Morgunblaðið - 06.02.1994, Page 24

Morgunblaðið - 06.02.1994, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1994 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1994 + 25 JMffgnnfrljifrUÞ Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 1Ó3 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Atvinnuleysisbætur IMorgunblaðinu í fyrradag var frá því skýrt, að 150 félags- menn 'Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, sem eru skráðir at- vinnulausir, fá engar atvinnuleys- isbætur vegna þess, að þeir hafa verið atvinnulausir í meira en heilt ár. Gera má ráð fyrir, að svo sé komið fyrir nokkur hundruð atvinnulausum, a.m.k. úr því að svo margir eru í einu félagi. í Morgunblaðinu í gær kom fram, að fólk getur komizt hjá því að missa atvinnuleysisbætur með því að sækja námskeið í átta vikur, ella missir það atvinnuleysisbætur í fjóra mánuði. Þessar reglur eru alvarlegt at- hugunarefni. Þær eru gamlar og settar á tímum, þegar atvinnu- leysi var ekki eins alvarlegt vandamál og nú og ekki eins lang- varandi og nú. Það er góðra gjalda vert, að selja upp nám- skeið, sem koma í veg fyrir bóta- missi en þá þarf hvoru tveggja að gerast, að atvinnulaust fólk viti um það fyrirkomulag og hafi fyrirhyggju til þess að sækja slík námskeið. Fjöldinn, sem er nú án bóta í einu launþegafélagi bendir hins vegar til þess að annaðhvort þekki atvinnulausir ekki nægilega vel þessar reglur eða hafí hugsan- lega verið bjartsýnir um að fá vinnu og þess vegna ekki sótt námskeið. Allavega er ljóst, að það er óþolandi ástand, að mörg hundruð íslendingar hafí hvorki möguleika á vinnu né atvinnuleysisbótum. Það er ekki við hæfí að vísa fólki á framfærslu hjá félagsmála- stofnunum sveitarfélaga. Fyrir- sjáanlegt er, að atvinnuleysi verð- ur lengi við lýði enn og þeim get- ur ijölgað verulega, sem hafa ekki haft vinnu í tólf mánuði eða lengur. Þess vegna er brýnt að gera einhveijar þær breytingar á núgildandi reglum, sem tryggi að fólk sé ekki gersamlega bjargar- laust. Þeir sem hér eiga hlut að máli láta lítið til sín heyra. Fund- arsókn á útifundi verkalýðsfélag- anna á dögunum sýnir, að tak- markaður áhugi er á vandamálum hinna atvinnulausu. En nútíma- þjóðfélag getur ekki Ieyft sér að viðhalda gömlum reglum um at- vinnuleysisbætur, sem valda því að fólk verður að segja sig til sveitar. í fréttum Morgunblaðsins í gær kom fram, að Jóhanna Sigurðar- dóttir félagsmálaráðherra hefði ákveðið að skipa starfshóp um úrbætur í málefnum atvinnu- lausra. Það hefði þurft að gerast fyrr. Og raunar óskiljanlegt að þeir, sem kynnast þessum vanda- málum í daglegu starfí skuli ekki fyrir löngu hafa vakið athygli á því alvarlega ástandi, sem hér er 7DIDEROT • sagði einhvem tíma að skáldsaga væri oft góð sagn- fræði og raunar betri sagnfræði en mörg sagnfræðirit. Hann sagði jafnframt að við sæktum hinn breiða raunveruleika í skáldskapirin en ekki í einskorðaða sagnfræði sem sýndi sjaldnast víðáttur mann- legra örlaga. Um þetta má deila, en þó er mér nær að halda að skáld- saga Gunnars Gunnarssonar, Jón Arason, sé