Morgunblaðið - 20.02.1994, Page 7

Morgunblaðið - 20.02.1994, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1994 7 Verkamannafélagið Dagsbrún um atvinnuástandið r Lýsir yfir neyðarástandi í atvinnumálum verkafólks „VERKAMANNAFÉLAGIÐ Dagsbrún lýsir yfir neyðarástandi á fé- lagssvæði sínu vegna stigvaxandi atvinnuleysis ófaglærðs verka- fólks. Dagsbrún krefst þess að nú þegar verði sett í gang neyðaráætl- un sem keyri hjól atvinnulífsins af stað með góðu og illu,“ segir í ályktun sem samþykkt. var á fundi stjórnar Dagsbrúnar nýlega. í ályktuninni segir ennfremur að Dagsbrún sé tilbúin til samstarfs við hvern þann aðila sem hefur vilja, getu og vald til að koma í veg fyr- ir píslagöngu fátæktar og örbirgðar þúsunda manna, kvenna og barna. Það sé fæðingaréttur hvers íslend- ings að fá að vinna fyrir sér og sínum með afli hugar og handa. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, segir að at- vinnuleysi meðal Dagsbrúnar- manna sé nú hlutfallslega meira en nokkru sinni fyrr. Um 670 eru nú án vinnu af rúmlega fjórum þúsund- um félagsmanna sem virkir eru á vinnumarkaði, eða yfir 16%. Dagsbrúnarmenn átelja stjónvöld harðlega fyrir að hafa látið atvinnu Netaveiðar leyfðar utan bannsvæðis í REGLUGERÐ sjávarútvegs- ráðuneytisins um friðun hrygn- ingarþorsks á vetrarvertíð 1994 eru allar fiskveiðar bannaðar á stóru svæði fyrir Suður- og Vest- urlandi frá 11. til 26. apríl, að viðbættu þriggja sjómílna svæði frá fjörumarki fyrir Norður- og Austurlandi. Bannsvæðið er hið sama og sett var á um síðustu páska en að þessu sinni verða netaveiðar leyfðar utan bannsvæðisins. Allar veiðar, að hrognkelsa-, hörpudisk- og ígul- keraveiðum undanskildum, verða bannaðar á svæðinu. í fyrra voru veiðar innan þriggja sjómílna frá fjörumarki bannaðar á einstaka svæðum en nú gildir bannið fyrir öllu Norður- og Austurlandi, að tillögu Hafrann- sóknastofnunar. Reglugerðin var sett að tiilögu Hafrannsóknastofnunar að höfðu samráði við hagsmunasamtök í sjávarútvegi. fnðfinns Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 BLÓMVÖNDURINN HLBÚINN FYRIR KONUDAGINN. drabbast niður á flestum sviðum. Hvers konar verklegar hugmyndir eru nú í algeru lágmarki og sam- dráttur í flestum greinum. Þannig hefur útgerðinni leyfst það um langt skeið að flytja frystingu sjávarafla í sívaxandi mæli út á sjó og fisk- vinnsluna úr landi þannig að fisk- vinnslan verður í sívaxandi mæli að treysta á landanir rússneskra fiskiskipa. Þá sé íslenskur skipa- smíðaiðnaður í rúst en bæði nýsmíð- ar og viðgerðir fyrir íslensk útgerð- arfélög fari nú fram að stærstum hluta erlendis og fiskveiðisjóði leyf- ist að sýna fyrirlitningu og hunsa tilmæli iðnaðarráðherra um að sjóð- urinn láni aðeins fé til nýsmíða og viðgerða sem framkvæmdar eru hér á landi. i J& Aloa Vera - Blómafrjókorn Drottingahunang - Propolis Pantanir og upplýsingar í síma 74987 til kl. 22 00 Thailand, litríkt ævintýri! Thailand er ekki lengur eins fjarlægt og þú heldur. Ferð í 13 daga til Thailands með dvöl á Royal Cliff Bay Resort lúxushótelinu býðst nú á mjög hagstæðu verði. Á hótelsvæðinu er að finna úrvals strendur, sundlaugar, dýrindis veitingastaði auk góðra verslana og íþróttasvæða. Margir möguleikar eru á ferðum um Thailand en einnig gefast möguleikar á stuttum ferðum frá Bangkok til nágrannalandanna Laos, Kampútseu __|f 4 og Víetnam. Verð frá 86.610 kr.* Nýr og glæsilegur ferðabæklingur um Asíu. Komið og fáið eintak. Hagstæðar ferðir bjóðast einnig til Penang í Malasíu og dvöl á lúxushóteli í 13 daga. Verð frá 108.310 kr.* Hafðu samband við söluskrifstofu SAS eða Flugleiða eða ferðaskrifstofuna þína. SAS, sími 622211. Flugleiðir, sími 690300. *lnnifalið í verði: Flug, gisting fyrir einn í 2ja manna herbergi í 10 nætur og flugvailarskattur. M/SAS FLUGLEIÐIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.