Morgunblaðið - 27.01.1994, Síða 14

Morgunblaðið - 27.01.1994, Síða 14
14 f- MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 1994 Veiðiheimildir á fáar hendur? Andmæli við grein Gísla Pálssonar og Agnars Helgasonar eftir Ágúst Einarsson og Ragnar Arnason Hinn 11. janúar sl. birtist í Mbl. grein eftir Gísla Pálsson, prófessor, og Agnar Helgason, nema, um kvótamál. Greinin er athyglisverð og varpar Ijósi á tiltekinn þátt fisk- veiðistjórnunar sem er tilfærsla á veiðiheimildum milli fyrirtækja og samband miili stærðar fyrirtækja og veiðiheimilda. Umræða höfunda er á margan hátt hlutlæg og vönduð. Hins vegar er að okkar mati sú heild- armynd af eignarhaldi aflakvóta sem dregin er fram í greininni alvarlega misvísandi. Kvótinn hefur ekki safnast á færri hendur Meginniðurstaða þeirra félaga er að botnfískkvótinn hafí safnast- á færri hendur frá því að aflaheimildir urðu framseljanlegar. í þessu felst alvarlegur misskilningur. Þótt fyrir- tækjum í útgerð kunni að hafa fækk- að hefur eigendum þeirra fjölgað stórlega. Fjöldi fyrirtækja hefur reyndar ekkert með fjölda einstaklinga að gera sem beint eða óbeint ráða yfir aflaheimildum. Með tilkomu almenn- ingshlutafélaga í sjávarútvegi hefur hluthöfum fjölgað stórlega undan- farin ár. Sem dæmi má nefna að hluthafar Útgerðarfélags Akur- eyringa eru nú um 1.800 talsins og hefur fjölgað um 200 á síðustu tveimur árum. Lífeyrissjóðir og hlutabréfasjóðir hafa jafnframt bæst í hluthafahóp- ana eða aukið hlut sinn í sjávarút- vegi en þorri landsmanna er í lífeyr- issjóðum. Þannig er íjöldi fyrirtækja rangur mælikvarði til að meta sam- þjöppun aflaheimilda. Sameining fyrirtækja hefur verið algeng síðustu ár og flestir hafa talið þá þróun æskilega. Þessar sameiningar hafa flestar ekki leitt til fækkunar eig- enda þótt fyrirtækjum hafi fækkað. Ef tíu aðilar með tíu báta telja heppilegra að reka útgerð sína í einu félagi þá getur tölfræði Gísla og Agnars breyst þannig að tíu „dverg- ar“ hverfi úr kerfínu og einn „risi“ komi í staðinn og það er að mati félaganna hið alvarlegasta mál. Þessir tíu aðilar gætu t.d. hver átt 10% af hlutafé „risans" og í reynd hefði ekkert breyst nema aðilarnir hefðu fundið heppilegra rekstrar- form og myndu væntanlega fækka skipum sínum þegar fram liðu stund- ir. Fjöldi hluthafa í félögum segir hins vegar ekki alla söguna. Þeir eru misstórir og hafa misjöfn áhrif. Fjár- festing í hlutafé sjávarútvegsfyrir- tækja er hins vegar valkostur ijár- festa, bæði einstaklinga og lífeyris- sjóða, við hlið annarra möguleika. Sjónarmið slíkra fjárfesta er að reksturinn sé a.m.k. jafn arðbær og aðrir möguleikar. Þess vegna hlýtur rekstrarform alltaf að þróast í þá átt þar sem mestri arðsemi er náð. Það eru örugglega miklu fleiri einstaklingar sem eiga nú beina hlut- deild í fiskistofnum á íslandsmiðum en fyrir til að mynda tíu eða tuttugu árum. Þetta er æskileg þróun enda eru fiskimiðin sameign þjóðarinnar og því fleiri sem tengjast beint nýt- ingu hennar, m.a. sem hluthafar í sjávarútvegsfyrirtækjum, þeim mun betra. Hinir raunverulegu