Morgunblaðið - 20.02.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.02.1994, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1994 KVIKMYNDIR/REGNBOGINN frumsýnir á næstunni kínversku myndina Far vel frilla mín, eða „Farewell My Concubine“, sem sópað hefur til sín verðlaunum á kvikmyndahátíðum um allan heim og þykir líklegust til að hljóta Óskarsverð- launin sem besta erlenda myndin í ár. Ástarsaga í skugga þj óðfélagsbreytinga I KVIKMYNDINNI Far vel frilla mín sem Regnboginn tekur til sýninga á næstu dögum notar kínverski leiksljórinn Chen Kaige samband tveggja karl- manna sem spannar rúm- lega 50 ára tímabii á þess- ari öld til að kanna ýmsa hluti í mannlegum sam- skiptum, og þá ekki sist samkynhneigð. Einnig leit- ast hann við að endur- spegla og varpa Ijósi á ólg- una í kínverskum stjórn- málum og sögu á þessari öld, en þessi viðfangsefni eru af þeim toga sem stjórnvöld i Kína eru ekki tilbúin að viðurkenna. Myndin hefur reyndar ver- ið bönnuð í Kína vegna þess hvemig fjallað er í henni um samkynhneigð og menningarbyltinguna, en hún hefur engu að síður verið sýnd í óþökk stjórn- valda í nokkur skipti og hefur myndast örtröð áhorfenda sem ólmir hafa viljað komast á sýningar. Kínverskar myndir eða myndir þar sem Kína er sögu- sviðið hafa notið mikilla vin- sælda í Bandaríkjunum upp á síðkastið, og hefur Far vel frilla mín farið þar fremst í flokki. Meðal þeirra verðlauna sem myndin hefur hlotið frá því hún var frumsýnd í Hong Kong í byrjun janúar 1993 má nefna að hún var kosin besta myndin á Cannes í fyrra þar sem hún fékk Gullpál- mann ásamt Píanó og nýiega hlaut hún Golden Globe verð- laun erlendra fréttaritara í Hollywood sem besta erlenda myndin á síðasta ári. Þá kusu áhorfendur á kvikmyndahá- tíðinni í Chicago myndina bestu mynd sem sýnd var á hátíðinni, og Los Angeles Film Critics Association, New York Film Critics Circle og Nation- al Board of Review kusu hana bestu erlendu mynd ársins. Síðast en ekki síst hefur myndin verið tilnefnd til Ósk- arsveðlaunanna sem besta erlenda myndin og þykir hún vera nokkuð örugg með að hljóta þau verðlaun. Far vel frilla mín er fímmta mynd kínverska leikstjórans Chens Kaige, og til þess að koma í veg fyrir að kínversk stjóm- völd gætu lagt stein í götu hans við að koma myndinni á framfæri breytti hann upp- runalandi myndarinnar þann- ig að hún hefur verið'mark- aðssett sem mynd frá Hong Kong. Kaige notar lífshlaup tveggja manna til að varpa í smáatriðum ljósi á kínverska sögu þessarar aldar, en leiðir þeirra liggja fyrst saman árið 1925 þegar stríðsherrar ráða ríkjum og Pekingóperan er í blóma. Þeim er næst fylgt til ársins 1937 þegar innrás Jap- ana vofir yfir ög síðan inn í Kína kommúnismans og að lokum menningarbyltingar- innar 1977. Þessar aðalper- sónur myndarinnar sem heita Cheng Dieyi og Duan Xialou hafa frá blautu barnsbeini Samkynhneigður Leikstjórinn Lesleie Cheung leikur hinn samkynhneigða Dieyi í Far vel frilla mín, en umfjöllun um samkynhneigða á ekki upp á pallborðið hjá stjórnvöldum í Kína. Chen Kaige leiksljóri hefur getið sér gott orð fyrir þær kvikmyndir sem hann hefur leikstýrt. helgað sig Pekingóperunni, og í myndinni verða þeir eins- konar spegill samtíðar sinnar. Ungir að árum ganga þeir í sérstakan skóla til að afla sér menntunar sem leikarar við óperuna, og fylgjast þeir síð- an að alla tíð allt frá örbirgð æskuáranna og til bæði frægðar og frama sem þeir ná á óperusviðinu, en í bak- sviðinu er alltaf óendurgoldin ást hins samkynhneigða Di- eyi á Xialou. Sérhæfing þeirra félaga er að leika á hveiju kvöldi sömu hlutverkin í sígildri óperu þar sem Xialou fer með hlutverk konungsins og Dieyi fer með hlutverk hinnar fómfúsu frillu hans, og þegar Xialou gengur að lokum að eiga raunverulega ástkonu sína er óhjákvæmi- legt að dragi að leikslokum. ar menningarbyltingin hafði runnið skeið sitt á enda árið 1976 komst Chen að við kvikmyndaháskólann í Pek- ing. Þaðan útskrifaðist hann árið 1982 og fljótlega gerði hann sína fyrstu kvikmynd, eða árið 1984. Myndir hans vöktu mikla athygli víða um heim, og eftir eftir að hafa lokið við þriðju mynd sína árið 1987 var Chen boðið að verða gistiprófessor við New york University, og þar náði hann samböndum í vestræn- um kvikmyndaheimi sem varð til þess að hann gerði myndina Life On a String árið 1990 með fjármagni frá Þýskalandi og Bretlandi. Óperan í sviðsljósinu Vinirnir Höfundur skáldsögunnar sem Far vel frilla mín er gerð eftir og kvikmyndahandrits- ins heitir Lilian Lee, en hún er vel