Morgunblaðið - 20.02.1994, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1994
29
yAL7Cj7L / 5/NOA^
Viltu skapa þér
atvinnu?
Viltu stofna þitt eigið inn-/útflutningsfyrir-
tæki? Lítið fjármagn og engin reynsla nauð-
synleg. Námskeið eða sjálfsnám, persónuleg
ráðgjöf. Viðskiptasambönd í 120 löndum.
Upplýsingar í síma 621391, Suðurbyggð,
Nóatúni 17, Reykjavík.
Vélfræðingur
Rafmagnsveita Reykjavíkur auglýsir lausa
stöðu vélfræðings við Rafstöðina við Elliðaár.
Starfið:
★ Vélavarsla og eftirlit með rafstöð og
stíflumannvirkjum.
★ Viðhald vélbúnaðar og tækja.
★ Almennt eftirlit og umsjón með ársvæðinu.
★ Móttaka innlendra og erlendra gesta.
Hæfniskröfur
Auk faglegrar hæfni er leitað að starfsmanni
með áhuga á náttúrufari og umhverfisvernd.
Enskukunnátta auk þekkingar í einu Norður-
landamáli æskileg.
Umsækjandi þarf að hafa hæfileika í mann-
legum samskiptum. Snyrtimennska skilyrði.
Hér er í boði áhugavert framtíðarstarf.
Nánari upplýsingar veita Torfi Markússon eða
Auður Bjarnadóttir hjá Ráðgarði frá kl. 9-12.
Ath.: Upplýsingar eingöngu veittar hjá Ráð-
garði.
Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til
Ráðgarðs, merktar: „Vélfræðingur - Elliða-
árdalur", fyrir 26. febrúar nk.
RÁÐGARÐURhf.
STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF
NÓATÚN 17 105 REYKJAVÍK SÍMI 686688
Innheimta
Óskum eftir innheimtufólki í kvöldstörf:
Innheimtustjóri í 3ja mánaða starf.
Viðkomandi þarf að hafa reynslu, góða skipu-
lagshæfileika og bíl. Góð laun.
Innheimtufólk í 3ja mánaða starf.
Þarf að ganga í hús. Góð laun.
Upplýsingar í síma 682768.
Sérverslun
með gjafavöru óskar eftir starfskrafti í fullt
starf.
Umsækjandi þarf að geta unnið sjálfstætt,
og vera með góða framkomu. Einnig tölvu-
kunnátta æskileg ásamt tungumálakunnáttu.
Meðmæli óskast, með umsókn, sem sendist
auglýsingadeild Mbl. fyrir föstudaginn 25.
febrúar merkt: „L- 1200“
Byggingaverkfræð-
ingur eða tölvunar-
fræðingur
Óskum eftir að ráða ungan verk- eða tölvun-
arfræðing tii forritunarstarfa við lausnir á
tæknilegum viðfangsefnum bæði hér heima
og erlendis.
Nauðsynlegt er að umsækjandinn hafi góða
þekkingu á C eða C++ forritunarmáli og hafi
gott innsæi í tæknileg viðfangsefni.
Einnig er æskilegt að viðkomandi hafa einh-
verja starfsreynslu.
Skriflegar umsóknir skal senda til LH-Tækni
hf. (ICEconsult Ltd), Suðurlandsbraut 4A,
108 Reykjavík.
Bakarí - rekstraraðili
Bolungavík
Vöruval Bolungavík hf., óskar eftir rekstrar-
aðila að bakaríi í Bolungavík. Rekstraraðili
hefði aðgang að verslun í Bolungavík ásamt
verslunum Vöruvals í Hnífsdal og ísafirði.
Bakaríið er í rekstri og vel tækjum búið.
Allar nánari upplýsingar veitir framkvæmda-
stjóri Vöruvals í símum 94-4211, 94-7000,
______ 94-7388.
Framkvæmdastjóri
líknarfélags
Gigtarfélag íslands óskar eftir að ráða fram-
kvæmdastjóra fyrir félagið.
Starfið felst annars vegar í umsjón með
rekstri og markaðsmálum félagsins og hins
vegar í umsjón með fræðslu-, útgáfu- og
félagsstarfi þess.
Mikilvægt er að viðkomandi hafi reynslu
og/eða menntun sem nýtist í starfinu og
geti unnið sjálfstætt og tekið frumkvæði.
Um er að ræða fullt starf, en til greina kem-
ur að ráða tvo aðila (t.d. an'nars vegar við-
skiptafræðimenntaðan mann og hins vegar
hjúkrunarfræðing, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa
eða vel menntaðan aðila, sem hefur e.t.v.
eigin reynslu af gigt) í hálft starf hvorn þar
sem annar væri framkvæmdastjóri félagsins.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf
eigi síðar en 1. apríl nk.
Nánari upplýsingar veita formaður félagsins
í síma 611470 og núverandi framkvæmda-
stjóri í síma 30760.
Umsóknir, með ítarlegum upplýsingum um
menntun (m.a. málakunnáttu), aldur og fyrri 1
störf, óskast sendar auglýsingadeild Mþl. eigi
síðar en 28. febrúar nk., merktar: „GÍ- 2000“.