handhafar kvótans eru ekki fyrirtækin sjálf heldur eigendur þeirra. Með tilkomu kvótakerfisins er auðveldara fyrir einstaklinga að verða þátttakendur í veiðum með óbeinum hætti. Fiskmarkaðirnir sem hófu starf- semi sína árið 1987 hafa einnig opn- að aðgang að auðlindinni til vinnsiu afurða. Nú geta allir keypt, unnið og selt sjávarafurðir með því að hafa viðskipti við fiskmarkaðina en fyrir tíma þeirra þurftu menn í flest- um tilvikum að ráða yfir skipum til að geta unnið físk. Uppbygging físk- markaða er að vísu að mestu óháð kvótakerfinu en er þó grein á sama Fyrir 5 eða fleiri: Fyrirtæki: Á Pottinum og pönnunni: Þorratrog i heimahús kr. 1.190,- pr. mann 18 tegundir Þorramatur í fyrirtæki kr. 1.190,- pr. mann 18 tegundir. Glæsilegt þorrahlaðborð á bóndadaginn 21. janúar. Á konudaginn 20. febrúar drögum við út einn þorraþræl úr hópi viðskiptavina SammnMií okkar’09 sendum hann tn ír,ands a landsýn slóðir víkinga ásamt gestí sínum. Matreiðslumenn með áratuga reynslu BRAUTARHOLTI 22, SÍMI 11690 Ágúst Einarsson Ragnar Árnason „Framsal veiðiheimilda er til að ná fram aukinni hag-kvæmni og er undirstaða núverandi kvóta- kerfis. Hagkvæmasta nýting auðlindanna næst ekki ef framsal er óheimilt innan kerfisins.“ meiði, þ.e. markaðsvæðingu sjávar- útvegsins. Starfsemi þeirra sýnir að sjávarútvegurinn er síður en svo lok- uð atvinnugrein. Val tímabils er óheppilegt Það tímabil sem þeir Gísli og Agnar kjósa að miða við, þ.e. 1991 til 1994, er óheppilegt til að fá rétt- vísandi mynd af þróun fyrirtækja- stærðar á tíma kvótakerfisins. Ástæðan er annars vegar sú að botn- fiskafli hefur minnkað ár frá ári á því tímabili sem þeir sýna. Við slíkar aðstæður er nánast óhjákvæmilegt að útgerðarfyrirtækjum fækki og þar með verða þau einnig hlutfalls- lega stærri. Hins vegar er þess að geta að smábátar, þ.e. bátar innan við tíu brl., urðu hluti kvótakerfisins árið 1990. Við það ljölg-aði fyrirtækjum með kvóta auðvitað mjög mikið. Þetta væri hægt að túlka sem mót- sögn við þá stáðhæfingu Gísla og Agnars að kvótahöfum hafi fækkað á kvótatímabilinu. Það er hins vegar aukaatriði. Meira máli skiptir að ferill kvótaeignar frá árinu 1991 dregur að sjálfsögðu mjög dám af kvótaúthlutun til mikils ijölda smá- báta árið 1990. Þannig sýna tölur Gísla og Agnars að fækkun kvóta- hafa á árunum 1991 til 1994 er að mestu leyti (85%) skýrð með fækkun kvótahafa í smábátahópnum. Vafa- laust hafa ýmsir þeirra farið á krók'a- veiðar. Þess verður einnig að geta að það er rangt sem segir í greininni að kvótakerfinu hafi verið breytt þann- ig árið 1990 að framsal hafi verið ákveðið. Framsal veiðiheimilda hefur verið heimilt innan aflamarkskerfis- ins sem hefur verið meginstoð kvóta- kerfisins frá upphafi. Fækkun skipa í kvótakerfinu Annar mælikvarði sem sýnir áhrif kvótakerfisins er breyting á fjölda skipa frá árinu 1984 þegar kvóta- kerfi í botnfiskveiðum var tekið upp. Það virðist oft gleymast að tilgangur með fískveiðistjórnunarkerfi er fyrst og fremst sá að takmarka heildar- afla og nýta auðlindina á sem hag- kvæmastan