Morgunblaðið - 06.02.1994, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1994
37
RAÐAUGÍ YSINGAR
Sumarbústaður óskast til
leigu
Starfsmannafélag KPMG endurskoðunar hf.
óskar eftir að taka sumarbústað á leigu yfir
sumarmánuðina.
Nánari upplýsingar veita Auður Þórisdóttir
og Ragnar Guðgeirsson í síma 91 -68 65 33.
Fjárfestar - Góð ávöxtun
Til sölu 12 handhafaskuldabréf. Bréfin eru
að upphæð kr. 1.000.000,- hvert og eru til
þriggjá ara, með afborgunum 15/5, 15/8,
15/11 og 15/2 ár hvert. Þau eru verðtryggð
skv. lánskjaravísitölu og bera fasta 11 % vexti.
Bréfin eru tryggð með góðum lausafjárveðum
auk traustra sjálfskuldarábyrgðarmanna.
Þeir sem áhuga hafa á frekari upplýsingum,
eða vilja leggja inn tilboð, vinsamlegast leggi
inn nafn og símanúmer á auglýsingadeild
Mbl. merkt: „Skbr - 12000“.
Félag íslenskra
hjúkrunarfræðinga
er með aðsetur sitt á Suðurlandsbraut 22,
Reykjavík sími 687575, fax 680727.
Opnunartími skrifstofunnar er frá kl. 9-17
alla virka daga.
Tilkynningar um kosningar
í stjórn lífeyrissjóðs starfsmanna
Áburðarverksmiðju ríkisins
Kjósa skal aðal- og varamann í stjórn sjóðs-
ins og endurskoðanda og varaendurskoð-
anda. Atkvæðisbærir tii stjórnar sjóðsins eru
allir sem eiga 5 stig inni í sjóðnum eða fleiri.
Kosning fer fram í stjórnstöð sýruverksmiðju
Áburðarverksmiðjunnar frá 14. feb. '94 ki. 8
að morgni, til 22. feb. '94 kl. 22 að kveldi.
Kjörskrá liggur frammi á skrifstofu sjóðsins
í Gufunesi frá 7. febrúar nk.
Trúnaðarmannaráð.
BESSASTAÐAHREPPUR
Bessastaðahreppur
Upplýsingar og myndir úr sögu
Bessastaðahrepps
Unnið er að undirbúningi að ritun sögu
Bessastaðahrepps. Af því tilefni er lýst eftir
upplýsingum og ábendingum er tengjast
sögu hreppsins fyrr og nú.
Þeir sem kunna að luma á fróðleik um sögu
Bessastaðahrepps, kortum eða myndum,
eru beðnir að hafa samband við söguritara,
Önnu Ólafsdóttur Biörnsson, s. 65075S, eða
skrifstofu Bessastaðahrepps, s. 653130.
Ritnefnd um sögu Bessastaðahrepps.
BESSASTAÐAHREPPUR
Veitinga- og skemmti-
staðurtil leigu
Til leigu er veitingastaðurinn Inghóll á Aust-
urvegi 46, Selfossi. Um er að ræða 2. og
3. hæð fasteignarinnar á Austurvegi 46, sem
er samtals u.þ.b. 460 fm. Með í leigunni fylg-
ir lausafé og annar búnaður til reksturs veit-
inga- og skemmtistaðar.
Staðurinn er laus nú þegar.
Allar upplýsingar veitir Erlendur Hálfdánar-
son í síma 98-21596.
Módel - SEBASTIAN
Okkur hjá SEBASTIAN umboðinu vantar
módel, stelpur og stráka, 16 ára og eldri.
Það er að koma fulltrúi frá „the Sebastian
Artistic Team" til að sýna það nýjasta fyrir
vorið og sumarið.
Sýningarnar verða um næstu helgi og í byrj-
un vikunnar.
Látið skrá ykkur hjá hársnyrtistofunni
KRISTU í KRINGLUNNI fyrir næstkomandi
föstudag.
SEBASTIAN
ALÞJÓÐLEG UNGMENNASKIPTI
Heimurinn er stærri
en þú heldur!
Nú er rétti tíminn til að víkka sjóndeildar-
hringinn. Alþjóðleg ungmennaskipti gefa þér
kost á ársdvöl í samfélagi frábrugðnu þínu.
j ★ Ertu á aldrinum 18-27 ára?
3 ★ Ertu opin(n), jákvæð(ur)?
★ Ertu tilbúin(n) að takast á við ólík lífsvið-
I horf, lífskjör?
Hafðu þá samband við okkur í síma 91-
l 614617 milli kl. 14-16, eða á skrifstofu okk-
ar á Hverfisgötu 8-10, 4. hæð.
Umsóknarfrestur rennur út 11. febrúar.
