Morgunblaðið - 20.02.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1994
13
Bosníu, missti aldrei trúna á að
ekki þyrfti að gera loftárásir á
serbneska umsátursliðið. Hann
benti á að Serbar hefðu sjálfir hag
af því að verða við þeirri kröfu
NATO að flytja þungavopn sín að
minnsta kosti 20 km frá Sarajevo.
Þótt Serbar gangi að skilmálum
NATO verður umsátri þeirra um
Sarajevo í reynd ekki aflétt. Að
vísu linnir sprengjuárásunum en
leyniskyttur Serba gætu haldið
áfram að skjóta á íbúa Sarajevo og
NATO samþykkti aðeins að gera
árásir á þungavopnin. Serbneska
umsátursliðið hefur áfram alla vegi
til bosnísku höfuðborgarinnar á
valdi sínu. Serbar hafa það einnig
í hendi sér hvort Sarajevo-búar fá
vatn og rafmagn.
Serbum er ennfremur akkur í því
að NATO setur múslimum sömu
úrslitakosti og krefst þess að þeir
láti öll þungavopn sín innan griða-
svæðisins í Sarajevo og nágrenni
af hendi. Þannig skapast umsáturs-
lína umhverfis Sarajevo með sam-
þykki Sameinuðu þjóðanna, sem sjá
um að veija hana. Reyni Bosníuher
að ráðast yfir þessa línu jafngildir
það árás á friðargæsluliðana og
hann á þá yfir höfði sér loftárásir
af hálfu NATO.
Vopnunum beitt annars
staðar?
Skilmálar Atlantshafsbandalags-
ins varðandi þungavopnin geta vart
talist strangir, því bandalagið skipt-
ir sér ekki af því hvað verður um
vopnin svo fremi sem þau verða
flutt 20 km frá Sarajevo. Takist
Rússum og leiðtogum Vesturlanda
ekki að stilla til friðar í Bosníu
gætu Serbar komið vopnunum til
annarra svæða til að herða árásir
sínar á múslima þar. Þegar NATO-
ríkin samþykktu úrslitakostina
heimiluðu þau ekki loftárásir nema
í nágrenni Sarajevo.
Serbar gætu einnig flutt vopnin
rétt út fyrir 20 km línuna, beðið
átekta og fært þau svo aftur inn á
sá sami þvi umræðan snýst jafnan
um það hvar vatn rennur og hvar
gasþrýstingur er nægur. í flestum
húsum er rennandi vatn aðeins að
fá á morgnana og síðdegis. Undan-
tekningar frá þessari reglu eru hús
í þeim borgarhverfum sem lægst
standa. Á móti kemur að á vori
hveiju flæðir vatn inn í kjallara
þessara húsa.
Vonir bundnar við ferðamenn
En þótt Rúmenar kvarti sáran
undan þeim lífskjörum sem þeim
eru búin og misheppnuðum áætl-
unum um skiptingu jarðnæðis í eigu
ríkisins og einkavæðingu, virðast
þó flestir vera sammála um að
hversu slæmt sem ástandið er nú
um stundir verði því aldrei jafnað
við ógnarstjórn Nicolae Ceausescu,
sem tekinn var af lífi á jóldag 1989
ásamt Elenu konu sinni. Margir
kannast við að hafa haft það mun
betra í tíð einræðisherrans en benda
jafnframt á möguleika rúmensku
þjóðarinnar til að umbylta lífskjör-
unum. Almennt er menntun talin
mjög þokkaleg og hvers kyns verk-
fræðimenntun er hátt skrifuð. Lög
um fjárfestingar útlendinga hafa
verið rýmkuð og stefnt er að því
að stórbæta símkerfi landsins á
næstu árum. Stærstu vonirnar eru
þó bundnar við ferðamannaiðnað-
inn, sem gert er ráð fyrir að gæti
séð Rúmenum fyrir fjórðungi af
gjaldeyrisþörf landsmanna. Rúm-
enskir sem erlendir aðilar hafa var-
ið miklum fjármunum til að gera
þennan draum að veruleika m.a.
með því að gera upp hótel auk þess
sem kynningarherferðir hafa verið
skipulagðar. Þegar höfð er í huga
hin gífurlega fjölbreytni landsins
sem býður upp á allt frá baðströnd-
um til frábærra skíðasvæða og frá
miðaldaklaustrum til „litlu Parísar“
eins og Búkarest var oft nefnd á
árum áður er ekki ólíklegt að Rúm-
enum geti orðið að þessari ósk sinni.
