Morgunblaðið - 20.02.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.02.1994, Blaðsíða 21
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1994 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. FEBRUAR 1994 21 ftttrgmirtM&M Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborö 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. meö vsk. á mánuði innanlands. I lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Flutningsjöfnun á olíu Olíuverzlun okkar íslendinga hefur ótrúlega lengi verið bundin af hvers kyns höftum. Ára- tugum saman var megnið af olíu, sem notuð er í landinu, keypt frá Sovétríkjunum og þáverandi for- ystumenn viðskiptaráðuneytis og ýmsir forráðamenn útflutnings- samtaka ærðust ef haft var á orði að gefa ætti olíuverzlun lands- manna fijáisa. Nú hafa olíufélögin frelsi til að kaupa olíu þar sem þeim þóknast og engin merki þess að þjóðin hafi orðið fyrir nokkrum skaða af þeim sökum. Áratugum saman var olíu- verð háð verðlagsákvæðum. Nú ríkir frelsi í verðlagningu á olíu og ekki verður séð að neytendur hafi orðið illa úti af þeim sökum. Hins vegar ríkir enn gamaldags kerfi, þar sem olíufélögunum þremur er gert að greiða verulega fjármuni í flutningsjöfnunarsjóð, sem á að tryggja að sama verð sé á olíu um 9ÞEGAR ÉG VAR • að læra að lesa og rétt byijaður að glugga í bækur hafði ég sérstaka löngun til að kynna mér efnið í Robinson Krúsó en þarsem það tók of langan tíma las faðir minn söguna fyrir mig þegar hann kom heim úr vinnunni dag hvem um alllangt skeið. Ég hef ekki átt sælli stundir um ævina og lifði mig gjörsamlega inní ævintýra- heim þessa sérstæða og útsjónars- ama landnema á eyjunni fjarlægu. En nú hefur verið gerð tilraun til að eyðileggja söguna fyrir mér með því að fullyrða að hún sé dæmi- saga. Aðalpersónan sé guð brezkra nýlendumanna og Robinson Krúsó sé dæmigerður fulltrúi þeirra. Aldr- ei hvarflaði neitt slíkt að mér þegar faðir minn var að lesa þetta ótrú- lega ævintýri. Og nú fullyrða fínir prófessorar að í sögunni sé boð- skapur þess efnis að til séu góðir villimenn og vondir villimenn, þeir séu góðir sem gerast kristnir og þjóna hvíta manninum, en hinir vondir og réttdræpir sem veita mótspymu. Aldrei datt mér slík lág- kúra í hug! En nú er Robinson Krúsó orðinn miklu mikilvægari og merki- legri bók en áður vegna þess hún á að vera dæmisaga um ágæti hvíta mannsins og lýsi öðrum ritum betur yfirgangi hans á nýlendutímabilinu, en þá á guð að hafa verið í slag- togi með hvíta manninum og geng- ið erinda hans eins og Fijádagur — án þess það sé endilega sagt í sög- unni. En hvaðsem þessum fullyrðing- um líður ætla ég enn að halda í þá bamalegu trú að Robinson Krúsó sé frásögn um ótrúlegt ævintýri og þeir Fijádagur geti verið vinir án brezkrar nýlenduformúlu. Það var líka Robinson Krúsó sem bjargaði lífí hans undan villimönnum og mannætum án þess guð hefði bein- línis afskipti af þeirri björgun. Hún land allt. í raun felur þetta kerfí í sér, að olíuverð er hærra á suðvest- urhominu en það þyrfti að vera og sennilega er olíuverð til stómot- enda svo sem útgerðarfyrirtækja hærra en það þyrfti að vera. Rök- stuðningurinn er sá, að með þessu kerfi sé tryggt lægra olíuverð