Morgunblaðið - 06.02.1994, Page 30

Morgunblaðið - 06.02.1994, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1994 eftir Elínu Pálmudóttur ÞEGAR íslendingar fengu heimasljórn 1. febrúar 1905, sem við erum nú að fagna með hátíðarhöldum, var Sig- ríður Bjamadóttir að verða 6 ára eftir fjóra daga, 5. febrúar, og fyllti því 95 árin í sl. viku. Þeir eru ekki marg- ir sem enn muna sjálfir „Is- land við aldahvörf“, eins og ljósmyndasýningin í Ráðhús- inu heitir sem nú á að reyna að sýna okkur hvernig um- horfs var upp úr aldamótum. Varla muna margir eins og Sigríður þann atburð þegar Hannes Hafstein var að taka við eða sem hafa í bams- legri einlægni reynt að létta Magnúsi Stephensen lands- höfðingja - aðgerðarleysið eftir embættismissirinn. Sig- ríður þekkir í rauninni Reykjavík alla öldina. Hún starfaði í Miðbænum í Landsbanka Islands í 42 ár. Hún rifjar þetta upp með okkur á heimili sínu í gamla fjölskylduhúsinu á Holtsgöt- unni. Sigríður segist vel muna eftir því þegar Hafsteinsfólkið kom í bæinn er Hannes tók við ráðherraembættinu og birtust í bæjarlífinu allar þessar fallegu dætur hans. Og henni er ekki sfður minnisstætt þegar Magnús Stephensen var fluttur í nýbyggt hús sitt við Þing- holtsstræti, sem oft gengur undir nafínu Næpan, því landshöfðingja- húsinu við Lækjargötu var breytt í stjómarráðshús. „Þá vorum við svo að segja í næsta húsi í Þing- holtsstræti 16, þar sem foreldrar mínir bjuggu, Bjarni Jónsson frá yogi og Guðrún Þorsteinsdóttir. Ég man vel eftir því að Magnús Stephensen stóð löngum stundum fyrir utan húsið Þingholtstrætis- megin, eins og hann vissi ekki hvað hann ætti af sér að gera. Hann bara stóð þama grafkyrr. Allir sem fóm hjá tóku ofan fyrir honum og hann skiptist á orðum við þá sem hann þekkti. Ég hefi víst heyrt að honum leiddist þegar hann hafði ekki lengur neitt að gera. Svo ég tók mig til, fór út til hans og stillti mér upp við hliðina á honum þar sem hann stóð. Sagði ekkert, því bömum var bannað að tala að fyrra bragði við fullorðna. Svo við bara stóðum þama. Hann leit á mig, horfði lengi á mig og spurði svo hvað ég héti og hver ég væri. Svo fór hann með mig inn til þeirra til að leika mér við Sirrý dóttur hans, sem var aðeins eldri en ég. Þetta varð til þess að hann talaði oftar við mig.“ Sigríður er fædd í Þingholts- stræti 16. Foreldrar hennar höfðu gift sig haustið 1896 norður á Sauðárkróki. Eftir brúðkaupsveisl- una á Hótel Tindastóli, sem þá var fínt hótel að talið var, héldu þau ríðandi suður um Kaldadal og Þingvelli og upp úr Almannagjá um tröppumar. Sigríður segir að ekki sé svo fjarska langt síðan mátti fínna þessar hellutröppur upp úr gjánni ef maður vissi hvar þær voru. Sigríður er elst bama þeirra hjóna. En syskinin voru öll fædd í Þingholtsstrætinu, auk hennar Þórsteinn Bjarnason, sem lengi var kenndur við Körfugerðina og forustumaður um málefni blindra og Eysteinn kaupmaður á Sauðárkróki. Hún á margar góðar minningar frá þessum fyrstu árum í Þingholtunum. Faðir hennar var þá kennari við Lærða skólann og hún fékk oft að fara með honum Sigríður Bjarnadóttir í stofunni sinni á Holtsgötu. Morgunblaðið/Kristinn Man Reykjavík frá aldahvörfum Sigríður með bræðrum sínum, Eysteini og Þórsteini. Myndin er tek- in um það leyti sem Islendingar voru að fá heimastjórn og hún vildi hugga Magnús Stephensen. niður í Menntaskólahúsið og bíða meðan hann kenndi hjá fjölskyldu Bjöms Jenssonar, sem bjó í skólan- um. Dóttir hans var