Morgunblaðið - 20.02.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.02.1994, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR/YFIRUT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1994 ERLENT IIMIMLEIMT Björk verð- launuð BJÖRK Guðmundsdóttir hlaut tvenn verðlaun á Brit-hátíðinni í Bretlandi í vikunni. Hún fékk verð- launin sem besti alþjóðlegi nýlið- inn og sem besta alþjóðlega söng- konan. Voru það tvenn helstu verðlaun hátíðarinnar sem haldin er af hljómplötuútgefendum í Bretlandi ár hvert. Hafna að auka kvóta ÞORSTEINN Pálsson sjávarút- vegsráðherra hafnar hugmyndum um aukna aflaheimild sem fram kom í fyrirspum frá þingmanni Kvennalista. Sagði hann að stjórn- málamenn ættu ekki að láta undan tímabundnum þrýstingi. Ekkert hafi komið fram sem breytti þeim forsendum sem lagðar voru til grundvallar ráðgjöf Hafrann- sóknastofnunnar á síðasta ári og ákvörðunum stjómvalda. Við fyrstu umræðu á Alþingi um stjórnarfmmvarp um stjóm fiskveiða hvöttu nokkrir stjómarl- iðar til þess að skoðaðir yrðu möguleikar á að auka þorskkvóta á yfirstandandi ári. Sjávarútvegs- ráðherra sagði fmmvarpið endur- spegla niðurstöðu nefndar um mótun sjávarútvegsstefnu, að rétt væri að byggja áfram í grundvall- aratriðum á því fiskveiðlstjómun- arkerfi sem mótast hefði á undan- fömum áratug. Deilt um landbúnað HARÐAR deilur hafa verið milli stjómarflokkanna um breytingar sem unnið hefur verið að í land- ERLEIMT Frumkvæði Rússa í Bosníu BOSNÍU-Serbar hófu síðdegis á fimmtudag stórfellda flutninga á þungavopnum frá fjöllunum um- hverfis Sarajevo og vöknuðu þá vonir um ekki reyndist nauðsyn- legt að hefja loftárásir á stöðvar Serba i nágren'ni borgarinnar í samræmi við hótanir aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO). Frestur Serba til að flytja stór- skotalið sitt á brott frá stöðvum sínum í fjalllendinu umhverfis borgina átti að renna út á mið- nætti í dag, sunnudag, en tals- mepn NATO lögðu áherslu á að hótunin hefði ekki verið afturköll- uð. Liðsflutningana hófu Serbar eftir að Rússar höfðu lýst yfír því að þeir væru tilbúnir til að senda allt að 800 manna lið til Sarajevo til að halda þar uppi friðargæslu. Fréttaskýrendur bentu á að þetta frumkvæði rússneskra stjómvalda mætti heita sögulegt þar sem þetta væri í fyrsta skipti frá því að Sovétríkin liðu undir lok sem hið nýja Rússland Iéti til sín taka á alþjóðavettvangi. Milligöngu Rússa var fagnað á Vesturlöndum en talsmenn Bosníu-múslima létu í ljós efasemdir um ágæti þess að rússneskir hermenn héldu uppi friðargæslu í borginni; þeir gætu tæpast talist hlutlausir í Bosníu- deilunni. Landskjálfti á Súmötru TALIÐ er að tæplega 150 manns hafi farist og um eitt þúsund hafi slasast er jarðskjálfti reið yfir eyna Súmötru í Indónesíu á þriðjudags- kvöld að staðartíma. Bandarískir vísindamenn sögðu að styrkur skjálfans hefði mælst 7,2 stig á Richter-kvarða. Viðskiptadeila magnast BANDARÍSKIR embættismenn skýrðu á þriðjudag frá því að til- kynnt yrði um refsiaðgerðir gagn- vart Japönum innan 30 daga þar búnaðarnefnd Alþingis á búvöm- lagafrumvarpi landbúnaðarráð- herra. Segja sjálfstæðismenn að breytingamar séu í samræmi við samkomulag ríkisstjórnarflokk- anna í desember síðastliðnum um meðferð landbúnaðarmála en al- þýðuflokksmenn telja breyting- amar brjóta í veigamiklum atrið- um í bága við samkomulagið. Botnsdalsgöng SÍÐASTA haft í Botnsdals- göngum milli Ísafjarðar og Súg- andafjarðar hefur verið sprent. Heildarlengd ganganna frá munna í Tungudal ísafjarðarmegin að gangamunna í Botnsdal Súganda- fjarðannegin er 4.715 metrar. Samtals hafa verið sprengdir 5.530 metrar frá upphafi en eftir eru 3.150 metrar af göngunum til Breiðadals. Heildarlengd gang- anna verður um 8.700 metrar. Ekkert hefur verið sprengt í Breiðadalsgöngunum síðan í júlí vegna vatnsæðar sem þar