Morgunblaðið - 19.12.1993, Page 43

Morgunblaðið - 19.12.1993, Page 43
48 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1993 við Ingu og Þorstein og alltaf fórum við ríkari og betri manneskjur af þeirra fundi. Við ræddum framtíðar- málin, nöfn bamanna okkar, íbúða- kaup og alltaf var tekið á málum af skynsemi og jákvæðu hugarfari. Það var ekki síst Ingu að þakka sem horfði ætíð til framtíðar og taldi ungu fólki ekkert ókleift, legði það sig fram. Inga hélt frumburði okkar, Aldísi Kristínu, undir skírn með aðstoð Þorsteins og Árna. Það var falleg athöfn sem fór fram á heimili tengdaforeldra minna og var til marks um þá hlýju sem börn okkar nutu alla tíð hjá ömmu Ingu. Haustið 1984 héldum við Ámi til framhaldsnáms í Bandaríkjunum. Áður en við fóram stungu þau hjón að okkur auram og þau orð voru látin falla að það væri ódýrara fyrir okkur að hringja heim til þeirra en öfugt. Þannig gætu þaú fengið frétt- ir af okkur og stelpunum sem þá voru orðnar tvær. Mánuði síðar var Þorsteinn allur og Árni flaug heim og kvaddi fyrir okkur öll. Á meðan á námi okkar stóð erlendis hringdum við vikulega í Ingu. „Aurarnir" voru löngu búnir en fyrir okkur var nauð- synlegt að fá uppörvun og hvatningu frá Ingu í gegnum lífsspeki sem var tær og hnitmiðuð. Eftir heimkomuna fórum við Ámi með Ingu til Kaupmannahafnar þar sem við dvöldumst í góðu yfirlæti hjá Margréti systur Árna og fjöl- skyldu hennar. Þar kom fram „heimskonan" Ingigerður sem lét sig ekki muna um að ferðast um alla stórborgina í strætisvögnum og lest- um þó að komin væri hátt á níræðis- aldur. Hún hugsaði vel um útlit og klæðaburð og var jafnan eftir því tekið hversu glæsileg og falleg hún var. Himnaríki hefur verið líkt við mustarðskorn er maður sáði í akur sinn. Það var hverju sáðkorni smærra en þegar það var sprottið varð það öllum jurtum stærra og fuglar himins komu og hreiðruðu um sig í greinum þess. Ættbogi Þorsteins og Ingu er orðinn stór en ættmóðirin breiddi svo út greinarnar að afkomendum þótti gott að hreiðra um sig og nutu samskiptanna við einstaka konu. Oftar en ekki er við Árni heimsótt- um Ingu átti Árni það til að sofna í stólnum hennar. Hún sótti þá teppi og breiddi ástúðlega yfir hann. Við héldum áfram að spjalla en mikið þótti henni vænt um að „pólitíkus- inn“ dóttursonur hennar skyldi geta slakað á og sofnað í stólnum hennar ömmu. Að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti fyrir leiðsögnina og hlýjuna sem þau hjón og síðar Inga veittu mér og börnunum okkar íjórum. Við kveðjum hnípin með þá ósk i huga að íslenska þjóðin eignist sem flestar fyrirmyndir á borð við ömmu Ingu. Bryndís. Hann Þorsteinn afi okkar þurfti að berjast í Eyjum fyrir bættri menntun Eyjamanna og betri kjörum þeirra lægst settu. Baráttan var oft hörð á þessum árum og gifuryrðin mörg. Hún Inga amma sá til þess að ékkert af þessu hafði áhrif á heimilislífið. Það var griðastaður afa og allra er þangað sóttu. Barátta okkar ungra bræðra í Eyjum var annars konar. Hún tengd- ist leikjum Eyjapeyja sem breyttu spýtnarusli í vopn og gerðu út leið- angra upp í Helgafell. Þessi barátta var þó hörð og oft vorum við eltir uppi af eldri peyjum. Hún amma sá til þess að við höfðum griðastað á heimili hennar. Þar var hægt að fela sig fyrir óvættum og mæðrum þeirra sem komu til að leita uppi hinn seka vegna þess að engl- arnir þeirra enduðu með stórar kúlur á höfði eða marbletti. En heimili afa og ömmu var ekki aðeins griðastaður eins og að ofan er lýst. Það var