Þetta er þó háð því að ríkisstjórnin
hviki ekki frá yfirlýstri stefnu sinni
um aukna tæknivæðingu og lýð-
ræði og að þolinmæði almennings
þijóti ekki.
griðasvæðið til að hefja sprengju-
árásir að nýju á Sarajevo ef þeim
býður svo við að horfa. Serbar hafa
áður haft hægt um sig þegar þeir
hafa staðið frammi fyrir hótunum
um hernaðaríhlutun en haldið síðan
áfram manndrápunum af enn meiri
grimmd en áður.
, Verði skilmálarnir virtir gætu
Serbar vel við unað og einnig Atl-
antshafsbandalagið, sem endur-
heimtir trúverðugleika sinn og get-
ur státað af þvi að hafa stuðlað að
því að binda enda á blóðsúthelling-
arnar í Sarajevo án þess að grípa
til hernaðaraðgerða. Sarajevo-búar
geta einnig andað léttar og þurfa
ekki að óttast stórskotaárásir
serbneska umsátursliðsins, um sinn
að minnsta kosti. Þeim einu sem
kynni að þykja þetta súrt i brotið
eru herskáir menn innan Bosníu-
hers sem vonast til þess að NATO
dragist inn í stríðið og geri loftárás-
ir á serbneska umsátursliðið.
Ótraustvekjandi samstarf
Áður en fréttir bárust af sam-
komulagi Serba og Rússa var serb-
neska umsátursliðið lengi hikandi
og virtist ætla að notfæra sér
ágreining sem kom upp um túlkun
úrslitakostanna á meðal talsmanna
NATO og hinna fjölmörgu embætt-
ismanna Sameinuðu þjóðanna.
Nokkrir embættismenn Samein-
uðu þjóðanna, þeirra á meðál sér-
legur sendimaður framkvæmda-
stjórans, gáfu til kynna að friðar-
gæsluliðarnir þyrftu ekki taka
vopnin í sína vörslu, nægilegt væri
að fylgjast með þeim úr fjarlægð
með ratsjám. Þessu mótmæltu emb-
ættismenn NATO, sem sögðu að
friðargæsluliðarnir yrðu að taka við
vopnunum, og Sir Michael Rose,
yfirmaður friðargæsluliðsins, tók
síðar í sama streng.
Þessi óvissa og ólíka túlkun úr-
slitakostanna eru til marks um afar
viðkvæm tengsl Sameinuðu þjóð-
anna og NATO, sem hafa ólík
markmið. Óeiningin í Sarajevo-mál-
inu hlýtur að vekja spumingar um
samstarf þeirra við svipaðar að-
stæður síðar meir. Slík óeining
gæti haft alvarlegar afleiðingar,
ekki aðeins í Bosníu heldur einnig
fyrir öryggismál Evrópu þegar fram
líða stundir, einkum hvað varðar
álfuna austanverða.
Innan NATO hefur alltaf verið
deilt um úrslitakostina; Bretar og
Kanadamenn voru lengi tregir til
að fallast á þá og Grikkir Iögðu
fram fyrirvara við þá með neðan-
málsgrein í samþykld bandalagsins.
Ágreiningur ríkti einnig um hvemig
bregðast ætti við hugsanlegum
hefndaraðgerðum Serba þar sem
ekki náðist samkomulag um áætlun
varðandi stigmögnun aðgerða, sem
hlýtur að teljast ótraustvekjandi.
Friður loksins í sjónmáli?
Leiðtogum Vesturlanda hefur
gengið afar illa að leysa deiluna
um Bosníu, einkum vegna innbyrðis
ágreinings, og þeir binda nú vonir
við að Rússum takist að beita áhrif-
um sínum á slavneska bræðraþjóð
sína til að binda enda á stríðið.
Þótt sprengjuárásunum linni í
Sarajevo fer því fjarri að stríðinu
sé lokið. Leiðtogar Vesturlanda
hafa lýst yfir stofnun „griðasvæða"
víðar en í Sarajevo án þess að sker-
ast'í leikinn, þrátt fyrir látlausar
árásir Serba. Sjónir manna beinast
nú að þessum átakasvæðum og
ástandið þar hefur verið litlu betra
en í Sarajevo þótt fjölmiðlar og
ráðamenn á Vesturlöndum hafi
hingað til einblínt á bosnísku höfuð-
borgina. Talið er að alis hafi hátt
í 200.000 manns fallið í stríðinu,
þar af 10.000 í Sarajevo, auk þess
sem 2,7 milljónir manna eru háðar
matvælaaðstoð erlendra hjálpar-
stofnana.
