Morgunblaðið - 27.01.1994, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANUAR 1994
Lagafrumvarp lagt fram á Alþingi
um símaþætti útvarpsstöðva
Beinar útsending-
ar tafðar um stund
ÞRÍR þingmenn hafa lagt fram lagafrumvarp á Alþingi, þar sem
meðal annars er gert ráð fyrir að útvarpsstöðvar, sem heimila
almenningi að taka þátt í beinni útsendingu, verði skyldaðar til
að nota útbúnað sem tefur útsendinguna í stutta stund. Með því
móti verði hægt að koma í veg fyrir að útvarpað sé ærumeiðing-
um um nafngreinda menn eða óviðurkvæmilegum ummælum.
Frumvarpið, sem er um breyt-
ingu á útvarpslögum, er lagt fram
af Inga Bimi Albertssyni, Sjálf-
stæðisflokki, Ólafi Þ. Þórðarsyni,
Framsóknarflokki, og Steingrími
J. Sigfússyni, Alþýðubandalagi.
Er þar gert ráð fyrir að eigi al-
menningur kost á að taka þátt í
beinni útvarpssendingu, svo sem
í gegnum síma eða á sambærileg-
an hátt, 'skuli hver og einn segja
til nafns og bera ábyrgð á þvi sem
hann segir. Stjómandi slíkrar út-
sendingar skuli ennfremur tryggja
sér fyllri upplýsingar um sérhvem
þátttakanda en beri ella sjálfur
ábyrgð á framlagi hans, takist
ekki að hafa upp á honum. Loks
verði stjórnanda útvarpsþáttar,
með samtöl við hlustendur sem
útvarpað er samtímis, skylt að
nota útbúnað sem tefur útsend-
ingu í stutta stund.
Færistívöxt
í greinargerð með framvarpinu
segir, að mjög hafi færst í vöxt
að útvarpsstöðvar útvarpi þáttum
sem byggjast á símtölum við fólk
úti í bæ. Það sé áhyggjuefni að í
slíkum þáttum sé hætta á að við-
mælendur geri ekki grein fyrir sér
og flytji ávirðingar og óviður-
kvæmileg ummæli um nafngreint
fólk án þess að nokkram vömum
verði við komið.
Sekúndubrot að skemma
mannorð
„Eitt það dýrmætasta, sem hver
einstaklingur á, er gott mannorð.
Og það getur tekið dijúgt skeið á
ævi hans að ávinna sér þann orð-
stír. Hins vegar tekur það óvand-
aðan mann ekki nema sekúndu-
brot að skemma mannorð annars
manns ef hann fær tækifæri til
þess í útvarpi. Þess vegna á lög-
gjafinn að gera það sem í hans
valdi stendur til að vemda menn
fyrir slíku. Það virðist svo sem
virðing fyrir mannorði og tilfinn-
ingum annarra fari þverrandi eftir
því sem þjóðfélagið verður opnara
og frjálslegra og er það miður,“
segir síðan í greinargerðinni.
Morgunblaðið/Sverrir
Framleiðslan skoðuð
BRUGG og tæki voru flutt á lögreglustöðina í Hafnarfirði. Gissur Guðmundsson rannsóknarlögreglumað-
ur og lögreglumennirnir Guðmundur Rúnar Guðmundsson og Gunnar Hilmarsson skoða framíeiðsluna.
Fyrsta bruggmál ársins upplýst
LÖGREGLAN í Hafnarfirði, í samráði við lögregluna í Reykjavík,
lagði hald á rúma 400 1 af gambra, 30 1 af landa, yfir 200 1 suðu-
tæki ásamt fleiri tækjum og tólum til bruggunar í iðnaðarhúsnæði
í Dalshrauni í gær.
Eftir að rannsókn hafði leitt í ljós
að ástæða væri til að kanna hvaða
starfsemi færi fram í húsnæðinu afl-
aði lögreglan sér húsleitarheimildar
hjá héraðsdómi og hélt þangað síð-
degis í gær. Voru þar staddir þrír
menn og voru þeir allir færðir til
yfirheyrslu. Tæki, sem fundust á
staðnum, eru talin í eigu eins þeirra.
