Morgunblaðið - 26.01.1994, Page 32

Morgunblaðið - 26.01.1994, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANUAR 1994 Morgunblaðið/Þorkell Guðrún Sæmundsdóttir, Guðríður Jónsdóttir, Sveinn Elíasson, Lilja Jónsdóttir og Garðar Pálsson höfðu gaman af að hitta aðra ísfirðinga. fclk i fréttum ipj ' í# M / , > JmM IPlA 1- M w ^ w) J n / J 'm >4%* 3 r" a SKEMMTUN Sólarkaffi ísfirðinga Húsfyllir yar á 49. sólarkaffi- kvöldi ísfirðingafélagsins sl. föstudag. Fjölgar gestum með ári hvetju og er þetta í þriðja sinn sem skemmtunin er haldin á Hótel ís- landi eftir að hafa sprengt utan af sér Súlnasal Hótels Sögu. Hófst samsætið með hefðbundinni kaffi- drykkju og ijómapönnukökuáti, en síðan setti Einar S. Einarsson for- maður ísfirðingafélgsins hátíðina. Aðalræðumaður kvöldsins var Rannveig Guðmundsdóttir alþingis- maður, en meðal skemmtiatriða var söngur Borgardætra, auk þess sem Lúdó og Stefán ásamt Ísfírðingnum Kolbrúnu Sveinbjamardóttur sáu um danstónlistina. LEIKARAR Missir auðveldlega stjórn á sér Sænska leikkon- an Lena Olin mótleikari Richards Gere í myndinni Herra Jones sem frumsýnd var í Stjörnubíói fyrir helgina þykir ansi snaggaraleg og til alls vís. Þannig kom hún a.m.k. blaða- manni tímaritsins Elle fyrir sjónir, enda gaf hún þá yfirlýsingu að hún ætti það til að hegða sér eins og fjögnrra ára gamalt barn og lemja fólk. „Ofbeldi er líkt og kynlíf, alveg óút- reiknanlegt. Auk þess sem erfitt er að gera sér grein fyrir hvaðan hvötin kemur,“ sagði hún. í myndinni leitar Olin til sálfræðings, en segist í raunveruleikanum ekki trúa á slíkt. Sér hafí verið ráðlegt af vinum sínum að reyna það til að komast yfír veikleika sína, en hún geti ekki hugsað sér það. Það eigi ekki allir að vera steyptir í sama mótið. Þegar farið var að leita að leikurum í myndina „Romeo is Bleeding“ þurfti einn leikaranna að geta verið allt í senn dular- fullur, glaðlyndur og hræddur. Þóttist framleiðandinn Hilary Lena Olin er orðið þekkt nafn í Bandaríkj- unum. Hér er hún ásamt Richard Gere í myndinni Herra Jones. Henkin strax sjá að Lena hent- aði vel í þetta hlutverk og leikur hún þar kynþokkafullt morð- kvendi. í einkalífí segist hún aftur á móti vera myrkfælin og hrædd um að verða einmana, auk þess sem hún er óstjórnlega flughrædd. Hún á einn son, August, sjö ára, en hafði sagt skilið við föðurinn, sænska leik- arann Oijan Ramberg, áður en August fæddist. Kristín Gunnarsdóttir var rétt kominn inn á Hótel ísland þegar hún hitti þær Ingibjörgu Pálsdóttur og Önnu Ó. Helgadóttur. STJÖRNUR * Osætti milli Eastwoods og Costners Ikvikmyndinni Fullkominn heim- ur, sem sýnd er í Saga-bíói um þessar mundir, er meðal annars fjallað um uppgjör tveggja manna, barnaræningjans Kevins Costner og lögreglumannsins Clints East- woods. Sagan segir að einmitt í upptökum á þessari sömu mynd hafí risið upp ágreiningur milli Costners og Eastwoods sem leik- stýrir einnig myndinni. Costner er ekki óvanur leikstjórn og þótti hon- um sem Eastwood gæti tekið öðru- vísi á málum í einhveijum atriðum. Benti hann á hvað mætti betur fara að eigin mati, en leikstjórinn var ekki aldeilis sammála. Urðu mikil læti vegna þessa, en a.m.k. hefur tekist að ljúka við myndina án þess að áhorfendur verði varir við ósætt- ið. Clint Eastwood leikur yfirmann lögreglunnar. Kevin Costner ásamt T.J. Lowth- er, sem Ieikur Philip í myndinni. EGLA -röð ogreglu Margir litir margar stærðir. Þessi vinsælu bréfabindi fást í öllum helstu bókaverslunum landsins. Múlalundur Vinnustofa SÍBS Símar: 628450 688420 688459 Fax 28819 LEIKARAR Telly Saval- as látinn Við sögðum frá því hér í blaðinu fyrir skömmu að leikarinn Telly Savalas hefði verið greindur með krabbamein í blöðru- hálskirtli, en hefði far- ið heim af spítalanum 7. janúar sl. eftir að hafa hlotið við- eigandi meðferð. Hún virðist þó ekki hafa dugað, því hann lést sl. laugardag sjötugur að aldri í svítu sinni á Shera- ton-Universal hótelinu, þar sem hann hafði búið undanfarin ár.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.