Morgunblaðið - 27.01.1994, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 27.01.1994, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 1994 45 • DILLON SCIORRA ^ PARKtR “ÍHURT Ættí ídiíefrnöi í rssanecne yWvöknowi. . 08vO.*{tÁ lk'rf)el-r«« o.*e . STÆRSTA TJALDIÐMEÐ HX Mr. Wonderful er hressilega skrifuð og vel mðnnuð... Uppfull af skemmtilegum rómantískum uppátækj- um... Indælis kvöldskemmt- un fyrir þá sem eru í róman- tísku stuði og líka fyrir þá sem hefðu áhuga á að kom- ast í slíkt hugarástand. (Guðlaugur Bergmundsson D.V.) Fyrir þá sem skemmta sér að vönduðum og vel leiknum rómantískum gamanmynd- um er „Hinn eini sanni" myndin til að sjá. (Arnaldur Indriðason Mbl.) ★ ★ ★ A.I.Mbl. ★ ★ ★ ★ Fllm Review ★ ★ ★ ★ Screen Internatlonal Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Robin Williams í hlutverki sínu Mrs. Doubtfire ásamt meðleikurum sínum. Þriðji hver hreppsbúi á þorrablóti Miðhúsum. REYKHÓLAHREPPSBÚAR blótuðu þorra laugardaginn 22. janúar sl. Þrátt fyrir erfiða færð og ekki góða spá mætti þriðji hver hreppsbúi á blótið. Veður var kyrrt og á sunnudag ætlaði Vestfjarða- leið suður, en allmargir þorragestir voru með rút- unni. Hún komst ekki nema í svonefnd Slitur, sem eru rétt austan við Múla í Gils- firði. Þá varð hún að snúa við vegna þess að snjóflóð hafði fallið yfir veginn. Á mánudagsmorgun lagði svo rútan af stað aftur og sem dæmi um þunga færð var hún tvær klukkustundir frá Reykhólum í Króksfjarð- arnes. Leiðin milli Króks- fjarðarness og Reykhóla er um 30 kílómetrar. - Sveinn. -----» ♦ ♦---- Eskifjörður Milljónatjón á trébryggju Eskifirði. MILLJÓNATJÓN varð á Eskifirði í gærmorgun þegar flutningaskipið Salt Lake, sem siglir undir Pa- namafána, sigldi á ný- byggða trébryggju i Eski- fjarðarhöfn. Flutningaskipið er á veg- um Samskipa hf. og er að lesta 500 tonnum af síldaraf- urðum á ýmsum Austfjarða- höfnum fyrir Japansmarkað. Talsverðar skemmdir urðu á trébryggjunni sem er í framhaldi af hafnargarðin- um, meðal annars brotnuðu tveir burðarstaurar, en skipið sem á hana^sigldi er 3.511 tonn að stærð. Hvasst var í veðri þegar óhappið varð. Benedikt „Mrs. Doubtfire“ sýnd i Sambíóunum SAMBÍÓIN sýna um þessar mundir grínmyndina Mrs. Doubtfire með Robin Williams og Sally Field í aðalhlutverkum. Myndin hlaut tvenn Golden Globe- verðlaun fýrir bestu grínmyndina og Robin Williams var valinn besti karlleikari í grínhlutverki. Auk þessa var hún aðsóknarmesta mynd í Bandaríkjunum fyrir síðustu jól. hans elska við hann er hið kærulausa viðhorf hans til lífsins, en það er einmitt það sem kemur í veg fyrir að hann sé hin sanna föður- ímynd sem eiginkona hans (Field) krefst af honum. Eftir fjórtán ára hjónaband fer hún fram á skilnað og yfirráðarétt yfir börnum þeirra. Hann er ekki sáttur við að leika rullu helg- arpabba og með smá hug- myndaflugi, frumkvæði og snert af leiklistarhæfileikum og tilbúinn að gera hvað sem er til að vera börnum sínum verður Daniel allt annar maður í allt öðruvísi fötum. Daniel Hillars (Williams) er atvinnulaus leikari sem er til í að gera hvað sem er til að vera með bömum sínum. En það sem börnin CJterkurog »J hagkvæmur auglýsingamioill! JHcrBunhlnhiÍi SÍMI: 19000 KRYDDLEGIN HJÖRTU Aðsóknarmesta erlenda myndin í USA frá upphafl. „ Drífið ykkur. Þetta er hnossgæti, sælgæti, fegurð, ást, losti, list, matarlyst, þolgæði og snilld..." „...Gerið það nú fyrir mig að sjá þessa mynd og fátið ykkur líða vel...