Morgunblaðið - 06.02.1994, Síða 48
varða i
Landsbanki
íslands
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK
SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3010/ AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR1994
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK.
Á KYRRUM VETRARMORGNI
Átök um skipun Steingríms Hermannssonar í stól Seðlabankastj óra
Formaður bankaráðs seg-
ir af sér verði sú niðurstaða
PÓLITÍSK og fagleg átök eru hafin innan bankaráðs Seðlabanka
íslands og utan þess um með hvaða hætti skipa eigi í tvær stöð-
ur Seðlabankastjóra sem auglýstar hafa verið lausar til umsókn-
ar, en umsóknarfrestur rennur út 4. mars næstkomandi. Sighvat-
ur Björgvinsson viðskiptaráðherra er reiðubúinn að skipa Stein-
grím Hermannsson, formann Framsóknarflokksins, í aðra stöðuna
sæki hann um hana, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, svo
fremi Steingrímur hljóti stuðning fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í
bankaráðinu.
Sveinbjörn Björnsson háskólarektor
Hætta á að náms-
menn flendist ytra
Með þessu móti telur viðskipta-
ráðherra að stjórnarflokkamir
taki ákvörðun um skipun Stein-
gríms í sameiningu jafnvel þótt
Agúst Einarsson, formaður
bankaráðsins og ftilltrúi Alþýðu-
flokksins, sé staðráðinn í að segja
af sér, verði Steingrímur skipað-
ur.
Bankaráðsmenn víkja sæti
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins hefur Davíð Oddsson,
formaður Sjálfstæðisflokksins,
sagt Steingrími að Sjálfstæðis-
flokkurinn vilji styðja hann í seðla-
bankastjórastöðu. Sjálfstæðis-
flokkurinn á tvo fulltrúa í banka-
ráðinu og er ekki víst að þeir
muni styðja Steingrím. Allt eins
má búast við að að minnsta kosti
annar þeirra víki sæti og að vara-
menn tækju afstöðu til umsóknar
Steingríms.
Steingrímur Hermannsson mun
ekki sækja um stöðuna nema stað-
fest sé að hann hljóti atkvæði
sjálfstæðismanna í bankaráði
Seðlabankans, samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins.
Sjá bls. 16-17, „Suðupunktur
í Seðlabanka . . .“
RÚV vill nýta mastur lóranstöðvarinnar að Gufuskálum
ÍSLENSK stjórnvöld vörðu 5,4% af vergri landsframleiðslu
til fræðslumála á árinu 1992 á sama tíma og Norðmenn og
Danir vörðu 6,9% af vergri landsframleiðslu til sama mála-
flokks. Til að jafna þennan mun þyrftu útgjöld hins opinbera
til fræðslumála á íslandi að aukast um sex milljarða króna,
úr rúmum 20 milljörðum. Þetta kom meðal annars fram í
ræðu Sveinbjörns Björnssonar háskólarektors við brautskrán-
ingu kandídata í gær, laugardag.
Rektor rakti í ræðu sinni þær
breytingar sem orðið hafa í ís-
lensku efnahagslífí að undan-
fömu. Verðbólga sé horfín og
með henni mörg fyrirtæki sem
ekki hafí reynst hagkvæm við
breyttar aðstæður og samn-
ingurinn um Evrópskt efna-
hagssvæði muni hafa djúptæk
áhrif á íslenskt þjóðfélag.
Námsmenn hafí sótt menntun í
marga bestu skóla erlendis. Þeir
hafi flutt með sér heim nýja
þekkingu og flestir hafí fundið
störf við sitt hæfí. Nú séu teikn
um að breyting sé í aðsigi. Erf-
itt atvinnuástand hafa takmark-
að tækifæri til að nýta þekkingu
þeirra sem vilji koma heim til
starfa og þar með sé þeirri
hættu boðið heim, að þetta fólk
ílendist í öðrum löndum, sem
kunni betur að nýta sér þekk-
ingu þess sér til framdráttar.
„A það fyrir okkur að liggja að
verða útkjálki Evrópu, sem sér
henni fyrir ungu menntafólki,
hráefni til matvælaiðnaðar og
orku uni sæstrengi? Tii þess að
svo fari ekki, verðum við að
huga betur að menntamálurp
okkar og þeim atvinnutækifær-
um, sem við getum boðið vel
menntuðu ungu fólki. Vandinn
er í því fólginn að frumatvinnu-
greinar okkar hafa mjög tak-
markaða þörf fyrir háskóla-
menntað fólk. Við verðum að
fínna ný viðfangsefni, sem
vissulega byggja á grunni eða
hráefni frumatvinnuveganna,
en skapa aukin verðmæti með
nýrri þekkingu, hugviti og
starfsfærni.“
Sjá bls. 39, „112 háskóla-
kandídatar . . .“
Nýtíng mastíirsins gætí
sparað hálfan milljarð
Heimamenn ræda við ráðherra um nýtingu annarra eigna
EF MASTUR lóranstöðvarinnar að Gufuskálum, sem verður lögð
niður um næstu áramót, verður nýtt fyrir langbylgjusendingar
Ríkisútvarpsins gæti stofnunin sparað hundruð milljóna, miðað
við uppsetningu á nýju mastri. Kostnaður við að koma langbylgju-
sendingum á frá Gufuskálum er áætlaður 365 milljónir króna, en
árið 1991 var áætlað að nýtt mastur og sendir myndi kosta um
800 milljónir. Þá hafa heimamenn áhuga á að nýta húsakost stöðv-
arinnar, en þar er m.a. að finna 22 íbúðir.
Eyjólfur Valdimarsson, fram-
kvæmdastjóri tæknideildar RÚV,
segir að rætt hafi verið við mennta-
málaráðherra um möguleika á fjár-
mögnun, svo hefja megi langbylgju-
sendingar frá Gufuskálum. „Fyrsta
áætlun gerir ráð fyrir að stofn-
kostnaður yrði 365 milljónir króna
og rekstrarkostnaður 40 milljónir á
ári,“ segir hann. „Þegar gerð var
áætlun um að koma upp langbylgju-
sendi og mastri í Flóa, eftir að
mastur okkar á Vatnsendahæð
eyðilagðist í óveðri fyrir þremur
árum, nam sú áætlun 800 milljónum
króna á verðlagi 1991. Við teljum
því mjög vænlegan kost að nýta
þetta mastur.“
Fleiri en RÚV hafa áhuga á að
nýta þann búnað og húsakost sem
tilheyrir nú lóranstöðinni. Auk 22
íbúða í blokkum og raðhúsum er
að finna þar rafstöð, sendistöð og
stjórnstöð, auk olíugeyma og fjög-
urra stórra díselrafstöðva. Ef RÚV
tæki við mastrinu þyrfti stofnunin
aðeins á húsnæði sendistöðvarinnar
að halda. Heimamenn á Snæfells-
nesi hafa rætt möguleika um ein-
hveija nýtingu annarra eigna við
utanríkisráðherra, en Gunnar Már
Kristófersson, sveitarstjóri Nes-
hrepps utan Ennis, segir að hug-
myndir þessar séu ekki fastmótað-
ar. Þó hefur verið rætt um að dísel-
rafstöðvamar gætu nýst sem vara-
aflstöðvar fyrir utanvert Snæfells-
nes. Gunnar Már sagði að honum
hefði skilist á fundinum með utan-
ríkisráðherra að þessar eignir ættu
allar að hverfa.
Sjá bls. 6, „Verður húsakost-
ur...“
Varaaflstöð