á landsbyggðinni en ella. Kerfíð kem- ur þannig út, að tvö olíufélaganna, Skeljungur og OLÍS greiða vem- lega fjármuni til þess þriðja, þ.e. til Olíufélagsins hf. í núgildandi kerfi felst engin hvatning fyrir olíufélögin til þess að auka hagræðingu í olíudreifíngu á landsbyggðinni. Þvert á móti hafa þau hag af því að flytja olíuna sem lengst. Ef flutningsjöfnunar- gjaldið verður afnumið er alveg augljóst, að olíufélögin munu leggja sig fram um að tryggja sem hagkvæmasta dreifingu olíu í dreif- býli. Þau munu leita allra hugsan- legra leiða til þess að koma í veg lýsti einungis ágæti Robinsons Krúsós og mannúð hans sem fór vel í ungan dreng án þess honum dytti nokkurn tíma ný- lendukúgun í hug. Én svona er allt afstætt. Aðalatriðið er ekki hvað við sjáum heldur hvað- an við sjáum það. Og Robinson Krúsó var engum líkur þarsem hann blasti við litlum dreng í bókaher- bergi föður hans á Hávallagötu þegar ævintýrið mikla var innan dyra en kreppan úti og heimsstyij- öld í aðsigi. Það mætti kannski fremur segja að ævintýrið um Rob- inson Krúsó hafí kennt fólkinu að horfast í augu við erfíðleikana og taka því af æðruleysi sem að hönd- um bar og einkenndi erfiða tíma, enda er nú sagt hann hafí verið hómó ekónómíkus. Höfundur Robinsons Krúsós, Daniel Defoe, var 17. og 18. aldar maður og hafði haft afskipti af stjómmálum og blaðamennsku þeg- ar hann skrifaði sögur sínar. Þegar hann skrifaði fyrstu skáldsögu sína, Robinson Krúsó, sem kom út 1719 var hann nær sextugu og byggði hana á reynslu Alexanders Selkirks á eyjunni Juan Fernandez frá 1704- 1709. Hann skrifaði þetta ævintýri eins nálægt raunveruleikanum og hann gat en sagan er þó fyrstogsíð- ast skáldsaga en ekki frásögn um raunverulega atburði. Hann skrifaði slíka bók síðar og fjallar hún um svarta dauða. í þeirri bók er Defoe í hlutverki blaðamanns og þjóðfé- lagsfræðings og þykir frásögn hans ótrúlega nákvæm og greinargóð skýrsla um samfélagshætti á þess- um döpru tímum. Sumir telja þessa frásögn hans af plágunni í London 1665 mun líflegri en eigin reynsla Samuels Peppys, en dagbækur hans njóta algjörrar sérstöðu í enskum bókmenntum. Saga Defoes um Rob- inson Krúsó (nafnið er að hálfu leyti sótt í nafn samverkarnanns Defoes, fyrir, að olíuverð hækki að ráði í hinum dreifðu byggðum. Hins veg- ar þarf ekki að vera óeðlilegt að olía og benzín séu seld á dýrara verði, t.d. á hálendisleiðum. Raunar má ganga út frá því sem vísu að ferðamenn á hálendisleiðum taki með sér viðbótar eldsneyti af þeirri einföldu ástæðu, að benzínstöðvar eru ekki á hveiju strái í óbyggðum! Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, hefur lýst stuðningi við afnám flutningsjöfnunargjalds og segir í samtali við Morgunblaðið í gær: „Útgerðarmenn eru stórir kaup- endur olíuvara og þeir eru dreifðir um allt land. Verði flutningsjöfnun afnumin treystum við því, að í við- skiptum við olíufélögin fáum við að njóta þess að vera stórkaupend- ur.