lærdómssetur. Amma kenndi okkur elstu bræðrun- um að lesa. Þar fengum við systkn- in einnig mikilvægan stuðning við gildi menntunar. Það var því ekki aðeins á okkar eigin heimili sem slík gildi höfðu áherslur. í athafna- umhverfi Eyjamanna var mikilvægt að njóta slíks stuðnings einnig frá öðru mikilvægu heimili. Oft tilkynnt- um við ömmu og afa hvað við hygð- umst verða, því það breyttist oft. Læknir, fisktæknir, matvælafræð- ingur, lögfræðingur, prestur eða kennari. Öllu var þessu tekið af mikilli athygli og stutt við þá ákvörð- un hveiju sinni með hyggilegum spurningum. Heimili ömmu og afa var raun- veralegur griðastaður og kennslu- stofnun gagnvart þeim gildum sem við teljum okkur meta stöðugt meira. Þrátt fyrir andstreymi heyrðum við ömmu aldrei tala illa um nokkurn mann. Alltaf sýndi hún okkur áhuga og virðingu, eins og um kærkomna vini hennar, jafnaldra, væri að ræða. Það gilti í raun einu hvort við vorum fimm eða 35 ára. Virðingin og hlýj- an var hin sama. Hún og afi áttu því mikinn þátt í því að vera með foreldrum okkar systkina að byggja upp sjálfsvirðingu okkar og kynnast því að „kynslóðabil" er tilbúið hug- tak þeirra sem líklega hafa verið aldir upp í að samskipti barna og fullorðinna einkennist af einhveiju öðru en gagnkvæmri virðingu. Þegar við stækkuðum fundum við systkinin að það reyndist vera sama hvar staðsetning var á heimili ömmu og afa og síðar ömmu, þegar afi féll frá. Alltaf ríkti þessi heilagi frið- ur og birta yfír heimilinu. Þangað héldum við áfram að koma til að hlaða orkugeymana. Hún amma bjó okkur svo vel úr garði af góðum minningum að nú þegar hún er farin, hlaðast orku- geymarnir álíka vel af minningunum einum. Fyrir það eram við óend- anlega þakklát. í menntaskóla lærðum við fyrst um kjörgerðir í sálarfræði. Hinn fullkomni maður var sá maður sem lauk lífi sínu í fullri sátt við verk sín á þessari jörð og við aðra menn. Amma lifði í 91 ár, með fullri reisn, ást og hlýju. Hún er sá einstaklingur sem við þekkjum á þessum aldri sem kemst næst því að vera kjörgerðin sem alla dreymir um að vera. Þess vegna kveðjum við hana full þakk- Iætis og af sannri gleði yfír að hafa fengið að njóta þess sem bún bjó yfir og færði mömmu og pabba, okkur systkininum, mökum okkar og börnum okkar þannig að næsta kynslóð byggi á gildum heiðarleika, virðingar fyrir sjónarmiðum annarra og gildum réttlætis. Við trúum því í barnslegri einlægni að nú ríki ham- ingjutímar hjá afa og ömmu. Eina áhyggjuefni þeirra gæti verið að við sem eftir sitjum sættum okkur ekki við að njóta ekki samvista við þau. En það væri of eigingjarnt sjónar- mið, eftir allt það sem þau hafa gefið okkur. Gylfi og Árni. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Nú er elsku amma farin frá okkur á fund afa. Við systurnar viljum þakka ömmu fyrir árin sem hún var með okkur. Þó að amma hafi verið orðin 91 árs bar hún árin vel og var alltaf ung í anda. Hún var alltaf vel til höfð, lífsglöð og hraust. Áhuga- málin hennar vora mörg. Hannyrðir, ferðalög, mannamót, leikhúsferðir og lestur góðra bóka voru hennar líf og yndi. Henni fannst gott að vera innan um fjölskyldu sína. Hún fylgdist vel með barnabörnunum og var hún ýmist að pijóna eða hekla á þau. Amma var alltaf svo blíð og góð. Það var notalegt að koma í heim- sókn til hennar og spjalla við hana. Hún lét sér annt um okkur öll og hafði mikinn áhuga á því sem við tókum okkur fyrir hendur. Amma var góður vinur og við söknum hennar mikið. Við vitum að elsku afi okkar hefur tekið vel