Morgunblaðið - 05.03.1994, Page 12

Morgunblaðið - 05.03.1994, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARZ 1994 Frábær leiklist Morgunblaðið/Sverrir Gleðigjafarnir tveir ÁRNI Tryggvason og Bessi Bjarnason í hlutverkum Alla og Villa Leiklist Súsanna Svavarsdóttir Leikfélag Reykjavíkur — Borgarleikhús GLEÐIG J AF ARNIR Höfundur: Neil Simon Þýðing og staðfærsla: Gísli Rúnar Jónsson Leikmynd og búningar: Stein- þór Sigurðsson Lýsing: Elfar Bjarnason Leiksljóri: Gísli Rúnar Jónsson Það er óhætt að segja að boðið sé upp á gleðistund í Borgarleik- húsinu með Gleðigjöfunum. Sjálfri fannst mér ég hafa hitt á óskastund að fá tækifæri til að sjá þá Árna Tryggvason og Bessa Bjarnason Jeika aðalhlutverk í gamanleik. I stuttu máli, þá leika þeir félagana Alla og Villa, sem höfðu fyrr á árum — nánar tiltek- ið í 43 ár, komið fram saman sem skemmtikraftar. Það er þó ljóst að ekki hafa verið miklir kærleik- ar með þeim. Þegar leikritið hefst hafa þeir ekki unnið saman í 11 ár og það er ekki laust við að gagnkvæm beiskja ríki á milli þeirra. Benni Breiðfjörð, frændi Villa (og umboðsmaður) á því þungan róður fyrir höndum þegar hann reynir að tala Villa inn á að hitta Alla og vinna með honum í skemmtiprógrammi á Stöð 2; þeir eiga að fremja aftur vinsæl- asta atriðið sitt — læknisatriðið — sem þeir hafa gert 12.000 sinn- um. Þótt minnið sé ekki pottþétt, muna þeir það. En það er ekki nóg. Verkið byggist á orðaleikjum, sem eru hnyttnir og nákvæmir og fléttan i verkinu er skolli góð. Þeir Villi og Alli eru báðir jafn sleipir í lúðrinum. Þrátt fyrir háan aldur, gleymsku og kölkun í því sem varðar daglegt líf, hugsa þeir með eldingshraða og eru æði kjaftforir, þegar þeir mætast. Þá hafa þeir engu gleymt. Bessi Bjarnason leikur Villa, sem er orðinn óttalegur karlf- auskur. Hann býr einn í einhverri holu og mundi vafalaust þorna upp þar á örskömmum tíma, ef Benni frændi hans kæmi ekki einu sinni í viku til að draga frá gluggunum, taka dálítið til og segja hinum aldna föðurbróður hvernig hann eigi að lifa lífinu. Það er þó ljóst að Villi fær alla þessa athygli frá Benna frænda, vegna þess að hann hlýðir ekki. Honum dettur ekki í hug að gera neitt af því sem Benni segir hon- um að gera; heldur áfram að búa í náttfötunum og glápa á sjón- varpið. Hann gengst upp í sinnu- leysinu. Árni Tryggvason fer með hlut- verk Alla. Alli er fínn maður, raffíneraður og lifir allt öðru vísi lífí en Villi. Honum ofbýður drasl- aragangurinn á Villa og hefur ýmsar leiðir til að koma því til skila. Það verður síst til þess að Villi taki sig á. Óekki. Þvermóðsk- an magnast um allan helming og Villa tekst aftur og aftur að gera Alla gersamlega btjálaðan. Leikur þeirra Árna og Bessa er stórkostlegur — svojnjög að þeir hófu sig yfir verkið. Þótt orðaleikimir séu hnyttnir em margir aulabrandarar í textanum. En það skipti ekki máli. Það var hvemig þeir Bessi og Árni sögðu þá, sem skipti máli. Nákvæmni þeirra og hæfni, þegar kemur að gamanleiknum, er með ólíkind- um. Með hlutverk Benna frænda fer Guðmundur Ólafsson, og kom hann mjög á óvart. Leikstíl! hans hefur heldur betur verið slípaður til. Það örlaði ekki á þeim æsingi sem mér hefur gjarnan þótt ein- kenna Guðmund og verður til þess að hann fer