Morgunblaðið - 06.02.1994, Qupperneq 26
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1994
26
Minning
Jóhann Guðnason
Fæddur 9. ágúst 1965
Dáinn 20. janúar 1994
Jóhann fæddist og ólst upp á
Melabrautinni á Seltjamarnesi.
Hann var sonur hjónanna Guðna
G. Sigfússonar og Sóleyjar Jónas-
dóttur en hún lést 8. ágúst 1974.
Jói, eins og hann var ætíð kallað-
ur, var fjörmikill strákur sem gam-
an var að kynnast, fullur af orku
og uppátækjum. Þegar leiðir okkar
lágu saman var Jói aðeins sex ára
gamall. Strax þá urðu kynni okkar
ánægjuleg sem og ætíð síðan. Er
móðir þeirra féll frá kom það í hlut
dótturinnar, eiginkonu minnar, að
létta undir á heimilinu. Fluttum við
hjónin þá inn á Melabrautina og
tókum þátt í uppeldi þeirra bræðra
einkum þó Sigfúsar og Jóa sem var
þeirra yngstur.
Það var ávallt stór vinahópur í
kringum Jóa. Hann var ætíð hrókur
alls fagnaðar enda var hann góður
drengur og traustur vinur. Það var
því mjög ánægjulegt að sjá hann
vaxa úr grasi og verða að myndar-
legum manni.
Einn fagran sumardag 1985 kom
Jói til okkar í Eskihlíðina og kynnti
fyrir okkur Guðbjörgu Birgisdóttur,
Guggu, með þeim orðum að þessari
konu ætlaði hann að giftast. Brúð-
kaup þeirra var síðan 16. júlí 1988.
Jói dýrkaði konu sína og þegar
bömin komu eitt af öðru var þeim
búið skjól við hlið móður sinnar í
hjarta hans sem var ríkt af elsku
til allrar fjölskyldunnar og er miss-
ir þeirra því mikill.
Jói var einlægur vinur og aufúsu-
gestur á heimilum vina sinna. Árið
1991 vom þau hjón stödd hjá okkur
í Svíþjóð. Þá fær hann vitneskju
um að Stebbi vinur hans væri mjög
sjúkur og fór hann þá strax að
huga að heimferð. Er hann síðar
fregnar andlát Stebba hraðaði hann
sér heim svo hann gæti verið við
útför vinar síns og verið með for-
eldrum Stebba í sorg þeirra.
Jóa var ætíð í mun að búa Ijöl-
skyldu sinni traust og gott heimili
og óx það honum ekki í augum að
heíja byggingu einbýlishúss þó
veikindi væm farin að hrjá hann.
Bjartsýni hans hvatti hann áfram
og hugur hans dvaldi ekki við veik-
indi, heldur það sem koma skyldi
að þeim loknum. Hann lagði því
mikið á sig til að geta komið upp
húsi þeirra hjóna fyrir jólin og tókst
það með mikilli hjálp og ósérhlífni
hans og fjöimargra vina þeirra og
ættingja. Skal þar sérstaklega
nefna þá Sigfús, Valla og Guðna
sem gerðu allt sem þeir gátu til
þess að þessi ósk yrði að vemleika
og var flutt í húsið 12. desember.
Síðustu jólin sín dvaldi hann því í
þessu drauma húsi og var það hon-
um nokkur líkn í veikindum hans.
í veikindum sínum var Jói ætíð
líkur sjálfum sér. Hann átti auðvelt
með að tjá væntumþykju sína gagn-
vart öðrum og lét hana óspart í ljós.
Þó hann væri þjáður, átti hann samt
huggunarorð fyrir aðra og sagði
þá iðulega: „Ég elska ykkur öll.“
Elsku Gugga, Birgir Daði, Agnes
og Rebekka, við biðjum Guð að
styrkja ykkur í sorg ykkar og hjálpa
ykkur til að muna það bjarta og
góða og vera þakklát fyrir þær
mörgu gleðistundir er þið áttuð
saman.
Þá votta ég tengdaföður mínum,
eiginkonu minni, mágum mínum og
fjölskyldum þeirra mína dýpstu
samúð. Sorgin er ætíð sár en sökn-
uðurinn verður léttbærari í minn-
ingu um ljúfan dreng og verður
minning hans ætíð ljós í lífi okkar
Ég skil ekki, ég skil ekki af
hveiju þetta þurfti að ske. Þegar
maður hugsar til baka, þá sér mað-
ur elsku frænda minn alltaf svo
hressan og lífsglaðan. Og núna,
núna er hann ekki meðal okkar
lengur. Hann sem átti allt lífið
framundan, en þurfti að skilja við
það aðeins 28 ára gamall.
Hann var alltaf svo góður og það
er virkilega sárt að hugsa til baka
og sjá hann fyrir sér hlæjandi og
glaðan, því þannig man maður eftir
honum.
En elsku Jói minn, ég mun alltaf
minnast þín og bera mynd af þér
í hjarta mínu.
Guðný María.
Jói frændi minn er dáinn.
