Morgunblaðið - 27.01.1994, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 27.01.1994, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 1994 21 Eldar til skiptis í París og Reykjavík FYRIR nokkrum dögum hélt hann þorrablót fyrir ættingjana og þar var á borðum slátrið sem hann tók í haust, sviðasulta, rauðrófur, rófustappa og tilheyrandi, hangikjöt með kartöflum í múskatjafn- ingi og síðast en ekki síst síld. Rúnar Bjarnason fyrrum slökkviliðs- stjóri hefur undanfarin tíu ár verið að fikra sig áfram í eldamennsk- unni og segist hafa mjög gaman af. Hann kallar í fjölskylduna á mánaðarfresti sé hann á landinu og þá býður hann til veislu. VI Efnaverkfræðin góður bakgrunnur í eldamennskunni 2 „Égþurftiaðlæraaðbjarga mér þegar ég fór að búa einn fyrir um það bil tíu árum. Þá “JJ keypti ég örbylgjuofn og fór DC 4 námskeið. Ég hafði hinsveg- ar ágætan bakgrunn, er efna- verkfræðingur að mennt sem nýtist mér í eldamennskunni og síðan hef ég lesið mér tölu- S vert til.“ Rúnar býr til skiptis í París og í Reykjavík. „Ég á sænska sambýl- iskonu sem er búsett í París og við erum með heimili á báðum stöðum. Þar sem hún vinnur mikið lendir eldamennskan töluvert á mér þegar við erum í París.“ Þegar hann er á íslandi eru barnabörnin tíðir gestir og þau kunna að meta eldamennsku afa síns. 10 kíló af svínakjötf á 1.600 krónur Rúnar segist finna mikinn mun á verðlagi hér og í París. „Það er hægt að finna flest á íslandi en það kostar miklu meira en í París. Síð- ast þegar ég var úti fjárfesti ég til dæmis í tíu kílóa kassa af svína- kjöti, mismunandi hlutar af svíninu, allt tilbúið á pönnuna. Þetta var fyrsta flokks kjöt. Fyrir tíu kíló borgaði ég 1.600 íslenskar krónur. Lambakjötið fæ ég nýslátrað allan ársins hring og borga minna fyrir það í París en hér og kílóið af laxi kostar 400 krónur þar í borg.“ Gaman aö elda saltfisk og síld Rúnar segist hafa gaman af að elda fisk, sérstaklega síld og salt- fisk. Þegar hann matreiðir saltfisk segist hann sjöða hann upp á gamla mátann en hafa skammtinn það stóran að dugi í öðruvísi rétt daginn eftir. Stundum gerir hann plokk- fisk, notar þá mikinn lauk og tekur saltfiskinn í sundur en stappar ekki. Ég krydda með saffran. Þannig fæ ég spánskan keim. Ég set með hrís- gijón, papriku, hörpuskelfisk og rækjur og bregð þessu gjarnan í form og baka.“ Síldina matreiðir hann á allskon- ar vegu. „Mér finnst synd hversu lítið við dekrum við síldina hér á íslandi. Við köstum til hendinni, setjum hana í edikslög eða sósu án umhugsunar. Ég er svo lánsamur að fá alltaf mjög góða og feita síld Rúnar Bjarnason fyrrum slökkviliðssljóri Morgunblaðið/Þorkell og það skiptir miklu máli. Kryddið fæ ég sent frá Svíþjóð en í því er blanda af kryddpipar, svörtum pip- arkornum, gulum sinnepskornum og lárviðarlaufum. Við fengum Rúnar til að gefa okkur síldaruppskrift. Síldin hans Rúnars 4 síldar svört piparkorn piparblanda gul sinnepskorn lárviðarlauf 1 'h lítri vatn 5 msk. sterkt edik 2 dlsykur 1 laukur Ég fæ kryddið sent tilbúið frá Svíþjóð þannig að hlutföllin hef ég ekki. Fólk verður að notast við eig- in smekk. Síldina útvatna ég i sólar- Rafmagnssparnaður að því að steikja og baka samtímis EF BÖKUÐ eru fjögur brauð, eitt í einu, þarf þrisvar sinnum meira rafmagn en ef þau eru bökuð öll saman. Hagkvæmast er því að baka eins mikið í einu og hægt er auk þess sem baka og steikja má í einu þar sem að hitinn og uppgufunin kemur í veg fyrir að bragð berist á milli. Það sparar rafmagn að setja rétt- ina inn í ofninn um leið og kveikt er á honum. Allar steikur og ofn- rétti er hægt að setja í kaldan ofn, segir í upplýsingabæklingi frá Raf- veitu Akraness. Glóðarsteikin notar hlutfallslega mikla orku. Tvisvar til þrisvar sinnum meiri orku þarf t.d. til að grilla kjúkling en að steikja hann í potti. Þá krefst uppgufun vatns mikillar orku. Það er því hag- kvæmt að nota hæfilega lítið fat með litlu vatni þegar gerðir eru minni réttir. Steikingartími lengist talsvert eða um allt að 30% ef settar eru óþíddar vörur beint í ofninn. Ef vafi er um steikingartíma er hent- ugt að nota steikarmæli. Sé steikt of lengi verður steikin þurr og raf- magni hefur verið eytt að óþörfu. LETTOSTAR þrjár tegundir á léttu nótunum MUNDU EFTIR OSTINUM lÉTTOSTUB LCTTOSTUB hring og læt hana síðan liggja með ferskum niðurskornum lauki dá- góða stund eða á meðan lögurinn er að kólna. í leginum liggur síldin í einn eða tvo daga áður en hún er tilbúin. Ég sýð oftast tvöfaldaii skammt af legi sem ég geymi þang- að til ég ber síldina fram. Þá helli ég af leginum sem hún geijaðist í og set hana í nýjan lög. Yfir strái ég dilli og ferskum rauðlauk. „Það að setja síldina í ferskan lög, strá fersku dilli yfir og rauðlauki gerir gæfumuninn," segir Rúnar að lok- um. ■ grg Aualýsimi iörð íosningabarátta \refst sterkra rambjóðenda Inga Jóna Þórðardóttir Rétt kona á réttum stað Inga í 2. sætið Úrslit kosninga geta ráðist af vali í prófkjöri. Höfum þetta í huga þegar við veljum framboðslista fyrir kosningarnar í vor og stillum upp sigurlista! Stuðningsmenn Ingu Jónu Þórðardóttur Skrifstofa stuðningsmanna Vesturgötu 2, (Alafoss húsinu). Símar 16560 og 16561. Opið 10-22. TILBOÐ mmm HVKK (,Ó«IR KOSTIR epalsafi pfannfr 1 tttri Áttiu »9 butom. SPAGHETTl' 500 g Ámu5‘) i UVÍTlAlkSlttUlT) m 0G GRÓF pr. pk* —-- wwcs 2TEG SPAGHKTn- SÓS15R ÍTALIAN-GARUÉ/ ÍÍERB - 730 g Ámu paprika (.RVA19; R'\®L * rakka; pr. bakka HAGKAUP

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.