jafnaldra hennar. Þetta var á skólatímanum, en á sumrin var faðir hennar mik- ið í burtu, fór með útlendum ferða- mönnum um landið á hestum. „Pabbi var óskaplega ljúfur maður og hann lofaði mér oft að koma með sér. Mest hélt ég upp á það að ganga upp að Skólavörðu fram hjá bænum Holti, kölkuðu stein- húsi sem stóð þarna í túni á leið- inni. Þar voru dýr og fuglar, m.a. sáum við sólskríkju og pabbi kenndi mér ljóð Páls Ólafssonar um sólskríkjuna sem „hlær að sín- um besta vini, honum Páli Ólafs- syni“. Ég hafði séð Pál, þegar hann kom til Þorsteins Erlingsson- ar eða til pabba. Þarna í Þingholts- stætinu bjuggu líka Sighvatur Bjarnason á númer 15, Bjarni Sæmundsson á 14 og Bríet Bjarn- héðinsdóttir á númer 18. Hún hafði gaman af að spjalla og skaust næstum daglega yfir til okkar. Ég hitti hana svo aftur 1908 norður á Sauðárkróki þegar hún var á ferðinni um landið til að stofna kvenréttindafélög. Kaupið var svo óskaplega lágt hjá konum, kr. 1,50 fyrir daginn. Mamma var þá kenn- ari og var held ég með í þessu. Annars voru konumar hræddar við að taka þátt í því vegna vinnuör- yggis. Þeim var boðin hækkun í 2 krónur ef þær yrðu ekki með.“ Á þessum árum gaf Bjami frá Vogi út blaðið Ingólf ásamt Bene- dikt Sveinssyni. Sigríður kveðst oft hafa farið með pabba sínum niður í prentsmiðjuna á Laugaveginum og beið þá hjá prentaranum meðan þeir töluðu saman. Þar var bara einn prentari, handsetjari, og stúlka í umbrotinu, sem líka sneri fram og aftur handfanginu á prentvélinni, sem henni sýndist vera eins rulla með sveif. Telpunni þótti þetta mjög spennandi. Annars léku bömin sér ein úti í Þingholtun- um, en var harðbannað að fara vestur fyrir Læk. Farið var yfír opinn Lækinn á trébrúm og það var of hættulegt nema í för með fullorðnum. Margt hefur breyst í henni Reykjavík síðan þetta var. Þessi ljúfa æska í Þingholtunum tók enda, því Bjami og Guðrún skildu. Föður Sigríðar hafði verið sagt upp starfí við Lærða skólann, sagt að honum þætti sopinn of góður, þótt aðrir segðu að hann stundaði Bakkus ekkert meira en sumir hinna kennaranna. Þetta voru erfiðleikatímar hjá fjölskyld- unni. Bjami missti húsið sitt og allt innanstokks var selt á upp- boði. Skrifborðið hans og bækum- ar líka, en það keyptu nemendur hans og vinir og gáfu honum á eftir. Guðrún fór norður til Sauðár- króks með bömin, rúmin þeirra og sængumar. Lítið annað. „Mamma fór fyrst norður með Eystein. Ég var fyrsta veturinn hjá Sigríði og Jóni Þorkelssyni rektor, en ég hét i höfuðið á Sig- ríði. Mamma sótti okkur Dodda svo um vorið. Ég vissi það ekki, en einn góðan veðurdag heyrði ég hláturinn í mömmu. Líklega hefí ég verið hrædd um að hún- færi aftur frá mér, því ég vék ekki frá henni.“ Á Sauðárkróki voru þau svo heimilisföst til 1922. Guðrún rak seinast bakaríið. Bjarni Jónsson hafði farið til Noregs við skilnaðinn á árinu 1906. Ferðaðist þar um til fyrir- lestrahalds. Sigfús Einarsson og frú Valborg voru líka með hljóm- leika og þau ferðustust þijú sam- an. Noregur var þá nýlega orðið sjálfstætt ríki með þingbundinni konungsstjórn og hafði fengið stjómarskrá. Bjami hafði áhuga á að kynna sér baráttu Norðmanna. Á þessum ámm var Sigríður tvisvar sinnum til lækninga í Reykjavík, 15-16 ára og svo aftur síðar. Var nýmaveik og gat lítið verið í skóla fyrr en í unglingaskó- lanum í tvo vetur. Móðir hennar þurfti að drífa sig út til Kaup- mannahafnar 1923 með Þórstein bróður hennar. „Það var víst á síð- ustu stundu, því hann var með ígerð í höfði, sem var að fara inn á heilann. Þau þurftu að vera þar í 3 ár og mamma vann fyrir þeim með saumum. Síðast var hún á saumastofu hjá klæðskera." 