Morgunblaðið - 06.02.1994, Page 41

Morgunblaðið - 06.02.1994, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1994 41 „Zhivkov ásamt lög- fræðingum sínum (Dakovska til hægri). Fyrrum einvaldur á leið í fangelsi TODOR Zhivkov, fyrrum ein- valdur Búlgaríu, beitir öllum ráðum til þess að komast hjá því að afplána sjö ára fangelsis- dóm fyrir fjárdrátt, sem hæsti- réttur landsins hefur staðfest. Helsta von Zhivkovs er að góð- ur lögfræðingur og úrelt dóms- kerfi bjargi honum, þótt flest bendi til þess að honum verði varpað í fangelsi, fyrstum þeirra einræðisherra, sem steypt var af stóli 1989. Lögfræðingur Zhivkovs, Dani- ela Dokovska, hefur lagt inn umsókn um að dómurinn verði endurskoðaður og mótmælt hon- um á þeirri forsendu að hann sé 83 ára gamall og heilsuveill. Sex- tán mánuðir eru síðan Zhivkov var fundinn sekur um að hafa dregið sér 21,5 milljónir leva (24 milljónir dollara) til risnu og kaupa á lúxusíbúðum og vestræn- um bifreiðum. Nú er Zhivkov í stofuvarðhaldi á heimili dóttur- dóttur sinnar í úthverfi Sofia og segist ekki ætla að flýja. „Verði ég að fara í fangelsi fer ég í fang- elsi,“ segir hann. „Ég er Todor Zhivkov." Ivan Tatarchev yfirsaksóknari segir að úrskurður Hæstaréttar sé endanlegur og kallar þau rök Zhivkovs að hann sé undanþeginn ákæru, þar sem hann hafi verið þjóðhöfðingi, „haldlaus og ein- kennileg". Læknar verði að ákveða hvort Zhivkov skuli vera áfram í stofuvarðhaldi eða fara í fangelsi og þótt Zhivkov verði úrskurðaður alvarlega veikur verði hægt að flytja hann í fang- elsissjúkrahús. En þótt Zhivkov lendi í fangelsi munu margir Búlgarar draga í efa að réttlætinu hafi verið fullnægt, því að vegna úrelts dómkerfis var hann ekki sakfelldur fyrir að hafa borið ábyrgð á hryðjuverkum, stjórnað ofsóknum gegn tyrkneskum íbú- um og rústað efnahagslífið. Aðrir munu harma að Zhivkov verði fangelsaður og sakna Zhivkováranna, því að bilið milli ríkra og fátækra hefur breikkað og glæpir hafa færst í aukana. Zhivkov ýtir undir slíkar skoðanir og dregur upp þá mynd af sér að hann sé óeigingjarn „faðir al- þýðunnar" og fómarlamb stjórn- málamanna. Komin er út hljóðrit- un með minningum hans, sem nefnist „Tosho frændi" og hefur selst í tugþúsundum eintaka. Sveitarstjórar/athafnamenn Tiisölu Rolba- snjóblásari árgerð '84, keyrður aðeins400 tíma. Útlit sem nýr. DEUTZ F6Lturbo vél. Breið- urblásari. Einnig tveirminni, Rolba R400L með mjórri tönn. Keyrður aðeins 200/250 tíma. Jafnframt TEREX Loders 72-51 skófla 4/1 með Detroit GM vél og Articulated stýringu. Spil að framan keyrslutími 90/300 klst. Daf vörubílar4 x 41800 seríalnúmer, sem nýir. Eknir aðeins 2.000-20.000 km. Allt mjög lítið notaðir hlutir frá hernum. Gott verð. Uppl. sfmar 90-44-482-632150 og 90-44-860-291023. Fax 90-44-482-632150. Metsölubiad á hverjum degi! REYKJAVIK ■ Blómabúöin löna Lfsa Hverafold 1-3, Grafarvogi, slmi 676320 AftaliimhnlS Tiflmarnntn 4 sími Frfmann Frímannsson Hafnarhúsinu. sími 13557 KÓPAVOGUR Þórey Bjarnadóttir Kjörgaröi, sími 13108 Snotra Álfheimum 2, sími 35920 Borgarbúöin Hofgeröi 30, sími 40180 Bókabúö Árbæjar Hraunbæ 102, sími 813355 Videómarkaöurinn Hamraborg 20a, sími 46777 Huqbora Grímsbæ, sími 686145 Grlffill Slðumúla 35, slmi 688911 GARÐABÆR Happahúslft Kringlunni, sími 689780 Eitt og annaft Hrísateig 47, sími 30331 Bókaverslunin Grfma Garöatorqi 3, sími 656020 Verslunin Neskjör Ægisíöu 123, sími 19292 Verslunin Straumnes Vesturbergi 76, sími 72800/72813 HAFNARFJÖRÐUR Verslunin Úlfarsfell Hagamel 67, sími 24960 Toppmyndir Myndbandalelga Arnarbakka 2, stmi 76611 Reynir Eyjólfsson Strandgötu 25, sími 50326 MOSFELSBÆR Bókabúðln Ásfell Háholti 14, slmi 666620 HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings Möguleikar sem fiimast ekki í öðru happdrætti hérlendis! Á 60 ára afmælisári býður HHÍ m.a. upp á glæsilegan afmælisvinning samtals að upphæð 54 MILLJÓNIR, sem dreginn verður út 10. mars. EINGÖNGU VERÐUR DREGIÐ ÚR SELDUM MIÐUM og gengur þessi hæsti vinningur því örugglega út. 10. febrúar verður dregið i 2. flokki um tugi millióna- króna og því eins gott að tryggja sér númer strax áður en miðar seljast upp. Miðaverð er óbreytt, aðeins 600 kr. á mánuði, Trompmiði 3000 kr. V jjg y Smukm Láttu ekki happ úr hendi sleppa. Hér fmnur þú umboðsmennina í Reykjavík og nágrenni: l

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.