Morgunblaðið - 06.02.1994, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.02.1994, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1994 Minnt Burma eftir Jakob F. Ásgeirsson SAMA DAG og Nelson Mandela veitti viðtöku frið- arverðlaunum Nóbels í Ósló í desember síðastliðn- um, tók sextán ára gamall sonur Aung San Suu Kyi, friðarverðlaunahafa Nóbels 1991, við þýsku mannréttindaverðlaununum fyrir hönd móður sinnar. Þýsku mannréttindaverðlaunin eru kennd við Hansaborgina Bremen („Samstöðuverðlaun Bremenborgar") og það var einmitt Nelson Mand- ela sem hlaut þau fyrstur manna 1988. Það ár sat Mandela raunar enn í haldi og var hann því ófær um að veita verðlaununum viðtöku í eigin persónu — rétt eins og Aung San Suu Kyi nú. Kim Aris, sonur Aung San Suu Kyi, sagði í ræðu sinni við athöfnina í Bremen að um dýpri samlíkingu væri að ræða með móður sinni og Mandela. Friðarvonin í Suður-Afríku hafi byggst á trausti og skilningi sem skapaðist í einlægum viðræðum milli andstöðuaflanna í landinu — en sá hafi einmitt verið boðskapur móður sinnar frá því hún hóf stjórn- málaafskipti að eina leiðin til að takast á við hin flóknu vandamál sem blasa við Búrma væri að skapa forsendur fyrir slíkum viðræðum. í ræðu sinni í Ósló vék Mandela m.a. að ástandinu í Búrma og sagði ; fyrir hönd þeirra de Klerks: „Við biðjum innilega þá sem stjóma Búrma að sleppa úr haldi sam-verðlaunahafa okkar, Aung San Suu Kyi, og taka upp við hana, og þá sem hún er fulltrúi fyrir, al- varlegar viðræður til hagsbóta fyrir alla sem byggja Búrma. Við sárbiðj- um að þeir sem hafa til þess völd muni, án frekari tafa, gera henni kleift að nýta hæfileika sína og atorku í þágu þjóðar sinnar og mannkyns alls.“ Aung San Suu Kyi hefur verið haldið í stofufangelsi, án dóms, frá sumri 1989. Lýðræðishreyfing hennar vann sem kunnugt er fræki- legan sigur í fijálsum kosningum I sem fram fóru í landinu ári síðar. Herforingjastjórnin í Rangún brást við úrslitum kosninganna með því að afnema þau lýðréttindi sem enn voru, í gildi og hneppa í varðhald og pynta þá talsmenn andstöðuafl- anna sem enn gengu lausir og fremja ódæðisverk á hinum ýmsu þjóðarbrotum sem byggja þetta ógæfusama lánd. Búrma (Myanmar) hefur stund- um verið líkt við fangelsi með fjöru- tíu milljón fanga. En á síðustu tveimur árum hefur rofað ögn til. i Stjómin hefur leyst úr haldi hátt á annað þúsund andófsmanna og frið- mælst hefur verið við leiðtoga skær- uliðahópa sem haldið hafa uppi vopnaðri baráttu upp til fjalla í hin- um geysimiklu skógum sem klæða landið. Útlendingum hefur enn- fremur verið auðveldaður aðgangur að landinu, en áður var það nánast, lokað umheiminum, auk þess sem mjög var alið á útlendingahatri. Þessum sinnaskiptum ber óneit- anlega að fagna, enda þótt þau hrökkvi skammt. Hvorki Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn né Alþjóða- bankinn hafa enn ljáð máls á því að hefja á ný lánveitingar til Búrma, sem eftir þrjátíu ára sósíalískt ein- ræði herforingjanna er eitt fátæk- asta ríki heims. Og í haust er leið samþykkti allsheijarþing Samein- uðu þjóðanna mjög harðorða álykt- un um mannréttindabrot Rangún stjórnarinnar. Mannréttindasamtök telja að enn sitji fleiri en eitt þús- und andófsmenn í fangelsi, þar af 35 þingmenn sem kjörnir voru í kosningunum 1990. Lýðræðishreyf- ing Aung San Suu Kyi hefur verið upprætt og engin skipulögð stjórn- arandstaða er leyfð í landinu. Þá hefur það ekki orðið til að auka orðstír Rangún-stjórnarinnar vest- anhafs að hún er talin hafa lagt blessun sína yfir stóraukna eitur- lyfjaframleiðslu í landinu, en talið er að um áttatíu prósent af ópíum á götum New York sé komið frá Búrma. Herforingjarnir í Rangún horfa núna einkum til kúgunaraflanna í Kína og Indónesíu um fyrirmynd í stjórnarfari. Þeir hafa stofnað vísi að markaðsbúskap og með því að koma jafnvægi á gengisskráningu gjaldmiðils síns vonast þeir til þess að erlend fyrirtæki beini í auknum mæli Viðskiptum sínum til Búrma. Andófsmenn hafa mjög hvatt til þess að fjölmiðlar og mannréttinda- samtök á Vesturlöndum leggi allt kapp á að sannfæra stjórnendur fyrirtækja um að koma ekki nálægt þeirri útsölu á náttúruauðæfum sem staðið hefur yfir í Búrma. Hætt er við að það reynist örðugt því gróða- vonin er mikil. Efnahagur landsins hefur vissu- lega farið batnandi undanfarin tvö ár, en það hefur þó ekki leitt til þess að millistéttin hafi eflst, heldur að bilið hefur enn vaxið milli ríkra og fátækra, þ.e. milli forréttinda- stéttar herforingjaklíkunnar og annarra íbúa landsins. Sú þróun þykir ekki