Morgunblaðið - 19.12.1993, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1993
51
„Þetlaer
svo gaman“
Rætt við bandarískan knattspyrnuþjálfara
HVERS vegna er knatt-
spyrna sú íþrótt í Bandaríkj-
unum sem vex örast að vin-
sældum meðal barna og
unglinga, svo að nú æfa
hana milljónir bandarískra
ungmenna? Ástæðurnar eru
auðvitað margar, en felast
meðal annars í því að fjöldi
fólks er hér vestra eins og
heima á íslandi reiðubúinn
til þess að fórna ómældum
tíma og leggja á sig mikla
fyrirhöfn til þess að gera
börnum og unglingum fært
að leggja stund á knatt-
spyrnu.
Adrian Steel er í þessum hópi.
Hann er rösklega fertugur
og alla virka daga er hann að finna
á skrifstofum eins
fSR™ af stfrsiu, Vós-
Jónsson mannafyrirtækjum
skrifar frá Bandaríkjanna í
Bandaríkjunum miðborg Washing-
ton. Þar er hann
einn af 550 lögmönnum fyrirtæk-
isins, en starfsmenn skipta þús-
undum.
En þegar vinnu lýkur síðdegis
og um helgar varpar Adrian frá
sér málavafstrinu og beinir hugan-
um að öðru — knattspyrnu. Hann
er einn af mörgum sjálfboðaliðum
í MacLean í Virginíu, þar sem
hann býr, sem fórnar dijúgum
hluta frítíma síns til þess að þjálfa
unga áhugamenn um knattspyrnu.
Adrian Steel þjálfar hóp átta ára
stúlkna, því að fótboltaáhuginn er
ekki síðri hjá þeim en strákunum.
Stúlkumar æfa á hveiju föstudags-
kvöldi og laugardagsmorgna er svo
keppt. Adrian leikur svo sjálfur
knattspymu einu sinni í viku.
— Ætli það fari ekki svona
8-10 klukkustundir á viku í fót-
boltann hjá mér, segir hann. Meg-
inforsendan fyrir þessu er auðvitað
sú, að önnur dætra minna æfír
knattspyrnu, bætir hann svo við,
annars gæti ég ekki varið það
gagnvart fjölskyldunni að nota
sem svarar heilum degi í viku
hverri í fótboltann.
En þetta er óneitanlega mjög
skemmtilegt. Ég hef alltaf haft
gaman af því að vinna með bömum
og held, að ég nái vel til þeirra og
hafí gott lag á þeim — ekki síst á
þessum aldri sem stelpumar mínar
eru. Við skemmtum okkur vel.
í Bandaríkjunum er mjög al-
gengt að fólk flytjist landshoma
á milli vegna atvinnu sinnar
nokkmm sinnum á starfsævinni.
Adrian Steel er þar engin undan-
tekning. Þótt hann hafí nú um
langt skeið búið í Virginíu, rétt
utan við Washington, er hann
ættaður frá Missouri og þar byij-
aði hann að spila knattspyrnu fyr-
ir aldarij'órðungi.
— Síðan hef ég haft áhuga á
þessari íþrótt, segir hann, þótt ég
hafi raunar iðkað ýmsar aðrar
greinar íþrótta líka. Um tíma lék
ég körfubolta, hafnabolta og ruðn-
ing og var jafnvel líka í ijölbragða-
glímu, segir hann og hlær — en
ég ar nú ekki góður í neinu af
þessu og er svo sem ekki sérstak-
ur snillingur í knattspyrnunni
heldur, bætir hann við. Þetta er
bara svo gaman — að sjá hvað
stelpunum fer fram og hvað það
er mikill hugur í þeim.
En hvaða skýringar hefur Adr-
ian Steel á þeim mikla áhuga sem
nú er á knattspyrnu í Bandaríkjun-
um?
— Ástæðurnar em sjálfsagt
margar, segir hann. Hér fyrr á tíð
var áhugi á knattspyrnu oft undir
því kominn hvaðan menn voru.
