Morgunblaðið - 06.02.1994, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1994
21
fyrirtæki hans, en sama ár hefur
tímaritið Helgafell einnig göngu
sína. Varð Ragnar nú brátt um-
svifamesti forleggjari landsins og
útgefandi bóka flestra bestu rithöf-
unda þjóðarinnar. Markaði Helga-
fell á margan hátt tímamót í út-
gáfustarfsemi hér á landi með út-
gáfu stærri upplaga og greiðslu
mun hærri ritlauna en. áður höfðu
tíðkast. Jafnframt sóttist hanri eft-
ir verkum yngri rithöfunda og var
boðinn og búinn til að styrkja efni-
lega menn til starfa. Með fordæmi
hans og útgáfustarfi voru því ís-
lenskum rithöfundum tryggð betri
skilyrði til starfa en þeir höfðu
nokkru sinni áður þekkt.
Myndlistin varð ekki heldur út-
undan hjá Ragnari, en hann hóf
snemma að safna listaverkum og
átti að lokum ótvírætt besta safn
íslenskra málverka og höggmynda,
sem nokkum tíma hefur verið í
eins manns eign hér á landi. Eins
og á öðrum sviðum voru kaup hans
á listaverkum oft gerð í því skyni
sérstaklega að styrkja listamenn
til starfa og leysa vanda þeirra sem
áttu erfítt uppdráttar eða litlum
almennum skilningi að fagna.
Söfnun listaverka af fordild eða í
auðgunarskyni var honum fjarri.
Umfram allt vildi hann stuðla að
því að gera alla góða list að al-
sín í sköpun og nautn fagurra lista.
Ragnar breytti ekki aðeins af-
komu og starfsskilyrðum íslenskra
skálda og listamanna meira en
nokkur maður annar, heldur var
hann einkavinur og hjálparhella
flestra fremstu andans manna sem
honum voru samtíða. Hann skildi,
að öll listræn sköpun er eins og
viðkvæmur gróður sem þarf að-
hlynningar og skjóls ef hann á að
dafna og ná fullum skrúða. Þetta
átti ekki síst við um hinar nýju list-
greinar sem þá voru að festa ræt-
ur í fyrsta skipti í íslenskri mold.
A sama hátt var Ragnar ætíð boð-
inn og búinn til að hlúa að þeim
mönnum sem hann fann að þurftu
á stuðningi að halda til að fá notið
hæfileika sinna og sköpunargáfu.
Hvern ávöxt allt þetta bar í blóm-
legra menningarlífi verður eðli
málsins samkvæmt aldrei metið til
fulls. Ragnar gerði sér manna best
grein fyrir nauðsyn opinbers stuðn-
ings við menningar- og listalíf með
okkar fámennu þjóð og barðist af
oddi og egg fyrir auknum framlög-
um ríkis og borgar til þeirra mála.
Engu að síður bar hann ætíð nokk-
um ugg í bijósti vegna vaxandi
afskipta ríkisvalds og stjómmála-
afla af menningarmálum. Hann
taldi mikilvægt að helstu menning-
arstofnanir gætu notið sjálfsfor-
Loks fánlegar
í nýrri þýðingu
Apokrýfar bækur
Gamla testamentisins
með formálum
og skýringum
Kynningarverð:
kr. 3.850.-
HIÐ ÍSLENSKA
BIBLÍUFÉLAG
Kjarval og Ragnar.
menningseign. Þess vegna gerðist
hann brautryðjandi í útgáfu vand-
aðri listaverkabóka en hér höfðu
áður sést, auk þess að láta prenta
stórar litprentanir af úrvalsmál-
verkum til upphengingar á heimil-
um og vinnustöðum. Þannig kynnt-
ist stór hluti þjóðarinnar í fyrsta
skipti verkum sinna bestu lista-
manna. Loks gaf Ragnar Alþýðu-
sambandinu meginþorrann af lista-
verkasafni sínu árið 1961 ásamt
ríflegum fjárstyrk í því skyni að
þessi stórbrotnu listaverk gætu
orðið lifandi þáttur í lífi allrar al-
þýðu í landinu.
Ég mun ekki rekja hér frekar
störf Ragnars og er þó margfalt
fleira ósagt en upp talið, Sannleik-
urinn er reyndar sá að engin grein-
argerð fyrir sýnilegum verkum
hans getur nokkru sinni nægt til
að gefa eftirkomandi kynslóðum
nema ófullkomna hugmynd um
þau áhrif sem hann hafði á ís-
lenskt menningarlíf. Þau Grettis-
tök sem hann lyfti til eflingar tón-
listar, bókmennta og myndlistar
bera vissulega vitni um einstæða
atorku og þrautseigju, enda var
hann löngu orðinn þjóðsagnaper-
sóna í eigin lífi. Óteljandi sögur
eru sagðar um athafnasemi hans,
hugmyndaauðgi og úrræðasemi.
