Morgunblaðið - 19.12.1993, Qupperneq 47
MÖRGÚNBLAÖÍÐ 1
DAGUR 19. DESEMBER 1993
Morðmálið sem
mátti ekki segja f rá
í júlí í sumar var 23 ára gömul kona í Toronto í Kanada, Karla
Homolka, dæmd í 12 ára fangelsi fyrir að hafa átt þátt í að ræna
tveimur unglingsstúlkum fyrir tveimur árum og myrða þær síð-
an. Lík annarrar stúlkunnar fannst sama dag og Karla giftist
Paul Bernardo, 29 ára gömlum bókara, sem bíður dóms fyrir
morð og 50 nauðganir allt frá 1984.
Meira fengu Kanadamenn ekki
að vita um alvarlegasta mál
sinnar tegundar í sögu landsins.
Dómarinn, Francis Kovacs, bann-
aði kanadískum fjölmiðlum að
segja nánar frá máli Bernardos
til þess að tryggja að það fengi
sanngjarna meðferð. Þegar ítarleg
grein um það birtist í bandaríska
blaðinu Washington Post um miðj-
an nóvember var þögnin hins veg-
ar rofin.
Smám saman fengu Kanada-
menn nánari fréttir af réttarhöld-
unum, sem þeir höfðu misst af í
eigin landi, í sjónvarpssendingum
frá gervihnöttum, á tölvuskjám,
faxvélum og ljósritum. Tilraunir
kanadískra yfirvalda til þess að
koma í veg fyrir að um málið
væri fjallað í Kanada voru unnar
fyrir gýg, þótt tollverðir hafi lagt
hald á erlend blöð og fréttir sjón-
varpsstöðva hafi verið ritskoðaðar.
Málið þykir afturá móti svo and-
styggilegt að nú virðast flestir
óska þess að þeir hefðu aldrei
heyrt á það minnst.
Þegar Washington Post sagði frá
réttarhöldunum vöktu þau svo
mikla athygli að 2.000 Kanada-
menn fóru yfir landamærin til
þess að komast yfir eintak. Blaða-
salar sem urðu uppiskropppa seldu
ljósrit í staðinn.
Að sögn bandarískra fjölmiðla
hafði Karla Homolka upp á stúlk-
um handa Bernando til að hafa
mök við áður en þau giftust. Sam-
kvæmt einni fréttinni „gaf“ Karla
Bemando honum 14 ára systur
sína, Tammy, í ,jólagjöf.“ Því er
haldið fram að Karla hafi laumað
róandi lyfi í eggjapúns Tammy
áður en þau höfðu mök við hana
og tóku það sem gerðist upp á
myndband. Tammy kafnaði í eigin
ælu og lést daginn eftir.
Næsta fórnarlamb var Leslie
Mahaffy, 14 ára, sem þau rændu
hálfum mánuði áður en þau gift-
ust og sagt er að hafí látist eftir
að hafa sætt kynferðislegu ofbeldi
í tvo daga. Þriðja fómarlambið,
Kristen French, 15 ára, var 13
daga í haldi og var látin horfa á
myndbandsupptöku af þrekraun
Leslie.
Karla og Bemardo giftust við
Niagarafossa, sama dag og lög-
regla fann lík Leslie í um 50 km
fjarlægð. Skömmu eftir morðin
flúði Karla frá Bernardo vegna
misþyrminga til foreldra sinna.
Síðan hringdi hún í lögregluna og
sagði alla sólarsöguna.
Hún var 17 ára þegar hún
kynntist Bernardo. Að loknu
gagnfræðaskólanámi var hún að-
stoðarstúlka dýralæknis og fluttist
ásamt Bemando í lítið hús við
Ontariovatn. Bernardo var sagður
hafa séð sér farborða með smygli
á áfengi og tóbaki til Kanada frá
Bandaríkjunum.
Kapalsjónvarpsstöðvar ná til
tveggja milljóna heimila í Ontario
og verða dregnar til ábyrgðar ef
þær flytja fréttir frá Bandaríkjun-
um sem bannað er að segja frá í
Kanada — þar á meðal umrætt
mál. Þegar gmnsamleg frétt er
send út er tekið fram að hún hafí
verið „rugluð“ og það vekur for-
vitni og gremju.
Tilboð
Bifreiðaútboð á tjónabifreiðum er alla virka
mánudaga frá kl. 9.00-18.00. Ljósmyndir af
bifreiðunum liggja frammi hjá umboðsmönn-
um SJÓVÁR-ALMENNRA víða um land.
Upplýsingar í símsvara 91-671285.
IjónasMnarsjjöðin
■ * Dratfhálsi 14-16, 110 Reykjavik, sími 671120, lelefax 672620
'AUGL YSINGAR
TJÓNASKOÐUNARSTÖÐ
Hamarshöfða 2, 112 Reykjavik
símar: 68 53 32 og 2 64 66 fax: 68 83 63
Tilboð
Tilboð óskast í bifreiðir, sem skemmst hafa
í umferðaróhöppum. Bifreiðirnar verða til
sýnis á Hamarshöfða 2, sími 685332, frá kl.
10.00 til 16.00 mánudaginn 20. desember
1993.
Tilboðum sé skilað fyrir kl. 16.00 sama dag.
Tryggingamiðstöðin hf.
