Morgunblaðið - 05.03.1994, Blaðsíða 5
Aukið verðmæti
fiskeldisafurða
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARZ 1994
5
Heildar-
sala tæpur
milljarður
VERÐMÆTI útfluttra fiskeldisaf-
urða hefur ekki orðið meira en á
árinu 1993, eða um 810 milljónir
króna. Flutt voru út um 2.251
tonn af laxi og silungi. A innan-
landsmarkað fóru u.þ.b. 400 tonn
af laxi og silungi að verðmæti um
160 miHjónir króna, eða alls rúm-
ar 970 milljónir króna. Framleidd
voru tæplega 6 milljón gönguseiði
í 75 fiskeldis- og hafbeitarstöðv-
um á seinasta ári, og fóru rúm-
lega 3,6 milljón gönguseiði í haf-
beit en tæplega 2,3 milljónir í
áframeldi, samkvæmt samantekt
Veiðimálastofnunar.
Fiskeldis- og hafbeitarstöðvar slá-
truðu 2.844 tonnum af óslægðum
laxi í fyrra og þar af komu 496 tonn
úr hafbeit en framleiðsla af hafbeit-
arlaxi hefur ekki orðið meiri frá
1989. Auk þess varð mesta aukning
í framleiðslu á silungi í fyrra frá
upphafi, eða um 566 tonn á móti
197 tonnum árið 1989.
2.400 tonn af laxi í ár
Veiðimálastofnun skýrir fram-
leiðsluaukningu á silungi með því að
fyrirtæki hafa í auknum mæli hafið
eldi á silungi á kostnað laxeldis, en
silungseldi er stundað bæði í landeld-
isstöðvum og kvíaeldisstöðvum. Mest
var slátrað af bleikju eða rúmlega
340 tonnum, því næst 221 tonni af
af regnbogasilungi og 5,2 tonnum
af urriða. Framleidd voru tæplega
1,2 milljón gönguseiði af silungi.
Á þessu ári er áætlað að framleidd
verði 2.400 tonn af laxi til slátrunar
í eldisstöðvum og að um 550 tonn
endurheimtist úr hafbeit. Áætlað er
að slátra um 590 tonnum af silungi.
----------♦ ♦ ♦----
Fryst loðnuhrogn
Verðmæti
á annan
milljarð
SAMIÐ hefur verið um sölu á
meira en 6.000 tonnum af frystum
loðnuhrognum og gæti útflutn-
ingsverðmæti þeirra numið allt
að 1,2 til 1,5 milljörðum króna.
Sölumenn loðnuafurða, sem rætt
var við í vikunni, tóku skýrt frain
að enn væru margir óvissuþættir
sem sett gætu strik í reikninginn.
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna
(SH) hefur gert samninga um sölu
á 5.000 tonnum af frystum loðnu-
hrognum, samkvæmt upplýsingum
Jóns Magnúsar Kristjánssonar
markaðsstjóra. Aðalsteinn Gott-
skálksson, forstöðumaður fram-
leiðslusviðs íslenskra sjávarafurða
(ÍS), sagði að búið væri að ganga
frá sölu á allri framleiðslu fyrirtæk-
isins og reiknað hann með að hún
gæti orðið á bilinu 800 til 1.000
tonn. Aðalsteinn taldi að söluverð-
mætið (fob) gæti orðið 200 og allt
upp í 250 milljónir króna. Auk SH
og ÍS eru fleiri aðilar sem flytja út
fryst loðnuhrogn.
Almennt er reiknað með verð-
hækkun frá í fyrra, en þá fengust
innan við 150 krónur fyrir kíló af
frystum hrognum. Reiknað er með
að nú fáist yfir 200 krónur fyrir
kílóið og heyrðust tölur um allt upp
í 250 krónur nefndar.
Það eykur mönnum bjartsýni að
íslendingar eru nú einir um markað
fyrir fryst loðnuhrogn í Japan. Árs-
neysla þar í landi á loðnuhrognum
er á milli 4 og 5 þúsund tonn. Sölu-
menn loðnuafurða sem blaðið ræddi
við tóku mönnum vara við of mikilli
bjartsýni, nú þegar frysting loðnu-
hrogna er rétt að hefjast. Margt
gæti haft áhrif á útkomuna.
VOLVO 400 LÍNAN '94
ÞAÐ ER ÓTRÚLEGT EN SATT AÐ ÞÚ GETUR KEYPT
FRAMHJÓLADRIFINN VOLVO HLAÐINN BÚNAÐI Á
1.498.000 KR. KOMINN Á GÖTUNA.
FRA:
1.498.000 kr.
KOMINN Á GÖTUNA!
Vökvastýri • samlæsing • veitistýri • rafknúnir speglar
2,0 lítra vél • plussáklæði • fellanlegt sætisbak
bílbeltastrekkjarar • sjálfvirk aðlögun belta • fjölmargar