Alþjóðleg ungmennaskipti.
Framhaldsskólakennarar:
Styrkur til sumarnáms
Fulbrightstofnunin mun styrkja framhalds-
skólakennara til að taka þátt í námskeiði í
bandarískum fræðum (American Studies)
sumarið 1994. Um er að ræða fjögurra vikna
námskeið við háskóla í Bandaríkjunum og
síðan tveggja vikna ferðalag um landið.
Þátttakendur geta ekki haft fjölskyldumeð-
limi með sér.
Umsóknarfrestur er til 1. mars.
Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar
liggja frammi hjá Fulbrightstofnuninni,
Laugavegi 26, sími 10860.
Auglýsing um styrki til
rannsókna og þróunar-
verkefna
Stjórn Verkefna- og námsstyrkjasjóðs
Kennarasambands íslands auglýsir styrki til
félagsmanna, sem vinna að rannsóknum,
þróunarverkefnum eða öðrum umfangsmikl-
um verkefnum skólaárið 1994-1995.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu
Kennarasambands íslands, fræðsluskrifstof-
um og hjá trúnaðarmönnum í skólum.
Umsóknir sendist skrifstofu Kennarasam-
bands íslands, Kennarahúsinu, Laufásvegi 81,
101 Reykjavík, í síðasta lagi 1. mars 1994.
Tilkynning til þeirra, sem
eiga að skila skattafram-
tali til Bandaríkjanna
Fulltrúi frá bandarísku skattyfirvöldunum
(Internal Revenue Service), Shalonda Stan-
ford, verður til viðtals í Sendiráði Bandaríkj-
anna, Laufásvegi 21,14. og 15. febrúar 1994.
Fulltrúinn mun veita svör við spurningum
varðandi bandarísku skattalöggjöfina. Ef ósk-
að er viðtals, þá vinsamlega pantið tíma í
síma 91-629100.
Notice to U.S. citizens
and resident aliens
To provide assistance in matters relating to
U.S. Federal tax laws, the U.S. Internal Re-
venue Service will send to Reykjavík Ms.
Shalonda Stanford, Taxpayer Assistance
Specialist. Ms. Stanford will be available to
answer questions regarding U.S. Federal
Income Taxes on 14th and 15th of February
1994 atthe American Embassy, Laufásvegur
21, Reykjavík. Please call 91-629100 to
make an appointment for assistance.
Bessastaðahreppur
Lóðaúthlutun í Bessastaðahreppi
Álftanes er rómað fyrir rósemd og nátt-
úrufegurð, og er ákjósanlegur staður fyrir
búsetu til framtíðar. Fuglalíf, fjörur, tjarnir
og opin svæði eru einkenni sveitarfélagsins.
Gönguleiðir eru margar, með útsýni til allra átta.
Bessastaðahreppur auglýsir eftirtaldar lóðir
lausar til umsóknar í nýju íbúðarhverfi á Álfta-
nesi.
1. Einbýlishús við Vesturtún.
Um er að ræða 11 lóðir við Vesturtún fyrir
einnar hæðar einbýlishús og bílgeymslu.
Stærð lóða: 746-1004 fm. Byggingarreitir
eru misstórir.
2. Raðhús við Vesturtún.
Til úthlutunar eru lóðir við Vesturtún undir
þrjú raðhús; tvö þriggja íbúða hús og eitt
fjögurra íbúða hús. Möguleiki er á innbyggð-
um bílskúr og nýtingu í risi.
Stærð lóða: 298-540 fm fyrir hverja íbúð.
Byggingarreitir eru 10x12 fyrir hverja íbúð,
auk möguleika á útbyggingum.
Lóðirnar verða byggingarhæfar í vor.
Nánari upplýsingar verða veittar á skrifstofu
Bessastaðahrepps, Bjarnstöðum, sími
653130. Þar fást einnig afhentir skipulags-
skilmálar og uppdrættir.
Sveitarstjórinn i Bessastaðahreppi.
Fiskeldismenn
Óskum eftir að kaupa flotkví, helst af
Bridstone gerð.
Svör leggist inn á auglýsingadeild Mbl.,
merkt: „Kví - 10574“.
Fiskiskip
Til sölu 100 tonna yfirbyggt togskip í Frakk-
landi. Verð 22,0 millj. án veiðiheimilda.
30 tonna stálbátur með kvóta.
16 tonna eikarbátur, kvótalaus.
9,9 = 16 tonna stálbátar.
Úrval af krókabátum. Vantar fyrir góða kaup-
endur 30-300 tonna báta.
Vantar kvóta til sölu og leigu.
Humarkvóti og leyfi til sölu.
Skipasalan Bátar og búnaður,
Tryggvagötu 4,
s. 91-622554.