Morgunblaðið - 06.02.1994, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1994
Ragnar A. Þor-
kelsson — Minning
Fæddur 6. ágúst 1931
Dáinn 18. janúar 1994
Elsku afi.
Nú, þegar þú ert borinn til graf-
ar og yfirgefur þennan heim, lang-
ar mig til að skrifa þér stutt
kveðjubréf.
Minningamar streyma inn í
hugann, en þær, sem standa mér
næst, eru minningarnar af Skaga-
brautinni. Sérstaklega kvöldin og
morgnamir sem við áttum saman.
Alltaf varstu tilbúinn að koma mér
í rúmið þitt og ömmu að kveldi,
og man ég þá sérstaklega eftir
gamalli ævintýraspólu sem við
hlustuðum á fyrir svefninn.
Og á morgnana varstu alltaf
vaknaður og hafði nógan tíma
fyrir litla, spumla stelpu. Afí, þó
að það sé erfítt að kveðja þig svona
í hinsta sinn, þá get ég huggað
mig við það, að þú sért að fara
þangað, þar sem ást og kærleiki
eru meginatriði. Ég ætla að kveðja
þig með eftirfarandi sálmaversi:
Nú legg ég augun aftur,
ó, guð, þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson)
Fanney Magnúsdóttir.
Ragnar lést 18. janúar sl. í
Flórída. Útför hans fór fram á
sama stað 22. þessa mánaðar.
Eftirfarandi minningarorð vora
flutt við þá athöfn.
Við eram hér saman komin,
ættingjar og vinir Ragnárs Þor-
kelssonar, til þess að kveðja hann
hinstu kveðju. Þessi sonur íslands
var einn af vaxandi hópi landa
okkar, sem gerst hafa sjálfviljugir
útlagar frá landinu sínu. Þeir hafa
flutt í burtu af ýmsum ástæðum,
en mest til að bæta kjör sín og
fjölskyldu sinnar. Margir flytja
með hálfum huga og sleppa aldrei
alveg hendinni af sínu ástkæra
landi. Þeir era sífellt með hugann
á Fróni, og innst í skúmaskoti
sálarinnar reikna þeir oft með því
að eyða elliáranum heima á Is-
landi.
Ekki veit ég fyrir víst, hvort
Ragnar bjó yfír slíkum hugsunum,
en það skiptir heldur ekki máli
núna, því hann er fallinn frá á
besta aldri, og þarf því engri elli
að eyða, hvorki á íslandi né ann-
ars staðar. Honum líkaði hér vel;
sér í lagi var hann ánægður með
blítt veður og umhverfí. Hann var
líka í faðmi fjölskyldu sinnar,
tryggrar og ástríkrar eiginkonu,
sem staðið hafði með honum í oft
strangri lífsbaráttunni í næstum
40 ár, og hópi efnilegra bama,
tengdabama og bamabama.
En þrátt fyrir allt og allt, þá
er það mikil breyting fyrir rúmlega
fímmtugan mann að flytja burt
úr því umhverfí og frá þeim vin-
um, sem hann hefir vanist alla
Ragnheiður Einars-
dóttir — Minning
Fædd 20. maí 1923
Dáin 28. janúar 1994
Elsku amma mín.
Nú ertu farin frá okkur öllum
og vonandi líður þér vel núna. Mér
fannst tíminn líða svo hratt meðan
ég var hjá þér. Þú varst svo góð
við okkur öll og passaðir mig og
alla svo vel. Ég get varla hugsað
mér jól eða gamlárskvöld án þín.
Ég hélt ég fengi að minnsta kosti
tíu ár í viðbót til að vera með þér.
Því miður kynntist Ragnheiður
litla þér lítið. Og nú eiga Kristín
og Ragnheiður enga ömmu. En við
vitum öll að þú ert með okkur í
anda og vemdar okkur frá öllu illu.
Með þessum orðum kveð ég þig,
amma mín.
Guðmundur Ragnar
Föstudaginn 28. janúar sl. lést
Ragnheiður Einarsdóttir á heimili
sínu, Hraunbraut 29, Kópavogi.