Þróunin í Sarajevo eykur þó lík-
urnar á að unnt verði að binda enda
á stríðið. í fýrsta sinn í 22 mánuði
grillir í raun'hæfa von um að friður
komist á í Bosníu - og þegar það
gerist geta menn fyrst fagnað fulln-
aðarsigri.
Fyrirlestur
í notkun ilmolía fyrir almenning verður haldinn mánu-
daginn 28. febrúar frá kl. 20.00-22.00 í Nuddskóla
íslands, Asparfelli 12, (gengið inn að ofanverðu).
Leiðbeinandi: Hrefna Birgitta Bjarnadóttir.
Aðgangseyrir kr. 700.
Skráning í síma 683033 alla virka daga frá kl. 13.00-
18.00. Ath: Takmarkaður þátttökufjöldi!
Námskeið fyrir foreldra um unglings-
árin og samskipti kynslððanna
- Hvernig á aó greina á
milli eðlilegra þroska-
breytinga og vandamála?
- Hvað á að gefa ungling-
um mikið frelsi?
- Hvaða reglur eru skyn-
samlegar varðandi útivist
og vasapeninga?
- Þurfa unglingar aga og
reglur?
- Hvernig á að tala við
unglinga?
3. mars nk. hefst fjögurra kvölda námskeið fyrir foreldra
þar sem m.a. verður fjallað um þroskabreytingar unglings-
áranna, félagslegar aðstæður unglinga, helstu vandamál
unglinga, uppalandahlutverkið og samskipti kynslóðanna.
- Námskeiðið byggist upp á fyrirlestrum, verkefnavinnu og
umræðum.
Tilgangur námskeiðsins er að gefa foreldrum heilsteypta
og jákvæða mynd af þessu afdrifaríka þroskaskeiði og
efla sjálfstraust þeirra í hlutverkum sínum sem uppalendur.
Leióbeinandi verður Einar Gylfi Jónsson, sálfræðingur.
Skráning á námskeióið verður í síma 628737 dagana
22.-25. febrúar kl. 17.00-19.00.
Tilboðsverð til Kanarí
í sumar
Bókaðu fyrir 10. mars og taktu eitt barn með ókeypis í sólina
Verð frd kr. 39*850
nr. mann m.v
pr. mann m.v. hjón með 2 böm, Turbo Club, 30 júm.
Tilboðsverð
23. ntaí -18 dagar/17 nœtur
Verð kr. 47.500,
pr. mann m.v. hjon með 2 böm, mrbo Club.
Verð kr. 59.100
pr. mann m.v. 2 í smáhýsi, Turho Club.
Xinsœlasti dfangastaður Evrópu
Nú býðst íslendingum beint flug til Kanaríeyja í allt sumar,
en Kanarí eru nú einn vinsælasti áfangastaður íslendinga
í sólinni enda er hér að finna frábæran aðbúnað fyrir farþega
okkar og einstakt veður yfir sumartímann. , ,
Þjónusta Heimsferða Januar Februar Mars Apríl Mat Junt Juh Agust September
Við tryggjum þér örugga og góða þjónustu í sumar með íslenskum farar- Hitl yfir miðjan daginn 20 21 22 22 23 24 26 27 27
stjórum og góðum gististöðum sem yfir 1200 íslendingar hafa notið í vetur.
Nokkur orð um veðrið
Golfstraumurinn leggur leið sína um Kanaríeyjar og
gjörbreytir loftslaginu. Lítill hitamismunur er á sumri
og vetri og yfir sumartímann er t.d. svalara
á Kanaríeyjum en á meginlandi Spánar, 26-28 gráður,
I kjörhiti fyrir sólarþyrsta íslendinga.
1TURAUIA
a/r europa
Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 624600
Viltu vinna ferð í sumar?
Ferðaleikur Heimsferða hefst á
Aðalstöðinni FM 90.9 mánudaginn
21. febrúar.
Farðu
ókeypis
út í sumar.
m$m
AÐALSTÖÐIN