42 ár í Landsbankanum Það er forvitnilegt að heyra um Reykjavík í þá daga, er Sigríður var þar á unglingsáram. Hvað var gert til gamans? Sigríður segir að í bænum hafí verið töluvert músík- líf. Frú Friðriksson, kona Ólafs Friðrikssonar, rak Hljóðfærahúsið og á hennar vegum komu kabarett- ar og tónlistarfólk til landsins. Haraldur Sigurðsson og Dóra komu á hvetju sumri og höfðu tón- leika, fylltu alltaf Gamla bíó. Bjami pabbi hennar fékk oft miða sem gagnrýnandi og bauð Sigríði eða gaf henni miða. Hún fór líka oft á kaffíhús með honum. Þau hittust þá í bænum, á Skjaldbreið eða Hótel íslandi. Þar vora stundum hljóðfæraleikarar. Á árinu 1923 fór Sigríður. að vinna í Landsbankanum. Þegar hún byijaði þar var Landsbankinn í Nathan og Olsens húsinu (Reykjavíkurapóteki), því banka- húsið hafði brannið. Bankinn skip- aði stóran sess í lífi hennar, því þar vann hún í 42 ár, þar til hún fór á eftirlaun í árslok 1965. Sam- skiptin raunar lengri. „Ætli ég sé ekki elsti núlifandi viðskiptavinur bankans líka, því ég eignaðist þar bankabók árið 1900 og hefi alltaf átt þar bók síðan. í fyrstu var hún i bókhaldinu, innskrift á bréfum og slíku. En eftir að hún kom heim frá dvöl í útlöndum hafði verið stofnuð endurskoðunardeild við bankann og þar starfaði hún upp frá því. Þar var mikil vinna, ekki síst eftir að endurskoðun fyrir seðlabankann, sem var í mótun, bættist við. En hvað var hún að gera í út- löndum? Það mun hafa verið 1927-28 að Sigríður fékk hálfs annars árs leyfí til að fara og afla sér þekkingar og fá þjáifun í þýsk- unni. Hún hafði ætlað til fyrirtæk- is í Austur-Þýskalandi, Kuchlers, en var þá tilkynnt að ekki gæti af því orðið vegna breytra að- stæðna þar. Þá ákvað hún að fara í skóla, fór í verslunarskóla í Ham- borg og síðan í Pittmansskólann í Englandi, til að bæta við sig hrað- ritun, ensku og fleiru og í leiðinni hafði hún viðdvöl í París. Þar vora þá margir íslendingar við nám, Bjöm Jónsson veðurfræðingur og læknir, Finnbogi Rútur Valdimars- son, ritstjóri og stjómmálamaður, málaramir Brynjólfur Þórðarson og Gunnlaugur Blöndal, Sæmund- ur Helgason á Póstinum o.fl. „Mál- aramir voru svo þakklátir fyrir að pabbi hafði útvegað þeim styrki að þeir vildu allt fyrir mig gera og sýndu mér París. Dvölin varð því ógleymanleg." í spjalli okkar kemur fram að eftir utanlandsförina fór Sigríður að ganga í kjól til vinnu í bankan- um. Fram að því hafði hún gengið í peysufötum og hversdags í upp- hlut. „Ekki þótti fínt að vera í upphlut. Þetta var nú bara í upp- hafí vesti og höfð treyja utan yf- ir,“ útskýrir hún. Strax eftir ferm- inguna fékk hún peysuföt og átti alltaf upp frá því sparipeysuföt, sem hún segir að hafí komið sér vel. Hún þurfti þá m.a. engar áhyggjur að hafa af bailkjól á bankaböllin, sem þóttu fjarska fín. Hún kveðst hafa verið fegin að hætta þegar hún gat farið á eftir- laun. Fjölskyldan hafði alltaf búið saman, Guðrún móðir hennar, Þór- steinn bróðir hennar og hún, í húsi sem þau keyptu á Holtsgötu 16. Þar býr hún enn í gamla heimil- inu á efri hæðinni, en frænka henn- ar á neðri hæðinni. Með stækkun- argleri getur hún enn lesið. „Mað- ur er bara seinni vjj) allt,“ segir þessi 95 ára gamla kona og er óbangin'við að bjarga sér sjálf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.