Morgunblaðið - 05.03.1994, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 05.03.1994, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARZ 1994 Morgunblaðið/Ámi Sæberg Bjargvætturinn í Garði HINN nýi trukkur Björg-unarsveitarinnar Ægis í Garði er framleidd- ur í Rússlandi, en keyptur hingað frá Þýskalandi. Björgunarsveitin Ægir í Garði Keypti trukk á innan við eina milljón króna Verkefnaskortur blasir við Aðalverktökum á næsta ári VERKEFNI íslenskra aðalverktaka á þessu ári verða ekki nema um 60% að umfangi af þeim framkvæmdum sem tíðakst hefur hjá fyrirtækinu. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins verður árið í ár ekki verra verkefnalega séð fyrir Aðalverktaka en liðið ár. Hins vegar mun blasa .við verkefnaskortur þegar nálgast fer mitt næsta ár, þar sem varnarliðið í Keflavík mun ekki huga á neinar nýjar framkvæmdir, þegar þeim verkefnum sem nú hafa verið sett á dagskrá eða eru þegar hafin, hefur verið lokið. BJÖRGUNARSVEITIN Ægir í Garði hefur keypt til lands- ins frá Þýskalandi rússnesk- an sex hjóla trukk, Ural, sem sveitin hyggst nota við störf sín. Að sögn Ásgeirs Hjálm- arssonar er kostnaður við bif- reiðina rétt innan við eina milljón króna, það eina sem eigi eftir að setja í hann séu talstöð og annar fjarskipta- búnaður. Ásgeir segir að trukkurinn hafi reynst mjög vel, en björgunar- sveitin hefur verið að prufukeyra hann undanfarið. „Ég held að hann komist allt,“ segir hann. „Þetta er algjör bylting fyrir sveit- ina.“ Trukkurinn hefur hlotið nafnið Bjargvætturinn, er árgerð 1988, en Asgeir segir að hann hafi einungis verið ekinn um 4.000 kílómetra þegar hann var keyptur. Bjargvætturinn er með 210 hestafla, átta strokka vél og með drifi á öllum sex hjólunum. Hægt er að hleypa lofti úr dekkjunum og dæla í þau aftur innan úr stýris- húsinu og aftan á trukknum er sjö tonna spil. Alls tekur hann 14 manns í sæti. í Bjargvættinum er allur búnaður sem nauðsynlegur er í björgunarbíla. Keyrt í 1,70 m djúpu vatni Ásgeir segir að Bjargvætturinn eigi að geta farið í vatn sem er allt að 1,70 m djúpt, hjólin séu 1,24 m á hæð og 0,45 metrar séu undir lægsta punkt. Trukkurinn er 3,10 m á hæð. Hann segir að Slysavamafélagi íslands hafi verið boðnir tíu svona trukkar til kaups, menn hafí mikið velt fyrir sér hvort ætti að kaupa þá en Ægir hafí riðið á vaðið, enda hafí verðið verið mjög hag- stætt því að björgunarbifreiðar sem eru í notkun hér nú kosti allt að þrjár milljónir króna. Forsvarsmenn fyrirtækisins munu hafa miklar áhyggjur af því hvað taki við hjá Aðalverktökum þegar eftir næstu áramót, en þó einkum eftir mitt ár 1995 og því er nú lagt höfuðkapp á að kanna möguleika á alþjóðlegri verktöku á vegum íslenskra aðalverktaka. Mun ekki síst horft til Evrópu í þeim efnum. M.a. þess vegna hafa ís- lenskir aðalverktakar verið að tengja sig inn á Evrópuútboðsbank- ana að undanfömu. Morgunblaðið hefur upplýsingar um að forsvarsmenn Áðalverktaka horfi ekki síst til þeirra möguleika á verktöku sem með gildistöku samninganna um Evrópskt efna- hagssvæði ættu að hafa opnast. Gera menn sér í hugarlund að á næstu fímm til sex vikum muni verkefnastaðan skýrast, að því leyti hvaða möguleikar séu á verktöku og samkeppni við evrópsk verktaka- fyrirtæki. Starfsmönnum fjölgað í sumar Liðlega 300 manns starfa nú hjá Aðalverktökum og þegar vorið nálgast verður um einhveija fjölgun starfsmanna að ræða, þannig að yfir sumarmánuðina gæti starfs- Ekki liggja fyrir nákvæmir út- reikningar á áhrifum dómsins en samkvæmt honum eiga flugumferð- arstjórar inni um það bil 14% launa- hækkun í áföngum á tímabilinu. Upplýsingar Morgunblaðsins mannaíjöldinn nálgast 400 manns, þar sem talsvert mikil malbikunar- verkefni bíða fyrirtækisins í sumar. Áætlað er að framkvæmdir verði á þessu ári fyrir upphæð sem nem- ur 35 til 36 milljónum dollara, eða um 2,5 til 2,6 milljaörðum króna. Þegar umsvif Aðalverktaka fyrir vamarliðið á Keflavíkurflugvelli hafa verið hvað mest, hefur verið framkvæmt fyrir um 60 milljónir dollara, eða um 4,3 milljarða króna. Ljóst er af þessu, að umtalsverður samdráttur hefur orðið í fram- kvæmdum á vegum vamarliðsins. herma að ekki sé fjarri lagi að ætla að flugumferðarstjóri á með- allaunum stéttarinnar eigi inni nálægt því eina milljón króna vegna málsins auk þess sem laun hans hækka um nær 14%. Umsóknir um stöður bankastjóra í Seðlabanka Islands eru 358 talsins Beðið með upplýsingar um nöfn að beiðni ráðherra Steingrímur Hermannsson skilaði viðskiptaráðherra umsókn sinni Ágúst Einarsson sagði í gær að hann hefði