Morgunblaðið - 26.01.1994, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 26.01.1994, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANLIAR 1994 21 Sænskur ræningjaflokkur upprættur Hermenn og lög- reglumenn frömdu þaulskipulögð rán Reuter Vopnahlé íLeshoto STRÍÐANDI fylkingar í Leshoto sömdu í gær um vopnahlé og að þær myndu ganga til samnninga við stjórnvöld. Leshoto er smáríki í suðurhluta Afríku og hófust bardagar tveggja fylkinga í síð- ustu viku. Tveir hermenn féllu og fjórir óbreyttir borgar særðust í átökum á sunnudag. Að sögn yfirvalda í Leshoto er orsök átakanna krafa her- manna um 100% launahækkun og aðrar kjarabæt- ur. Neita yfirvöld með öllu að um byltingu hafi verið að ræða. Jarðskjálftasvæðin í kringum Los Angeles í Kaliforníu Rigning eykur á erfið- leika fórnarlambanna Los Angeles. Ruter. ÚRHELLISRIGNING sem hófst á mánudagskvöld jók á erfiðleika fórnarlamba jarðskjálftanna í Kaliforníu en um 25.000 manns urðu heimilislaus af völdum skjálftanna fyrra mánudag. Hafast flestir við í tjaldbúðum sem þjóðvarðlið hefur komið upp í görð- um og á opnum svæðum en þau eru ekki vatnsheld og var vistin því vot í þeim meðan veðrið gekk yfir í fyrrinótt. sér hins vegar þyrlu eða litla flug- vél. Undanfarin tvö ár hefur skipu- lagður hópur manna hvað eftir ann- að lagt til atlögu gegn sænskum bönkum, peningaflutningabílum og pósthúsum. Ránin voru alltaf fram- kvæmd með leifturhraða, stóðu aldrei lengur en í þrjár mínútur og einn meðlimanna stóð yfir hinum á meðan með stoppúr. Ræningjarnir voru alltaf í dökkum fötum með hettu fyrir andlitinu og vopnaðir vélbyssum og öðrum áhrifamiklum vopnum, sem þeir notuðu meðal annars til að skjóta vaktmyndavélar í tætlur. Skipulagið leiddi hugann að hernum, svo hópurinn gekk und- ir nafninu „herklíkan“. Einnig var einkennandi hve vel ræningjarnir voru alltaf að sér um hvernig stað- ið var að löggæslu, til dæmis í sam- bandi við peningaflutninga, því þeir virtust vita upp á hár hvenær lög- reglan gætti þeirra. í einu ráni var lögreglumaður skotinn til bana, en ekki hefur enn verið gefið upp hvort hópurinn sé viðriðinn það rán. Alls hefur hópurinn haft sem samsvarar um fjörutíu milljónum íslenskra króna upp úr krafsinu. Sænska lögreglan hefur haldið handtökum og nöfnum leyndum, en svo virðist sem tólf manns sitji í fangelsi vegna málsins. Einn þeirra er 55 ára yfirmaður úr sænska hernum, sem hefur meðal annars gegnt störfum á ófriðarsvæðunum í gömlu Júgóslavíu. Með í hópnum er einnig sonur hans, sem er lög- regluþjónn, og tveir nemar í lög- regluskólanum. Þrír hinna fangels- uðu hafa hermenntun. Ekki hefur fundist snefill af ráns- fénu, en vopnabúr hópsins fannst grafið í jörðu á sveitabæ, sem son- ur yfirmannsins hafði á leigu. Þar voru um 200 hervopn, en myndir af þeim hafði hópurinn notað til að reyna að kúga um 300 milljónir íslenskra króna úr yfirvöldum, með hótunum um árásir á flugvélar SAS, sænsku járnbrautirnar, Finn- landsfeijurnar og lögreglu. Til þess kom þó aldrei. Nokkrir meðlimanna náðust á aðfangadagskvöld, þegar bíll þeirra hafnaði í skurði á flótta undan lög- reglunni eftir rán. Vopnafundurinn og fleiri vísbendingar hafa leitt til þess að nokkrir meðlimanna hafa játað á sig verknaðinn. Unnið að sáttargerð í máli Michaels Jacksons Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. í RÚM tvö ár hefur hópur ræningja skelft íbúa Stokkhólms með þaulskipulögðum ránum. Sökum faglegs handbragðs hefur hópurinn gengið undir nafninu „herklíkan“. Nú hefur kjarni hans náðst og þá hefur komið í ljós að hann bar nafn með rentu, því í honum er foringi úr sænska hernum, aðrir með hermenntun og lögreglumenn. Hópurinn réð yfir myndarlegu vopnasafni, sem meðal annars hefur verið notað til að kúga fé af yfirvöldum, með hótunum um árásir á SAS, járnbrautir, Finnlandsfeijurnar og lögregluna. Drengurinn fái milljónir dala fyrir að bera ekki vitni Los Angeles. Reuter, The Daily Telegraph. LÖGFRÆÐINGAR bandaríska poppsöngvarans Michaels Jacksons og 14 ára drengs sem hefur sakað hann um kynferðislega misnotkun eru að ganga frá sáttargerð sem felur í sér að söngvarinn greiði drengnum