Orð fá ekki lýst þeim tilfinning-
um sem bærast í bijósti mér, von-
brigði, biturð, reiði og sorg eru
aðeins hluti þeirra. Hvað getur rétt-
lætt að svona ungur og yndislegur
maður í blóma lífsins fái ekki að
lifa lengur en þetta? Spurningar
eins og af hveiju? Af hveiju hann
Jói? hljóma stanslaust í höfði mér.
Þegar amma dó (1974) byijaði
samleið okkar. Þá var ég bara ný-
fædd og þú varst átta ára polli. Þá
bjuggum við öll á Melabrautinni.
Og svo á Nesbalanum, þá varst þú
orðinn unglingur og ég bara krakki.
Þú varst alltaf hetjan mín. Jói
frændi, Jói minn. Ég vildi vera og
gera allt nákvæmlega eins og þú.
í mínum augum varst þú alltaf
stóri bróðir minn. Ég gat alltaf leit-
að til þín ef eitthvað bjátaði á, þú
hafðir þann einstaka hæflleika að
snúa öllu upp í grín og fá mann til
að sjá björtu hliðarnar á málunum.
Ég gleymi aldrei þegar ég var
níu eða tíu ára smástelpa á Nesinu
og við krakkarnir vorum að njósna
um ykkur strákana þegar þið voruð
í partíum hjá Júlla eða öll ferðalög-
in sem við fórum í og helgarnar
upp í sumarbústað við Laugarvatn.
Þá var alltaf glatt á hjalla. Minning-
arnar um þig hrannast upp í huga
mínum og ég á erfitt með að koma
þeim á blað.
Orð eru alltof fátækleg á þessari
stundu. En ég hugga mig við það
að hann Jói minn þjáist ekki lengur.
Megi Guð styrkja þig, Gugga
mín og yndislegu börnin ykkar, afa
og aðra aðstandendur.
Þín verður sárt saknað, Jói minn,
og ég mun ávallt lifa með minningu
þína sem mitt leiðarljós.
Sóley.
Minn kæri vinur Jói er látinn en
eftir sitja minningarnar. Ég myndi
vilja nefna tvö dæmi, sem varpa ljósi
á hversu vandaður en jafnframt hóg-
vær maður Jói var.
Jói starfaði hjá Hraðfrystihúsi
Eskifjarðar sumarið 1982, þá sautj-
án ára gamall, og vakti strax at-
hygli fyrir óhemju dugnað. Hann
veigraði sér ekki við að hefja vinnu
snemma á sunnudagsmorgni þó svo
að sex daga vinnuvika væri þegar
að baki. Jói fór líka vel með það fé
sem hann vann sér inn á þennan
hátt og ólíkt flestum öðrum var hann
ekki að eyða því í skemmtanir. í
staðinn notaði hann sumarkaupið til
að koma sér upp sinni fyrstu búslóð.
Sumarið 1990 var Jói við störf á
Nesjavöllum hjá Hitaveitu Reykja-
víkur er Manfred Wörner, fram-
kvæmdastjóri NATO, bar þar allt í
einu að garði ásamt fríðu föruneyti.
Einhver misskilningur hafði átt sér
stað varðandi tímasetningu heim-
sóknarinnar og varð niðurstaðan sú
að Jói var fenginn fyrirvaralaust til
að veita hinum erlendu gestum leið-
sögn um staðinn. Fórst honum það
einstaklega vel úr hendi að flytja
þarna erindi um nýtingu jarðhita á
ensku og dáðust háttsettir embættis-
menn, sem voru með í för, að fram-
komu hans.
Svona mætti lengi áfram telja. Jói
var okkur öllum fyrirmynd og við
söknum hans sárt. En minning hans
lifir áfram í hugum okkar og við
munum standa við hlið Guðbjargar
og bamanna alla ævi.
Pétur.
Jóa kynntist ég vorið 1987 er hann
var ráðinn sölumaður í raftækjadeild
Vörumarkaðarins hf., úr hópi um-
sækjenda.
Þama var á ferðinni ungur maður
er hugðist taka frí frá námi um
óákveðinn tíma til að afla tekna þar
sem hann átti von á sínu fyrsta barni.
Fyrir okkur samstarfsfélagana
var það mikil gæfa að fá Jóa til
starfa. Hann var alltaf léttur og
hress í allri framkomu og lífgaði upp
á vinnudaginn. I samkvæmum var
hann hrókur alls fagnaðar og geisl-
aði af lífsgleði og þrótti.
Jói var ósérhlífmn og var ávallt
tilbúinn til að ganga í hvaða verk
sem er, mætti fyrstur á morgnana
og fór síðastur heim á kvöldin ef
þess þurfti með.
Söluhæfíleika hafði Jói ótvíræða
og þar naut sín til fullnustu hans
eðlislægi léttileiki og lipurð í mann-
legum samskiptum. Hann kappkost-
aði ávallt að veita góða og persónu-
lega þjónustu og var annt um að við-
skiptavinir hans væm ánægðir. Fór
til dæmis oft eftir vinnu og stillti
myndbandstæki eða kenndi á önnur
heimilistæki ef hann taldi að þess
væri þörf og brást ávallt skjótt við
ef eitthvað fór úrskeiðis. Sökum þess-
ara hæfileika náði hann mörgum
góðum og eftirminnilegum samning-
um.
