Morgunblaðið - 06.02.1994, Page 11

Morgunblaðið - 06.02.1994, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1994 11 aðgang og hinn safnaði framlögum. Tíminn mun skera úr um hvort þess- ar fjáröflunaraðferðir eru vísbending þess sem koma skal eða einstök uppátæki urigra manna í sóknarhug. Er adferöin rétf? Prófkjör hafa fest sig í sessi sem aðferð til að velja á framboðslista. Frá því eru þó undantekningar eins og í Reykjavík 1990 þegar kjömefnd stillti upp lista. Viðmælendur voru sammála um að ef um samhentan hóp sveitarstjórnarmanna væri að ræða sem nyti farsældar í starfí og ekki þörf á gagngerri endurnýjun þá kæmi vel til greina að sleppa prófkjörum við og við. Hins vegar ef sundrung væri í hópnum, einstak- ir menn mjög umdeildir eða mikil endurnýjun fyrirsjáanleg þá væri prófkjör besta lausnin. Menn hafa velt því fyrir sér hvort prófkjör stefni í ógöngur því vegna kostnaðar og umfangs sé búið að draga úr þeim kosti prófkjöra að stuðla að end- urnýjun. Nýir aðilar eigi erfítt með sð koma sér í framfmri: Markús Örn Antonsson borgarstjóri áleit engin teikn á lofti í þá vem. „Ég held að niðurstaðan í þessu prófkjöri sé með þeim hætti að það sé á eng- an hátt hægt að gagnrýna prófkjörs- fyrirkomulagið, þvert á móti tel ég hana leiða í ljós mikla breidd í vali frambjóðenda á listann, þannig að tægast verði á betra kosið.“ Ámi Sigfússon borgarfulltrúi telur . að vel skipulögð kosningabarátta sé lykillinn að góðum árangri, fjármagn ráði ekki úrslitum. Því til sönnunar nefnir hann kosningabaráttu sína 1986 þegar hann fór í framboð ný- kominn frá námi erlendis og „ekki einu sinni fæddur í Reykjavík!" Þá leitaði hann stuðnings gamalla sam- starfsmanna sem hann hafði kynnst í starfi innan flokksins. Árni telur ekki óeðlilegt að sá sem býður sig fram til að stjórna borginni hafí kynnt sig og aflað sér stuðnings með flokkslegu starfi áður en farið er í prófkjör. Frambjóðandinn verði að ávinna sér traust og ef honum takist það fylgi stuðningur og stuðnings- menn í kjölfarið. Júlíus Hafstein taldi það ekki eiga að vera forsendu að fólk hafí unnið mikið í flokksstarfinu. „Því miður velst of mikið svoleiðis í Sjálfstæðis- ' flokknum. Kosturinn fyrir flokkinn er að hafa breitt fylgi og frambjóð- endur sem ná langt útfyrir raðir flokksbundinna. Það eru þeir sem • skapa það andrúmsloft sem veldur því að flokkurinn hefur haft meiri- hluta í borginni. Það þarf ekki nema einn sterkan af því tagi á listann." Lokaé prófkjör í Reykjavík voru einungis flokks- bundnir sjálfstæðismenn á kjörskrá, reyndar gátu menn gengið í flokkinn á kjörstað. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu flokksins gengu um 1.200 manns í flokkinn dagana fyrir prófkjör og komu þeir flestir- í gegn- um kosningaskrifstofur frambjóð- enda. Um 800 gengu í flokkinn próf- kjörsdagana tvo, eða alls nærri 2.000 manns, atkvæði í prófkjörinu greiddu 8.845 manns. Ekki voru venju frem- ur mikil brögð að því að fólk segði sig úr flokknum dagana eftir próf- kjörið, að sögn Más Jóhannssonar skrifstofustjóra. Markús Öm sagðist ekki hafa orð- ið var við óánægju með að prófkjör- ið í