þekktur rithöfundur í Hong Kong. Frá því hún lauk menntaskólanámi árið 1976 hefur hún starfað sem kenn- ari, blaðamaður og handrits- höfundur bæði fyrir sjónvarp og kvikmyndir. Hún er vin- sæll dálkahöfundur í blöðum og tímaritum sem gefin eru út um gjörvalla Suðaustur- Asíu, og samtals hefur hún skrifað um 30 bækur sem gefnar hafa verið út, en með- al þeirra er „The Last Princ- ess of Manchuria", sem gefin hefur verið út á ensku. Þessa dagana vinnur Lilian Lee að ævisögu Jiang Quing (eigin- konu Maós), og hefur þegar verið ákveðið að Chen Kaige Ieikstýri mynd sem gerð verð- ur eftir henni. I Far vel frilla mín er Pek- ingóperan sá kjami sem söguþráðurinn er spunninn í kringum, en í óperunni eru settar á svið stórkostlegar söngva- og danssýningar með Leslie Cheung og Zhang Fengyi í hlutverkum sínum í Far vel frilla mín, en vin- átta þeirra í rúma hálfa öld og samstarf í óperunni er þungamiðja myndarinnar. miklum sviðsumbúnaði og skrautlegum búningum, en um leið er um mikla sýningu alls kyns fjöllistamanna að ræða. Eins og hundruð ann- arra óperuhúsa í Kína á Pek- ingóperan rætur sínar að rekja langt aftur í tímann þar sem allskonar skrautsýning- ar voru settar á svið til að skemmta keisarahirðinni. í tímans rás hefur kínversk ópera orðið mjög stílfært Iist- form þar sem tungumálið, búningar, förðun, líkamsbeit- ing og augnhreyfingar eru í samræmi við fágaðar leik- húsvenjur í föstum skorðum. Þannig má nefna sem dæmi að þegar persóna á sviðinu gengur um á ákveðinn hátt vita áhorfendur nákvæmlega hvaða tilfinningar verið er að láta í ljósi, og aðrar hreyfíng- ar gefa t.d. til kynna að ver- ið sé að stíga á bak hesti eða undirbúningur fyrir hernað standi yfir. Til eru tvær helstu gerðir kínverskrar óperu, annars vegar bókmenntalegar óperur þar sem söngvar og tal eru þungamiðjan, en hins vegar eru stríðsóperur þar sem áherslan er lögð á miklar fim- leikasýningar. Innihald sýn- inganna spannar allt frá sögu- legum leiksýningum og harm- leikjum til þjóðsagna, gaman- leikja og farsa, og í menning- arbyltingunni var óperan að sjálfsögðu notuð til að koma boðskap kommúnismans á framfæri í búningi aldagam- alla uppreisnarópera. Allt 5 allt eru þekktar um 3.800 óperur sem sýndar eru í Kína í mismunandi búningi og með mismunandi tónlist allt eftir því frá hvaða landshluta við- komandi sýning er. Yfirleitt eru persónurnar í Pekingóperunni, eins og reyndar á við um allar kín- verskar óperugerðir, steyptar í nokkrar gerðir sem helstar eru. Venjulega er leikari æfð- ur frá bamæsku í að sérhæfa sig í tilteknu hlutverki, og það verður síðan það hlutverk sem viðkomandi fer með það sem eftir er ferils hans. Hver persónugerð býr yfir ein- kennandi söngmáta, talsmáta og jafnvel göngulagi, og upp- haflega var talið að helstu persónugerðirnar væru tíu, en síðar var þeim fækkað í aðeins fjórar. Leikstjóri Far vel frilla mín, Chen Kaige, fæddist í Peking árið 1952, og var fað- ir hans kvikmyndagerð- armaður en móðir hans var ritstjóri dagblaðs. Chen fékk. ungur að árum mikinn bók- menntaáhuga, en þrátt fyrir að faðir hans væri vel þekkt- ur kvikmyndagerðarmaður hvarflaði aldrei að Chen að feta í fótspor hans. Á ungl- ingsárunum ienti Chen í hringiðu menningarbylting- arinnar, og starfaði hann við ýmis landbúnaðarstörf áður en hann gekk í herinn árið 1971. Árið 1975 sneri hann aftur til Peking þar sem hann fékk starf sem aðstoðarmað- ur í filmuverksmiðju, og þeg- Chen Kaige hefur lýst Far vel frilla mín þannig að myndin sé ástarsaga tveggja karlkyns leikara og vændis- konu og ástin sem fjallað er um endurspegli þær breyt- ingar sem kínverskt þjóðfé- lag gekk í gegnum á því hálfrar aldar tímabili sem myndin flallar um. Hann segir að áhugaverðasta per- sóna myndarinnar að sínu mati sé Cheng Dieyi, en í veröld hans, sem sé á mörk- um draums og raunveru- leika, lífsins og ríkisbákns- ins, lífs og dauða og jafn- framt á mörkum kynjanna, séu skilin á milli hins raun- verulega og ímyndunarinnar oftast nær heldur ógreinileg. Hann þurfi að tengja saman raunveruleikann og lífið í óperunni, ogþegar áhorfend- ur verði vitni að sjálfseyð- ingu hans nálgist það að vera eins og stórkostlegt leikrit. Með því að yfirgefa leiksviðið og sameinast fjölci- anum í hinu hversdagslega lífi sé persóna af þessu tagi dæmd til einmanaleika og einangrunar, en einmitt af þessum sökum sé hinn barnalega einlægni hans og jafnframt gallar og afbrýði- semi þrungin bæði stórkost- legri fegurð og raunsæi. f-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.