“ Auðvitað er það rétt hjá for- manni LÍÚ, að það er fáránlegt, að stórir kaupendur þurfi að greiða það sama fyrir olíuna og smáir kaupendur. Og auðvitað er það fáránlegt að olíufélögin keppi ekki í verði heldur með lánsfjármögnun. Það yrði útgerðinni í landinu hag- kvæmt að eiga kost á staðgreiðslu- afslætti og ná með því niður kostn- aði. Þingmenn landsbyggðarkjör- dæma hafa haft áhyggjur af af- námi flutningsjöfnunar. Þær áhyggjur eru áreiðanlega á mis- skilningi byggðar og markast af gömlum viðhorfum. Ekkert er mik- ilvægara fyrir landsbyggðina en öflugur sjávarútvegur. Eigi sjávar- útvegsfyrirtækin kost á lægra olíu- verði, bæði vegna magnafsláttar og staðgreiðsluafsláttar, er það landsbyggðinni í heild augljóslega til hagsbóta, þótt í einhverjum til- vikum geti orðið um einhverja hækkun olíuverðs að ræða en áreið- anlega minni en menn halda. Nú er þetta mál á dagskrá á ný vegna þess, að í viðskiptaráðuneyti er unnið að frumvarpi um breyting- ar á þessu kerfi. Vonandi verða stjórnarflokkarnir sammája um að stíga nú síðasta skrefíð til þess að gefa olíuverzlunina í landinu fijálsa með því að afnema flutningsjöfnun á olíu. Timothy Crusos) er talin fyrsta skáldsaga á enska tungu en skáldið er einnig í hópi fyrstu blaðamanna þar í landi og skrifaði fjölda greina um margvísleg efni, ekkisízt um verzlun, viðskipti og stjórnmál sem hann hafði hvað mestan áhuga á. Þá fékkst hann einnig við ljóðlist og samdi auk þess nokkur sagn- fræðirit. Sumir telja hann afkasta- mesta rithöfund Breta fyrrogsíðar. Orðstír hans nú er bundinn við skáldsögur hans og blaðamennsku. Milli Defoes og Swifts var lítil vin- átta en Robinson Krúsó kom út um svipað leyti og Swift hófst handa um samningu Ferða Gúllivers, en þessi skáldskapur Swifts er að sjálf- sögðu enn ein dæmisagan um manninn og umhverfí hans (útg. 1726 og naut mikilla vinsælda, ekk- isíður en Robinson Krúsó). Defoe var aldrei samskonar hneykslunar- hella og Swift en þeir eiga þó margt sameiginlegt ef að er gáð og njóta nú svipaðrar virðingar sem rithöf- undar og blaðamenn. Viðfangsefni þeirra beggja var dýrið sem kallað er maður, svoað vísað sé til Arist- ótelesar. Defoe og Swift leiða hugann að George Orwell og sögu hans Dýrabæ sem einnig er dæmisaga einsog kunnugt er. Orwell sagði það væri ekki hægt að skrifa um yfír- fljótandi reynslu sína nema með því að klæða hana í felubúning skáld- sögunnar. En hann átti það sameig- inlegt með föður ensku skáldsög- unnar og fyrsta brezka blaðamann- inum að talið er, Daniel Defoe, að hann naút sín hvergi betur en í þeim skýra og hnitmiðaða stfl sem blaðamennskan gerir kröfur til. Hann er því af ýmsum talinn meiri blaðamaður og ritgerðasnillingur en skáldsagnahöfundur og hefur hann þó skrifað einhveijar eftir- minnilegustu skáldsögur þessarar aldar, Dýrabæ og 1984. M (meira næsta sunnudag) HELGI spjall ■ + Evrópusam- bandið Hér í blaðinu var þess getið á sínum tíma, eða þegar all- ir héldu — og þá ekki . sízt vinstri menn — að Evrópusambandið, eða Evrópu- bandalagið eins og það hét þá, hefði sprott- ið af rótum kapítalismans (en enginn skyldi halda að þessi samtök séu einhvers- konar fijálshyggjustofnun), að sambands- ríkið sé einskonar regluþjóðfélag þar sem sérhvað lýtur sínum lögum og lífí þegn- anna er markaður ákveðinn bás þrátt fyr- ir allt það frelsi sem alltaf er talað um; jafnvel fyrirmæli um lofthæð í strætis- vögnum. Þannig var að orði komist hér í blaðinu og hrökk enginn við. En þeim