nokkuð yfir strikið í gamanleikjum. Jafnvel á þeim stöðum sem Benni verður dálítið örvæntingarfullur, fer Guðmundur mjög vel með sveifl- una. Guðrún Ásmundsdóttir leikur hjúkrunarkonu, sem er plantað niður hjá Villa um tíma, þegar hann veikist. Hún var bráð- skemmtileg í hlutverkinu og sam- leikur hennar og Bessa þannig að mér fínnst það vera mistök í leiklistarsögunni að hafa ekki lát- ið þau leika oft saman í gegnum árin. í öðrum hlutverkum eru Stein- dór Hjörleifsson, Ellert A. Ingi- mundarson, Hermann Gunnars- son (sem leikur sjónvarpskynni), Björk Jakobsdóttir, ívar Þórhalls- son og Karl V. Kristjánsson. Leik- ur þeirra allra var góður og gerði þessa sýningu að einhverri skemmtilegustu gamanleikj- auppákomu seinustu ára. Leikmyndin er bráðskemmti- leg, aðallega heimili Villa, sem hefur engan stíl og hreint engan sans fyrir umhverfi sínu. Þó eru myndir og allt það dótarí sem hangir á veggjum og stendur á borðum heilmikil og skemmtileg stúdía. Einnig eru búningar vel lukkaðir og gefa góða mynd af þeim karakterum sem ganga í þeim. Þýðing og leikstjórn er í hönd- um Gísla Rúnars Jónssonar og er hvoru tveggja einstaklega vel af hendi leyst. Þýðingin er lipur; tungutakið þjált og orðaleikir oft mjög skemmtilegir. Það má eflaust deila lengi um það, hvort staðfæra eigi erlend verk; stund- um heppnast það, stundum ekki. Hér fínnst mér það heppnast vel; í staðfærslu vísar þýðandinn í menn og málefni hér á landi, á þann hátt að verkið öðlast meiri húmor-dýpt. Leikstjórnin er unn- in af alveg einstakri nákvæmni og hef ég ekki séð betur sviðsett- an gamanleik hér í háa herrans tíð. Framvinda og hraði eru hnökralaus; hvert augnablik fær að njóta sín án þess að leikurinn stöðvist. Allar tímasetningar eru þaulhugsaðar og ganga upp. Þetta er vönduð og bráðskemmtileg sýn- ing sem enginn ætti að missa af. Og hún er einstakt tækifæri fyrir yngstu kynslóðirnar til að fá að sjá Bessa og Árna leika list sína. Það er reynsla sem þau munu lík- lega seint gleyma. í lok sýningarinnar gekk leik- hússtjóri Borgarleikhússins inn á sviðið og hélt tölu í tilefni af því að fyrir stuttu varð Árni Tryggva- son sjötugur. Hann var síðan ák- aft hylltur af áhorfendum. Anna G. Torfadóttir Myndlist Eiríkur Þorláksson Það hefur stundum verið bent á til uppriijunar, að þó svo kunni að virðast er langt því frá að allir myndlistarmenn landsins séu sam- ankomnir á suðvesturhorninu, og að þar sé að finna eina starfsvett- vang þeirra á íslandi. Dijúgur hóp- ur listafólks kýs að búa annars staðar, og þegar viðkomandi halda loks sýningar á Stór-Hafnarfjarð- arsvæðinu er eins víst að verk þeirra komi listunnendum, sem ekki hafa haft tækifæri til að fylgj- ast með ferli þeirra, skemmtilega á óvart. Þannig háttar vissulega til með sýningu Ónnu G. Torfadóttur, sem nú fer senn að ljúka í sýningarsaln- um Portinu við Strandgötuna í Hafnarfirði. Anna er í myndlegum hópi listamanna sem býr og starfar á Akureyri, en hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands, en þaðan útskrifaðist hún úr grafíkdeild 1987. Anna hefur tekið þátt í ýmsum samsýningum, aðallega fyrir norðan, en þetta mun vera fyrsta einkasýning henn- ar sunnan heiða. Hún hefur einnig unnið mikið við leikmyndagerð og búningahönnun