gefa von um að stöðug- leiki í innanlandsmálum sé í nánd, eins og stjórnvöld halda frar.i; trú- legra sé að mikil misskipting auðs leiði til óróa um leið og slakað er á ógnarvaldinu. Ekkert hefur þó borið á slíkum óróa undanfarið, þrátt fyrir ríkjandi þíðu, enda hefur skipulagt andóf, sem fyrr segir, verið upprætt með öllu, auk þess sem morð og ofbeldisverk stjómar- innar á árunum 1989-1991 eru landsmönnum enn í fersku minni. Umheimurinn er hins vegar fljót- ur að gleyma, eins og vikuritið The Economist minnir á nýlega, þegar það skýrir frá að mörg erlend fyrir- tæki hafi látið glepjast af gylliboð- um Rangún stjórnarinnar. Blaðið segir að herforingjamir kunni að ímynda sér að þeir hafi nú staðið af sér verstu byljina og að framund- an sé lygnur sjór þar sem þeim muni takast að hreiðra jafn vel um sig og herforingjaklíkunni illræmdu í Indónesíu — en þeir geti samt sem áður ekki komist hjá því að gera eitthvað í máli Aung San Suu Kyi. Hennar návist sé alls staðar í land- inu — ósýnileg, þögul, og áhrifarík. Líðan hennar í stofufangelsinu mun vera bærileg, enda þótt hún sé fremur veikburða. Hún hefur alla tíð neitað að þiggja mat frá herforingjunum og á tímabili átti hún ekki kost á mjög næringaríkri fæðu. Hún ræktar það sem hún getur í garði sínum, auk þess sem ráðskonu hennar, sem kemur til hennar daglega, er heimilt að fara út á markað að kaupa það sem fæst. Þau innkaup fjármagnar hún sjálf og hefur hún á undanförnum árum orðið að selja margt muna úr húsi sínu til að standa straum af þeim kostnaði, þ. á m. píanóið sitt. Frá því henni var loks leyft að hitta fjölskyldu sína eftir tveggja og hálfs árs aðskilnað sumarið 1992, hefur eiginmaður hennar auk þess getað fært henni birgðir af dósamat margskonar. Hann og syn- ir þeirra dvöldu m.a. hjá henni í sex vikur sl. sumar og í þijár vikur núna um jólin. Hún situr tíðum við skriftir og lestur, en eiginmaður hennar hefur fært henni mikið safn bóka. Herfor- ingjarnir hafa nú leyft henni að senda úr landi þær ritsmíðar sem Aung San Suu Kyi með sonum sínum, Alexander, tvítugum, og Kim, 16 ára. Myndin er tekin í Búrma sl. sumar og birtist í nýútkom- inni búrmaskri útgáfu á ritgerðasafni Aung San Suu Kyi, Frelsi frá ótta (1991), sem mikla athygli vakti á Vesturlöndum og þýtt hefur verið á fjölda tungumála. Búrmaska útgáfan er gefin út af útlægum andófsmönnum og mun eintökum verða smyglað inn í landið, auk þess sem lesið hefur verið upp úr bókinni í útvarpi BBC til Búrma og í útvarpi því sem norskir hugsjónamenn reka og senda til Búrma. ritskoðun stjórnarinnar leggur blessun sína yfir. Þíðan í Rangún hefur þannig leitt til þess að Aung San Suu Kyi getur látið í sér heyra á alþjóðavettvangi. Alexander, eldri sonur hennar, flutti t.d. með stuttu millibili tvær ræður fyrir hennar hönd: við komu ólympíueldsins til Barcelona og á miklu mannréttinda- móti lögfræðinga í Washington. Og síðastliðið sumar las eiginmaður hennar, við all mikla viðhöfn í Ox- ford háskóla, hinn árlega minning- arfyrirlestur um Joyce Pearce, sem konu hans hafði verið boðið að semja, en Joyce Pearce var víðfræg fyrir margvísleg afrek í málefnum flóttafólks. Fyrirlestri þessum lýkur Aung San Suu Kyi með því að vísa til heimspekingsins Karls Poppers. Popper skýrir á einhveijum stað ævarandi bjartsýni sína í þessum vandræða heimi okkar með því að segja að myrkrið hafi ávallt verið til en ljósið sé nýtt. Og sökum þess útsala-útsala 10-30% stgr. afsláttur að ljósið er nýtt, segir Suu, ber okkur að meðhöndla það með gætni. Hún bætir við, að allt myrkur heims- ins fái ekki slökkt jafnvel hina minnstu ljósglætu því myrkrið sé í eðli sínu óvirkt, hvort sem er í eðlis- fræðinni eða í mannlífinu. í raun- inni sé myrkrið ekkert annað en ljós- leysi. En lítilli ljósglætu sé um megn að bera birtu á margrar ekrur huld- ar svartnættismyrkri, hún þurfi að vaxa að styrkleika til að stafa birtu sinni æ lengra. „Við þörfnumst svo ákaflega bjartari heims sem mun bjóða öllum sínum íbúum viðunandi skjól,“ segir hún að lokum. Aung San Suu Kyi er ljósberi friðar og réttlætis í landi sínu. En í Búrma ríkir svartnættið. að mestu. Áratugir eru ekki langur tími í lífi þjóða, en það setur óneitanlega hroll að fjölskyldu Aung San Suu Kyi við tilhugsunina um að Nelson Mandela mátti sitja 28 ár í fangelsi áður en honum gafst tækifæri til að láta sitt ljós skína. ptorip.tÞ* Nýjar sendingar FAXAFENIVIÐ SUÐURLANDSBRAUT • SÍMI 686999 í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁOHÚSTORGI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.