Morgunblaðið - 06.02.1994, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1994
Áhrif velferðarþjóðfélagsins á vinnulöngun og framleiðni
Áhrifin virðast lítil
en umhugsunarverð
UNDANFARNA þrjá áratugi hafa skattar og skyldur, en um leið ýmiss
konar félagslegar greiðslur, vaxið hröðum skrefum í Norður-Evrópu.
Ekki er lengur barist fyrir að koma á velferðarþjóðféiagi á þessum slóð-
um, heldur stendur baráttan um að haida í það og þá um hvað eigi að
hafa forgang. í því sambandi skiptir máli að gera sér grein fyrir hver
áhrif velferðarkerfið hefur haft á til dæmis vinnulöngun fóiks og hvort
háir skattar og félagslegar greiðslur hafi dregið úr löngun fólks til að
vinna. Nýlegar danskar rannsóknir í þessa veru sýna að í mjög afmörkuð-
um tilvikum virðist veiferðarkerfið draga úr vinnulöngun fólks, en ann-
ars virðist hún stjórnast af öðrum þáttum en sköttum og félagslegum
greiðslum.
VELFERÐARKERFINU hefur verið líkt við leka fötu,
þar sem töluvert af því, sem ausið er í hana, fer til
spiliis, eða með öðrum orðum að velferðarþjóðféiagið
kosti meira en það aflar. Spurningin er hvort það dugi
til iengdar að setja undir lekann, eða hvort þurfi að
smíða nýja fötu. Teikning úr danska dagblaðinu Berl-
ingske Tidende.
Rannsóknarhópur sem starfar á
vegum Rockwool-sjóðsins
innan veggja dönsku hagstofunnar
hefur einbeitt sér að rannsóknum
á ofangreindu efni, með þátttöku
fræðimanna frá Svíþjóð, Bretlandi
og Þýskalandi og með efni þaðan.
Rannsóknarhópurinn starfar undir
forystu Gunnars Vibys Mogensens,
en þessi rannsókn er gerð undir
forystu A.B. Atkinsons prófessors
við háskólann í Cambridge.
Skattar — illnauðsynleg
blessun
Velferðarkerfínu hefur verið líkt
við leka fötu, þar sem töluvert af
því, sem ausið er í hana, fer til
spillis, eða með öðrum orðum að
velferðarþjóðfélagið kosti meira en
það aflar. Niðurstöður rannsóknar-
hóps Atkinsons
benda til þess að
í velferðarþjóð-
félaginu séu
þættir, sem
dragi úr vinnu-
afköstum. Þegar
til lengdar lætur
getur það haft áhrif á efnahagsleg
áhrif velferðarkerfisins. En hópur-
inn bendir einnig á að mælanleg
áhrif skatta á vinnulöngun fólks í
áðurnefndum fjórum löndum virð-
ist almennt lítil, þannig að almennt
virðist ekki vera að fólk myndi
vinna meira, þó skattar væru lægri.
Undantekning frá þessu er þó at-
vinnuþátttaka kvenna, sem virðist
nokkuð undir sköttum komin.
Sænskar tölur gefa tilefni til að
álíta að þar í landi myndi vinnutím-
um kvenna fjölga um tíu prósent,
ef nettólaun þeirra vegna lækkaðra
skatta hækkuðu um tíu prósent.
Þessi tilhneiging á við um konur,
sem eiga maka eða með öðrum
orðum þar sem konan er önnur af
tveimur fyrirvinnum heimilisins.
Þó háir skattar hafi ekki áber-
andi aimenn áhrif á vinnulöngun,
þá leiða þeir þó til þess að einstök
verk falla alveg út, þegar þau eru
sköttuð. Þetta á fyrst og fremst
við um hvers kyns aukavinnu, sem
ekki verður arðbær, sé hún skött-
uð. Þar kemur þá að þeim geira í
þjóðfélaginu, sem alltaf dregur að
sér athyglina í sambandi við skatt-
kerfisbreytingar, en það er neðan-
jarðarhagkerfíð og umfang þess.
En um leið er erfítt að meta ná-
kvæmlega áhrif hárra skatta, því
þó skattar lækki um nokkur pró-
sent, þá er ekki þar með sagt að
sú lækkun skili sér í að meira af
þessari svörtu vinnu komi upp á
yfírborðið.