nær veruleikanum en sum þau sagnfræðirit sem til eru, um hann og siðaskiptin. Líklega má segja það sama um Skálholt Kambans sem var mér ungum jafn- mikil andleg nautn og Sögur her- læknisins — og er þá mikið sagt. Lífí venjulegs millistéttarfólks er þá einnig betur lýst í skáldsögum Jane Austins en sagnfræðiritum frá sama tíma, að því er ætla má. Þær fjalla allar um það sama og kjafta- kerlingar nærast á nú um stundir, þ.e. samdrátt og gíftingar, ástir og ævintýri. Það er heldur lítið um slíkt í sagnfræðiritum. En það er svo annað mál hvað okkur kemur þetta við og hvort þetta efni er ekki held- ur leiðigjamt til lengdar, enda er það efst á baugi í ótrúlegum fjölda skáldsagna og að mínu viti löngu tæmt. Jafnvel Trollope, svo djúpur höfundur sem hann var, sækir und- irstöður margra skáldsagna sinna í þetta gómsæta viðfangsefni, svoað ekki sé talað um aðra léttvægari höfunda. Ég efast tilaðmynda um það séu til greinabetri lýsingar á HELGI spjall mamílífinu í Kalifor- níu á fyrra hluta þess- arar aldar en í ættar- sögum Howard Fasts, Innflytjendunum og Annarri kynslóðinni enda eru þessi skáld- rit meiriháttar afþreying einsog nú mundi sagt vera. Én það vantar semsagt ekki þetta ívaf í Barc- hester-sögumar. En hvergi er raunsæið meira en í goðsögu Melvilles, Mobý Dick (1851), þar fléttast saman raun- verulegt líf sjómannsins og glíma við goðsagnatáknið mikla, hvíta hvalinn ósigrandi og umhverfí hans. En í sögunni sjálfri er skýring á því hvers vegna þessi hvítingi er einskonar örlagatákn, þessi hug- mynd um hvalinn mikla, goðsagna- persónu úthafanna ef svo mætti segja og umhverfi hans. Mobý Dick er Jobsbók í nýrri gerð. Nafn aðalsöguhetjunnar, Ismael, er einnig biblíuskírskotun þótt hér sé aðeins um venjulegan hvalveiði- mann að ræða, skipið er bæði hluti af dæmisögunni og hvalfangari og Mobý Dick er bæði hvalur og hug- mynd, eða einn þáttur dæmisög- unnar um mann sem glímir við eig- in hugmynd, hlutgerða í hval, sem í senn táknar guðdóminn sjálfan og yfirþyrmandi örlög. Akab, skip- stjórinn einfætti sem missti fótinn í glímunni við hvalinn hvita er þá ekkisízt leiksoppur í þessari dæmi- sögu sem á rætur í rugluðu eða ráðvilltu hugarflugi hans sjálfs. (Hvítur er magnþrunginn litur, t.a.m. er talað um Baldur hinn hvíta að skapast, að hópur fólks fái engan stuðning um nokkurra mánaða skeið vegna gamalla og úreltra reglna. Víetnam og Bandaríkin Það eru mikil þáttaskil í sam- skiptum Víetnam og Banda- ríkjanna, að Clinton forseti hefur fellt úr gildi viðskiptabann á Víet- nam, sem staðið hefur í þijá ára- tugi. Víetnamstríðið er sorglegur þáttur í samtímasögu okkar. Kalda stríðið, sem geisaði á þeim árum, villti mönnum sýn um marga hluti, m.a. um viðleitni þjóða í Asíu til þess að losa um tengslin við gömul nýlenduveldi. Það er því sérstakt fagnaðar- efni, að samskipti Bandaríkja- manna og Víetnama komast nú í eðlilegan farveg. Það er upp- byggilegri þáttur mannlegra sam- skipta að efla samstarf og við- skipti þjóða í milli en halda uppi stríðsaðgerðum. Augljóst er af fréttum frá Bandaríkjunum