Morgunblaðið - 05.03.1994, Qupperneq 1
64 SIÐUR B/LESBOK
STOFNAÐ 1913
53. tbl. 82. árg.
LAUGARDAGUR 5. MARZ 1994
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Færeyingar hlýða kröfum Dana
Lögþingið sam-
þykkir kvótalög
Þórshöfn. Frá Grækaris Djurhuus Magnussen, fréttaritara Morgunblaðsins.
FÆREYSKA lögþingið samþykkti síðdegis í gær lög um framseljan-
lega kvóta innan færeyskrar landhelgi. Utgerðarmenn hafa ákveðið
að leggja togurum sínum vegna óánægju með lögin og er búist við
að allur togaraflotinn verði kominn í höfn í dag. Marita Petersen,
lögmaður Færeyja, vísar á bug fregnum um að færeyska landstjórn-
in hafi logið að dönsku stjórninni til að fá hana til að fallast á að
endurfjármagna erlend lán Færeyinga.
Sautján þingmenn studdu frum-
varpið, sem þurfti sextán atkvæði
til að verða að lögum. Hart var deilt
um frumvarpið við þriðju og síðustu
umræðuna vegna kröfu dönsku
stjórnarinnar um að setja heildar-
kvóta, sem kemur einkum niður á
togurunum. Meirihlutanum á lög-
þinginu tókst þó að lokum að ná
samkomulagi um heildarkvóta og
samið var um að hluti línubátakvót-
ans yrði fluttur yfir á togarana.
Togararnir sigla í höfn
Samtök færeyskra togaraútgerð-
armanna eru enn óánægð með lögin
um framseljanlega kvóta þótt togar-
arnir fengju hluta af línubátakvótan-
um. Emil Nolsoe, formaður samtak-
anna, sagði eftir að lögin voru sam-
þykkt að öllum togurunum hefði
verið skipað að sigla í höfn. „Og öll
skipin hafa tekið trollin inn og eru
nú á leiðinni í land,“ sagði Nolsoe.
Búist er við að allir togararnir verði
komnir í höfn fyrir hádegi í dag.
Aðspurður um hvað væri að lög-
unum um framseljanlega kvóta sagði
Nolsoe að lögin í heild væru óviðun-
andi.
Stjórnin sver af sér lygi
Færeyska sjónvarpið sakaði í
fyrrakvöld Maritu Petersen og land-
stjórnina um að hafa logið að dönsku
stjórninni til að fá hana til að leggja
blessun sína yfir málamiðlun um
framseljanlegu kvótana. Danska
stjórnin hafði sett framseljanlega
kvóta sem skilyrði fyrir endurfjár-
mögnun erlendra lána Færeyinga.
Sjónvarpið sagði að í greinargerð
sem landstjórnin sendi Dönum hefði
því meðal annars verið haldið fram
að þegar hefði verið hafist handa
við að lækka tekjutryggingu sjó-
manna. Sjónvarpið sagði að það
væri ekki rétt og að sú stofnun sem
þyrfti að breyta tekjutryggingunni
vissi ekki enn hvaða breytingar ætti
að gera.
Landstjórnin gaf út fréttatilkynn-
ingu síðdegis í gær þar sem hún
vísar þessu á bug. „Lesi menn grein-
argerðina ættu þeir ekki að vera í
neinum vafa um að talað er um fyrir-
hugaðar breytingar, sem eftir er að
móta,“ sagði í tilkynningunni.
Bresku stj óminni heim-
ilað að gangsetja THORP
Óþolandi og í andstöðu við allar siðmenntaðar þjóðir að hefja starf-
semi í THORP, segir Össur Skarphéðinsson umhverfisráðherra
London. Reuter.
„ÞETTA er svartur dagur fyrir
okkur sem barist höfum fyrir
að halda höfunum hreinum. Ég
er fyrst og fremst hryggur og
geri Bretar alvöru úr því að
hefja starfsemi í THORP er það
skammarlegt. Komi sú krafa
fram að haldinn verði sérstakur
Lýðræðissinnar
handteknir í Kína
Peking. Reuter.
EINN þekktasti andófsmaður Kína, Wei Jingsheng, var handtekinn
í gær í aðgerðum lögreglunnar gegn andófsmönnum. Þær eru tald-
ar tengjast því að aðeins er vika þar til heimsókn utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, Warrens Christophers, til Kína hefst en ráð-
herrann hyggst þrýsta á Kínversk sljórnvöld um að gera bragarbót
í mannréttindamálum, ella séu viðskiptasamningar landanna í
hættu.