at- hugasemdum var þá einnig bætt við að e.t.v. væri bandalagið fremur runnið af rótum sósíalismans en kapítalismans enda var það yndi allra sósíalískra eða vinstri flokka í Evrópu og hefur verið æ síðan. Og ennfremur: „Okkur er hollt að taka mið af margvíslegum tilskipunum og álykt- unum Evrópubandalagsins því þar kennir margra grasa og margt horfir til fram- fara. Evrópubandalagið er í raun og veru afar nútímaleg stofnun. Kröfur á hendur framleiðendum eru tilaðmynda athyglis- verðar, öryggi og umhverfísvernd skipa mikið rúm í tilskipunum og ályktunum bandalagsins, ekkisíður en félags- og jafn- réttismál og hagsmunir neytenda; augljós umhyggja fyrir ungu fólki blasir við í þess- um reglum öllum eins og sjá má á ályktun bandalagsins frá 23. janúar 1984 um að- gerðir til að stuðla að auknu vinnufram- boði fyrir ungt fólk eins og komizt er að orði en um það eru engin íslenzk lög sér- staklega; og þá eru ekkisízt tryggðir hags- munir og jafnrétti kvenna, tilaðmynda með ályktun frá 6. júní 1984 um aðgerðir gegn atvinnuleysi kvenna. Jafnframt er lögð áherzla á hagsmuni fatlaðs fólks, fátækra og aldraðra eða þeirra sem eiga undir högg að sækja. Og sérstök tilmæli fram- kvæmdastjórnarinnar frá 31. jan. 1967, eru til aðildarríkja EB um verndun ungra starfsmanna eins og það heitir. Af saman- burði við þessi tilmæli má sjá íslenzka lögg- jöf skortir um þetta efni og þarf að setja sérstök lög sem tryggja böm og unglingar séu ekki misnotuð í starfí, þótt hitt sé jafn- víst að ekkert hefur okkur verið jafn- þroskavænlegt hér heima og sumarstörf námsmanna í ólíkum atvinnugreinum. Þar hafa þeir kynnzt landi sínu og þjóð og umgengni við alþýðu manna verið þeim ómetanlegt veganesi. Þannig mætti, hvað sem öðru líður, gera ráð fyrir því samningaviðræður EFTA- og EB-bandalalgsins eigi eftir að hafa bætandi áhrif á okkar eigin löggjöf, og þá ekkisízt félagsleg réttindi margskon- ar, öryggi fólks og hollustuhætti, svo að eitthvað sé nefnt. Hinu verður þó ekki neitað að þessi samanburður við íslenzka löggjöf sýnir hún er á margan hátt harla nútímaleg og þolir vel dagsljósið, ef grannt- er skoðað. Alþingi íslendinga hefur þannig sinnt skyldum sínum heldur vel við þjóðfé- lagið og okkur þegnana þótt enn mætti herða á með nútímalegri og mannúðlegri löggjöf." Allt er þetta gott og blessað. Allir flokk- ar á íslandi leggja áherzlu á félagslega aðstoð og þau grundvallaratriði nútíma- þjóðfélags sem hér hafa verið nefnd. En það er tortryggnin gagnvart sósíalistískri uppbyggingu bandalagsins sem dregur að sér athygli enda þótt það sé deginum ljós- ara eins og einnig hefur verið minnzt á í fyrrnefndum pistlum að sósíalismi eða fé- lagshyggja á okkar mælikvarða á í raun og veru haria lítið skylt við þau pólitísku kerfí sem eru allsráðandi í Evrópu þar sem sósíalistískir flokkar eru í raun og veru kapítalískir á okkar mælikvarða þótt al- vörukapítalistar telji annað. í faglegri úttekt eins af helztu þjóð- félagsgagnrýnend- um í Bretlandi er þess getið að nú séu allrar hamingju að Reglugerða- þjóðfélag Bandaríkjamenn til REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 19. febrúar gera sér grein fyrir því að stórveldi sósíal- ista sé að rísa