Smiðjuvegi 2 - 200 Kópavogur
Sími 683400 (símsvari utan opnunartíma)
Telefax 670477
Tilboð
óskast í bifreiðar, sem skemmst hafa í
umferðaróhöppum. Bifreiðarnar verða til
sýnis á Smiðjuvegi 2, Kópavogi, mánudaginn
20. desember 1993, kl. 8-17.
Tilboðum sé skilað samdægurs.
Vátryggingafélag íslands hf.
- Tjónaskoðunarstöð -
Hljóðritanir - bækur
Ný sending af geisladiskum,
erlendum bókum, ásamt ýmsum
gjafavörum. Landsins mesta úr-
val af kristilegu tónlistarefni á
hreint frábæru verði (á geisla-
diskum og kassettum). Úrval
uppbyggilegra bóka fyrir börn
sem fullorðna. Mjög hagstætt
verð. Mikið úrval af erlendum
bókum. Líttu inn, það borgar sig.
Hotun2 K»R«Y»dav*
Orð lífsins,
Grensásvegi8
Almenn samkoma og sunnu-
dagaskóli kl. 11.00. Svante Rumar
frá Livets Ord prédikar.
Allir hjartanlega velkomnir!
Sjónvarpsútsendinga á OMEGA
kl. 14.30.
YWAM - Island
Jólasamvera í Breiðholtskirkju í
dag kl. 17.00. Helgistund, kaffi
og jólaskemmtun.
Allir velkomnir.
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Brauðsbrotning ki. 11.00.
Ræðumaður Hafliði Kristinsson.
Almenn samkoma kl. 16.30.
Ræðumaður Svanur Magnús-
son. Barnagæsla á sama tíma.
Jólaöl og smákökur eftir sam-
komuna. Munið að koma með
smákökur.
Allir hjartanlega velkomnir.
*Nýja
postulakirkjan,
islandi,
Armúla 23,
108 Reykjavík
Guðsþiánusta sunnudag kl.
11.00. Giinter Kallweit prestur
frá Bremen messar.
Hópur frá Bremen í heimsókn.
Verið velkomln í hús Drottlns!
ouglýsingar
Sunnudagur 19. des. kl. 16.30:
Fyrstu tónar jólanna. Kveikt á
jólatrénu. Jólasöngvarnir sungn-
ir. Gospelkórinn syngur. Miriam
Óskarsdóttir talar.
Verið velkomin á Her.
SSÍNl
Auðbrekka 2 . Kópai’ogur
Sunnudagur: Samkoma kl.
16.30. Á samkomunni syngjum
við jólin inn.
Þriðjudagur: Biblíulestur kl.
20.30.
Almenn samkoma í Þribúðum,
Hverfisgötu 42, í dag kl. 16.00.
Mikill almennur söngur. Vitnis-
burðir. Barnagæsla. Samhjálp-
arkórinn tekur lagið. Ræðumenn
Stefán Baldvinsson og Þórir
Haraldsson. Kaffi að lokinni
samkomu. Allir velkomnir.
Samhjálp.
FERÐAFELAG
ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 - SÍMI 682533
Esja um vetrarsóistöður
Sunnudaginn 19. des. kl. 10.30
verður hin árlega vetrarsól-
stöðuganga Ferðafélagsins á
Esju. Gengið frá Esjubergi á
Kerhólakamb (856 m). Áætlað
að koma til baka um kl. 16.00.
Fólk á eigin bíium velkómiö í
ferðina! Verð kr. 1.000. Munið
að vera hlýlega klædd yst sem
innst. Allir velkomnir, félagar og
aðrir. Gleðileg jól!
Brottförfrá Umferðarmiðstöðinni,
austanmegin, og Mörkinni 6.
Ferðafélag íslands.
Hvítasunnukirkjan
Vegurinn
Hafnargötu 84, Keflavfk.
Samkoma kl. 11.00 árdegis.
Jesús Kristur er svarið.
Allir velkomnir.
UTIVIST
Hallveigarstig 1 • simi 614330
Dagsferð sunnudaginn
19. desember kl. 10.30
Á jólasveinaslóðum f Esjuhlfð-
um. Gengið verður um skógar-
stíga í Esjuhlíðum og svipast um
eftir jólasveinum.
Létt og skemmtileg ganga fyrir
alla fjölskylduna. Verð kr. 500,
ókeypis fyrir börn 15 ára og
yngri.
Brottförfrá BSl að vestanverðu.
Áætluð heimkoma fyrir kl. 15.
Útivist.
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Almenn samkoma í kvöld
kl. 20.00.
t VEGURINN
P Krístið samfélag
Smiðjuvegi 5, Kópavogi
Fjölskyldusamvera kl. 11.00,
eitthvað fyrir alla aldurshópa.
Almenn samkoma í kvöld kl.
20.00. Stefán Ágústsson préd-
ikar.
Allir hjartanlega velkomnir.
Ath. munið bænastundirnar alla
virka daga kl. 8.00.
SÍK, KFUM/KFUK, KSH
Holtavegi
Aðventusamkoma i dag
kl. 17.00 í húsi félaganna við
Holtaveg. Samkoman verður í
umsjá yngri-deildar KFUK við
Holtaveg. Ath. að húsið verður
opnað kl. 16.00 og veröur boðið
upp á veitingar. Fjötmennum á
samkomuna. Allir eru velkomnir.