Morgunblaðið - 07.01.1994, Blaðsíða 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1994
Framkvæmdlr liaflnar við
torg \iú Lælijargötu 4
NÚ er unnið að gerð um 600 ferm torgs sunnan og vestan megin
við húsið að Lækjargötu 4 í miðbæ Reykjavíkur. Torgið verður í
góðu skjóii af húsinu og mun liggja vel við síðdegissólinni á sumrin.
Enn hefur því ekki verið gefíð nafn. — Þetta verður sólríkt torg i
miðbænum, þar sem þarna er fremuí* opið til vesturs og Hótel Borg
er það langt í burtu, sagði Ormar Þór Guðmundsson arkitekt, en
hann hefur hannað torgið, auk þess sem hann hannaði nýbygging-
una að Lækjargötu 4, en framkvæmdir annast ístak hf.
Aðalinngangurinn inn á torgið
verður frá Lælqargötu, en
jafnframt er ætlunin að opna torgið
út í Austurssstræti um sund með-
fram Hressingarskálunum. — Þar
verða fjarlægðir nokkrir skúrar og
einnig gerðar endurbætur á Hress-
ingarskálanum, sagði Ormar Þór
ennfremur. — Veitingastaðurinn
verður að vísu minni á eftir, en
húsið verður gert að verzlun að
hluta. Með þessu myndast þarna
göngusund. Gönguleið verður einn-
ig gerð inn á torgið frá Skólabrú
og sömuleiðis gönguleið um undir-
göng frá Austurvelli. Það verður
því hægt að ganga inn á torgið á
fjórum stöðum.
— Þetta á að verða aðlaðandi
bæjartorg, sagði Ormar Þór. — Það
er þegar kominn veitingastaður á
jarðhæðinni að Lækjargötu 4 og
þama ætti því að vera hægt að
bjóða upp á veitingar utandyra,
þegar vel viðrar á sumrin. Á torginu
verður upphækkun með fallegum
tijám og auk þess sett þar upp sér-
stæð myndastytta eftir listamann-
inn Magnús Tómasson, sem hann
hefur gefið heitið „Oþekkti emb-
ættismaðurinn“. Tré verða einnig á
jaðri torgsins, sem snýr að lóð Hót-
el Borgar.
Meginlitur torgsins verður rauð-
ur með gráum flísum í, þannig að
torgið á að skera sig að nokkm
leyti úr torga- og hellulagningunni
í miðborginni, sem er að miklu leyti
í gráum og brúnum lit.
Framkvæmdir við torgið eru þeg-
ar hafnar og er ætlunin að ljúka
þeim fyrir sumarið. Hugmyndin að
torginu er ekki ný, en hún er í sam-
ræmi við skipulag miðborgarinnar
frá 1986. — Það er hins vegar ný
hugmynd að koma þessari styttu
fyrir á torginu, en hún mun vafalít-
ið setja sinn svip á torgið, sagði
Ormar Þór.
Eins og fram er komið, stendur
Þessi sérstæða myndastytta eftir
listmanninn Magnús Tómasson
mun selja sinn svip á torgið.
Listamaðurinn hefur gefið henni
heitið “ Óþekkti embættismaður-
inn.“.
torgið hlémegin við nýbygginguna
að Lækjargötu 4. Á þriðju, fjórðu
og fimmtu hæð hennar eru íbúðir
Torgið verður hlémegin við nýbygginguna að Lækjargötu 4 og verð-
ur um 600 ferm. Aðalinngangurinn inn á torgið er frá Lækjargötu,
en einnig verður hægt að ganga inn á það frá Austurstræti, Skóla-
brú og Austurvelli. Torgið verður rautt með gráum fiísum í. Fram-
kvæmdir eru þegar hafnar og er ætlunin að ljúka þeim fyrir sumarið.
og eru þær allar seldar. Önnur
hæðin er hins vegar öll óseld, en
hún er einkum ætluð fyrir skrifstof-
ur. Þessi hæð er um 300 ferm, sem
skipta má niður í einingar. Jarð-
hæðin er ætluð fyrir þjónustustarf-
Tiu ibúóir tíö Þorragötu óseldar
ALL vel hefur gengið að selja íbúðir í fjölbýlishúsi því, sem nú er
í byggingu á mótum Þorragötu og Suðurgötu í Reykjavík. í húsinu
verða alls 36 ibúðir og eru 26 þeirra þegar seldar. Bygingaraðili
er ístak hf., en hönnuður er Guðmundur Kr. Guðmundsson arkitekt.
neðstu hæðinni eru einungis bíl-
skúrar, fundarsalur og tvær hús-
varðaríbúðir, en hlutdeild í þeim
fylgir með í kaupunum.
Það eru þegar nokkrar fráteknar
af þeim tíu íbúðum, sem óseld-
ar eru, sagði Þorleifur Guðmunds-
son, sölumaður hjá Eignamiðlun-
inni, sem hefur þessar íbúðir til
sölu. — Þetta hús verður mjög vand-
að að allri gerð. Það verður m. a.
klætt að utan með viðhaldsfríu efni.
Lyfta er í húsinu, sem er fimm
hæðir, þar af fjórar íbúðarhæðir.