upp í Vestur-Evrópu þar sem Þýzkaland og Frakkland séu kjarna- punktar Evrópusambandsins og að því sé unnið að Evrópa verði laus við bandarísk áhrif og þannig verði draumur ráðamanna í Moskvu að veruleika án neinna sérstakra átaka. Hitt sé aftur á móti vafamál hvort bandarískir stjórnmálamenn hafi skilið hættuna sem kapítalismanum stafi af þeirri fijálsu verzlun sem evrópskir sósíal- istar boði. í orði stefni Evrópusambandið að fijálsri verzlun þar sem fólk, vörur, þjónusta og fjármagn flæði fijálst á milli aðildarríkjanna. En þessu sé í raun og veru ekki svo varið. Þegar Evrópusam- bandið tali um fijálsa verzlun eigi það ein- ungis við verzlun og viðskipti sem stjórnað sé frá Brússel. Og þegar talað sé um fijáls vöruskipti innan Evrópumarkaðarins sé einungis um að ræða þann varning sem Briissel samþykkir. Það sé alls ekki svo að reynt sé að ná lægsta verði í aðildarríkj- unum, heldur sé ekki síður lögð áherzla á að vernda innanlandsmarkað aðildarríkj- anna fyrir utanaðkomandi vamingi. Þetta höfum við séð í sjómannadeilunni í Frakk- landi þegar framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins féllst á að ákveða lágmarks- verð á fiski en með því var auðvitað reynt að vernda franskan sjávarútveg og ósam- keppnishæft fískverð í Frakklandi gegn lágu fískverði þeirra landa sem fluttu inn fisk til Frakklands og má þar nefna Rúss- land, Norðurlönd og Breta, sem urðu æfír vegna þeirra aðgerða sem franska stjórnin lét sjómenn komast upp með þegar þeir réðust á fiskmarkaði með innfluttum sjáv- arafurðum og greip ekki í taumana fyrr en í óefni var komið. Þetta merkir einung- is að framkvæmdastjórnin í Brússel hefur engan áhuga á hagræðingu eða eins lágu fiskverði og unnt er í aðildarríkjunum held- ur er reynt að vernda ósamkeppnishæfan fiskmarkað í Frakklandi með fyrrgreindum aðgerðum. Þetta á við á fleiri sviðum. Skriffinnar og pólitíkusar í aðildarríkjum Evrópusambandsins, og þá einkum í Brússel, hafa engan áhuga á því að neyt- endur ákveði hvað inn sé flutt og hvað hagstæðast sé fyrir markaðinn. Það er viðstöðulaust gripið í taumana og þá ekki sízt til þess að vernda hagsmuni en ekki neytendur. Þannig er vegið að rótum kapít- alismans sem gerir ráð fyrir því að verðlag ráðist í fijálsri samkeppni á fijálsum mark- aði, neytendum til hagsbóta. Kapítalísk markaðs- lögmál? Fjórfrelsið er glæsileg umgjörð um evrópuhugsjón- ina, en innihaldið er misjafnt. Byggt er á velferðarhug- sjón vestrænna ríkja annars vegar en hins vegar takmarkast frelsið af reglugerðum um allt og ekkert. Þetta handstýrða kvóta- og reglugerðafrelsi kallar á ómælda skriff- innsku og samþjöppun valds í Brússel, en slíkt skrifræði er að vísu einkenni á marg- víslegu stjórnvaldi og það skortir svo sann- arlega ekki í helztu ríkjum kapítalismans þar sem athafnafrelsi og olnbogarými er einna mest - og má þar til nefna Sviss og Bandaríkin, sem víla ekki fyrir sér miðstjómarafskipti hvenær sem er. En athafnafrelsið í Evrópusambandinu er eng- an veginn með þeim hætti sem af er látið. Frelsinu er stjórnað og er sú stjórnun frek- ar í ætt við afskiptasósíalisma en sam- keppniskapítalisma. Samt er vaðandi at- vinnuleysi í löndum Evrópusambandsins og þar hefur verið lítill hagvöxtur og engu minni kreppa en annar staðar. Kratar í Evrópu hafa áttað sig á sósíaldemó- kratískri hneigð Evrópusambandsins og þá ekki sízt kratar hér heima, þótt aðrir vinstri flokkar íslenzkir hafi ekki enn þekkt sinn vitjunartíma hvað þetta varðar, fram- sóknarmenn ekki heldur. Nú blasir við að Frakkar reyna að hefta innflutning á út- lendum, þ.