Hún var fædd á Valþjófsstað í
N-Múlasýslu 20. maí 1923, og var
því á sjötugasta og fyrsta aldurs-
ári þegar hún lést.
Hún var dóttir Einars Sveins
Magnússonar, bónda og kennara,
og Þuríðar Þórarinsdóttur frá Val-
þjófsstað, en Þuríður lést þegar
Ragnheiður var fímm ára. Eftir
það ólst hún upp hjá föður sínum
og ömmu sinni og afa, Ragnheiði
Jónsdóttur og séra Þórarni Þórar-
inssyni á Valþjófsstað.
Ragnheiður giftist eftirlifandi
eiginmanni sínum, Guðmundi Ósk-
arssyni, fyrrverandi lögregluvarð-
stjóra í lögregluliði Kópavogs, og
áttu þau tvö böm, Óskar, sem er
ókvæntur, og Þuríði, sem á þijú
böm. Maður hennar er Kristinn
K. Guðmundsson.
Þau Guðmundur og Ragnheiður
fluttu í Kópavog árið 1963 er þau
byggðu húsið á Hraunbraut 29 og
hafa búið þar síðan. Þau vora sam-
heldin hjón; sem ekki bárust mikið
á, en hlúðu þeim mun betur að
heimili sínu og bömum. Þau hjón
vora ákaflega gestrisin og gerðu
sér far um að láta gestum sínum
líða vel. Þar munu fáir hafa komið
að dyram án þess að vera boðnir
inn og þiggja kaffí og meðlæti.
Ragnheiður vann hjá Bæjarfóg-
etaembættinu í Kópavogi frá því
1970 og síðan hjá Sýslumanns-
embættinu í Kópavogi er nafni
embættisins var breytt 1. júlf 1992,
þar til 31. maí sl. er hún hætti
störfum vegna aldurs. Hún vann
það starf sem oftast er lítið þakkað
og minnst tekið eftir þó vel sé
gert, það er að segja við ræsting-
ar. Ragnheiður skilaði ætíð sínu
dagsverki án háyaða og vann sitt
verk án þess að hafa þar mörg orð
um. Hún heyrðist aldrei kvarta þó
heilsan væri farin að bila og þó
hún væri stundum sárlasin. Hún
var hlédræg kona og tranaði sér
ekki fram en ef tími gafst til við-
ræðna kom í ljós hvað hún var vel
heima í mörgum hlutum og fylgd-
ist vel með.
ævina, og í nýtt, framandi land,
þar sem hann þekkir engan nema
sína nánustu ættingja. Næstum
er ómögulegt að eignast nýja vini,
allir virðast vera með önnur
áhugamál og svo era þjóðfélags-
hættimir allir gjörólíkir því, sem
hann þekkti frá sínu landi. En
kostimir við verana hér vora
þyngri á metunum en gallar og
lítill vandi er að búa svoleiðis um
hnútana, að tilveran verði meira
en bærileg.
Ragnar Þorkelsson var fæddur
6. ágúst 1931 í Hólmavík, og var
hann ættaður að mestu af Strönd-
um. Hann á 95 ára gamlan föður
á lífí heima og sömuleiðis eina
systur, en þau vora einu böm for-
eldra hans. Ungur að aldri fór
hann til sjós, eins og tíðkaðist á
þeim áranum og stundaði hann
sjómennskuna í næstum 20 ár.
Vegna veikinda í baki varð hann
að hætta að róa til fískjar og vann
hann eftir það við ýmis störf í
landi, mest tengd fískverkun og
sjávarútvegi.
Ragnar kvæntist Margréti
Karlsdóttur 1954, og var það
mesta lánið í lífí hans. í desember
næstkomandi hefðu þau haldið
upp á 40 ára brúðkaupsafmælið.