Norræni fjárfestingarbankinn er fjölþjóöleg fjármálastofnun í eigu Noröurlanda. Bankinn veitir lán til fjárfestinga, sem fela ísér norræna hagsmuni, bæöi innan og utan Norö-
urlanda. NIB fjármagnar útlánastarfsemi sína meö lántökum á alþjóölegum fjármagnsmörkuöum og nýtur íþví sambandi besta mögulega lánstrausts, AAA/Aaa. Auk heíö-
bundinna verkefna bankans innan Noröurlanda, veitir NIB lán til landa utan þeirra, auk þátltöku i fjölmörgum verkefnum á sviöi umhverfismála. Heildareignir NIB nema
um 585 milljöröum kr. og árleg útborgun nýrra lána nemur um 50-60 milljöröum kr. Starfsmannafjöldi er alls um 100 manns og starfsmenn bankans eru frá Noröurlöndunum öllum.
Aösetur NIB er t Helsinki, en auk þess er bankinn meö skrifstofu í Kaupmannahöfn.
Umfang þeirrar starfsemi, sem bankinn hefur á hendi hefur vaxiö verulega undanfarin ár, auk tilkomu nýrra verkefna. Af þeirri ástæöu leitum viö nú aö viöbótar starfskröftum til starfa
bæöi á sviöi útlána, innlána og verkefnamats.
NÍB
AÐSTOÐARMAÐUR - INNLÁN
(Handlággare - Uppláning)
AÐSTOÐARMAÐUR - ALÞJÓÐLEG LÁN
(Handlággare - Internationell Utláning)
Alþjóðadeild NIB hefur tekið þátt í fjármögnun verkefna í ca. 20 löndum,
í Asíu, Suður-Ameriku, Afríku og Evrópu. Deildin annast jafnframt stuðing
Norðurlanda við Eystrasaltslöndin auk ýmiss konar þjónustu, sem NIB lætur
systurstofnunum sínum í té, Norræna verkefnaútflutningssjóðnum (NDF)
og Norræna fjármögnunarfélaginu á sviði umhverfismála (NEFCO).
Starfssviðíð verður lánveitingar til verkefna í þróunarlöndum og Austur- og
Mið-Evrópu. Starfið felur í sér undirbúning einstakra mála fyrir lánanefnd og
stjórn NIB, samningaviðræður við væntanlega lántakendur auk eftirlits með
eldri lánssamningum bankans. Starfið krefst ferðalaga viðkomandi starfsmanns
til ofangreindra markaðssvæða.
Þess er krafist að hinn nýi starfsmaður hafi góða menntun og reynslu á sviði
alþjóðlegrar bankastarfsemi eða annarrar alþjóðlegrar fjármálastarfsemi.
Jafnframt er krafist góðrar málakunnáttu i ensku, frönsku eða spönsku auk
sænsku, dönsku eða norsku.
Lántökur NIB á aljijóðlegum fjármagnsmörkuðum gengu vel á árinu 1993 og
naut bankinn í því sambandi m.a. góðs af besta mögulega lánstrausti AAA/Aaa.
Á árinu 1993 var fjármagns aflað á nýjum mörkuðum og í fleiri myntum en áður
í sögu bankans. Heildarlántökur bankans á árinu 1993 námu um 122 milljörðum
kr. og lántökur ársins 1994 verða álíka umtangsmiklar.
Við leitum eftir nýjum starfsmanni í innlánadeild bankans. Starfssviðið er aðstoð
við lántökurá alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum og samræming/samskipti við
útlánadeildir bankans. Starfið er unnið í samráði við yfirmann deildarinnar.
Hinn nýi starfsmaður mun einnig annast ýmiss önnur störf, tengd öflun bankans
á fjármagni til útlána.
Þess er krafist að viðkomandi starfsmaður hafi viðskiptafræðimenntun auk góðrar
málakunnáttu í dönsku, norsku eða sænsku auk ensku.
VERKEFNAMAT Á SVIÐI UMHVERFISMÁLA
(Projektanalytiker - Miljö)
Um er að ræða nýja stöðu innan þeirrar deildar bankans, sem metur áhættu tengda lánveitingurri til einstakra verkefna
og landa. Bankinn hefur í auknum mæli fengisð til meðhöndlunar ýmis verkefni á sviði umhverfismála.
Starfið krefst umfangsmikillar reynslu á sviði verkefnagreiningar og reynslu af eftirliti með alþjóðlegum verkefnum, tengdum
umhverfis- og félagslegum málefnum þeirra. Krafist er góðrar málakunnáttu í ensku auk norsku, dönsku eða sænsku.
Reynsla við val á ráðgjöf á sviði umhverfismála og skipulag eftirlits með stærri verkefnum er æskileg. Reynsla þessu tengd
frá öðrum fjármálastofnunum er kostur.
Norræni fjárfestingarbankinn býður upp á áhugaverð og krefjandi störf í aljijóðlegu umhverfi og góð launakjör.
Ef óskað er frekari upplýsinga um störfin er hægt að hafa samband við eftirtalda aðila hjá NIB í síma +358-0-18001: Eivind Dingstad, bankastjóra, er varðar
alþjóðleg lán, Birgittu Kantola, aðst. aðalbankastjóra eða Þorsteinn Þorsteinsson, bankastjóra er varðar innlán og Oddvar Sten Ronsen, bankastjóra er varðar starf
tengd áhættugreiningu. Auk |:>ess veitir Christer Boije starfsmannastjóri NIB upplýsingar um allar framangreindar stöður.
Umsóknir sem tilgreina hvaða starf sótt er um, skulu hafa borist til NIB í síðasta lagi þann 1. mars 1994 með eftirfarandi áritun: Nordiska Investeringsbanken,
Carola Lehesmaa, PB 249, FIN-00171 Helsingfors, Finland. Merkið umslagið með viðeigandi stöðuheiti.
NORRÆNI FJÁRFESTINCARBANKINN