opnað- ist. Fiskur til Frakklands FRANSKIR tollverðir hleyptu bíl- um með íslenskan fisk til fisk- vinnslufyrirtækisins Nord Morue í Frakklandi yfir landamæri Frakk(ands og Belgíu. Framvísað var belgísku heilbrigðisvottorði um farm bílanna og tóku tollverð- ir þau góð og gild. Daginn eftir komst bíll í gegn á vegum Iceland- ic France, dótturfyritækis Sölum- iðstöðvar hraðfrystihúsanna í Par- ís. Virðist því sem pólitískur þrýst- ingur sem beitt var í Brussel hafi haft einhver áhrif að mati Lúðvíks Jónssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. eð þeir síðamefndu hefðu ekki staðið við fyrirheit um að heimila innflutning á farsímum. Deila ríkj- anna magnaðist í vikunni en hún er tilkomin sökum óhagstæðs við- skiptajöfnuðar Bandaríkjamanna gagnvart Japönum vegna meintr- ar vemdarstefnu japanskra stjóm- valda. Japanir kváðust ætla að vísa deilunni til GATT-stofnunar- innar og vísuðu á bug ásökunum um óréttmæta viðskiptahætti. Ópi Munchs stolið NORSKIR andstæðingar fóstureyðinga gáfu í skyn á fímmtudag að þeir hefðu stolið einu þekktasta listaverki heims, Ópinu, eftir Edward Munch, úr Ríkis- listasafninu í Ósló á laugardag. Talsmaður þeirra lét að þvl liggja að verkinu yrði skilað ef sýnd yrði í norska ríkissjónvarpinu umdeild mynd um fóstureyðingar. Stuldur- inn þykir með ólíkindum en það tók tvo þjófa aðeins um 50 sekúnd- ur að fjarlægja verkið úr safninu og hafa öryggisráðstafanir þar verið harðlega gagnrýndar. Bretadrottning til Rússlands TILKYNNT var á miðviku- dag ,að Elísa- bet II Breta- drottning myndi síðar á þessu ári halda í opinbera heimsókn til Rússlands. Verður það í fyrsta skipti sem breskur þjóð- höfðingi sækir Rússa heim frá því bolsjevikkar rændu völdum þar eystra árið 1917 og innleiddu kommúnisma. í valdaráninu var Nikulás II keisari og fjölskylda hans tekinn af lífi og mun því heimsókn drottningar marka sögulegar sættir með ráðamönn- um í hinu nýja Rússlandi og kon- ungsfjölskyldum í Evrópu. Yilja ekki ræða hval- veiðamar Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins. HVALVEIÐARNAR eru eina óleysta umhverfisverndarmálið í viðræðum Noregs um aðild að Evrópusambandinu. Þó samninga- menn þess séu tilbúnir til málam- iðlunar þá eru Norðmenn það ekki. Þeir vilja fá að veiða hrefnu svo lengi sem ekki er gengið of nærri stofninum. Laurens Jan Brinkhorst, yfirmað- ur umhverfismálaskrifstofu Evrópu- sambandsins, segir, að lögð hafi ver- ið fram málamiðlunartillaga fyrir Norðmenn en þeir ekki einu sinni haft fyrir því að svara henni. Brink- horst telur heldur ölíklegt, að hvala- málin muni standa í vegi fyrir aðild Noregs að Evrópusambandinu. Evrópusambandið leggur til, að Norðmenn fái að veiða hrefnu í tvö ár eftir aðild en þá verði samið um framhaldið. Jan Henry T. Olsen, sjáv- arútvegsráðherra Noregs, segir aftur á móti, að engin málamiðlun verði rædd, Norðmenn ætli að veiða hrefnu meðan stofninn er í jafnvægi. Reuter IRA kveikir í verslunum íLondon ÞANNIG var umhorfs í bókabúð við Oxford-stræti í gærmorgun eftir eldsvoða þar í fyrrinótt. Aðrar verslanir sem liðsmenn írska lýðveldis- hersins IRA vörpuðu íkveikjusprengjum að í fyrrinótt í miðborg Lond- on urðu ekki eins itla úti. Talið er að IRA hafi látið til skarar skríða vegna fundar bresku og írsku forsætisráðherranna, Johns Majors og Alberts Reynolds, um framtíð Norður írlands í gær. Reynolds sagði að áframhaldandi ofbeldisaðgerðir myndu ekki draga úr ásetningi þeirra Majors að friðaráætlun þeirra næði fram að ganga. Ættingjar Ceausescus seldu hernadarleyndarmál Washington. The Daily Telegraph. BANDARÍSKA varnarmálaráðuneytið greiddi á síðasta áratug ætt- ingjum Nicolae Ceausescu, fyrrum leiðtoga kommúnista í Rúmeníu, um fjörutíu milljónir dollara (tæpa þijá milljarða króna á núvirði) gegn því að fá afhent leynileg sovésk hergögn. Greiðslurnar