íbúðirnar, sem eru 4ra herb og
101-124 ferm að stærð, verða af-
hentar fullbúnar með fullbúinni
sameign og frágenginni lóð. Þá
fylgir hlutdeild í hús varðaríbúðum.
Hiti verður í gangstéttum og plani.
Verð á 101 ferm íbúðunum er
10.280.000 kr. en á 124 ferm íbúð-
unum 12.440.000 kr. Boðið er upp
á sveigjanlega greiðsluskilmála.
Félag var stofnað um þessar íbúðir,
sem ber heitið Skildinganes hf. og
þurfa kaupendur að gerast meðlim-
ir í þessu félagi. Gert er ráð fyrir,
að íbúar séu eldri en 62 ára, en
Reykjavíkurborg mun byggja þjón-
ustusel á lóðinni.
— Það er því eldra fólk, sem
spyr eftir þessum íbúðum, sagði
Þorleifur. — Framkvæmdir hafa
gengið vel og samkvæmt áætlun,
en áformað er að afhenda íbúðimar
í desember á þessu ári. Reksturinn
á þessu húsi verður væntanlega
með allra ódýrasta móti, þar sem
lítið er um óþarfa sameign. Á
Vettvangur
húsbréfaviðskipta
Hjá okkur færðu ráðgjöf og þjónustu
í húsbréfaviðskiptum.
Einbýllshús á 5.000
ferm lód i Mosfellsbæ
HÚSIÐ Melgerði efst við Aðaltún i Mosfellsbæ er nú til sölu hjá fast-
eignasölunni Framtíðin. Þetta er fallegt tvílyft 160 ferm einbýlishús
ásamt 60 ferm sjö hesta húsi og hlöðu auk 35 ferm bílskúrs. Húsin
standa á 5.0000 ferm gróinni eignarlóð. Á þessa eign eru settar 13,5
millj. kr., en á henni hvíla um 4 millj. kr.
Þessi eign hentar vel hestamönn- L^ÉÉ|
um og öðru útvistarfólki, sem
vill hafa fijálst í kringum sig, því
að þarna er mjög opið svæði í kring,
sagði Óli Antonsson, sölumaður hjá
Framtíðinni. — Einnig ætti þess eign
að henta listamönnum mjög vel, því
að það er hátt til lofts í hesthúsinu
og hlöðunni og auðvelta að breyta
þeim í vinnusali með því að það taka
básana burtu. Sánaklefi er í húsinu
og aðkoma að því mjög falleg, en
steinlagt plan rfieð hita er fyrir fram-
an húsið.
Húsið er byggt á árunum eftir
1940 og er í þokkalegu ástandi. Það
stendur við Áðaltún, sem er efst í
Hlíðartúnshverfi undir Lágafelli á
bæjarmörkum Mosfellsbæjar og
Reylq'avíkur. — Aðstaða af þessu
tagi er ekki á hveiju strái, sagði Óli
Antonsson ennfremur. — Það tekur
aðeins um stundarfjórðung að aka
Húsið er tvílyft 160 ferm einbýl-
ishús með 60 ferm sjö hesta húsi
og hlöðu auk 35 ferm bílskúrs.
Húsin standa á 5.0000 ferm gró-
inni eignarlóð. Á þessa eign eru
settar 13,5 millj. kr.
þaðan niður í miðbæ Reykjavíkur og
það er því auðvelt að stunda vinnu
þaðan á hvaða stað sem er á höfuð-
borgarsvæðinu, ef vill.
Vertu velkomin(n).
L
Landsbanki
íslands
Banld allra landsmanna
LANDSBRÉF HF.
Löggil! verðbréfafyrirtæki.
Aöilí aö Verðbrélaþingi fslands.
Áður en þú kaupir eða selur
RÖRAMYNDIR er öruggasta aðferðin
»til að athuga ástand lagna í byggingum sem
verið er að kaupa eða selja.
■ til að skoða lagnir undir botnplötu, þar sem
fyrirhugað er að skipta um gólfefni.
»til að kanna ástæður fyrir vondu lofti og ólykt í
húsum.
»til að auðvelda ákvarðanatöku um viðgerðir.
VALUR HELGASON Q688806 0985-40440
semi og er hún seld að hluta. Að
sögn Ormars Þórs er gert ráð fyrir,
að torginu verði lokað á kvöldin og
það haft lokað yfir nóttina.
Fast-
eigna-
sölur
í blaðinu
AgnarGústafss. 17
Ás 14
Ásbyrgi 23
Berg 24
Borgareign 13&24
Brautarholt 12
Eignaborg 12
Eignahöllin 24
Eignamiölunin 16-17
Eignasalan 4&24
Fasteignamark. 3&21
Fasteignamiðstöðin 10
Fasteignamiðlun 20
Fjárfesting 22
Framtíðin 4
Garður
Gimli
Hátún
Hóll
Hraunhamar
Húsakaup
Húsið
Húsvangur
íbúð
Kaupmiðlun
Kjörbýli
Kjöreign
Laufá
Lyngvík
Óðal
Séreign
Skeifan
Valhús
Þingholt
20
7
14
15
19
17
23
5
13
8
14
6 & 8
18
8
4
21
11
12
9