hátt. Togarar voru 107 árið 1984 en 110 við síðustu áramót. Vitanlega hefur breyting orðið innan hópsins, m.a. hafa frystitogarar komið í stað ísfisktogara. Nær engar breytingar hafa orðið á aflahlutdeild togara frá 1984. Hlutdeild togaraflotans var 60% af aflamarki botnfisks árið 1984 og var óbreytt níu árum síðar, þ.e. í árslok 1993. Meiri breyting hefur orðið hjá bátaflotanum. Hefðbundnir bátar voru 418 talsins árið 1984 með 34% af aflamarki botnfisks en 330 talsins í árslok 1993 með 31% hlutdeild. Þeim hefur þannig fækkað um 21% á níu árum en aflahlutdeild þeirra minnkað um 3%. Hér sést umtals- verður árangur kvótakerfisins. Annað dæmi um árangur afla- markskerfisins eru loðnuveiðarnar. Loðnuskipin voru 68 talsins. árið 1979 en kvótakverfi í loðnuveiðum var tekið upp árið 1980. Árið 1990 voru þau 24 færri, eða 44. Þeim hefur því fækkað um 35%. Þótt nú stefni í metveiði á loðnu eru engin áform um að stækka loðnuflotann. Kvótakerfið í loðnuveiðum er miklu eldra en kvótakerfið í botnfiskveið- um. Það sýnir skýrt hversu árang- ursríkt kerfí framseljanlegra hlut- deildarkvóta getur verið. Það hefur skilað bæði útgerðum og sjómönnum miklum tekjum undanfarin ár. Það þarf að hafa skýrt í huga að íslenski fiskveiðiflotinn er mjög hag- kvæmur í samanburði við aðrar þjóð- ir. Afli á hvern sjómann er mun hærri hér en erlendis og afli á hvert skip mun meiri en annars staðar. Þrátt fyrir þetta er enn hagkvæmt að draga úr sókn og fækka skipum. Áhrif tækniþróunar í fiskveiðum og nauðsyn framsals Fjöldi báta segir auðvitað ekki alla söguna. Stærð skipa og vélarafl er vitanlega mismunandi. Tækni- væðing innan flotans hefur verið mjög mikil, m.a. betri fiskleitartæki og sterkari og betri veiðarfæri. Sama skip hefur miklu meiri möguleika til veiða en fyrir tíu árum. Sóknarþung- inn hefur þannig aukist verulega vegna tæknivæðingar, þótt skipum hafi fækkað í ýmsum útgerðarflokk- um síðastliðin tíu ár. Fjölmargt ræður íjölda og stærð fyrirtækja í hverri atvinnugrein. Á meðal þess sem skiptir hvað mestu máli er útgerðartæknin. Ef tæknin er þannig að sókn með mörgum litl- um skipum er hagkvæmust má vænta margra smárra fyrirtækja. Þannig var útgerðarmynstrið á ára- bátatíma íslenskra fiskveiða á 19. öldinni. Sé tæknin á hinn bóginn þannig að hagkvæmast sé að sækja veiðar með færri og stærri skipum fækkar útgerðarfyrirtækjum nánast óhjá- kvæmilega og þau stækka. Þetta gerðist einmitt í íslenskum sjávarút- vegi á síðari hluta 19. aldar og fram- an af þeirri 20. þegar stærri skip og togarar hófu innreið sína. Slík þróun er óháð fiskveiðistjórnunar- kerfi, enda var þá ekkert kvótakerfi til staðar. • Aukning aflaheimilda frystitogara undanfarin ár er bein afleiðing af hagkvæmni slíkra útgerðarhátta. Sama þróun og Gísli og Agnar greina, þ.e. stærri skip og hlutfalls- leg stækkun fyrirtækja, hefði vafa- lítið orðið þótt kvótakerfið hefði ekki verið til staðar. Þá þróun mátti m.a. greina frá miðjum áttunda áratugn- um löngu fyrir daga kvótakerfisins. Aflamarkskerfið skapar forsendur fyrir hagkvæmri nýtingu