Þau eignuðust sex böm, sem kom-
ust til manns, og einnig gekk
Ragnar í föður stað einum dreng,
sem Margrét átti áður en þau gift-
ust. Þegar dóttirin Ingibjörg gift-
ist til Flórída, ákváðu þau Margrét
og Ragnar að bregða búi og flytj-
ast vestur. Það gerðist 1985 og
síðan hafa öll hin bömin fylgt
þeim hingað. Þau hafa öll komið
ár sinni vel fyrir borð og verið
foreldram sínum til sóma.
Ragnar Þorkelsson er horfínn
af sjónvarsviðinu, en minningin
um traustan og góðan íslending
lifír í hjörtum ættingja hans og
vina. Hann dó ríkur maður, ríkur
að myndarlegum bömum og
bamabömum. Hann hefír tryggt
það, að ætt hans muni lifa áfram
og margfaldast. Eiginkona hans
og böm munu sakna hans mest,
og verða þau að láta sér minning-
amar nægja. Við, hinir útlagamir,
vottum þeim okkar innilegustu
samúð. Blessuð sé minning Ragn-
ars.
Þórir S. Gröndal.
Nú er þessi hljóðláta kona horf-
in yfír móðuna miklu. Hún kvaddi
þennan heim með sama æðraleys-
inu og einkenndi hana jafnan. Með
sömu ró og hún gekk að hveiju
verki á sínu heimili.
Þar sem allir hlutir era í föstum
skorðum verður missirinn mestur
og söknuðurinn sárastur þeim er
eftir verða er svo mikilsverður
hlekkur brestur í keðju fjölskyld-
unnar.
Við, starfsfólk Sýslumannsemb-
ættisins í Kópavogi, þökkum fyrir
að hafa notið verka Ragnheiðar
Einarsdóttur. Við vottum Guð-
mundi Óskarssyni og fjölskyldu
hans samúð okkar og vonum að
þeim hlotnist styrkur til að yfír-
stíga sorgir sínar.
Samstarfsfólk Sýslumannsins
í Kópavogi.
Minning
Bjöm Ellertsson
Óðfluga á tímans vagni vær
öllum stundum
áfram skundum;
enginn honum aftrað fær.
Þannig smám saman líður leið,
sem bát sigiandi
ber að landi
bára hver, sem yfir skreið.
(Jón Þorláksson)
Með þessum línum skal minnst
frábærs nemanda, hugmyndaríks
og eldheits samstarfsmanns og
góðs vinar til ijölda ára. Björn
Ellertsson er fallinn í valinn, langt
um aldur fram. Baráttan við sjúk-
dóminn var óvinnandi. Fyrir þá
sem hafa um sárt að binda vegna
fráfalls hans, er engin hughreyst-
ing til nema sú að hann hafí nú
öðlast frið.
Bjöm Ellertsson var gæddur
framúrskarandi hæfileikum á
mörgum sviðum. Á þýsku lagði
hann stund bæði sem nemandi og
kennari við Háskóla íslands eftir
að hafa útskrifast úr Mennta-
skólanum í Reykjavík með ein-
kunninni 10 í þýsku á stúdents-
prófí, án þess að hafa nokkum
tíma verið í þýskumælandi lönd-
um. Kunnátta hans og áhugi á því
sem hann lagði fyrir sig sýndu sig
ekki síst í samskiptum við nemend-
ur og samstarfskennara. Það sem
einkenndi Björn Ellertsson var
athafnaþrá - hann var drífandi
maður og ötull í því að koma ein-
hveiju í verk. Orðabókin sem hann
gaf út í haust er síðasta dæmi um
það.
Bjöm Ellertsson var hlédrægur
maður og vandlátur á þá sem hann
umgekkst, en hann var jafnframt
félagslyndur og alltaf reiðubúinn
til að hlusta á skapraunir og
vandamál annarra eða gamanmál.
Við hjónin minnumst hans fyrst
og fremst sem gáfaðs, einlægs og
skemmtilegs drengs, sem ef til
vill gaf öðram meira með tilvera
sinni en hann krafðist af þeim.
Við vottum fjölskyldu hans og
ástvinum okkar dýpstu samúð.