Reykjavík var lokað öðrum en flokksmönnum. Margir hafí notað tækifærið til að láta skrá sig í flokk- inn eins og skráningartölur beri vitni um. Á nokkrum frambjóðendum var að heyra að þeir væru á öndverðri skoðun. Sumir minntust á raddir margra sem vildu veita frambjóðend- um stuðning en ekki ganga í flokk- inn, aðrir líktu því við leikaraskap að smala fólki inn i flokkinn fyrir prófkjör. Þetta fólk yrði ekki styrkt- armenn starfsins og tíndist út aftur, flokksskrá gæfi ekki rétta mynd af „raunverulegum" flokksmönnum. Þá nefndu nokkrir að annaðhvort ætti að loka kjörskrá til dæmis viku eða hálfum mánuði fyrir prófkjör, eða hafa prófkjörið hreinlega opið. Opiö i Hafnarfiröi í Hafnarfírði var prófkjörið opið og tóku 3.496 manns þátt í því, en í síðustu bæjarstjómarkosningum fékk flokkurinn 2.950 atkvæði í Hafnarfirði. í prófkjörinu 1986 tóku Sjálfstæóismenn i Reykjavík og Hafn- arfirói gengu til prófkosninga um sióustu helgi. Flokksmenn telja próf kjörin hafa skil- aó efni i sterka framboóslista. Mik- ill áhugi á prófkjör- unum meóal kjós- enda þykir ótvirætt merki um aó engin lognmolla riki i flokksstarfinu um 2.100 manns þátt og miðað við 15% íbúafjölgun í Hafnarfirði á tíma- bilinu hefði verið jafngilt nú að fá um 2.500 þátttakendur á prófkjörs- stað. Þessi mjög svo aukna þátttaka er meðal annars skýrð með því að mikið hafi verið smalað, enda barátt- an hörð, og svo sé Sjálfstæðisflokk- urinn í greinilegri sókn í bænum. Sjálfstæðisflokkurinn sækir fylgi langt út fyrir raðir flokksmanna og á þar trausta stuðningsmenn sem af ýmsum ástæðurn kjósa að vera ekki flokksbundnir. I opnu prófkjöri gefst þessum stuðningsmönnum kostur á að hafa áhrif á röðun fram- boðslista. Sú hætta skapast jafn- framt að frambjóðendur smali í próf- kjör jafnvel yfirlýstum stuðnings- mönnum annarra flokka, atkvæðum sem ekki skili sér síðan í bæjarstjórn- arkosningunum. Magnús Gunnars- son í Hafnarfirði taldi ekki ástæðu til að elta ólar við það hvort allir sem kysu væru sannarlega stuðnings- menn flokksins. „Þetta eru Hafnfirð- ingar sem hafa sína skoðun og vilja veita ákveðnum mönnum brautar- gengi. Við erum ekki að reyna að brennimerkja fólk!“ Hann sagðist eindregið vera hlynntur opnu próf- kjöri, með því gæfist bæjarbúum kostur á að velja til forystu menn sem þeir treystu. f Hafnarfírði voru félagar í Stefni, ungliðahreyfíngu flokksins, á kjör- skrá. Ekki voru allir sáttir við að margir tugir, jafnvel hundruð ungl- inga undir kosningaaldri, hafi fengið að taka þátt í prófkjörinu og töldu að þau hefðu haft óeðlilega mikil áhrif á niðurstöðu prófkjörsins. Baráttusæti Sameiginlegt framboð minnihlut- ans í Reykjavík hyggst tefla Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur fram í 8. sæti listans, sem er baráttusæti fyrir meirihluta í borgarstjóm. Með því vinnst tvennt. Ingibjörg Sólrún mun ekki fórna þingsæti sínu fyrir afskipti af borgarpólitíkinni, nema hún fái borgarstjórastólinn. Eins mundi persónubundið fylgi hennar nýtast best í baráttusætinu til að hossa inn sem flestum af meðreiðar- fólkinu á listanum. Á það skal minnt að þegar þetta er skrifað