Morgunblaðið - 05.03.1994, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 05.03.1994, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARZ 1994 9 Konur athugið! Breytt símanúmer Elín R. Finnbogadóttir, Rauðagerði 39, 108 Reykjavík. Sími687377 Sími687377 NordiskForum '94 kvennaþingiö í Ábo, Finnlandi, 1.-6. ágúst Nú eru lausir til umsóknar styrkir úr ferðasjódi Nordisk Forum 1994 Umsóknarfreslur er til 31. mars nk. Úthlutunarreglur: 1. Umsækjendur séu 16 ára eða eldri. 2. Þeir einstaklingar, sem ekki eiga möguleika á styrkjum annars staðar frá, ganga fyrir um úthlutun. 3. Þeir einstaklingar/hópar, sem verða með framlag á Forum ganga fyrir um úthlutun að öllu jöfnu. Umsóknir sendist til Undirbúningsnefndar Nordisk Forum 1994, Laugavegi 13, 4. hæð, pósthólf 996, 121 Reykjavík, merkt: „Ferðasjóður NF ’94.“ Skíðabogar með segulfestingum fyrir tvenn eða þrenn pör af skíðum. Mjög auðvelt í notkun. Þægilegra getur það ekki verið. Bílavörubúöin FJÖÐRIN Skeifan 2 Sími 812944 □□□□□□ SVEFNSÓFAR - NÝ SENDING - 3 gerðir - Hagstætt verð OPIÐ SUNNUDAG KL. 14-16 HÚSGAGNAVERSLUN REYKJAVÍKURVEGI 66, HAFNARFIRÐI, SÍMI 654 100 Fiskur og samgöngur Lífið á Vestfjörðum snýst um fisk og samgöngur, segir í Vestfirzka fréttablað- inu. Þar er lítið orðið um fiskinn, en bylt- ing er að verða í samgöngum. Spuming dagsins Vestfirzka fréttablaðið birti nýlega forustu- grein, sem nefndist „Bylting í samgöngumál- um“ og var hún skrifuð í tilefni þess, að síðasta haftið í jarðgöngunum milli Súgandaíjarðar og ísafjarðar hafði verið sprengt og Súgfirðingum boðið í ökuferð um jarð- göngin (sjá mynd). For- ustugreinin fer hér á eft- ir: „Einhvers staðar var sagt að lífið á Vestfjörð- um snerist um tvennt, samgöngur og fisk. Kannski má segja að það sé nokkuð mikil einföld- un á málum, en vissulega eru þetta þeir málaflokk- ar sem oftast ber á góma í umræðum irnuma. Hvar vaeru Vestfirðingar staddir ef enginn væri fiskurinn? Það er nú ein- mitt spurning dagsins, því aldrei hefur mönnum verið (jósari nauðsyn þess að geta aflað hrá- efnis á tímum gegndar- lausrar kvótaskerðingar. Samgöngur eru líka nauðsynlegur þáttur í þjóðfélagi nútímans, þvi án þeirra þrífst engin byggð. Bylting Bylting er að eiga sér stað í samgöngumálum á norðanverðum Vest- fjörðum og i fyrsta skipti í sögtmni eru Súgfirðing- ar komnir varanlega inn á vegakortið íslenska með tilkomu jarðgang- anna. Innan árs verður búið að tengja svæðið á norðanverðum Vest- fjörðum í eina sam- göngulega heild og um þamæstu áramót þurfa menn ekki að spá í það lengur hvort ófært er eða ekki um Botns- og Breiðadalsheiðar. Þá verður þetta svona rétt eins og akstur á milli hverfa í Reykjavík. En mikill vill meira og betur má ef duga skal. Með bættum samgöngum inn- an svæðis eykst enn frek- ar þörfin á betri teng- ingu við vegakerfið á „meginlandi" fslands. Ráðherra samgöngu- mála hefur gefið tóninn um næstu skref í sam- göngubótum fyrir Vest- firði. Þar er nefndur veg- ur yfir Kollaljarðarheiði og brú á GiLsfjörð. Vega- gerðarmenn hafa líka sett á sinn óskalista jarð- göng úr Dýrafirði yfir í Amarfjörð. Grjótbam- ingur Brú yfir Gilsfjörð mun stytta vegalengdina mik- ið