Italskir innflytjendur komu til
dæmis með knattspyrnuáhugann
í farteski sínu og þess vegna var
knattspyrna oft leikin í kaþólskum
skólum, þótt áhuginn hafí auðvitað
ekki verið bundinn við ítali eina
saman. Nú í seinni tíð hefur legið
hingað stríður straumur innflytj-
enda frá Rómönsku Ameríku. Þar
er mikill áhugi á knattspyrnu og
það á vafalítið eftir að segja til sín
í bandarískri knattspymu, þegar
fram í sækir. Annars er það eftir-
tektarvert, að áhugi á þessari
íþrótt er mjög misjafn eftir lands-
hlutum hér — hann er mestur
meðal unglinga í Kalifomíu og
Texas, þar sem nú er orðið mikið
af fólki frá Rómönsku Ameríku —
og svo í landinu norðaustanverðu.
Kannski má að einhveiju leyti
rekja áhugann hér í Virginíu til
þess að hér — ekki síst í grennd
við Washington, býr mikið af út-
lendingum frá löndum, þar sem
knattspyma er mikið leikin. Ein
af stelpunum mínum er til dæmis
íslensk, segir hann svo og hlær
við, og er bara ansi hörð af sér.
— Við byijum að þjálfa börnin
mjög ung — byijum með þau fimm
ára og ég tel ekki fjarri lagi að
af hveijum tíu börnum hér á þessu
svæði leiki sjö-átta knattspymu
um eitthvert skeið. Hins vegar
heltast mörg þeirra úr lestinni um
11-12 ára aldur, því að þá eykst
álagið í náminu til mikilla muna
og ýmis áhugamál önnur fara að
segja til sín.
En sem stendur er ekki vafí á
því að áhuginn er mjög vaxandi,
hvað sem verður í framtíðinni.
Bandarískir foreldrar era mjög
áfram um að börij þeirra stundi
íþróttir og knattspyrnan hefur
ýmsa kosti frá sjónarhóli foreldr-
anna — hún er tiltölulega ódýr
miðað við ýmsar aðrar íþróttir og
er hættuminni en ýmislegt annað
sem til greina kemur, ruðningur
til dæmis, þar sem hættara er við
slysum og svo veitir knattspyma
þeim sem stunda mjög mikla og
góða líkamlega þjálfun — menn
era á sífelldum hlaupum. í barna-
og unglingafótboltanum er það
þannig að við æfum og keppum
sex mánuði á ári — þijá mánuði
að vori og þijá að hausti — og þá
er ekki slegið af.
Heimsmeistarakeppnin, sem
verður háð hér í Bandaríkjunum
á næsta ári á líka vafalaust eftir
að auka áhuga á knattspyrnu
meðal Bandaríkjamanna, því að
umfjöllun í fjölmiðlum, ekki síst
í sjónvarpi, skiptir mjög miklu
máli í þessum efnum. Ahuga á
körfubolta má til dæmis að hluta
til að minnsta kosti rekja til þess
að þeir sem að þeirri íþrótt standa
hafa verið mjög ötulir við að ota
sínum tota — selja íþróttina.
Ef Bandaríkjamenn standa sig
þokkalega í heimsmeistarakeppn-
inni verður það áreiðanlega til
þess að efla áhugann til muna —
en hvort bandarísk knattspyrna á
eftir að eignast sinn Babe Ruth
eða Michael Jordan á næstunni
er svo annað mál — en hver veit,
segir Adrian Steel — en svo er
hann rokinn, því það er að byija
æfing og stelpurnar hans eiga »ð
keppa á morgun og hann er
ákveðinn í því að láta ekki sitt
eftir liggja — það skal leikið til
vinnings.
Kvennaklúbbur Islands að-
stoðar Hjálparstofnun
KVENNAKLÚBBUR íslands hef-
ur ákveðið að leggja Hjálparstofn-
un kirkjunnar lið í landsöfnuninni
sem nú stendur yfir með sérstöku
átaki nk. mánudag.
Munu þær sitja við síma Kvenna-
klúbbsins þann dag, 655544, og taka
á móti framlögum frá einstaklingum
eða fyrirtækjum sem skuldfæra má
á greiðslukort. Einnig verður tekið á
móti slíkum tilkynningum í síma
Hjálparstofnunar, 624400.
Fyrirtæki sem vilja gefa vaming
í matarbúr Hjálparstofnunar geta
einnig komið honum á framfæri með
því að tilkynna það í síma Kvenna-
klúbbsins á mánudag eða á skrif-
stofu Hjálparstofnunar.