ám. íslenzkum, fiski með verndaraðgerðum eins og lágmarksverði á innfluttan fisk og nýjum reglum um holl- ustuhætti og gæðakröfur, en slíkt hið sama höfum við einnig gert í iandbúnaðarmálum og hefur það verið af illri nauðsyn að vísu, en þetta vemdarkerfi er nú að syngja sitt síðasta eins og kunnugt er. Margir markaðsmenn í Evrópu eru þeirrar skoðunar að þeir sem stjórna Efna- hagssambandi Evrópu hafí lítinn sem eng- an skilning á fijálsri verzlun og hún skipti þá í raun og veru litlu máli. Þeir hafi miklu fremur áhuga á að vernda markaðinn en gera hann fijálsan. Fijáls markaður bygg- ist í raun og veru á hagkvæmri verkaskipt- ingu en ekki markaðsverndun eða tilraun til að setja heimatilbúna hagsmuni yfir eðlilega samkeppni í innflutningi. Ef aðrir en Frakkar geta selt físk á betra verði en franskir sjómenn ætti, samkvæmt kapítal- ískum markaðslögmálum, að örva þá til þess og franskur markaður ætti að taka slíkum fiski fagnandi en sízt af öllu að krefjast lágmárksverðs til að vernda inn- lenda hagsmuni gegn hagsmunum neyt- enda. Ef appelsínur í Flórída eru ódýrari en appelsínur á markaðssvæðum Evrópu- sambandsins ætti að sjálfsögðu að kapp- kosta að flytja inn slíkar appelsínur, en það er alls ekki víst að framkvæmdastjórn- in í Brússel hafí þá skoðun. Hún kærir sig kollótta og reynir í lengstu lög að vemda þær appelsínur sem framleiddar væru í bandalaginu sjálfu, þannig að ef íslending- ar ættu aðild að því mætti ætla að reynt væri að vernda íslenzka bananaframleiðslu í gróðurhúsum í samkeppni við miklu ódýr- ari banana frá markaðssvæðum utan Evr- ópusambandins svo að fráleitt dæmi sé tekið. Þannig hefur þetta einatt verið í reynd þótt ekki sé til þess ætlazt. Fram- kvæmdastjórnin í Brússel sér til þess að tekið sé í taumana ef þurfa þykir og eitt- hvert land virðist hafa ósanngjarna, ef svo mætti segja, yfirburði yfír annað. En fijáls verzlun er einmitt fólgin í því að yfirburð- ir fái að njóta sín. Evrópusambandshug- sjónin er þannig reglugerðarhugsjón ekki síður en tilburðir til fijálshyggju, hún byggir ekki síður á verndarhugsjón sósíal- ismans en markaðsfrelsi kapítalismans. Sumir ganga jafnvel svo langt að halda því fram að fijáls verzlun tíðkist ekki inn- an Evrópusambandsins. í raun og veru tíðkaðst engin fijáls verzlun milli Evrópu- sambandsins og annarra heimshluta eins og augljóst má vera af þeirri staðreynd að tollmúrar hafa verið reistir umhverfís bandalagið en samningurinn um EES hef- ur sem betur fer sett strik í reikninginn og nú eru alvarleg göt á þessum múr, að minnsta kosti að því er varðar þau EFTA- ríki sem náð hafa samningi við Evrópu- sambandið. Þessi samningur markar því allmikil tímamót og hann á eftir að verða vatn á myllu íslenzkra hagsmuna þegar fram líða stundir, á því er enginn vafí. Hann mun auka þjóðartekjur okkar veru- lega