og Víetnam, að bandarísk fyrirtæki hafa lengi beðið eftir þessum þáttaskilum I samskiptum ríkj- anna. Búizt er við stórfelldum fjárfestingum Bandaríkjamanna í Víetnam á næstu árum, sem geti leitt til þess að mikill efnahags- legur uppgangur hefjist í Víet- nam. Suðaustur-Asía er að verða einhver mesti vaxtarbroddur í efnahagslífi þjóða heims. Það er tímabært fyrir okkur íslendinga að huga að auknum samskiptum við þessi ríki. Japan er orðinn mikilvægur markaður fyrir sjáv- arafurðir. Samskiptin við Kína eru að aukast og vonir um við- skipti og verkefni fyrir íslenzk fyrirtæki og íslenzka sérfræðinga þar. Það sýnist fullt tilefni til að utanríkisráðuneyti og sölusamtök taki höndum saman um að efla markaðsstöðu íslenzkra afurða í Asíulöndum. Þau tíðindi, sem nú eru orðin í samskiptum Banda- ríkjamanna og Víetnama eiga eftir að stórefla þennan heims- hluta, sem eina helztu miðstöð viðskipta og athafnalífs i heims- byggðinni. ás, hvftakrist og hvítbók nú á dög- um um heiðarlega pólitíska úttekt!) Þetta er ofurgreinagóð saga um hvali og hvalveiðar og þá sem þær stunda og er oft nær skýrslugerð um allt sem að hvalveiðum lýtur en skáldskap. Það er ekki heiglum hent að flétta slíkan raunveruleika inní goðsögulega dæmisögu um manninn andspænis örlagavaldi sín- um. En samt fékk höfundurinn litla umbun fyrir þetta meistaraverk sitt og hætti að skrifa á fertugsaldri. Hann komst á áttræðisaldur og nú er talað um þessa fjörutíu ára þögn eða fjörutíu ára gleymsku eins mesta ritsnillings allra tíma. Þeir sem leggja allt uppúr vinsældum og metsölu mættu vel leiða hugann að þeirri staðreynd að ritum Melvil- les var því ver tekið af gagniýnend- um og almenningi sem þau urðu betri og bókmenntalegri og sjötíu og tveggja ára gamall dó hann frægðarlaus og gleymdur. En samt hafði hann ort þá Lilju sem allir bandarískir skáldsagnahöfundar vildu kveðið hafa, bókina um mann- injj, örlög hans og vanmátt á úfnu óstýrilátu úthafí. Þessi vefnaður þykir nú eitthvert mikilvægasta framlag bandarískrar menningar til heimsbókmenntanna. Mobý Dick er ekki einungis skáldsaga heldur bezta lýsing á hvalveiðum og lífinu um borð í hvalfangara sem um getur og samt má líkja henni við Jobsbók og þá andlegu þrekraun sem svífiTr þar yfir vötnunum. M (meira næsta sunnudag) SÍÐUSTU DAGANA FYRIR nýafstaðið prófkjör Sjálf- stæðismanna í Reykjavík og nokkrum kaupstöðum, birtust fjölmargar greinar hér í Morgunblaðinu frá frambjóðendum og stuðn- ingsmönnum þeirra. Rit- stjóm Morgunblaðsins hefur orðið þess áþreifanlega vör, að þessi mikli fjöldi greina um prófkjörið hefur valdið óánægju hjá lesendum af ýmsum ástæðum. Margir lesendur telja þetta einfaldlega mjög ein- hæft efni, sem birtist í of stórum skammti á nokkram dögum. Aðrir gagnrýna Morg- unblaðið fyrir að leggja svo mikinn hluta blaðsins undir efni frá Sjálfstæðismönnum og spyija hvað hafí orðið um það, sem kallað er „hlutleysi" blaðsins. Um síðamefndu athugasemdina er það að segja, að Morgunblaðið hefur aldrei haldið því fram, að blaðið væri hlutlaust í stjórnmálaátökum líðandi