miHjónir dala. I staðinn samþykkir drengurinn að neita að bera vitni gegn Jackson fyrir rétti, að sögn bandarískra fjölmiðla. Talið er að tjón sem hlaust af völdum skjálftans, sem mældist 6,6 stig á Richter, og eftirskjálft- anna nemi 30 milljörðum dollara, jafnvirði 2.205 milljarða íslenskra króna. Er það mesta tjón af völd- um náttúruhamfara í sögu Banda- ríkjanna. í gær sagðist Bill Clinton Bandaríkjaforseti ætla að fara fram á það við þingið að það veitti 7,5 milljarða dollara til endurreisn- ar á skjálftasvæðinu. Rúmlega 11.000 hús og íbúðir eyðilögðust í skjálftunum, 57 manns biðu bana og 8.000 slösuð- ust. Alls hafa 40.000 manns sótt um fjárhagsaðstoð vegna tjóns sem þeir urðu fyrir. Enn ríða eftirskjálftar yfir. Tek- ist hefur að koma vatni og raf- magni til flestra svæða sem urðu hvað verst úti. Borið hefur á skorti á byggingarefni og verða þeir sem vinna að endurbótum á húseign sinni að hafa mikið fyrir því að ná í það sem til vantar. Þannig þrutu birgðir byggingarplasts sem menn notuðu til þess að loka glufum í veggjum til bráðabirgða. Ferðast með almenningsvögn- um, þyrlum og flugvélum Vegaskemmdir hafa valdið gíf- urlegu umferðaröngþveiti í ná- grenni Los Angeles. Tekur margar klukkustundir að komast leið sem áður tók nokkra tugi mínútna að aka. Margir hafa brugðist við með því að sameinast um bíl í stað þess að aka áður einir. Sömuleiðis hefur orðið mikil fjölgun þeirra sem notast við almenningssam- göngur. Þannig ferðuðust venju- lega ekki nema um 1.000 manns til vinnu með járnbrautarlest frá Santa Clarita útborginni en eftir skjálftann hefur þeim fjölgað í 20.000. Þeir sem efni hafa á, leigja Heimildarmaður, sem tengist málaferlunum, staðfesti að lögfræð- ingarnir væru að ná samkomulagi en sagði að nokkurn tíma gæti tekið að ganga frá sáttargerðinni. Slík sátt dregur úr líkunum á því að sak- sóknarar sæki Michael Jackson til saka. Saksóknari hafði á mánudag hreinsað föður drengsins af ásökun- um um að hafa reynt að kúga 20 milljónir dála út úr söngvaranum nokkrum dögum áður en ásakanirnar um kynferðislega misnotkun komu fram. Los Angeles Times hafði eftir heimildarmönnum sínum að Michael Jackson ætti að greiða drengnum að minnsta kosti tíu milljónir dala. Söngvarinn hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu og hafði heitið því að hreinsa sig fyrir rétti. Viku- blaðið Time hafði eftir heimildar- mönnum sínum að aðstoðarmenn Jacksons vildu „losna við þetta mál“. Ef gengið yrði frá sáttargerð í mál- inu myndi söngvarinn leggja áherslu á að ekki bæri að líta á hana sem játningu um sekt. Hermt er að sáttargerðin feli í sér að drengurinn neiti að bera vitni gegn Jackson fyrir rétti. Lögfræði- sérfræðingar segja að ekkert skrif- legt samkomulag geti hindrað að menn beri vitni fyrir rétti, en sam- kvæmt lögum í Kaliforníu er þó ekki hægt að neyða fórnarlömb kynferðis- glæpamanna til þess. NÝUA. BÍL-AHÖLLIN FUNAHÖFÐA 1 S:672277 Eigum til á staðnum Subaru Legacy 1,8 og 2,0L árgerðir frá '90 - '92, sjón er sögu ríkari. MMC Galant GLSi árg. '92, ek. 30 þ. km., hvítur, sjálfsk., álfelgur, saml., sóllúga. Verð kr. 1.650.000 stgr. - Ath. skipti. Nissan Prairie 4x4 árg. '88, ek. 105 þ. km., 5 g., 1,6 vél, grænn. Verð kr. 750.000 stgr. - Ath. skipti. AMC Wrangler 4,2L árg. '88, ek. 126 þ. km., v-rauður, 33" dekk, álfelgur. Verð kr. 1.190.000 stgr. - Ath. skipti. MMC L-300 4x4 árg. '88, ek. 91 þ. km„ d-grænn, álfelgur, allur yfirfarinn af um- þoði. Verð kr. 1.190.000 stgr. - Ath. skipti. BÍLATOFtG FUNAHÖFÐA 1 S:683444 Toyota 4Runner árg. '91, gænsans, ameríku- týpa, sjálfsk., sóllúga, ek. 45 þ. km. Verð kr. 2.550.000. - Skipti skuldabréf. MMC Lancer 1600 GLXi árg. '93, hvítur, siálfsk., ek. 9 þ. km. Verð kr. 1.300.000. Mazda 323 4WD árg. '93, rauður, ek. 6 þ. km. Verð kr. 1.300.000. - Skipti á jeppa ca. 1600-1700. MMC Pajero árg. ’91, gænsans, turbo dies- el, intercooler, 31“ dekk, álfelgur, ek. 79 þ. km. Verð kr. 2.300.000. MMC L-300 4WD árg. '90, grár, ek. 50 þ. * km. Verð 1.480.000. VEGNA GÓDRARSÖLU VANTAR NÝLEGA BÍLA Á STADINN - IN NIS A L U R mmm es 3&

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.