því hans vegna hafa Evrópusam- bandsríkin minna upp úr verzlun við okkur en við fáum því meir í okkar hlut fyrir íslenzkan físk og annan vaming sem við flytjum til þessara landa. En því er ekki að heilsa gagnvart ýmsum löndum öðrum, svo sem þeim ríkjum í Austur-Evrópu sem áður lutu kommúnisma eins og Tékklandi, Ungverjalaudi og Póllandi. Þar hafa t.d. verið settir 30% verndartollar á stálpípur sem fluttar eru inn á þetta „frjálsa" mark- aðssvæði. Króatíu hefur einnig verið hótað viðbótartollum á vaming þaðan og hjól frá Kína hafa með verndartollum verið sett út af sakramentinu þótt mikil eftirspurn sé eftir þeim og samkeppnisverðið sé neyt- endum í hag. En Brússel vill enga sam- keppni á hjólamarkaðnum og því em hjóla- framleiðendur í Kína settir á svartan tolla- lista. Þannig er verzlun og viðskiptum stjórnað, ekki endilega af markaðnum sjálfum heldur með fyrirmælum frá Brúss- el. Þar sem handaflið ræður er ekki hægt að tala um fijálsan markað. Slíkur mark- aður kallar á hærra vöruverð en í boði væri og lakari vörur. Af þeim sökum tala nú ýmsir sérfræðingar í Evrópu og annars staðar um ófrjálsan andkapítalískan mark- að í Evrópusambandslöndum og sé honum stjórnað af skriffinnum í Brússel sem sæki fyrirmyndir sínar í gmndvallaratriði sósíalismans en ekki fijálshyggju og mark- aðslögmál kapítalismans. Andbanda- rískt sam- band? Þá hefur verið bent á að allir vinstri flokkar í Evrópu, jafnvel fyrrverandi komm- únistar á ítallu, hafi samþykkt Maastricht-samkomulagið. Vinstri flokkar í Evrópu segja alls staðar já. Ástæðan sé sú að með Maastricht-sam- komulaginu sé unnt að byggja réttlátari Evrópu en áður á nýjum félagslegum grandvelli. Unnt sé að vega upp á móti hinum neikvæðu áhrifum markaðarins með félagslegri stefnu sem taki til iðnaðar og umhverfísmála. Þannig sé augljóst að markmiðið með Evrópuhugsjónininni sé reglugerðarþjóðfélag sósíalismans. Það er því ekki að undra þótt hægri sinnaður kapítalisti eins og Margáret Thatcher hafí haft mikinn fyrirvara á Maastricht-sam- komulaginu og sé í raun og veru full tor- tryggni gagnvart svokallaðri Evrópuhug- sjón. Margir telja þessa hugsjón fjandsam- lega Bandaríkjunum og vitna í ummæli franska landbúnaðarráðherrans, Jean- Pierre Soisson sem lýsti því yfír að Evrópa gæti ekki beygt sig fyrir bandarískri heimsveldastefnu, eins og hann komst að orði. Samþjöppun valds í Brússel á sér varla nokkurt fordæmi. í Evrópusambandslönd- unum em nú 340 milljónir manna en 251 milljón í Bandaríkjunum og þjóðartekjur eru mun meiri. Ef Rússland eignaðist að- ild að Evrópusambandinu yrði þar markað- ur fyrir 600-700 milljónir manna. Ekki mundi miðstýringarvald embættismann- anna í Brússel minnka við það! Nú virðist allt benda til þess að heim- sviðskiptin verði bundin við þrjár blokkir, Evrópusambandið, Norður-Ameríkusam- bandið og Asíu-svæðið. Þessi þróun gæti dregið úr heimsviðskiptum og minnkað velmegun í heiminum. Hún gæti einnig leitt til þess að GATT-samkomulagið yrði einungis í orði en ekki'á borði. Og þjóðir þriðja heimsins yrðu þá dæmdar til að búa áfram við sult og seyru, án mikillar vonar um bjartari tíð og batnandi efnahag. Von- ir standa þó enn til þess að Evrópusam- bandið