stundar. Þvert á móti hefur blaðið lagt áherzlu á að vera virkur þátttakandi í þjóðmálaumræðum og lýsa skoðunum sínum og sjónarmiðum. Hins vegar hefur Morgunblaðið undirstrik- að þá staðreynd, að það myndar sér sjálf- stæða skoðun algerlega óháð því hver af- staða stjómmálaflokka er og þá ekki sízt Sjálfstæðisflokksins, sem er sá flokkur, sem Morgunblaðið hefur átt mesta sam- leið með um langt árabil. Forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa engin áhrif á það hver afstaða Morgunblaðsins er til vanda- mála og viðfangsefna líðandi stundar, þótt ekki fari á milli mála, að sömu grundvallar- sjónarmið og lífsviðhorf ráða ferðinni hjá Morgunblaðinu og Sjálfstæðisflokknum. í þessu samhengi er auðvitað alveg ljóst, að Morgunblaðið mun hveiju sinni taka afstöðu til manna og málefna og lýsa stuðningi við þá aðila í kosningum, hvort sem er til sveitarstjóma eða Alþingis, sem blaðið telur þess verða að styðja. En þetta breytir engu um þá staðreynd, að Morgun- blaðið er opinn vettvangur fyrir skoðana- skipti og sjónarmið manna, hvar í flokki, sem þeir standa. Þetta breytir heldur engu um það, að fréttaflutningur Morgunblaðs- ins byggist á faglegum sjónarmiðum en ekki pólitískum og athugasemdir, sem fram hafa komið m.a. um það að frétta- flutningur blaðsins af sjávarútvegsmálum mótist af afstöðu blaðsins til kvótakerfísins eiga sér enga stoð í veraleikanum. En alveg með sama hætti og talsmenn annarra flokka en Sjálfstæðisflokksins eiga greiðan aðgang að síðum Morgun- blaðsins eins og dæmin sanna, nánast dag hvem, er alveg ljóst, að blaðið úthýsir ekki frambjóðendum í prófkjörum Sjálf- stæðismanna! Þeir hafa ekki síður rétt til þess að tjá sig og lýsa skoðunum sínum heldur en talsmenn annarra stjómmála- flokka, sem ijalla reglulega um skoðanir sínar hér í blaðinu. Menn spyija, hvort ekki sé hægt að setja kvóta á frambjóðend- ur í prófkjöram Sjálfstæðismanna, sem era svo fyrirferðarmiklir hér í blaðinu á fjög- urra ára fresti í nokkra daga. Hvað myndu talsmenn annarra flokka segja, ef kvóti væri settur á þá?! Hitt er svo annað mál, að ritstjóm Morgunblaðsins vissi af fyrri reynslu, að greinar frá prófkjörsframbjóðendum gætu orðið yfírþyrmandi á síðum blaðsins í nokkra daga og af þeim sökum voru sett ákveðin lengdarmörk á þessar greinar. Af fenginni þeirri reynslu má ganga út frá því sem vísu, að í næstu prófkjöram verði leitast við að búa slíkt efni enn frek- ar í þann búning að það ryðji ekki öðra efni út úr blaðinu um leið og tjáninga- frelsi frambjóðenda fái notið sín til fulls. Annars er fólk ótrúlega viðkvæmt fyrir því, hvemig fjallað er um stjómmál og stjómmálamenn á síðum Morgunblaðsins. Þegar margar greinar birtast eftir fram- bjóðendur í prófkjörum Sjálfstæðisflokks- ins tala fulltrúar annarra flokka um það, að Morgunblaðið sé sami „íhaldssnepillinn" og áður og borgarstjóraefni vinstri flokk anna hefur opinberlega skorað á fólk að fylgjast með því, hvemig Morgunblaðið REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 5. febrúar muni breytast í „flokksmálgagn" Sjálf- stæðisflokksins