fiskistofn- anna. F'iskiskipaflotinn er iðulega allt of stór þegar kvótakerfi er sett á. Vel hannað kvótakerfi leiðir þá til minnkunar flotans og þar með oftast til fækkunar og hlutfallslegrar stækkunar fyrirtækja. Ef staðan er á hinn bóginn sú að flotinn er of lítill þegar kvótakerfi er sett á er líklegt að niðurstaðan yrði á hinn veginn. Framsal veiðiheimilda er til að ná fram aukinni hagkvæmni og er und- irstaða núverandi kvótakerfis. Hag- kvæmasta nýting auðlindanna næst ekki ef framsal er óheimilt innan kerfisins. Hér skiptir litlú hvort veiðileyfi séu seld eða leigð af ríkis- valdinu, sérstakur skattur lagður á útgerðarfyrirtæki eða öðru formi gjaldtöku fyrir veiðiheimildir komið á. Það er því miður alltof algengt í umræðu um fiskveiðistjórnun að ruglað er sáman stjórnkerfinu sjálfu og gjaldtöku. Stjórnkerfi okkar fisk- veiða, þ.e. framseljanlegir hlutdeild- arkvótar, er viðurkennt sem hag- kvæmasta stjórnkerfi sem þekkist við fiskveiðar. Vitanlega er hægt að koma fyrir gjaldtöku innan þess kerfis. Ágreiningur um skiptingu fiskveiðiarðsins má hins vegar ekki leiða til þess að góðu stjórnkerfi sé hafnað. Ekki dettur nokkrum manni í hug að takmarka fijálsar kosning- ar vegna þess að flokkur Adolfs Hitlers vann mikinn kosningasigur árið 1930 eins og flokkur hins rússn- eska Zhírínovskíjs fyrir skömmu. Lokaorð Greinargóðri úttekt Gísla og Agn- ars á þróun skiptingar veiðiheimilda á fyrirtæki er því miður fylgt eftir með hæpnum fullyrðingum um „lén- skerfi" í íslenskum sjávarútvegi. Grein þeirra rennir að okkar áliti engum stoðum undir slíkar samlík- ingar. I fyrsta lagi hefur eigendum kvóta og þar með þeim sem eiga beina hlutdeild í arði fiskimiðanna fjölgað stórlega frá upphafi kvótakerfisins, þótt kerfið sem slíkt eigi ekki um- talsverðan þátt í því. Þannig hefur þróunin verið þveröfug við það sem þeir telja umhugsunarvert og hættan af því „Iénskerfi" sem þeir nefna virðist síður en svo vera yfirvofandi. í öðru lagi er þess að geta að þeir sem hafa aukið hlut sinn í núver- andi kvótakerfi hafa að sjálfsögðu keypt hlutdeild sína af hinum á markaðsverði. Þá hlutdeild er jafn- framt hægt að kaupa til baka hve- nær sem er á markaðsverði. Það er því engu meiri ástæða til að hafa áhyggjur af yfirráðarétti yfir kvóta en til að mynda af eignarhaldi á kvikmyndahúsum í Reykjavík, lóðum á Akranesi, bönkum eða fjölmiðlum á íslandi. Vissulega er ávallt ástæða til að hafa áhyggjur af þróun til ein- okunar en því fer víðs fjarri að fisk- veiðar íslendinga séu í slíkum far- vegi. Greinargóð umræða um kvóta- kerfið og afleiðingar þess er mjög mikilvæg í okkar þjóðfélagi. Grein þeirra Gísla og Agnars er gott fram- lag í þessa umræður. Nýting sameig- inlegra auðlinda er eitt flóknasta viðfangsefni innan sérhvers hag- kerfis og áhrifaþættir i'jölmargir. Það skal ítrekað að einföldun um- ræðunnar er nær útilokuð og varast ber ályktanir um efni fram. Höfundar eru prófessorar við viðskipúi- og hagfræðideild Háskóla íslands. § » § » » » » » » » » t » f

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.