áttu sér stað á tíu ára tímabili, fram að árinu 1989, er Ceausecu var tekinn af lífi eftir uppreisn, og var féð að hluta greitt inn á banka- reikning í Sviss. Þetta er ekki eina dæmið um greiðslur af þessu tagi, en það er fyrst nú, nokkrum árum eftir að Kalda stríðinu lauk, að bandarískir embættismenn eru reiðubúnir að ræða opinberlega um mál af þessu tagi. Í viðtali við dagblaðið Washing- ton Post greinir Edward Meyer hers- höfðingi, skrifstofustjóri Banda- ríkjahers á árunum 1979-1983, frá því að varnarmálaráðuneytið hafi haft yfir sérstökum sjóði að ráða, sem hægt var að nota til kaupa á sovéskum hergögnum undir borðið. Um fimmtungur sjóðsins fór í vasa Ceausescu-ættarinnar en það voru tveir bræður einræðisherrans sem voru í samskiptum við Bandaríkja- menn. Var annar þeirra varnarmála- ráðherra Rúmeníu. Segir Meyer þennan sjóð hafa verið arðbærustu fjárfestingu Bandaríkjahers og skil- að sér margfalt aftur. í ljós hefur nú komið að ráðamenn í leppríkjum Sovétríkjanna fyrrver- andi voru margir hveijir mjög fúsir til að selja Bandaríkjamönnum leyni- legar upplýsingar. Pólveijar voru duglegastir við að útvega Banda- ríkjamönnum sovésk vígtól og tæki og voru um 150 milljónir dollara greiddar einstaklingum í Póllandi fyrir m.a. loftvarnarkerfi, ratsjár- kerfi, skriðdreka og tundurskeyti. Þá útveguðu Pólveijar þann búnað sem sovéskir hermenn í Afganistan fengu til að veijast hugsanlegri efna- vopnaárás. Ut frá þessum búnaði tókst bandarískum sérfræðingum að meta hversu fullkomin sovésk efna- vopn væru. Hótað dauða fyr- ir að nota selskinn Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunbiaðsins. UNGUR, danskur hönnuður, Michael Lund, hefur fengið að finna fyrir þvi að selskinnsnýting er ekki látin afskiptalaus af dýraverndun- arsamtökum í Englandi. Eftir að hafa hannað selskinnsföt til að sýna á árlegri tískusýningu í London 26. febrúar hefur hann fengið fjölmargar morðhótanir og fer nú huldu höfði. Michael Lund, sem hefur stundað nám við hönnunarskóla í London, fékk boð um að taka þátt í Fashion Circus-sýningunni, sem er árlegur viðburður í breskum tískuheimi og athygli fjölmiðla beinist mjög að. Hann ákvað að hanna flíkur úr sel- skinnum og til þess fékk hann styrk frá Konunglegu Grænlandsverslun- inni, sem lagði honum til efni. Þegar viðfangsefni Lunds spurðist út varð hann fyrir aðkasti frá skólafélögum, auk þess sem honum tóku að berast bréf og símhringingar með sprengju- og morðhótunum. Að ráði skólans, þar sem hann stundar nám, fer Mich- ael Lund nú huldu höfði þar til kem- ur að sýningunni. I viðtali við grænlensku frétta- stofuna í danska útvarpinu sagði Lund að það væri hrikalegt að sjá viðbrögðin við nýtingu selskinnanna, þar sem þau væru eðlilega nýtt. Skinnin væru af fullorðnum dýrum og ættu ekkert skylt við kópadrápin, sem vöktu sem mesta reiði dýra- verndunarsamtaka fyrir nokkrum árum. Staðreyndin væri sú að allir sem kæmu nálægt framleiðslu og nýtingu selskinna yrðu fyrir aðkasti. Undanfarið hefur mikið verið rætt á Grænlandi að gera markaðsátak í sölu selskinna og flíka úr þeim og deilt hefur verið á Grænlandsversl- unina fyrir linkind í þeim málum. Mál Lunds sýnir að það verður á brattann að sækja að vinna þeim markað. Jafnvel í Svíþjóð hefur bor- ið á andúð dýraverndunarsamtaka á flíkum úr selskinni og byggist hún á þekkingarleysi á nýtingu sela, þar sem bæði kjötið og skinnin eru notuð og ekki er um ofveiðar að ræða. "We'd rather go naked than wear fur." ^ Reuter A Evuklæðum BANDARÍSK samtök sem berjast gegn því að loðskinn séu notuð til fataframleiðslu hafa hrundið af stað herferð og á auglýsinga- spjöldum er birt mynd af fimm af frægustu fyrirsætum heims kvik- nöktum undir yfirskriftinni: „Kjósum heldur Evuklæðin en loðfatnað“ H

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.