Morgunblaðið - 06.02.1994, Qupperneq 34
ATVINNURAD-
OG SMÁAUGLÝSINGAR
ATVIN N U A UGL YSINGAR
Upplýsingastarf
Opinber stofnun óskar eftir starfsmanni til
upplýsinga- og fræðslustarfa.
Góð kunnátta í íslensku og erlendum tungu-
málum áskilin a.m.k. í ensku og einu Norður-
landamáli. Reynsla í kennslu eða fjölmiðla-
starfi og tölvuumbroti kæmi sér vel. Háskóla-
menntun æskileg og lipurð í mannlegum
samskiptum nauðsynleg. Laun skv. launa-
kerfi opinberra starfsmanna.
Umsókn berist auglýsingadeild Mbl. fyrir 12.
febrúar nk. merkt:
„Upplýsingastarf - 13078“.
Snyrtivörudeild
HAGKAUP óskar að ráða starfsmann í snyrti-
vörudeild í verslun fyrirtækisins á Akureyri.
Æskilegt er að umsækjendur uppfylli eftirfar-
andi skilyrði:
- Hafi menntun í snyrtifræði og reynslu af
sölu á snyrtivörum.
- Hafi góða og örugga framkomu.
- Geti hafið störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar veitir deildarstjóri á
staðnum (ekki í síma) og starfsmannastjóri,
Skeifunni 15, 108 Reykjavík.
HAGKAUP
SKATTJ
RANNSÓKNIR
Ákveðið hefur verið að fjölga starfsmönnum
hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins. Eru því
lausar til umsóknar stöður rannsóknar-
manna.
Um er að ræða störf sem felast í rannsókn
á skattskilum og eftir atvikum bókhaldi fyrir-
tækja til að upplýsa skattsvik og önnur brot
á skattalögum.
Umsækjendur þurfa að hafa lokið prófi í lög-
fræði, viðskiptafræði eða hagfræði, vera lög-
giltir endurskoðendur eða hafa yfirgrips-
mikla þekkingu á skattskilum, reikningshaldi
og skattframkvæmd. Þá þurfa umsækjendur
að hafa óflekkað mannorð, vera agaðir í
vinnubrögðum og hæfir til að tjá sig skipu-
lega á rituðu máli.
Umsóknir með upplýsingum um aldur,
menntun, fyrri störf og önnur atriði sem
máli þykja skipta sendist skattrannsóknar-
stjóra ríkisins, Borgartúni 7, 150 Reykjavík,
fyrir 8. febrúar nk.
SKA TTRANNSÓKNARSTJÓRI
RÍKISINS
Prentari
Vantar fjölhæfan prentara, helst vanan lita-
prentun.
Alprent,
Glerárgötu 24,
600Akureyri,
símar 96-22844 og 96-23209.
Varahlutaverslun
Sölumann vantar í sölu á varahlutum, verk-
færum og fleiru.
Áhugasamir leggi inn umsókn með upplýs-
ingum um fyrri störf ásamt meðmælum ef
til eru á auglýsingadeild Mbl. merkta:
„Framtíð - 10211“.
Fatahönnuður
óskast til starfa strax. Þarf að hafa til að
bera frjóa hugsun, góða þekkingu á efnum,
grundvallarþekkingu á fatasaum og upp-
byggingu fatnaðar. Einnig næmt auga fyrir
pössun, litum og litasamsetningu.
Laun eftir samkomulagi.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 15.
febrúar ’94 merkt: „Hönnun - 1194“.
Afgreiðslustarf
Sérverslun á Stór-Reykjavíkursvæðinu óskar
eftir vönum starfskrafti til afgreiðslustarfa.
í boði er heilsdagsstarf og hálfsdagsstarf.
Umsóknum, með upplýsingum um aldur og
fyrri störf, sé skilað til auglýsingadeildar
Mbl. fyrir 10. febrúar ’94 merktum:
„Reyklaus - 13077“.
Sölumaður óskast
Laust er til umsóknar starf sölumanns hjá
vel þekktu þjónustufyrirtæki. Æskilegur aldur
25-35 ára. Starfið felst í sölu og dreifingu.
Umsóknarfrestur er til 10. febrúar.
Umsóknir skal senda til auglýsingadeildar
Mbl. merktar: „E - 10567“.
Sölufólk
Viljum ráða sölufólk. Góð vinnuaðstaða. Góð
verkefni. Símasala og/eða heimakynningar.
Reynsla af sölumennsku ekki skilyrði.
Upplýsingar veittar í síma 28787 á milli 14 og
17 í dag, sunnudag, og fyrir hádegi næstu daga.
IÐUNN
• VANDAÐAR BÆKXJR í 45 ÁR •
Næturvörður
Þekkt þjónustufyrirtæki óskar að ráða næt-
urvörð í 40% starf. Unnið er aðfaranótt laug-
ardags og sunnudags frá kl. 22.00-6.00.
Starfið er krefjandi og viðkomandi vinnur
einn að nóttu til. Ábyrgðarstarf.
Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til
Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðu-
blöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar
merktar „31“ fyrir 11. febrúar.
Hagvangur h if
Skeifunni 19 Reykjavík Sími 813666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir
Atvinnurekendur
Norræn ungmenni á aldrinum 18-26 ára
óska eftir vinnu á íslandi í sumar á vegum
NORDJOBB.
Ef ykkur vantar starfskraft í styttri eða lengri
tíma og hafið áhuga á norrænu samstarfi, haf-
ið þá samband við Nordjobb hjá Norræna félag-
inu í Reykjavík, s. 91-19670 eða Norrænu upp-
lýsingaskrifstofuna á ísafirði, s. 94-3393.
Bændur
Viljið þið ráða norræn ungmenni á aldrinum
18-26 ára í sumarvinnu? Hafið samband við
NORDJOBB hjá Norræna félaginu í Reykja-
vík, s. 91-19670 eða Norrænu upplýsinga-
skrifstofuna á ísafirði, s. 94-3393.
Ert þú á aldrinum
18-26 ára?
NORDJOBB er samnorrænt verkefni sem
stuðlar að vinnumiðlun ungs fólks á Norður-
löndum. Ef þú hefur áhuga á að vinna sumar-
vinnuna þfna á Norðurlöndum getur þú nálg-
ast umsóknareyðublöð fyrir Nordjobb í öllum
framhaldsskólum, hjá Norræna félaginu í
Norræna húsinu, 101 Reykjavík og Norrænu
upplýsingaskrifstofunni í Stjórnsýsluhúsinu á
ísafirði.
Viltu skipta á
sumarstarfinu þínu?
NORDJOBB er vinnumiðlun ungs fólks á
Norðurlöndum. Ef þú getur útvegað þér sum-
arstarf í þínu landi þá bjóðum við þér að
skipta á þínu starfi og-Nordjobb starfi.
Allar nánari upplýsingar hjá Norræna félag-
inu í Reykjavík, sími 91-19670.