Þegar óframtalin vinna er orðin
vani, þarf meira til en nokkurra
prósenta skattalækkun til að hún
skili sér. Meðan sá sem kaupir
verkið fær enga umbun fyrir að
gefa verkið upp, er sennilegt að
hann sjái hag sinn í að fá verkið
fyrir lægra verð óuppgefíð. I Dan-
mörku hafa verið teknar upp
greiðslur til dæmis til húseigenda
fyrir viðgerðir og viðhald, til að
hvetja þá til að gefa slíka vinnu
upp. í Svíþjóð hefur verið farin sú
leið, sem bæði virðist einfaldari og
áhrifameiii, að boðið er upp á skatt-
afrádrátt fyrir þann sem kaupir
vinnuna.
Annað atriði, sem getur ruglað
umræðu um
áhrif hárra
skatta, er að
gjarnan er bent
á að í landi eins
og Ítalíu, þar
sem skattar eru
aðeins milli
tuttugu og þrjátíu prósent, sé mik-
ið um skattsvik, svo þar hjálpi lág-
ir skattar ekki. En þessi saman-
burður við lönd eins og Danmörku
eða Svíþjóð er skakkur, því afstað-
an til ríkisvaldsins er svo allt önnur
í þessum löndum. ítalir vantreysta
ríkisvaldinu og skattsvik þar eru
því til marks um andstöðu gegn
því að láta það innheimta og deila
út, meðan Danir og Svíar virðast
almennt sáttir við þessa grundvall-
arreglu velferðarþjóðfélagsins, þó
þeir geti kvartað yfir sínum eigin
sköttum.
Áhrif millifærslutekna
Vaxandi hluti af tekjum velferð-
arþjóðfélagsins fer í að halda þegn-
unum uppi að hluta eða öllu leyti.
I landi eins og Danmörku, þar sem
atvinnulausir eru um tólf prósent
af vinnufæru fólki, eru álíka marg-
ir á eftirlaunum fyrir aldur fram
og nokkur prósent í viðbót eru í
vinnu, sem að hluta eða öllu leyti
er greidd af því opinbera með skatt-
tekjum. Oft heyrist að beinar
greiðslur dragi úr vinnulöngun og
um leið úr afköstum, þar sem fólk
sjái sér ekki hag í að vinna fyrir
tekjum, sem það geti fengið frá
hinu opinbera án vinnu.
Rannsóknirnar benda til þess að
höfuðmáli skipti, hvers konar
greiðslur er um að ræða, hvort það
eru barnabætur, sjúkradagpening-
ar, húsaleiguaðstoð, atvinnuleysis-
bætur eða greiðslur fyrir frekari
menntun í tengslum við ákveðin
störf. Á þessu sviði er nokkur
munur hvemig löndin fjögur hátta
þessum greiðslum. Til dæmis hafa
Svíar og Danir farið gjörólíkar leið-
ir varðandi atvinnuleysisaðstoð.
Danir hafa greitt þær út sem bæt-
ur til atvinnulausra. Svíar hafa
hert mjög kröfur um að bætumar
séu notaðar til að halda fólki í
vinnu, þannig að fólk fær ekki að
velja um að vinna eða vinna ekki,
heldur verður að taka vinnu, sem
er greidd með því að nota bætum-
ar til að halda því í vinnu.
Aukning atvinnulausra í Svíþjóð
undanfarið stafar meðal annars af
þvi að stjórnin hefur ákveðið að
hætta að hluta að halda fólki í
vinnu með styrkjum og bótum, en
reyna þess í stað að styrkja at-
vinnulífíð, svo hægt sé að ráða
fólk með eðlilegum hætti. Sænsku
hagfræðingamir í hópnum benda á
að í stað þess að velja annaðhvort
að greiða bætur eða nota þær til
að halda fólki í vinnu, sé skynsam-
legra að velja út þá hópa, sem tví-
mælalaust borgi sig að halda í
vinnu, eins og til dæmis ungt fólk,
sem annars eigi á hættu að flosna
upp og ná aldrei fótfestu í þjóðfé-
laginu, eða innflytjendur, sem ella
einangrast í eigin hópum, méðan
bætur megi nota handa öðrum hóp-
um, til dæmis eldra fólki, sem hef-
ur haft vinnu frá því það var ungt.
Þessar niðurstöður eru ekki síst
athyglisverðar í Ijósi þess að sýnt
þykir að félagsleg upplausn eigi
meðal annars upptök í umhverfí,
þar sem börn hafa alist upp með
atvinnulausum foreldrum, sem
varla hafa nokkum tímann haft
fasta vinnu.
Félagslegar greiðslur er snerta
börn og bamafjölskyldur virðast
almennt stuðla að minni atvinnu-
þátttöku bæði kvenna og karla.