á mUli Reykjavíkur og Vestfjarða, en enn er talsvert í land að Djúp- vegur geti talist boðlegur almennri umferð. Þar verður að gera stórátak í lagningu slitlags og losa menn við böivaðan gijpt- baming, sér í lagi á Og- urnesinu og utan við Hjalla i Skötufirði. Það þarf ekki að búast við auknum ferðamanna- straumi landveg um Djúp á meðan menn þurfa að aka þann spotta með lífið í lúkunum og senda síðan bUa sína Ula lemstraða með skipi til baka. Á tím- um þegar menn verða að hafa allar klær úti varð- andi sköpun atvinnutæki- færa og ferðaiðnaður er ein bjartasta vonin, þá riður á að hafa sam- göngumálin í lagi. Þó Djúpvegur sé fær flesta daga ársins, er það varla nema jeppum og stómm bQum. Kannski em þessi orð þó eintóm tímaskekkja, því þegar kvótinn verður uppurinn nú í sumar, þá duga þessir troðningar þokkalega tU að aka Vestfirðingum öUum í sina siðustu ferð á brott úr deyjandi byggðariög- um, suður á mölina við Faxaflóann. - Þegar lífið á Vest- fjörðum hættir að snúast um fisk, þá þarf líklega engar samgöngur leng- ur.“ Minningarskjöldur um fyrrverandi röntgenlækni AFHJÚPAÐUR verður sunnudaginn 6. mars kl. 14 minningarskjöldur um Dr. Gunnlaug Classen, fyrsta röntgenlækni á íslandi og yfirlækni röntgendeildar Landspítalans frá 1931 til 1948. Minningarskildinum verður komið fyrir á húsinu Hverfisgötu 12 í Reykjavík þar sem rönt- genstofa Dr. Gunnlaugs var fyrst til húsa. Dr. Gunnlaugur var fæddur á Sauðárkróki 3. desember 1881 og lést í Reykjavík 23. júlí 1948. Hann var brautryðjandi í röntgengreiningu og kennslubók hans í röntgengrein- ingu frá 1940 var árum saman notuð við kennslu lækna og læknastúdenta hér og erlendis. Anna dóttir Dr. Gunnlaugs mun afhjúpa skjöldinn. Prófessor Asmund- ur Brekkan flytur erindi um Dr. Gunnlaug og störf hans. Formaður Læknafélags íslands mun stjóm at- höfninni. í framhaldi af afhjúpuninni verður boðið upp á veitingar í húsa- kynnum að Hverfisgötu 12 en núver- andi eigandi hússins er Sævar Karl Ólason. Minningarskjöldurinn er gerður af rússneskum listamanni, Pyotr E. Shapiro. Listamaðurinn er nú hér á landi og verður viðstaddur athöfnina. Félag íslenskra röntgenlækna, Félag íslenskra röntgentækna og Læknafé- lag íslands standa að þessari athöfn. LAXINN HF, Meistaramót Reykjavíkur: Dorgveiði Á Reynisvatni í Reykjavík er hafið meistaramót Reykjavíkur í dorgveiði. Mótið er opið öllum landsmönnum og eru glæsileg verðlaun í boði. 1. verðlaun: Gisting fyrir tvo í hótel Stykkishólmi í tvær nætur ásamt áletrun með nafni vinningshafa á glæsilegan farandbikar. 2. verðlaun: Dorgveiðitjald ásamt stól frá Seglagerðinni Ægi. 3. verðlaun: Kvöldverður fyrir tvo á veitingastaðnum Við Tjörnina. Verðlaunin eru veitt fyrir stærstu fiska, sem veiddir verða í vetur í dorgveiði. Opið er alla virka daga þegar veður leyfir frá kl. 13.00-19.00 og um helgar frá kl. 9.00-19.00. Veiðileyfið kostar kr. 2.000 og eru fimm fiskar innifaldir í veiðileyfinu. Veiðimenn fá inneignarnótu nái þeir ekki að klára veiðikvótann þann dag sem veiði hefst og gildir hún þar til kvótinn 5 fiskar er tæmdur. Mótinu lýkur um leið og ís tekur af vatninu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.