hefur Ingi- björg Sólrún ekki formlega gefíð kost á sér í slaginn. Innan forystu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eru menn nokkuð sáttir við uppröðunina á listann sem kom út úr prófkjörinu. Nokkrir viðmæl- endur úr hópi sjálfstæðismanna höfðu velt því fyrir sér hvort skyn- samlegt gæti verið að hrókera fram- bjóðendum á D-lista, til að mæta þeirri athygli sem 8. sætið óhjá- kvæmilega fengi í baráttunni. Jóna Gróa Sigurðardóttir, varaborgarfull- trúi og formaður atvinnumálanefnd- ar, hlaut bindandi kosningu í títt- nefnt sæti. Án þess að neinni rýrð væri kastað á Jónu Gróu sem stjóm- málmann töldu þessir viðmælendur vert umhugsunar hvort skynsamlegt væri að hnika til sætaskipan á listan- um og setja annan frambjóðanda í baráttusætið. Jóna Gróa er reyndar ekki óvön því að verma baráttusæti. Í kosningunum 1986 sat hún í 9. sæti og í þeim kosningum fékk flokk- urinn 9 fulltrúa kjöma. Meðal manna hefur verið nefndur sá möguleiki að borgarstjórinn flytti sig um set og færi þannig í tákn- rænt einvígi við borgarstjóraefni minnihlutans. Eins voru nefnd þau Árni Sigfússon, Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson og Inga Jóna Þórðardótt- ir, en gengi þeirra í prófkjörinu gef- ur vísbendingu um traust pereónu- fylgi. Náinn samstarfsmaður Árna í prófkjörinu taldi óskynsamlegt fyrir hann að hætta pólitískri framtíð sinni með þessum hætti. Það væri rökrétt- ara að borgarstjóri tæki baráttusæt- ið, ef menn yfirleitt hefðu geð í sér til að fara að spila eftir leikreglum minnihlutaflokkanna. „Menn bjugg- ust ekki við svona góðum.lista í 10 efstu sætin, þannig að ég held að það sé síður þörf á að vera með hró- keringar til að mæta borgaretjóra- frambjóðanda minnihlutans sem vel- ur sér 8. sæti því annaðhvort vill hann verða borgarstjóri eða ekkert vera með. Annars er sjálfsagt að kanna alla möguleika til að skapa sem sterkastan lista,“ svaraði Ámi Sigfússon um þetta efni. Tilefnislausar vangaveltur? Ýmsir í borgaretjórnai-flokki sjálf- stæðiSmanna töldu ástæðulaust að vera með vangavéltur af þessu tagi. Það sæti sem gefi meirihluta, nú 8. sæti, hafí alltaf verið baráttusæti sjálfstæðismanna, hvort sem þeir hafí haft einn eða tvo fulltrúa um- fram það. Borgaretjóraefni minni- hlutans væri teflt gegn sitjandi borg- arstjóra og hann gæti alveg eins setið í 1. sæti og því 8., því ef meiri- hluti sjálfstæðismanna tapaðist þá yrði skipt um borgarstjóra, sama númer hvað sæti hans væri á fram- boðslistanum. „Það hefur verið sá stíll hjá okkur í Sjálfstæðisflokknum að borgarstjóri hefur verið okkar oddamaður, sá sem hefur leitt list- ann,“ sagði Jóna Gróa. Markús Örn sagði að sér væri ekki kunnugt um neinar umræður í þessa veru, það væri hlutverk kjör- nefndarinnar að ræða mál af þessu tagi ef ástæða þætti til. Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hef- ur ekki komið saman og því engin formleg umræða hafín um endanleg- an framboðslista. Víst er að miklar vangaveltur eru framundan um hvaða sætaskipan skili bestum árangri og allir möguleikar í stöð- unni grandskoðaðir. Vitað er að í hópi þeirra sem hlutu bindandi kosn- ingu eru einstaklingar sem eru til- búnir til að færa sig um set, ef það þykir verða listanum til framdráttar. Augljóst er að sá sem ljær máls á því að færa sig í áhættusamt sæti úr tryggu sæti mun styrkja stöðu Sína innan hópsins að kosningum ioknum, ef sýnt þykir að tilfærslan hafi stuðlað að sigri listans. Bjarlsýni á framtíóína Það var á frambjóðendum í Reykjavík að heyra að búast mætti við snarpri og samhentri kosninga- baráttu fyrir borgarstjórnarkosnin- arnar. Engin leiðindi eða deilur komu upp innan hópsins í prófkjörinu sem geta valdið ásteytingi í framhaldinu. Pjórir núverandi borgarfulltrúar hlutu ekki bindandi kosningu í eitt af 10 efstu sætum í prófkjörinu. Aðilar sem rætt var við innan flokks- ins töldu ekki ástæðu til að óttast nú frekar en áður afleiðingar þess að fólk falli neðar á lista. Hingað til hafi fólk sem færst hafi neðar á lista yfírleitt haldið áfram starfí innan flokksins, bæði að málefnaundirbún- ingi og á annan hátt. Margir hafi barist áfram og náð góðum árangri i prófkjörum á nýjan leik. Til dæmis nefndi Sveinn Andri Sveinsson að hann væri fjarri því hættur stjórnmálaafskiptum. „Ég ætla ekkert að hrökkva undan, en það er ómögulegt að segja hver mín framtíð verður. Fræðilega gæti ég þó átt 40 til 50 ár eftir í pólitík! Ég hef lært á þessu og séð við hvaða öfl er að etja í þjóðfélaginu." Hafnfirðingar sem talað var við voru bjartsýnir á kosningabaráttuna sem nú fer í hönd. Þótt talsverð átök hafí verið í prófkjörinu var talið að menn sættu sig við niðuretöðuna og gengju sameinaðir til kosninga. Brottför vikulega frá 5. feb. -12. mars. | FLACHAU er einn af austurrísku dölunum þremur. Þar er mjög gott skíðasvæði, margar lyftur af mörgum gerðum og fjölbreyttar göngubrautir. ■ HINTERGLEMM er eitt besta og vinsælasta skíðasvæðið í Austurriki. Þar voru Vetrarólympíuleikamir 1990haldnir. ■ OBETAUERN er í um 2300 m hæð yfir sjó og því er þar alltaf nægur skíðasnjór. í næsta nágrenni eru „dalimir þrír“ og 11 þekkt skíðaþorp, s.s. Flachau, Wagrain, St. Johann, Alpendorf, Altenmarkt, Eben, Zauchensee, Radstadt, Kleinarí, Forstau og Filzmoos. Okkar kona í Austurríki er Linda Steinþórsdóttir, fslenskur skíðakennari, sem sér um skíðakennslu í Obertauern. Verð á mann miðað við tvo/fjóra í fbúð með einu svefnherbergi er f\/\ f\ 1 62.200 kr. Innifalið er flug, gisting með hálfu fæði, akstur til og frá flugvelli erlendis og flugvallarskattar. Verð miðast við gengi og fargjöld 3.2.1994. 63ATIAS® EUROCARD. FLUGLEIDIR SamvinnulerMr-laiidsýii Rcykjavík: Austurstræti 12 • S. 91 - 69 10 10 • Innanlandsferðir S. 91 - 69 10 70 • Símbréf 91 - 2 77 96 / 69 10 95 • Telex 2241 • Hótel Söflu við Haoatorg • S. 91 - 62 22 77 • Símbréf 91 - 62 24 60 Hafnarfjörður: Bæjarhrauni 14 • S. 91 - 6511 55 • Símbréf 91 - 655355 Keflavík: Hafnarflötu 35 • S. 92 -13 400 • Simbréf 92-13 490 Akranes: Breiðaroötu 1 • S. 93 -1 33 86 • Simbréf 93 -1 11 95 Akureyri: Ráðhústorfli 1 • S. 96 - 27200 • Slmbréf 96 -1 10 35 Vestmannaeyjar: Vestmannabraut 38 • S. 98 -1 12 71 • Símbréf 98 -1 27 92 VJS / QISQH ViJAH

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.