Sænskar rannsóknir sýna að í Sví-
þjóð, þar sem slíkar greiðslur eru
háar, vinna konur með þriggja ára
börn og yngri að jafnaði þrettán
klukkustundum skemur en bam-
lausar konur og feðumir sex stund-
um skemur en bamslausir karl-
menn. í Svíþjóð hafa einnig verið
mjög ríflegir sjúkradagpeningar,
sem sýnt þykir að dregið hafí úr
vinnuafköstum, en þeim reglum er
nú verið að breyta.
Þó alls kyns félagslegar greiðsl-
ur virðist að jafnaði ekki draga úr
vinnuafköstum, þá eru þó afmark-
aðir hópar í þjóðfélaginu sem
greinilega missa vinnulöngum
vegna þeirra og eins löngun til að
vinna meira í von um að afla meira.
Þetta eru hópar, sem vegna sam-
spils félagslegra greiðslna af ýmsu
tagi og skatta hafna í því sem
kallað hefur verið „fátækragildr-
an“. Hér má taka sem dæmi ein-
stæða móður, sem vinnur við pen-
ingakassa í stórmarkaði. Auk
kaupsins fær hún kannski hú-
sleigustyrk, sem er háður tekjum.
Ef henni býðst að vinna meira, eða
kaupið hækkar, getur hún átt á
hættu að missa styrkinn og um
leið lækka ráðstöfunartekjur henn-
ar hugsanlega meir en kauphækk-
uninni nemur. Mörg dæmi eru um
hvernig þetta samspil styrkja- og
skattakerfísins getur gert að verk-
um að fólk er betur komið með
styrkina og minni eða enga vinnu.
Hins vegar er „fátækragildran"
afmörkuð við fáa og tekjulága
hópa, en því miður verður ekki á
móti mælt að vegna þessa sam-
spils skatta- og styrkjakerfísins eru
þessir hópar læstir fastir og hafa
engan efnahagslegan ávinning af
vinnu.
Niðurstaða hópsins er að varla
sé ráðlegt að leggja niður velferðar-
kerfið og þar með háa skatta, því
jákvæð áhrif kerfísins séu ómót-
mælanlega meiri og óvíst hver
efnahagslegur ávinningur yrði af
því. Atkinson bendir fremur á að
vitneskjan sé ekki nóg, en um leið
séu niðurstöðurnar ekki í samræmi
við það sem oft sé haldið á lofti
að velferðarkerfíð hafí dregið stór-
felldlega úr vinnuafköstum. Gildi
hagfræðilegra rannsókna liggur
fremur í því að hvetja til varkárni
vegna takmarkaðrar þekkingar, en
í að fínna pólitískar lausnir.
Af hveiju vinnur fólk?
Rannsókn á vegum Rockwool-
sjóðsins, gerð af Lisbeth Pedersen
og Niels Ploug í Danmörku, bendir
til þess að fólk vinni ekki aðeins
vegna peninganna, heldur til að
gefa lífi sínu tilgang og til að finna
sér fótfestu í þjóðfélaginu. Rann-
sóknin bendir einnig til þess að þó
tilhneiging hafí verið til að sækjast
fremur eftir fríum en launum, til
dæmis fyrir aukavinnu, og þó vel-
férðarþjóðfélagið hafí að einhveiju
leyti dregið úr vinnulöngun fólks,
þá hafí vaxandi atvinnuleysi skerpt
hana. Það virðist vera meira metn-
aðarmál að hafa vinnu nú en áður.
Fólk leggur mikið upp úr því að
vinnan sá áhugaverð og þroskandi,
að vinnufélagamir séu geðfelldir og
að tiygging felist í ráðningunni.
Bæði karlmenn og kvenfólk meta
launin mikils, karlar þó heldur meira
en kvenfólk, sem leggur hins vegar
meira upp úr umhverfí og anda á
vinnustaðnum en karlmenn.
En rannsóknimar sýna einnig
að erfítt er að meta bein áhrif vel-
ferðarkerfisins, meðal annars
vegna þess að samanburðarrann-
sóknir vanti frá því áður en það
komst á legg. í umræðum innan
EB um hvað sé til ráða til að efla
atvinnulíf þar og um leið draga úr
atvinnuleysi, hefur verið bent á að
framleiðni og afköst í Evrópu séu
of lág, miðað við aðra heimshluta.
í þessu sambandi er eftirtektarvert
að Evrópa er einmitt sá heims-
hluti, þar sem velmegunin er einna
mest og velferðarkerfið einna best.
Enginn vafi er á að það hefur auk-
ið hagsæld einstaklinganna, um
leið og hagsæld þessara landa.
Spurningin er hvort það dugi til
lengdar að setja undir lekann, eða
hvort þurfi að smíða nýja fötu ...
BAKSVIÐ
Sigrún Davídsdóttir skrifar frá
Kaupmannahöfn
■
%
*•
s
i
s