TRAUSTI
ÁRITAR
Hina vinsælu bók sína
VEÐURÁ
ÍSLANDI
■ LÍF OG FJÖR í miðborginni
verður sunnudaginn 19. desember
frá kl. 13 til 17. Miðbæjarfélagið,
Iiljómalind og Reykjavíkurborg
standa fyrir jólaskemmtun á Ing-
ólfstorgi. Fram koma. listamenn-
irnir og sprelligosarnir Sigga Bein-
teins, Ómar Ragnarsson, Hörður
Torfason, Halli Reynis og Barna-
bros ásamt söngvurunum Eddu
Heiðrúnu, Maríu Björk og Söru
Dís. Síðast en ekki síst verður hóp-
ur jólasveina á staðnum. Lista-
mennirnir árita plötur sínar í Hljó-
malind að leik loknum. Verslanir í
miðborginni era opnar kl. 13-17.
í Bókaverslun ísafoldar,
Austurstræti, í dag, sunnu-
dag.frákl. 16-17.
Allir veður- og bókaáhuga-
menn velkomnir!
-----
Borvél
a
SBE 500 R
500 wött með
•Ö 0 -2800 sn./ mín.
"* áfrom oa afturábak
8 13 m/m patróna,
í fallegri vioartösku
verS kr. stgr.
s 9.990,-
JÓLATILBOÐ JÓLATILBOÐ
Jófcfgrfcvfcrfffifficcvvpjfi
lief|cisf
... Bræðrunum Ormsson,
þar bjóðast þér rafmagns-
hanaverkfæri á sérstöku
jólatilboðsverði
AEG
§
•o
8
s
I
§
I
Rafhlöðuborve
BSE 7.2
7.2 volt
stiglaus rofi
tveggja hraSa
0 -280 og 0 -770 sn./mín.
ver& kr. stgr.
11.770,-
Stíngsög
STEP 500
500 wött með framkasti
á blaði
og hraðastillingu
ver& kr. stgr.
13.490,-
AEG
Pússikubbur p
VS230
150 wött
20.000 sn/ mín (
léttur oa meðfærilegur i
verð kr. stgr.
8.990,-
8
£9 *
4
VELDU GJAFIR
SEM ENDAST !
JÓLATILBOD JÓLATILBOÐ JÓLATILBOÐ JÓLATILBOÐ -»
Umboösmenn Reykjavík
og nágrenni:
BYKO Reykjavík, Hafnarfiröi
og Kópavogi
Brúnás innréttingar.Reykjavlk
Vesturiand:
Málningarþjónustan, Akranesi
Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi
Blómsturvellir, Hellissandi
Guöni Hallgrímsson, Grundarfiröi
ÁsubúÖ.Búöardal
Vestfiröir:
Rafbúö Jónasar Þór.Patreksfiröi
Edinborg, Bíldudal
Verslun Gunnars Sigurössonar
Þingeyri
Straumur.ísafiröi
Noröuriand:
Kf. Steingrímsfjaröar.Hólmavík
Kf. V-hún., Hvammstanga
Kf. Húnvetninga, Blönduósi
Skagfiröingabúö, Sauöárkróki
KEA, Akureyri
KEA, Dalvík
Bókabúö, Rannveigar, Laugum
Sel.Mývatnssveit
Kf. Þingeyinga, Húsavlk
Urö, Raufarhöfn
Austurland:
Sveinn Guömundsson, Egilsstööum
Kf. Vopnfiröinga, Vopnafiröi
Stál, Seyöisfiröi
Verslunin Vík, Neskaupsstaö
Hjalti Sigurösson, Eskifiröi
Rafnet, Reyöarfiröi
Kf. Fáskrúösfiröinga, Fáskrúösfiröi
Suöuriand:
Kf. Rangæinga, Hvolsvelli
Mosfell, Hellu
Árvirkinn, Selfossi
Rás, Þorlákshöfn
Brimnes, Vestmannaeyjum
Reykjanes:
Stapafell, Keflavfk
Rafborg, Grindavik.
índeslf
Heimilistæki
wA
§ J.A. HENCELS
S
f=
Heimilistæki og handverkfæri
Heimilistæki
Hnífar
Heimilistæki
HÁDHN
Heimilistæki
Gleðileg pl
BRÆÐURNIR
DÍœMSSCMHF
Lágmúla 8, Sími 38820
Umboðsmenn um land allt