rækti með sér fijálsa samkeppni og hagstæðan samkeppnismarkað sem gæti leitt til þess að efnahagslífið blómstr- aði, ekki einungis í Evrópusambandslönd- um heldur einnig annars staðar, svo sem í Kína og Indlandi, þar sem búa um 40% allra íbúa jarðarinnar, en í þessum löndum er nú gerð alvarleg tilraun til þess að koma á frjálsu markaðskerfi. Þá gætu vonir einnig staðið til þess að atvinnuleysi minnkaði í Evrópusambandslöndum, en gert er ráð fyrir því að 36 milljónir manna í iðnríkjunum, eða 8,5% vinnuafls, búi við atvinnuleysi á þessu ári og það aukist jafnt og þétt fram yfir aldamót. Enda þótt tajað hafi verið um efnahagsbata í Bandaríkjun- um hefur þjóðarframleiðsla í Þýzkalandi minnkað um 2,4%, 1,5% í Frakklandi og 0,5% í Japan. Þjóðarframleiðsla hefur einn- ig minnkað í löndum eins og Ítalíu, Sviss, Svíþjóð og Spáni. í sameinuðu Þýzkalandi er atvinnuleysið nú 10,4%, 12% í Frakk- landi og 22% á Spáni. í Japan er atvinnu- leysi einungis 2,5% en gæti að því er segir í Global Finance rokið upp í 7% fyrr en varði. Gert er ráð fyrir því að atvinnuleysi í Bandaríkjunum verði um 7% en gæti þó að áliti sumra sérfræðinga rokið upp í 9% á þessu ári. Tekjur verkafólks hafa minnk- að og era nú í sumum tilfellum 25% lægri í Bandaríkjunum en áður var. Miðstéttin í velferðarþjóðfélögunum er nú fátækari en áður, hún hefur minni tekjur og býr við öryggisleysi. Tæknin dregur úr atvinnu og aukið framboð á vinnuafli lækkar laun- in. Tveir milljarðar manna í löndum eins og Kína, Indlandi og Brasilíu framleiða vörur sem kosta 10-20% minna en tíðkast á Vesturlöndum. En það er þó furðulegast. af öllu og ótrúleg þverstæða nú á tímum þegar kommúnisminn er að hrynja um allan heim og fijáls markaðsstefna í upp- gangi að fjölmennasta ríki heims, Kína, heldur fast við kommúnismann sem póli- tíska stefnu en blómstrar í þeim héruðum þar sem stjórnvöld hafa lagt áherzlu á fijálst markaðskerfi. Þannig búa Kínveij- ar, eða 'A hluti mannkyns, við pólitískt kerfí sem minnir á kleyfliuga og er eins langt frá efnahagskenningu Marx, Leníns og Maós og hægt er að hugs sér. Þeir sem stjórna þessu kerfi kæra sig kollótta um það, t.a.m. stjórnarherranir í Víetnam . Þeir eru í svipuðum sporum og valdamenn- imir í Brússel sem láta sér fátt um finnast þótt þeir reyni að byggja kapítalistískt markaðskerfí Evrópu á grundvallaratrið- um sósialismans. Þeir hafa engar áhyggj- ur, ekki frekar en Frakkar í físk- verndarmálum, en um þá hefur verið sagt að þeir hugsi fyrir heiminn. En af þessu má sjá að stjórnmál í heiminum nú um stundir er þverpólitískur glundroði og sag- an hefur í raun og veru afsannað allar pólitískar kenningar. En kannski breytist þessi glundroði í reglu þegar fram líða stundir og væri það áskjósanleg þróun og í samræmi við náttúruna sjálfa og lögmál hennar. Morgunblaðið/Sverrir Fjórfrelsið er glæsileg umgjörð um evrópuhug- sjónina, en inni- haldið er mis- jafnt. Byggt er á velferðarhugsjón vestrænna ríkja annars vegar en hins vegar tak- markast frelsið af reglugerðum um allt og ekkert. Þetta handstýrða kvóta- og reglu- gerðafrelsi kallar á ómælda skrif f innsku og sam- þjöppun valds í Briissel

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.