fyrir sveitarstjórnakosn- ingamar í vor. Ef ráðherrar Alþýðuflokks- ins era mikið í fréttum Morgunblaðsins tala sumir ráðamenn Sjálfstæðisflokksins um Morgunblaðið sem „kratablað". Ef greinar birtast með skömmu millibili eftir forystumenn Alþýðubandalagsins hér í blaðinu heyrast þær raddir, að Morgun- blaðið sé kommúnistablað. Raunar neitaði þjóðkunnur útgerðarmaður að tala við blaðamann Morgunblaðsins fyrir nokkrum misseram á þeirri forsendu, að hann talaði ekki við „kommúnistasnepil" og vísaði þá til afstöðu blaðsins til kvótakerfísins. Fyr- ir nokkram áram birtist hér í blaðinu ítar- legt viðtal við Ólaf Ragnar Grímsson, en birting þess kallaði yfír Morgunblaðið harkalega gagnrýni úr röðum Sjálfstæðis- manna. Er nú ekki tímabært, að menn leggi af þennan barnaskap og þessi músarholusjón- armið?! Sá tími er liðinn, að flölmiðlar séu reknir í þágu ákveðinna stjómmálaflokka. Talsmenn allra stjórnmálaflokka eiga að- gang að öllum fjölmiðlum. Þannig á það líka að vera. Fjölmiðlar hafa fullan rétt á því að taka afstöðu til manna og málefna. Stjórnmálamenn hafa fullan rétt til þess að gagnrýna afstöðu fjölmiðla en það er hægt að gera kröfu til þess, að þeir geri það á málefnalegum forsendum en ekki með innantómum upphrópunum. Raunar eru það ekki eingöngu stjóm- málamenn, sem virðast enn eiga erfítt með < að kyngja þeirri breytingu, sem hefur orð- ið á fjölmiðlum. Talsmenn hagsmunasam- taka eiga stundum erfítt með að átta sig á breyttum viðhorfum. Það er hvorki hægt að líta á Morgunblaðið né aðra fjölmiðla, sem sjálfkrafa stuðningsaðila einhverra hagsmunasamtaka eða stórfyrirtækja. Stundum á Morgunblaðið samleið með forystumönnum Vinnuveitendasambands- ins í skoðunum en stundum er blaðið alger- lega andvígt þeirri afstöðu, sem VSÍ tek- ur. Morgunblaðið og LÍÚ hafa átt samleið í velflestum hagsmunamálum útgerðarinn- ar á undanfömum áram en tekizt harka- lega á um það grandvallaratriði, sem kvótakerfíð er. Morgunblaðið hefur á und- anfömum árum stutt verkalýðsforystuna í viðleitni hennar til þess að stuðla að skyn- samlegum kjarasamningum. Hins vegar hefur blaðið ekki kunnað að meta afstöðu forystumanna ASÍ til hins svonefnda mat- arskatts. Þannig ráða málefnin hveiju sinni og þannig á það að vera. Ríkisstjórn um kvóta- kerfið? í SAMTALI VIÐ Dagblaðið Vísi sl. mánudag sagði Halldór Ásgríms- son, varaformaður Framsóknarflokks- ins, m.a. um samþykkt flokksstjómarfund- ar Alþýðuflokksins um kvótakerfíð: „Ég skil ekki flokk, sem er búinn að semja um ákveðið framvarp á Alþingi, sem ályktar svo um allt annað í sinni æðstu stjóm. Mér virðist, að Alþýðuflokkurinn sé með þessu að undirbúa að slíta stjómarsam- starfinu. Hér er um svo mikið grandvallar- mál að ræða, að það gengur ekki að hafa alltaf þessa óvissu í málinu." Hvað er varaformaður Framsóknar- flokksins að fara? Er hann að gefa í skyn, að það sé nauðsynlegt að mynda ríkis- stjórn til þess að standa vörð um kvótakerf- ið? Er það markmið Framsóknarflokksins að loknum næstu þingkosningum? Þessi ummæli eru mikið umhugsunarefni