á móti henni. Nú eruð þið saman á ný. Blessuð sé minning ykkar. Ingigerður, Guðný Helga og Kristín Hrönn. Á fljóti lífs og tíma fara margir hjá. Ég tel það homstein gæfu minnar að hafa notið samfylgdar og leið- sagnar ömmu minnar, Ingigerðar Jóhannsdóttur, sem nú er fallin frá. Bernskuminningar frá Goðasteini, heimili þeirra ömmu og afa, eru margar. Heimilið var í senn menn- ingarsetur og skjól. Amma og Goða- steinn voru eins og sál og líkami sömu verunnar. Goðasteinn kallaðist á við nafna sinn sem bar við norður- himin í hvítum breiðum Eyjafjalla- jökuls og blasti við sýn á hlaðinu þegar vel viðraði. I bókasafni stóra skrifstofunnar fann lítill drengur alls kyns undrabækur, stórar erlendar fjöl- fræðibækur, myndabækur og seinna fjöldann allan af norskum og íslensk- um bókum. Bókaloftið er mér enn minnisstætt og mögnuð stemmning bókasafnsins, þar sem andlit norskra eikarálfa og bergþursa gægðust út um hillurnar, sveipar Goðastein æv- intýrablæ. I kjöltu ömmu lærði ég að lesa fimm ára gamall og gat setið hug- fanginn tímunum saman og hlýtt á hana fara með þulur sem hún flutti af leikrænni innlifun svo að barnssál- in hreifst með sögunni og gleymdi stund og stað. Hún sagði mér að hún hefði lært þulurnar um ferm- ingu. Seinna hef ég oft velt fyrir mér hvernig ömmu tókst að læra og tileinka sér kynstur ljóða, sálma og sagna, sém hún kenndi oftast við fermingarárið sitt. Einhveiju sinni sagði hún mér að auðvelt hefði reynst henni að taka próf því að hana „dreymdi jafnan hvaða spurn- ingar komu“. Allar þessar skýringar bera vott óbilandi jákvæðu hugar- fari hennar og bjartsýni. Lífsferill Ingigerðar Jóhannsdótt- ur er tilefni í heila bók sem ekki verður rituð hér. Slíkar bækur um hljóðar og skylduræknar afburða- konur heimilis og fjölskyldu eru að jafnaði ekki skrifaðar. Síst af öllu í tísku. í stað frægðar njóta þær ómældrar virðingar sinna nánustu. Frá mínu sjónarhomi er horfin merk- asta persóna sem ég hef kynnst um dagana. Mér eru sérstaklega minnisstæð úr fasi hennar reisn og tíguleiki. Klæðaburður hennar lýsti einfaldri fágun. Hún skrýddist hverri flík sem hún bar. Þátttaka hennar á mannamót- um bar vott um ákveðna hlédrægni, en skarpa athygli þegar samræður áttu sér stað. Hátt og virðulegt enn- ið var umgjörð blíðra augna þar sem brunnu einstakar gáfur, góðsemi og göfugmennska. Hvílíkur íjársjóður er slík minning um horfna ættmóður. Fram á síðustu daga lífs síns fylgdist hún með öllum fréttum, öll- um fléttum þjóðlífsins og vegferð hins stóra hóps sem myndaði grein hennar ættartrés. Og brottför henn- ar var með sömu reisn; að loknu borðhaldi á Hrafnistu að kveldi 7. desember braut hún servíettuna, lagði hana frá sér og leið útaf. Eftir tveggja daga dásvefn var hún öll. Nú hefur amma náð ósnum þar sem fljótið og úthafið verða eitt. Viðburðaríku lífshlaupi er lokið. Við sem nutum ástríkis hennar og visku sitjum eftir hljóð og þakklát fyrir samfylgdina. Blessuð minning henn- ar mun reynast dijúgt veganesti þeim sem nutu þeirrar gæfu að þekkja hana. Þorsteinn Ingi Sigfússon. Elskuleg amma mín, Inga, er dáin. Hún er sú síðasta af ömmunum mínum sem kveður þetta jarðlíf. Ég var óvenju rík af öfum og ömmum. Svo rík að mér þótti ástæða til að gorta mig af sem krakki. Hugur minn fylltist þakklæti og bjartsýni þegar mamma tilkynnti mér andlát þitt að morgni 10. des- ember sl. Sama morgun meðtók ég enn eina sprautumeðferðina við sjúkdómi mínum. í huga mínum var þakk- læti. Þakkl'æti fyrir það að þú fékkst að kveðja