ákveðið að verða við þessari ósk viðskiptaráð- herra, þar sem hann hefði óskað eftir því að hann ætti kost á því, þegar umsóknarfrestur væri liðinn og áður en bankaráð myndi hefja umflöllun um umsækjendur, að æskja umfjöllun- ar ráðsins um fleiri einstaklinga sem til greina gætu komið en þá sem skilað hefðu umsóknum til bankaráðs. „Þetta er ósköp eðlileg málsmeð- ferð. Við erum að gera tillögu til ráðherra og það eru fordæmi fyrir því í sögu Seðlabankans að ráðherrar hafí haft frumkvæði eða komið með ábendingar varðandi menn í stöður,“ sagði Ágúst. Ágúst sagði að ráðið myndi koma saman til fundar á mánudag og þá hæfíst umfjöllun þess um umsóknirnar. A þeim fundi yrði ákveðið með hvaða hætti sú umijöllun færi fram. Ágúst sagði að ekki lægi fyrir hversu langan tíma við- skiptaráðherra ætlaði sér, til þess að koma fram með sínar ábendingar, en hann kvaðst telja að það hlyti að verða fljótlega. Ágúst upplýsti jafnframt að konur væru með- al umsækjenda, en hversu margar vildi hann ekki upplýsa. Morgunblaðið hefur upplýsingar um að Edda Helgason sé meðal umsækjenda. BANKARÁÐ Seðlabanka íslands hafði feng- ið 31 umsókn um bankastjórastöður í Seðla- banka í sínar hendur, síðdegis í gær, auk þeirra 327 umsókna sem nemendur Mennta- skólans við Hamrahlíð höfðu lagt inn. Sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðsins skilaði Steingrímur Hermannsson, formaður Fram- sóknarflokksins, sinni umsókn til Sighvatar Björgvinssonar viðskiptaráðherra. ^ Við- skiptaráðherra óskaði eftir því við Ágúst Einarsson, formann bankaráðsins, í gær að hann upplýsti ekki um nöfn umsækjenda, fyrr en honum hefði gefist ráðrúm til þess að óska eftir umfjöllun ráðsins um ákveðna einstaklinga. Talið er að viðskiptaráðherra muni óska umfjöllunar ráðsins um tvo til þrjá einstaklinga, þar á meðal Steingrím Hermannsson. Sighvatur Björgvinsson, viðskiptaráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ekki lægi fyrir hvenær tekin yrði ákvörðun um hveij- ir yrðu skipaðir í stöður seðlabankastjóra, en hann kvaðst þó telja að það yrði að gerast fyr- ir 11. apríl, en þá hættir Jón Sigurðsson og tekur við starfí aðalbankastjóra NIB (Norræna § árfestingabankans). Umsóknir BJÖRN Tryggvason, aðstoðarbankasljóri Seðlabankans og Ágúst Einarsson, formaður bankaráðs með umsóknir sem borist höfðu. 100 millj. til flug- umferðar slj óra? TALIÐ er að um það bil 100 flugumferðarstjórar í landinu eigi inni allt að 100 miiyónir króna í vangoldnum launum, í lýölfar Hæstaréttardóms þar sem því var hafnað að bætur til þeirra vegna skertra ævilauna í kjölfar 60 ára eftirlaunaaldurs hefðu fallið undir bráðabirgðalög sem fyrrverandi ríkisstjórn setti í kjölfar þjóðarsáttarsamninganna 1990. í dag Úrbætur i atvinnumálum Ráðið verður í 170 störfhjá Reykja- víkurborg í mars og enn fleiri til viðbótar á næstu mánuðum 7 MS 25 ára_____________________ Nemendur og starfslið Menntaskól- ans við Sund halda upp á 25 ára afmæli skólans í dag 17 Ráðist á Harding______________ Óþekktur maður réðst á banda- rísku skautadrottninguna Tonyu Harding í almenningsgarði í Port- land 22 Leiðari Árangur 1993 24 Nord fótóart í Varsjá Menning/Listir ► Tónleikar helgarinnar Heimsfrægur baritonsöngvari á ísland - Suzanne Brogger líka - Trommari semur balletttónlist Lesbók ► Oddur sterki af Skaganum - Hin nýja söguskoðun - Islending- ur í Amsterdam - Arkitektúr: Golfskáli í Hafnarfirði - ísfískur og póstur til Englands 1895. Samþykkt ríkisstjómar í gærmorgnn Háskólinn geri út- tekt á ESB-aðild RÍKISSTJORNIN samþykkti í gær tdlögu utanríkisráðherra að Há- skóla íslands verði falið að gera fræðilega úttekt á kostum og göllum aðildar íslendinga að Evrópusambandinu. Samkvæmt tillögunni verður stofnunum Háskólans falið að gera fræðilega könnun á áhrifum ESB- aðildar íslands. Þannig geri Laga- stofnun úttekt hvemig slík aðild sam- rýmist fullveldinu, Hagfræðistofnun úttekt á efnahagslegum áhrifum og Sjávarútvegsstofnun geri úttekt á sameiginlegri fiskveiðistefnu sam- bandsins. Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra sagði við fréttamenn eftir ríkisstjómarfundinn, að úttektinni eigi að vera lokið á vordögum. Síðan sé áformað að fulltrúar samtaka at- vmnuveganna skoði málið frekar á grundvelli úttektarinnar. Hann tók það fram, að sú stefna íslenskra stjomvalda hefði verið mótuð fyrir alllöngu um að í framhaldi af samn- íngnum um Evrópska efnahagssvæð- íð, myndi ísland ekki slást í hóp þeirra EFTA-ríkja sem nú em að semja um aðild að ESB.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.