fyrir leikhús, og hefur Leikfélag Akureyrar einkum notið góðs af því starfi. Uppistaðan í sýningunni eru stórar myndir, sem unnar eru með blandaðri tækni á pappír. Þetta eru samsett verk, unnin upp úr ljós- myndum, sem síðan eru stækkaðar með ljósritun, og teiknað og litað ofan í pappírinn, sem er límdur á tréplötur. Tæknilega er þetta nokkuð erfítt vinnuferli, en árang- urinn kemur best í ljós í þeirri markvissu myndbyggingu, sem samsetning ljósmyndanna býður upp á, svo og mýkt litanna sem Anna notar; yfirbragð myndanna minnir um margt á grafíkverk, svo listakonan er að nokkru á kunnug- legum slóðum. Myndefni eru valin af kost- gæfni, og vandlega byggð upp; sumar myndirnar eru einfaldar, kyrrar og byggjast á endurtekn- ingu forma, en aðrar eru flóknari, skeyttar saman með mismunandi ímyndum, og þar er jafnvel að finna hrynjandi hreyfinga sem eru endurteknar yfír allan flötinn. í nær öllum verkunum spila titlar og viðfangsefni saman á virkan hátt og mynda eina heild. Áhorfendum birtist skýr leikur með heiti og form í myndinni „Súlnaberg" (nr. 1), þar sem dó- rísk súla er sett í stað Svartafoss, umlukin stuðlabergi þannig að orðaleikurinn súlnaberg/stuðla- berg er einkar virkur (tilvísun í nafn veitingastaðar á Akureyri er viðbót fyrir norðanmenn). I „Mögn“ (nr. 3) veltir listakonan hins vegar fyrir sér þríhymingn- um, mismunandi stærðum hans og magnþrungnu sambandi við um- hverfíð; þaðan er stutt yfir í bolla- leggingar um yfirnáttúrulega eig- inleika, sem mild litunin býður að nokkru upp á. Ýmsir listamenn hafa í gegnum tíðina tekist á við það forvitnilega verkefni hvemig takast megi að túlka tónlist í myndverki. í „Hljóð- mynd“ (nr. 9) er að flnna daufar tilvísanir í snigla strengjahljóð- færa, en stærstu ímyndirnar eru af kuðungum, og þar með seiðandi söng hafsins; flataskipanin endu- rómar síðan mögnunina í næsta verki við hliðina. Tvær myndir sem heita „Herðu- breið“ (nr. 7 og 8) eru afar athygl- isverðar. Samsetning þeirra er að nokkru ólík, en í báðum er þessi drottning fjallanna sett saman við baksvip konu, sem .reisir hendur sínar líkt og í uppgjöf eða ánauð; síendurtekin ímynd fjallsins og bjartir litir verða síðan til að efla þá ímynd frekar. í minni sal er einnig að finna athyglisverð verk, og þar á meðal Um það leyti sem Berlínarmúr- inn var að falla birtist í listtímariti viðtal við Georg Baselitz, sem er einn frægasti listamaður sam- tímans í Þýskalandi, en hann hafði ungur flúið vestur til frelsisins og þar skapað sér það nafn sem gerir verk hans þekkt um allan heim. Hann var m.a. spurður hvort hann teldi að sameining Þýskalands ætti eftir að hafa einhver áhrif á þýska myndlist. Svarið var stutt og skýrt: Nei. Það eru engir lista- menn fyrir austan. Rök Baselitz voru þau að kerfíð hafi verið svo stjórnsamt og þrúg- andi að hver sá listamaður sem hefði haft snefil af sjálfsvirðingu og listrænum metnaði hafí komið sér á brott; eftir sátu aðeins mis- góðir handverksmenn og þý þess kerfís sem nú var morknað sundur fyrir eigin innihaldsleysi. Þróun þýskrar listar síðustu ár er auðvitað hvorki einföld né auð- greinanleg, en þó hafa ekki marg- ir orðið til að andmæla Baselitz. Listamenn frá fyrrum Austur- Þýskalandi hafa þurft að skilgreina