Það var alltaf ákveðinn „klassi"
yfir Jóa, hann reffilegur og smekk-
lega til fara, og ávallt með stór áform
á pijónunum er gaman var að fylgj-
ast með þar sem hann var opinn
persónuleiki sem dró fátt undan.
Hann þurfti ekki langan tíma til
að framkvæma hlutina og kom
mörgu í verk á stuttri ævi. Þar er
mér minnisstætt þegar Jói bað um
að fá aðeins lengri matartíma einn
daginn, hann væri nefnilega að fara
að kaupa sér stærri íbúð!
í hönd fóru tvö skemmtileg og
viðburðarík ár í samstarfi við Jóa
áður en hann fór tímabundið til ann-
arra starfa áður en hann hóf nám
í viðskiptadeild Háskóla íslands.
Elsku Guðbjörg, Birgir, Agnes,
Rebekka og aðrir ættingjar. Megi
Guð gefa ykkur allan sinn styrk á
þessum erfiðu tímum. *
Minningin um Jóa mun ávallt lifa
í hjörtum okkar sem hann þekktu.
Guð blessi minninguna um góðan
dreng.
Fyrir hönd samstarfsfélaga í
Vörumarkaðnum,
Torfi Markússon.
+
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
RAGNHEIÐUR EINARSDÓTTIR
frá Valþjófsstað,
Hraunbraut 29,
Kópavogi,
sem lést þann 28. janúar, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju
mánudaginn 7. febrúar kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á líknarstofnanir.
Guðmundur Óskarsson,
Þuríður Guðmundsdóttir, Kristinn Karl Guðmundsson,
Óskar Guðmundsson,
Guðmundur Ragnar Björnsson,
Kristfn María Kristinsdóttir,
Ragnheiður Elísabet Kristinsdóttir.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ARNDÍS JÓNSDÓTTIR,
Espigerði 4,
veröur jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn
8. febrúar nk. kl. 15.00.
Helga Karlsdóttir, Þórhallur Ingason,
Aðalheiður Karlsdóttir, Kristinn B. Ragnarsson,
Jóhanna Berta og Karl.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda-
faðir, afi og langafi,
JÓN HAUKUR BALDVINSSON
loftskeytamaður,
Hvassaleiti 56,
Reykjavfk,
lést í Borgarspítalanum 30. janúar sl.
Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 8. febrúar kl. 13.30.
Þóra Margrét Jónsdóttir,
Baldvin Jónsson, Margrét Björnsdóttir,
Ólafur örn Jónsson, Sofffa Sveinsdóttir,
Konráð Ingi Jónsson, Anna Siguröardóttir,
Helga Þóra Jónsdóttir, Sigurður Haraldsson,
Þormóður Jónsson, Sigríður Garðarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma,
ÞÓRA JÓNSDÓTTIR,
Skaftahlíð 27,
Reykjavík,
verður jarðsungin í Háteigskirkju þriðjudaginn 8. febrúar kl. 13.30.
Ólafur Vigfússon,
Hulda Ólafsdóttir, Kristinn Ragnarsson,
Ólafur Kristinsson,
Þórhildur Kristinsdóttir.
+
VILHJÁLMUR HINRIK ÍVARSSON
fyrrverandi hreppstjóri,
Merkinesi,
Höfnum,
lést 24. janúar.
Útför hans fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn
8. febrúar kl. 14.00.
Þeim, sem vildu heiðra minningu hans, er góðfúslega bent á
Slysavarnafélag íslands eða deildir þess.
Hólmfrfður Oddsdóttir,
Sigurjón Vilhjálmsson, Guðrún Arnórs,
Henný Eldey Vilhjálmsdóttir, Svavar Gests,
Þóroddur Vilhjálmsson, Maron Vilhjálmsson,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn.
+
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
REYNIS GUÐMUNDSSONAR
málarameistara,
Ósabakka 7.
Bjargey Guðmundsdóttir,
Guðbjörg Reynisdóttir, Magnús Stefánsson
Erna Reynisdóttir,
Guðmunda Reynisdóttir,
Haukur Reynisson,
Bryndís Reynisdóttir,
Thelma Reynisdóttir,
Guðmundur Ásgeirsson,
Helgi Ágústsson,
Eygló Einarsdóttir,
Guðmundur Brynjarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
f , ÖTFARARSÁLMAR , '
T ÞAKKARKORT T
Gott verð, stuttur afgreiöslutími
PERSÓNULEG PRENTÞJÓNUSTA
LETURprent
Síðumúla 22 - Sími 30 6 30 >
IHéTlfl B®»«
Sími 11440
Önnumst erfidrykkjur
c í okkar fallega og
virðulega Gyllta sal.
[SFC)=0=a
o=o=om
o
l2l
Blömastofa
FHðftnns
Suðurlandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið öll kvöld
til ki. 22,- einnig utn helgar.