Morgunblaðið - 05.03.1994, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARZ 1994
7
Tillösfur um úrræði í atvinnumálum hjá Reykjavíkurborg
Jafnréttisnefnd yrði jafnframt
heimilt að auglýsa sérstaklega eftir
átaksverkefnum fyrir konur.
Samstarf
Guðrún Ágústsdóttir, Alþýðu-
bandalagi, lagði fram viðaukatil-
lögu um að borgarstjórn samþykkti
að leita eftir samstarfí við atvinnu-
rekendur og verkalýðsfélög í borg-
inni um skipun fastanefndar sem
hefði þau verkefni að fylgjast með
sveiflum í atvinnulífi. Áuk þess að
koma á reglulegu samstarfi við ein-
staka atvinnurekendur um upplýs-
ingastreymi að því er varðar rekst-
ur fyrirtækja og mannafla. Enn
fremur að vinna með þessum aðilum
að gerð tillagna í atvinnumálum og
að stefnumótun til lengri og
skemmri tíma og loks að hafa skipu-
legt samráð við sveitarstjórnir á
höfuðborgarsvæðinu um atvinnú-
mál.
er ódýr og örugg
leið til að kynnast
nýju fólki.
Með einu símtali getur þú á
þægilegan og skemmtilegan
hátt hlustað á skilaboð frá
fólki í leit að félagsskap.
Vertu með á
SÍMAstefnumótinu.
Verð 39.90 kr. mínútan.
SÍMAstefnumðt
99 1895
Á NÆSTIJ vikum verður ráðið
í 170 störf á vegum Reykja-
víkurborgar og í apríl er gert
ráð fyrir að lokið verði við ráðn-
ingu í samtals 380 störf, í maí
í samtals 570 störf og í 662 störf
samtals í júní. Þetta kom fram
í ræðu Markúsar Arnar Antons-
sonar borgarsljóra er hann
mælti fyrir tillögu sinni um úr-
ræði í atvinnumálum á fundi
borgarstjórnar á fimmtudag.
Tillagan var samþykkt sam-
hljóða með öllum greiddum at-
kvæðum en fulltrúar minnihlut-
ans mæltu fyrir viðaukatillög-
um sem samþykkt var að vísa
til borgarráðs.
Borgarstjóri lagði áherslu á að
samráð hafi verið haft við verka-
lýðshreyfinguna um framkvæmd
átaks í atvinnumálum í borginni.
Fyrir lægi listi yfir þau átaksverk-
efni sem til greina koma en sá listi
væri ekki endanlegur og gæti átt
eftir að taka breytingum. Fram kom
að auk þeirra ráðninga sem fyrr
er getið yrði ráðið i 200 störf á
vegum borgarinnar til'sumarafleys-
inga.
Síðar í umræðunni kom fram hjá
borgarstjóra að gert er ráð fyrir
að skipting ráðninga verði þannig
að ráðnir verða 900 úr hópi ófag-
lærðra, 250 úr hópi lærðra og 60
úr hópi háskólamenntaðra.
Naglasúpa
Sigrún Magnúsdóttir, Framsókn-
arflokki, sagðist fagna framkom-
inni tillögu borgarstjóra um úrræði
í atvinnumálum. Hún gagnrýndi til-
löguna og líkti henni við naglasúpu
að hluta, þar sem borgin kæmi með
naglann en öðrum væri ætlað að
leggja til efni í súpuna. Sigrún vék
að Átvinnuleysistryggingasjóði og
sagðist ekki skilja tilgang hans.
Sveitarfélögum væri ætlað að
leggja honum til fé sem sjóðstjórnin
ráðskaðist síðan með og segði til
um hversu mikið fengist endur-
greitt og til hvaða verkefna. Vildi
hún helst leggja hann niður og að
borgin hætti að greiða sinn hlut.
Borgaryfirvöld gætu þá sjálf ráðið
í hvaða verkefni yrði ráðist.
Jafnræði
Guðrún Ögmundsdóttir, Kvenna-
lista, lagði fram viðaukatillögu um
að samþykkt verði að tryggja jafn-
ræði kynjanna í átaksverkefnum
borgarinnar. Jafnréttisnefnd yrði
falið að skoða hugmyndir þær og
umsóknir sem fram komu í átaks-
verkefnum fyrir konur, sem félags-
málaráðuneytið stóð fyrir á síðast-
tiðnu ári og ekki var veitt fé til.
Það er langur laugardagur í
verslun okkar að Sætúni 8 í dag.
Þess vegna viljum við bjóða íólk
velkomið að koma og skoða í
rólegheitum fjölbreytt úrval hluta
til fermingargjafa. Verslunin er
opin í dag ld. 10 - 16 og að
sjálfsögðu verður heitt á könnunni.
Heimilistæki hf
SÆTÚNI 8 SÍMI 63 15 OO
Ef spurningin er um góða
fermingargjöf gæti svarið
verið hjá okkur í dag!
Kynning og kaffi
Ráðið í 170 störf í mars