stærstu mynd sýningarinnar, sem listakonan hefur gefið titilinn „í ham“ (nr. 2). Verkið byggist upp á myndum af manni að æfa austur- lenska bardagalist, þar sem vissar stellingar eru mikilvægur þáttur í þjálfuninni. Með því að raða stell- ingunum upp er komin fram kraft- mikil röð, sem geislar af orku og hæfir vel titli myndarinnar. Auk stóru myndanna hefur Anna uppi um þijátíu smámyndir, sem eru unnar með dúkristu og klipptar saman. Þetta eru líflegar og litríkar samsetningar, sem fara vel við stærri verkin, þó auðvitað nái þær ekki sama formræna styrk, vegna smæðarinnar. sig og viðfangsefni sín upp á nýtt, á sama tíma og þeir eru áð kynn- ast því flóði ólíkra viðhorfa og list- sýnar sem er að fínna á Vestur- löndum. Sumir eiga eflaust eftir að rísa upp sem öflugir listamenn með sterk persónuleg einkenni, á meðan aðrir koðna niður og skapa aðeins daufar endurgerðir af margtuggnum klisjum sem hafa löngu misst gildi sitt í alþjóðlegri myndlist. Þessar hugrenningar eru til komnar vegna sýningar á nokkrum verkum frá hendi Richards Mans- felds í einum sal Portsins í Hafnar- firði, en hann hefur dvalið undan- farna tvo mánuði í Listamiðstöð- inni í Straumi og er sýningin að nokkru afrakstur vinnu hans þar. Mansfeld' er fæddur í Dresden 1959 og hefur því væntanlega numið og starfað til þrítugs í því listkerfi sem áður er nefnt. Hann hefur haldið nokkuð af einkasýn- ingum og átt verk á samsýningum víða um Þýskaland og í öðrum löndum Evrópu. Sýningin ber hins vegar ekki Hið grafíska yfirbragð hinna stækkuðu ljósmynda hentar vel til frekari vinnslu, og listakonunni hefur tekist vel að byggja upp heildstæða fleti í hveiju verki fyrir sig. Litirnir eru í flestum tilvikum þunnir og gegnsæir, þannig að birtan verður ráðandi afli í mynd- unum, þrátt fyrir dekkri þætti ljós- myndanna. Hér er á ferðinni at- hyglisverð sýning listakonu, sem hefur gott auga fyrir möguleikum tækni og myndbyggingar. Sýningu Ónnu G. Torfadóttur í Portinu við Strandgötuna í Hafn- arfirði lýkur um helgina (sunnu- daginn 6. mars), og er rétt að hvetja fólk til að líta inn. með sér á hvaða forsendum það hefur verið, því listamaðurinn hef- ur nánast ekkert lagt í þær mynd- ir sem hér blasa við. Hér er fyrst og fremst á ferðinni kauðalegur karikatúr sem hefur fyrir löngu misst alla möguleika á að hneyksla nokkurn sem hefur fylgst með myndlist á þesari öld; það er varla að þetta sé marktækt á stigi ódýrr- ar framhaldsskólafyndni, hvað þá sem framlag listamanns sem vill láta taka sig alvarlega. Nokkrir orðaleikir í titlum og einstaka myndum eru ef til vill það eina sem nær að skapa örlitlar brosviprur, en það dugar skammt. Uppheng- ing og frágangur er einnig með þeim hætti, að það er auðvelt að álykta að hér sé tjaldað til einnar nætur og listamanninum nokk sama um viðbrögðin. Ef svo er, hefði verið farsælla að sleppa þessu einfaldlega. Stundum er auðveldast að tjá sig með andvarpi, en þar sem slíkt hentar illa í lesmáli, er best að ljúka þessari stuttu umsögn með því að vona að það verði langt þangað til aðra jafn „þreytta" sýningu rekur á fjörur landsmanna frá erlendum gesti. Sýningu Richard Mansfeld í Portinu lýkur um helgina. Richard Mansfeld

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.