vegna þess að vel má vera, að fleiri en Halldór Ásgrímsson hugsi á þennan veg. Með hveijum ætlar Halldór Asgrímsson að mynda ríkisstjórn til þess að standa vörð um kvótakerfíð? Hann hefur lýst því yfír opinberlega, að óskastjórn sín að lokn- um kosningum sé samstjóm með Alþýðu- bandalagi og Kvennalista. Alþýðubanda- lagið hefur verið að feta sig frá stuðningi við kvótakerfíð. Er líklegt að „flokkur al- þýðunnar“ gangi til stjórnarsamstarfs um það að veija mestu eignaupptöku og mestu eignasamþjöppun íslandssögunnar? Eða Hvalfjörður ætlar Halldór Ásgrímsson að mynda slíka ríkisstjóm með Sjálfstæðisflokknum? Vissulega era innan Sjálfstæðisflokksins sterk öfl, sem myndu vilja stuðla að stjóm- armyndun um slíkt markmið. En innan Sjálfstæðisflokksins era líka sterk öfl, sem myndu aldrei kyngja stjómarmyndun, sem hefði það að markmiði að veija kvótakerf- ið. Ólíklegt má telja, að forystumenn Sjálf- stæðisflokksins tækju þá áhættu, sem væri í því fólgin að efna til stórátaka um slíkt grandvallarmál innan flokksins. Ríkisstjórnarmyndun af því tagi, sem lesa má út úr ofangreindum ummælum varaformanns Framsóknarflokksins yrði upphafíð að stórpólitískum átökum í land- inu. Þjóðin þarf á öðra að halda. Þegar núverandi ríkisstjóm var mynduð bundu menn miklar vonir við það starf, se'm þá hófst á vegum hinnar svokölluðu tvíhöfða- nefndar. Morgunblaðið skildi markmiðið með störfum þeirrar nefndar á þann veg, að þar ætti að fínna málamiðlun á milli andstæðra sjónarmiða um fískveiðistjóm- unina. Þvi miður hefur það farið á annan veg. Og sökin er ekki sízt Alþýðuflokks- ins. Þegar nefndin hóf störf sín voru meg- inlínumar þær, að Alþýðuflokkurinn var andvígur kvótakerfinu en ráðandi öfl í Sjálfstæðisflokknum hlynnt því, þótt fjöl- margir Sjálfstæðismenn væra því andvíg- ir. Alþýðuflokkurinn virðist hins vegar hafa gefízt upp innan nefndarinnar og það er lítið samræmi í niðurstöðum nefndarinn- ar og samþykkt flokksstjórnarfundar Al- þýðuflokksins. Það má færa rök að ‘því, að eins og hugmyndin um þróunarsjóðinn var kynnt í upphafi væri hún skref í rétta átt og á þeim grandvelli lýsti Morgunblaðið stuðn- ingi við hana. En eftir að þessi hugmynd var útfærð nánar hefur komið æ betur í ljós, að hún nær svo skammt að það er engan veginn hægt að líta á hana sem málamiðlun. Með góðum vilja má segja, að þróunarsjóðurinn geti komið að gagni til þess að greiða úr aðkallandi vanda í sjávarútvegi en eins og sjóðurinn er hugs- aður nú er hann ekki fullnægjandi niður- staða á þeim deilum, sem staðið hafa um sjávarútvegsstefnuna. Þess vegna hefur þessari ríkisstjórn a.m.k. enn sem komið er mistekizt að leggja grandvöll að nýrri sjávarútvegs- stefnu, sem sátt gæti orðið um. Ljúki kjör- tímabilinu án þess að viðunandi niðurstaða fáist, er ekki ólíklegt að næstu kosningar snúizt um sjávarútvegsstefnuna. Verði gerð tilraun til þess að mynda nýja ríkis- stjóm um óbreytt ástand mun baráttan gegn kvótakerfínu taka á sig nýjar myndir. Uppsveifla í Bandaríkj- unum NU FER EKKI lengur á milli mála, að ný efnahagsleg uppsveifla er í