Ekkert virtist honum óviðkomandi
sem stefndi til framfara í menning-
armálum og alltaf var hann fyrstur
á vettvang, þegar þörf var skjótra
viðbragða eða fjárhagslegs stuðn-
ings. Ahrif hans hefðu þó aldrei
orðið þau sem raun ber vitni, ef
hann hefði ekki unnið öll störf sín
af þeirri óeigingirni sem ekki biður
um önnur laun en að sjá aðra njóta
ræðis í sem ríkustum mæli og
byggt starf sitt sem mest á áhuga
almennings og leiðsögn listamann-
anna sjálfra, en yrðu aldrei of háð-
ar opinberum fjárveitingum og
þeim pólitísku áhrifum sem þeim
eru oftast samfara. Sjálfur fýlgdi
hann þessari stefnu fram með því
að veija eigin fjármunum ótæpi-
lega til að styrkja þá starfsemi sem
hann bar fyrir bijósti. Þess vegna
voru það helstu vonbrigði hans,
einkum á síðustu árum ævinnar,
að sjá hugsjónir sínar í þessu efni
á undanhaldi fyrir aukinni forsjá
hins opinbera í menningarmálum.
Tíminn líður hratt og nú eru
bráðum tíu ár síðan Ragnar féll
frá eftir langa og erfiða sjúkdóms-
baráttu. Það er því nokkrum árum
lengra síðan hann var enn í fullu
ijöri, á sífelldum þönum um bæinn
að sinna hugðarefnum sínum og
hvetja menn og styrkja. Það var
eins og brygði birtu og dofnaði
yfir öllu sviðinu, þegar hann var
horfinn. Engu að síður héldu verk
hans áfram að lifa í því fjölbreyti-
lega listalífi borgarinnar sem hann
lagði öllum öðrum fremur grund-
völl að. Þótt margir samtíðarmenn
hans verði vafalaust fyrirferðar-
meiri á spjöldum sögunnar og skilji
sumir eftir sig áþreifanlegri minn-
ismerki, hafa fáir þeirra verið jafn-
áhrifamiklir í samtíð sinni og
Ragnar í Smára. Hann var aflgjafi
flestra bestu listamanna þjóðarinn-
ar á einu gróskumesta tímabili í
sögu íslenskrar menningar og áhrif
hans eru samofin því besta sem
skapað var í íslenskum bókmennt-
um og listum um hálfrar aldar
skeið.
r//^0»spen„andifci&a^un9,febrU8f°»fl»9/s/
AIR sem þig dreymir um og óendanlega
margt annað. Er hægt að hugsa sér það
betra undir sólinni?
► Verslanamiðstöðvar eins og þær gerast
stærstar, bestar og ódýrastar.
► Einstök náttúrufegurð og yfir öllu brosii
sólin sínu breiðasta.
► Fyrsta flokks gisting í bandarískum
klassa.
Beint flug til Fort Lauderdale.
Þríréttuð máltíð, Saga
Boutique tollfrjálsa flugbúðin,
bíómynd, blöðin, úrvals
þjónusta - fyrr en varir er vélin
lent í sólskinsparadísinni.
Saga Class munaður gegn
8.000 kr. viðbótargjaldi hvora
leið.
Fjölbreytt úrval bíómynda,
stærri og þægilegri sæti,
matseðill, fríir drykkir og aukin
þjónusta.
Kvikmyndir um borð í febrúar
og mars.
Til Fort Lauderdale:
The Age of Innocence (Daniel
DayLewis, Michelle Pfeiffer).
Frá Orlando:
Malice (Alec Baldwin, Nicole
Kidman).
á mann í tvíbýli á Best Western Oceanside Inn
í 3 nætur/4 daga. Önnur hótel í boði: Holiday Inn,
Lago Mar Resort og Guest Quarters.
45.890 kr. í 4 nætur/5 daga*.
Bílaleigubíll í einn dag fylgir.
Flogið út síðdegis á föstudögum og í hádeginu á
laugardögum.
Flogið heim á þriðjudagskvöldum frá Orlando.
QATLfAS^ © B
* 5% staðgreiðsluafsláttur.
Börn 2ja -11 ára fá 15.000 kr. afslátt.
Börn yngrl en 2ja ára greiöa 3.000 kr.
Allir skattar innifaldir.
Hafðu samband við söluskrifstofur okkar,
umboðsmenn um allt land, ferðaskrif-
stofumar eða í sima 690300
(svaraö alla 7 daga vikunnar frá kl. 8-18).
FLUGLEIDIR
Traustur íslenskur ferðafélagi