Wei varð holdgervingur kín-
versks andófs þau fjórtán ár sem
hann sat í fangelsi fyrir skoðanir
sínar en hann var látinn laus í sept-
ember sl. Hann hafði í gær sam-
band við vin sinn í andófshreyfing-
unni og sagðist vera í haldi á lög-
reglustöð og bað um að áætlunum
hans næstu vikuna yrði frestað.
Kínversk yfirvöld vilja ekkert
láta hafa eftir sér um Wei, en hafa
Jingsheng
hins vegar stað-
fest að þrír aðrir
andófsmenn hafi
verið handteknir.
Þá hafa tveir and-
ófsmenn til við-
bótar sagt að þeir
hafi verið teknir
höndum í síðustu
viku en síðan látn-
ir lausir..
aukafundur aðildarríkja París-
arsáttmálans um varnir gegn
sjávarmengun munum við styðja
hana,“ sagði Össur Skarphéðins-
son umhverfisráðherra í samtali
við Morgunblaðið um þá ákvörð-
un bresks dómara frá í gær að
hafna þeirri kröfu umhverfis-
verndarsamtakanna Greenpe-
ace og sveitastjórna í vestur-
hluta Englands að haldnar verði
opinberar vitnaleiðslur vegna
áforma sljórnvalda um að hefja
rekstur kjarnorkuendurvinnslu-
stöðvarinnar THORP í Sellafi-
eld. Sagði dómarinn ríkissljórn-
ina ekki hafa þurft að láta opin-
bera rannsókn fara fram áður
en hún tók ákvörðun um að
gangsetja stöðina. Er bresku
stjórninni því heimilt að gang-
setja THORP-stöðina.
I verksmiðjunni er ætlunin að
endurvinna kjarnorkuúrgang í nýt-
anlegt úraníum og plútoníum.
Stjórnvöld á íslandi, öðrum Norð-
urlöndum og Irlandi hafa mótmælt
þessum áformum breskra stjórn-
valda vegna mengunarhættu af
völdum THORP. Bresk stjórnvöld
segja hættuna hins vegar vera litla
sem enga.
Rekstraraðili THORP, British
Nuclear Fuels, fagnaði niðurstöð-
unni og sagði að þegar lægju fyrir
pantanir að andvirði níu milljarðar
punda frá níu ríkjum. Upphaflega
var ákvörðun tekin um byggingu
stöðvarinnar í kjölfar olíukreppunn-
ar á fyrri hluta áttunda áratug-
arins, er talið var að notkun kjarn-
orku myndi halda áfram að aukast
verulega.
í frétt frá Greenpeace segir að
samtökin hafi höfðað málið þar sem
þau teldu bresk stjórnvöld hafa
brotið lög með því að veita THORP
starfsleyfi án þess að fram hafi
farið opinber rannsókn á umhverfis-
áhrifum af völdum hennar. Segir
að með gangsetningunni muni
magn geislavirkra efna, sem losuð
verða út í andrúmsloftið, aukast um
1.100% og í sjó um 900%.
Málið verður til umræðu á þingi
Norðurlandaráðs í Stokkhólmi í
næstu viku og einnig hefur ríkis-
stjórn írlands lagt til að haldinn
verði sérstakur fundur aðildarríkja
Parísarsáttmálans sem fyrst. Tvö
aðildarríki til viðbótar verða að
styðja þá kröfu til að boðað verði til
fundarins.
Össur til fundar við Gummer
Össur Skarphéðinsson er á leið
í opinbera heimsókn til Bretlands
og sagðist þá myndu taka málið
upp við John Selwyn Gummer um-
hverfisráðherra. „Ég mun kynna
honum afstöðu íslendinga. Það er
á engan hátt þolandi að hefja starf-
semi í THORP og það yrði gert í
andstöðu við allar siðmenntaðar
þjóðir sem barist hafa gegn mengun
í höfunum,“ sagði Össur.
Fisksölu-
deila ieyst
Washington. Reutor.
MICKEY Kantor, viðskiptafulltrúi
Bandaríkjastjórnar, sagði seint í
gærkvöldi að samkomulag hefði
náðst um lausn deilunnar um fisk-
innflutning til Frakklands.
Kantor sagði að innflutnings-
hömlur yrðu úr sögunni og viðskipt-
in með fisk yrðu komin í eðlilegt
horf á mánudag.