Hann hefur ekki áður komið við sögu
lögreglunnar í Hafnarfirði í brugg-
málum.
Samtals upplýsti lögreglan 18
bruggmál í bænum á síðasta ári.
Málið nú er hið fyrsta þessarar teg-
undar á nýju ári. Það er ekki full-
rannsakað.
Lögskráning undirbúin í
Eyjurn meðan verkfall stóð
Verkfallsbrot að tilstuðlan opinberra aðila, segir Svavar Gestsson alþingismaður
UNDIRBÚNINGUR að lögskráningu skipsáhafna hófst hjá sýslu-
manninum í Vestmannaeyjum nokkrum klukkutimum áður en
verkfall sjómanna var stöðvað með bráðabirgðalögum að kvöldi
14. janúar. Svavar Gestsson þingmaður Alþýðubandalagsins full-
yrti á Alþingi í gær að með þessu móti hefði verið framið verk-
fallsbrot að tilstuðlan opinberra aðila. Sýslumaðurinn í Vest-
mannaeyjum segir að undirbúningur að lögskráningu hefði verið
á skrifstofutíma og lögskráningarstjóra sé ekki heimilt að syiy'a
um skráningu liggi tilskilin gögn fyrir.
Dreginn frá
Færeyjum
TOGARINN Bessi frá Súða-
vík er væntanlegur með
Reykjavíkurtogarann Viðey
í togi til Reykjavíkur í kvöld.
Stýri Viðeyjar brotnaði ná-
lægt Færeyjum. Skipin
fengu slæmt véður á leiðinni.
Viðey var að koma úr sölutúr
í Bremerhaven þegar stýri
skipsins brotnaði nálægt Fær-
eyjum síðastliðinn miðvikudag.
Skipið var dregið til hafnar í
Færeyjum. Þar tók Bessi Við-
eyna í tog á mánudagskvöld.
Skipin lentu í slæmu veðri, sér-
staklega um miðjan dag í gær
þegar 10-12 vindstiga rok var
og sagði Jónmundur Einarsson
skipstjóri á Viðey að ferðin
hefði gengið seint. Skipin vora
35 sjómflur frá Vestmannaeyj-
um klukkan rúmlega tíu í gær-
kvöldi þegar rætt var við Jón-
mund og þá var veðrið að ganga
niður.
Jónmundur sagði að skipið
þyrfti að fara í slipp og bjóst
hann við viðgerð tæki hálfan
mánuð.
Samkvæmt lögum um lögskrán-
ingu sjómanna skal lögskrá í skiprúm
í fyrsta skipti á ári hveiju sem skip
byijar ferð. Skulu þá allir skipveijar
mæta hjá lögskráningarstjóra og
undirrita skipshafnarskrá.
Georg Kr. Lárusson sýslumaður í
Vestmannaeyjum sagði í samtali við
Morgunblaðið að föstudaginn 14.
janúar, þann dag er verkfallið var
leyst, hafí allmargir skipstjórar haft
samband við skrifstofu sýslumanns-
embættisins og óskað eftir því að
hafínn yrði undirbúningur að skrán-
ingu. „Skipstjóri heldur eina skrán-
ingarbók og lögskráningarstjóri, þ.e.
sýslumaður, heldur aðra. Skipstjór-
amir vildu fá að koma með sínar
bækur útfylltar með nöfnum áhafn-
arinnar, þannig að hægt yrði að
færa það inn í lögskráningarbækur
embættisins þannig að þetta tæki
skemmri tíma. Jafnframt óskuðu
þeir eftir því að sjómenn fengju að
koma á skrifstofuna og undirrita eins
og gera þarf um hver áramót, jafn-
vel þó ekki lægi fyrir hvenær þeir
færu á sjó. Þetta var hins vegar háð
þeim fyrirvara að þarna væri ekki
um skráningu að ræða heldur undir-
búning að skráningu, sem ekki tæki
gildi fyrr en skipstjórar tilkynntu
hvenær þeir myndu láta úr höfn.