“ ..Fyrsta flokks verk, þetta er lúxusklass- inn...“ ..Ef það er líf í bíó, þá er það í hinum sláandi Kryddlegnu hjörtum í Regnboganum." ★ ★ ★ hallar í fjórar, Ólafur Torfason, Rás 2. ★ ★ ★ ★ Hallur Helgason, Pressan. ★ ★ ★ JúlíusKemp, Elntak ★ ★ ★ HilmarKarls- son, D.V. ★ ★ ★ 1/2 Snæbjöm Valdimarsson, Mbl. Bragðmikil ástarsaga í orðsins fyllstu merkingu, krydduð með kímni, hita, svita og tárum. Aðalhlutverk: Marco Leonardi (Cinema Paradiso) og Lumi Cavazos. Leikstjóri: Alfonso Arau. MAÐUR ÁN ANDLITS ★ ★ ★A.I.MBL. Leikstjóri: Mel Gibson Sýnd kl. 4.50, 6.50,9 og 11.10 TIL VESTURS * * * g.e.dv. Aðalhlutverk: Gabriel Byrne og Ellen Barkin. Sýnd kl. 5 og 7. Stepping Razor Stórbrotin mynd um reggf- meistarann Peter Tosh. Sýnd kl. 9 og 11. PÍANÓ Sigurvegari Cannes-hátíAarinn- ar1993 „Píanó, fimm stjömur af fjórum mögulegum.“ ★ ★ ★ ★ ★ G.Ó. Pressan Aðalhlutverk: Holly Hunter, (Golden Globe verölaunin, besta aðalleik- kona), Sam Neill og Harvey Keitel. Sýnd kl. 4.50,6.50,9 og 11.10. BVrrATJAlDB „Gunnlaugssons vag in I barndomslandet ar rakare an de flestas.** Elisabet Sörensen, Svenska Dagbladet. „Pojkdrömmar ar en oerhört chármerande och kánslig film som jag tycker ár váldigt bra.“ Nils Peter Sundgren, GomorgonTV ★ ★ ★ ★ íslenskt - já takkl „Þeir sem unna góðum ts- lenskum myndum ættu ekki að missa af Hinum helgu véum. Bíógestur. „Hrífandi, spennandi og erótísk." ALÞÝÐUBL „..Óvenjuleg mynd frá Hrafni. Yngstu leikararnir fara á kostum. Hans besta mynd til þessa, ef ekki besta islenska kvikmynd sem gerð hefur verið seinni árin. MBL. ★ ★★1/2„MÖST“ Sýnd kl. 5,7,9og 11. Pressan Vinningshafi í getraunum Höfum ekki haft trú á að tippa stórt „VIÐ höfum ekki haft trú á að tippa stórt enda mik- ið til spurning um heppni. Ætli við höldum þessu ekki svona áfram með 1000 til 2000 kr. á mann,“ sagði Stefán Hjálmarsson byggingatæknifræðingur og einn þriðji svokallaðs Flipphóps. Hópurinn var stofnaður um þátttöku í íslenskum getraunum á laug- ardögum og reyndist einn seðill frá hópnum geyma 13 rétta um síðustu helgi. Vinningurinn nemur 8,4 milljónum króna. Stefán sagði að hann hefði ásamt öðrum í Flipp- hópnum fylgst með úrslitum breska boltans á laugardag- inn. Tvímenningarnir hefðu í fyrstu ætlað að halda upp á 12 rétta en eftir að úrslit ■í Liverpool-leiknum hefðu orðið ljós hefðu þeir fagnað 13 réttum. Aðeins andartaki síðar hefði svo verið haft samband við þá frá getraun- unum og þeim formlega kynnt úrslitin. Breytt vinningsupphæð Upphaflega fengust þær upplýsingar frá getraunun- um að þrír seðlar, tveir í Svíþjóð og einn hér á landi, hefðu verið með 13 rétta og 11,2 milljónir kæmu í hlut hvers. Á sunnudag bárust hins vegar þær upplýsingar frá Svíþjóð að þriðji Svíinn hefði verið með 13 rétta og lækkaði því hlutur hvers niður í 8,4 milljónir. Eins og áður segir eru þrír í Flipphópnum og þrátt fyrir samkeppni innan hans er regla að skipta öllum vinn- ingum jafnt. Þannig kom um 2,8 milljónir í hlut hvers þeirra. Ekki kvaðst Stefán í vandræðum með að eyða sínum hluta. „Hann dugir ekki einu sinni til að borga allar skuldirnar. En ætli við reynum ekki að halda uppá þetta félagarnir með konun- um,“ sagði hann. Félagarnir hafa tippað saman, með hléum, í nokkur ár og aldrei verið með 12 rétta og ekki 13 rétta fyrr en nú. Val á seðilinn var framkvæmt samkvæmt tölvuforriti Stefáns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.