Kjartan Gíslason og
Coletta Biirling.
Föstudaginn 4. febrúar var jarð-
sunginn frá Dómkirkjunni í
Reykjavík Björn Ellertsson kenn-
ari sem andaðist á Borgarspítalan-
um 26. janúar sl. Bjöm var fædd-
ur 18. júlí 1949 og lést því langt
um aldur fram.
Við voram svo lánsöm að kynn-
ast Birni þegar við stunduðum
nám í Kaliforníuháskólanum í Los
Angeles (UCLA) en þar var Bjöm
lektor í tölvunarfræði. Þessi bros-
mildi maður með ljósa hrokkna
hárið hreif okkur strax og fljótlega
tókust með okkur náin kynni.
Bjöm var einstakur vinur vina
sinna og okkur hjónunum reyndist
hann sem besti bróðir. Hann tók~
þátt í gleði okkar og sorg og var
alltaf boðinn og búinn að rétta
fram hjálparhönd. Okkur er minn-
isstætt eitt sinn er Sigga lá í flensu
með sýkingu í augum og gat lítið
gert, hvorki lesið né horft á sjón-
varp,.og fátt í útvarpinu sem heill-
aði. Björn sá að við svo búið mátti
ekki standa og áður en við vissum
af var hann mættur með góða
sögu á hljóðsnældu. Þetta litla
dæmi, bara eitt af svo ótal mörg-
um, sýnir vel þá hugulsemi og
hugkvæmni sem einkenndi Björn.
Allt báram við undir Bjöm og allt-
af komum við ríkari af hans fundi.
Hann hafði líka þann einstaka
hæfíleika að fá mann til þess að
sjá hlutina í nýju ljósi. Þetta var
lykillinn að velgengni hans sem
kennara en hann var einstaklega
hæfíleikaríkur kennari og vinsæll
meðal nemenda sinna.
Bjöm var mikill námsmaður og
áhugasamur um margt. Hann
stundaði nám í þýsku og stærð-
fræði við Háskóla íslands og lauk
síðar meistaraprófí í tölvunarfræði
við UCLA. Hann hafði líka mikinn
áhuga á málfræði. Þessi áhugamál
sameinaði Bjöm þegar hann setti
saman íslenska-þýska orðabók
sem kom út hjá bókaforlaginu Ið-
unni síðastliðið haust. Það er til
marks um hæfíleika Bjöms og elju
að honum tókst að ljúka þessu
verki þótt hann væri þegar hér
var komið sögu mjög farinn að
heilsu. Síðasta árið vann Bjöm í
íslenskri málstöð. Hann naut að-
hlynningar og ástúðar móður
sinnar og fóstra sem önnuðust
hann af einstakri ósérhlífni.
Að leiðarlokum viljum við þakka
Bimi samfylgdina. Við sem áttum
hann að höfum misst mikið en
minningin um góðan dreng lifír.
Sigríður Sigurjónsdóttir
og Eiríkur Steingrímsson.
Petra Helga Christ-
iansen kjólameistarí
Fædd 20. mars 1914
Dáin 21. janúar 1994
Kveðja frá Dvalarheimilinu
Seljahlíð
Þökk og kveðja send frá Seljahlíð
samveran var hlý og þú til sóma.
Látt þú ræddir þína þrautartíð
þinn hefur andi baðast dýrðarljóma.
Þú barst þig vel með sáralitla sýn,
síst af öllu varstu fús að kvarta.
Þau glöddu marga blíðu brosin þín
þótt bærir sviða í þínu veika hjarta.
Með reisn og kjarki götu þína gekkst
og gat sér frægð þinn listaverka gróður. '*'
Þú náðargjafir fíölda margar fékkst
og fannst í reynd hvað Drottinn var þér góður.
Hugrún.
Birting afmælis- og
minningargreina
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birt-
ingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjóm blaðs-
ins Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- +L
stræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að
berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins era birtar
greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmæl-
isfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð
og nieð góðu línubili.
Álqósanlegast er að fá greinarnar sendar á disklingi.