gangi í Bandaríkj- unum. Á síðasta ársfjórðungi jókst þjóðarframleiðsla Bandaríkjamanna um hvorki meira né minna en 5,9% á ársgrundvelli og á einu ári nam aukningin 2,9%. Á sama tíma hefur þjóðarframleiðslan í Bretlandi aukizt um 2%. í Þýzkalandi eru skiptar skoðanir um horfur þar. Á síðasta ári var hagvöxt- ur þar í mínus um 1,3% en ríkisstjórn Kohls spáir hagvexti á þessu ári um 1,5%, sem margir draga hins vegar í efa, að sé raunhæft skv. því, sem fram kom í Intern- ational Herald Tribuncí gær, föstudag. Kjarni málsins er þó sá, að uppsveifla í hinum engilsaxneska heimi getur orðið upphafíð að almennum efnahagsbata á Vesturlöndum og þar með hér á íslandi. Með sama hætti og samdráttur i efnahags- lífi Bandaríkjanna og annarra Vesturlanda á undanförnum áram hefur átt þátt í að dýpka kreppuna hér mun efnahagsbati vestan hafs eiga þátt í að milda kreppuna hér og lyfta okkur að lokum upp úr öldud- alnum, þótt fleira þurfí til að koma. Slík er sannfæring Bandaríkjamanna fyrir því sem þar er að gerast, að nú fyrir helgi voru skammtímavextir hækkaðir um fjórð- ung úr prósentustigi og búizt er við frek- ari vaxtahækkunum þar á næstu mánuð- um til þess að koma í veg fyrir að efna- hagsbatinn leiði til aukinnar verðbólgu. Umræður um vaxtamál era með öðram hætti í Bandaríkjunum en hér. í grein í Financial Times nú í vikulokin segir frétta- ritari blaðsins í Washington að skamm- tímavextir þar hafí á undanfórnum árum verið 3%, sem hafí þýtt 0% raunvexti og að ástæðan fyrir þessum lágu vöxtum hafí verið sú, að nauðsynlegt hafi þótt að gera bönkum kleift að laga fjárhagsstöðu sína og fyrirtækjum og heimilum að kom- ast út úr skuldum. Það hafi tekizt svo vel með þessu lága vaxtastigi að nú séu fyrir- tæki og heimili tilbúin til að auka skuldir sínar á nýjan leik og stuðla þar með að auknum hagvexti. Þessar röksemdir fyrir lágu vaxtastigi í landi hins fijálsa markað- ar eru óneitanlega töluvert ólíkar þeim umræðum, sem hér hafa farið fram á undanförnum áram, svo að ekki sé meira sagt. Þótt við Islendingar munum enn um sinn búa við miklar takmarkanir á þors- kveiðum og þótt vandi sjávarútvegsfyrir- tækja og annarra fyrirtækja sé gríðarlegur og þar með taphætta bankanna, er efna- hagsstaðan í Bandaríkjunum með þeim hætti, að hlýtur að vekja bjartsýni hér. Morgunblaðið hefur margsinnis bent á það á undanförnum árum, að efnahagsleg upp- sveifla vestan hafs sé ein af forsendunum fyrir því, að við náurn okkur á strik. Nú er það að gerast og það mun skila sér hér á næstu misserum í batnandi hag. Morgunblaðið/RAX „Er nú ekki tíma- bært, að menn leggiaf þennan barnaskap og þessi músarholu- sjónarmið?!...T- alsmenn allra stjórnmálaflokka eiga aðgang að öllum fjölmiðlum. Þannig á það líka að vera. Fjölmiðl- ar hafa fullan rétt áþvíaðtakaaf- stöðu til manna og málefna. Stjórnmálamenn hafa fullan rétt til þess að gagnrýna afstöðu fjölmiðla en það er hægt að gera kröfu til þess, að þeir geri það á málefnaleg- um forsendum en ekki með innan- tómum upphróp- unum.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.