Þetta byggist á 11. grein lögskrán-
ingarlaga, sem segir að lögskráningu
sé ekki lokið fyrr en skráningarstjóri
hefur undirritað eintak skipstjóra.
Óheimilt að neita
Þama var um tvo báta að ræða,
Smáey og Ófeig, en skipstjórar þeirra
komu með bækumar og áhafnimar
mættu og óskuðu áhafnarmeðlimir
sjálfír eftir skráningu. Það var gert
með þeim hætti að þeir undirrituðu
í lögskráningarbók, en skipstjóramir
mættu svo þegar fyrir lá að þeir
myndu fara á sjó um nóttina og þá
var skráningunni lokið,“ sagði Georg.
Hann sagðist ekki geta séð að lög-
skráningarlögin heimili sýslumanni
eða skráningarstjóra að neita skrán-
ingu þó svo að verkfall standi yfír.
Til að fá skráningu þurfí sjómenn
að uppfylla ákveðin skilyrði sem tal-
in eru upp í lögskráningarlögunum
og að þeim uppfylltum telji hann að
skráningarstjóra beri að skrá. „Hins
vegar vegna þessa verkfalls þá dróg-
um við lappirnar og lukum ekki þess-
ari skráningu fyrr en braðabirgða-
lögin höfðu tekið gildi. Það sem hins
vegar ruglar menn þarna er að skrif-
stofan var opnuð sérstaklega eftir
að lögin tóku gildi og ekki fyrr. Þá
var farið í að skrá á bæði þessi skip
og mörg önnur langt fram eftir nóttu.
Undirbúningur að skráningu var
hafínn á þessi tvö skip á vei\julegum
skrifstofutíma, en henni var síðan
lokið þegar skrifstofan var opnuð kl.
23 fyrir allar lögskráningar," sagði
Georg.
í dag
Akureyri
Nýbygging Fjórðungssjúkrahúss-
ins boðin út f aðildarríkjum EES18
Fermingar
Auglýsingapésum rignir yfir ferm-
ingarbömin 22
Alþingi
Leiðari
Þingið í uppnámi vegna deilna
stjórnar og stjórnarandstöðu 26-27
Sparnaður í lyfjakostnaði sjúkra-
trygginga 26
tftiJiXll**
JHoreunblnþib VIÐSKIPnfflVINHUIÍF
Knupweim vHja nota elgin kortskaima fisffiPSSSilffi asvfc ... • L I
iirs rz7.-Jy-.- sssir j
— ::—••
t~ ' .
«tnmni i
---■■n.wnw:
Spctftijúfe VtR
Dagskrá
► Sony og Time Warner í sam-
keppni við MTV - Sjónvarpsefni
pantað gegnum síma - Kort yfir
senditíðni útvarpsstöðvanna
Viðskipti/A tvinnulíf
► Kaupmenn vilja eigin kort-
skanna - Átak gegn skattsvikum
- Hampiðjan Iðnfyrirtæki janúar
- Bankar undirbúa hækkun þjón-
ustugjalda - Nýr forstjóri SÁS
Útifimdur í dag
gegn atvinnuleysi
VERKALÝÐSFÉLÖG á höfuðborgarsvæðinu hafa boðað til úti-
fundar gegn atvinnuleysi á Austurvelli í dag og hefst fundur-
inn kl. 16. Boðað er til fundarins til að leggja áherslu á þá
kröfu að ríkisvaldið og Alþingi taki skjótt og af festu á þeim
vanda sem skapast hefur vegna vaxandi atvinnuleysis.
Safnast verður saman á Aust-
urvelli undir kjörorðinu Við vilj-
um vinnu!, og hafa verkalýðsfé-
lögin skorað á allt launafólk og
allt fjölskyldufólk til að taka sér
frí frá vinnu og skóla og taka
þátt í útifundinum. Ræðumenn á
fundinum verða Ingibjörg Guð-
mundsdóttir formaður Lands-
sambands verslunarmanna og
Guðmundur J. Guðmundsson for-
maður Verkamannafélagsins
Dagsbrúnar. Fundarstjóri verður
Sigríður Kristinsdóttir formaður
Starfsmannafélags ríkisstofn-
ana.
i
i
i
i
i
I