaverái. Húsiá opnað kl. 00:20 Borða- og miðapantanir í síma 1 QÓ 3Ó / Fax 1 Q3 00

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.