þetta jarðlíf með reisn. Svo hress, ern og ungleg fram til hins síðasta. Bjartsýni yfir því að nú hafði mér bæst góður „liðstyrkur að handan" í baráttunni. Og það munar um minna en þig, elsku amma. Ég náði líka að kveðja þig og segja þér að á sama hátt og ég fyndi fyrir nærvera afa í huga mér tæki hann á móti þér nú. Og þeir endurfundir hafa öragglega orð- ið jjúfir fagnaðarfundir. í minni minningu voruð þið alltaf einsog ungt ástfangið par. Leiddust um, notuðuð hlýleg ávörp og báruð mikla virðingu hvort fyrir öðru. Já, það mátti margt fallegt af ykkur læra. Frá Goðasteini, húsinu ykkar í Eyjum, á ég margar góðar minning- ar. Á hveiju sumri dvaldi ég þar sem krakki. Hver einasta ritgerð sem ég skrifaði í barnaskóla fjallaði um lífið í Eyjum, þjóðhátíð og lífið og tilver- una í Goðasteini. Afi vaknaði snemma á morgnana og settist við skriftir áður en hann lagði af stað í gagnfræðaskólann, Sparisjóðinn eða Byggðasafnið. Sí- fellt að störfum og hefði sjálfsagt með síðari tíma sálfræðigreiningu verið talinn ofvirkur. Þú amma mín að undirbúa daginn í eldhúsinu. Við Inga Dóra vorum hins vegar oftast nýsofnaðar. Því við vöktum og sögðum hvor annarri magnaðar draugasögur fram á rauða nótt. Já, lífið var ævintýri í þá daga. Síðar koma minningar fram í hug- ann um gosnóttina, þegar þið flutt- ust öll til okkar upp á meginlandið. Óvissan hvað yrði um húsið ykkar og hvað yrði um ævistarfið ykkar. En tíminn eyðir áhyggjum og efa. Allt fór þetta vel. Þið fluttust í Hafn- arfjörðinn. Unduð hag ykkar vel og hélduð áfram að leiðast um göturnar eins og forðum. Þú varst styrka stoð- in hans. Full af jafnaðargeði og sáttasemjari þegar þess þurfti með. Ég var og er stólt af því að vera elsta barnabarnið ykkar. En þannig kynnti afi mig ávallt. Ég var líka óumræðilega stolt og þakklát fyrir að hafa átt ykkur að, elsku amma. Hvíl þú í friði. Elsta barnabarnið þitt, Guðný Stefánsdóttir. Fleiri minningargreinar um Ingigerði Jóhannsdóttur bíða birtingar og munu birtast i blaðinu næstu daga. t Ástkær eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir, GUÐMUNDUR GESTSSON, Hlíðargerði 22, Reykjavík, sem lést þann 14. desember sl. verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðju- daginn 21. desember kl. 15.00. Guðrún Guðmundsdóttir, Helga Guðmundsdóttir, Guðmundur Vilbergsson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför YNGVA GRÉTARS GUÐJÓNSSONAR, Löngumýri 24, Garðabæ, áður Skólavörðustíg 44. Sérstakar þakkir til starfsfólks Landspít- alans á deild 14E og gjörgæsludeild. Guð gefi ykkur gleðiieg jól og farsælt nýtt ár. Valdís Gunnlaugsdóttir, Guðmundur Pétur Yngvason, Berglind Bragadóttir, Eivar Andri Guðmundsson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, EVU PÁLMADÓTTUR. Erla Elíasdóttir, Ágúst H. Eliasson, Halldóra Elíasdóttir, Sveinn H. Ragnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar og tengdamóður, MARGRÉTAR ÞÓRÐARDÓTTUR, Droplaugarstöðum. Sigurlaug Alfreðsdóttir, Árni Tyrfingsson, Gréta Alfreðsdóttir, Smári ingvarsson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HELGU EYÞÓRSDÓTTUR, Suðurgötu 25, Sandgerði. Guð blessi ykkur öll og gefi ^kkur gleðilega jólahátíð. Jón Erlingsson, Jóhanna Sigurjónsdóttir, Margrét Erlingsdóttir, Hannes Þ. Sigurðsson, Ólafía Þ. Erlingsdóttir, Eiríkur J. Helgason, Stefama Lórý Erlingsdóttir, Sigurður Einarsson, Ingibjörg Erlingsdóttir, Bjarni Einarsson, Sjöfn Erlingsdóttir, Oddný S. Gestsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.