Morgunblaðið - 05.03.1994, Síða 14

Morgunblaðið - 05.03.1994, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARZ 1994_ Gróðurlendi Islands eftir Ingva Þorsteinsson og Kolbein Arnason Nýjar tölur um gróðurþekju landsins - gervitunglagögn Á ráðstefnu um landgræðslu sem haldin var á Selfossi laugardaginn 12. febrúar voru birtar niðurstöður mæiinga starfsmanna Landmæl- inga Islands á stærð gróðurlendis íslands af gróðurmynd sem gerð er eftir gervitunglagögnum. Niður- stöður þessara mælinga eru þær að um 2/5, eða nánar tiltekið 42%, af landinu séu grónir, en til þessa hefur verið talið að gróðurhulan þeki um 1/4, eða 25%, af yfirborði landsins. Hér er í báðum tilvikum átt við algróið land, þ.e.a.s eftir að gisinn gróður hefur verið umreikn- aður í 100% þekju. Hér ber mikið á milli og er eðli- legt að þessi frétt veki eftirtekt, því að mönnum hefur runnið til rifja nekt landsins og hin mikla gróður- og jarðvegseyðing sem orðið hefur á íslandi síðan um landnám. Þessar niðurstöður gefa til kynna að eyð- ingin hafí verið orðum aukin og að þau landgæði sem hér felast í gróðri og jarðvegi séu meiri en hingað til hefur verið talið. Tilkoma gervitungla vakti vissu- lega miklar vonir í sambandi við rannsóknir á gróðurfari og eftirlit með ástandi gróðurs í heiminum. Þessar vonir hafa að nokkru leyti ræst en alls ekki að öllu leyti. Þessi tækni hefur m.a. ekki leyst af hólmi „hefðbundin" vinnubrögð við gróð- urkortagerð, sem byggist á því að farið sé út í náttúruna til rann- sókna. Skrifborðs- og tölvuvinna ein nægir ekki og sú staðreynd er ljós að enn er ekki unnt að gera gróðurkort í stórum mælikvarða eftir gervitunglamyndum. Eldri tölur um gróðurþekju landsins - gróðurkortagerð Sú fullyrðing að núverandi gróð- urþekja svari til þess að um 1/4 landsins sé algróinn byggist á nið- urstöðum gróðurkortagerðar Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins (RALA) sem hafin var rétt fyrir 1960. Aður hafði Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri, fært rök fyrir svipaðri gróðurþekju, en hann benti réttilega á að um þetta fengist ekki full vissa fyrr en gróður landsins alls hefði verið kortlagður. Gróður- kortagerð RALA var ætlað að afla vitneskju um gróðurþekjuna, gróð- urfarsleg einkenni hennar, ástand gróðursins og um framleiðslu og beitarþol íslenskra gróðurlenda. Kortagerðinni var fram haldið með þeim hraða sem fjármagn frekast leyfði allt til 1988, en þá lagðist hún nánast af vegna fjárskorts. Fram að þeim tíma var þó lokið við að kortleggja gróður á um 2/3 hlut- um landsins og rannsaka einnig ít- arlega gróðurfar á ókortlögðu svæðunum. Kortagerðin var framkvæmd með því að fínkemba landið með loftljósmyndir frá Landmælingum íslands í höndunum og greina og flokka bæði gróið og ógróið land. í byggð var ræktað og ræktanlegt land einnig kortlagt og sett inn landamerki fyrir á þriðja þúsund bújarða. Lagt var kapp á að fylgj- ast vel með hinni öru þróun í korta- gerð í heiminum og að nota jafnan „Tilkoma gerfitugla vakti vissulega miklar vonir í sambandi við rannsóknir á gróður- fari og eftirlit með ástandi gróðurs í heim- inum. Þessar vonir hafa að nokkru leyti ræst en alls ekki að öllu leyti. Þessi tækni hefur m.a. ekki leyst af hólmi „hefðbundin“ vinnu- brögð við gróðurkorta- gerð...“. nýjustu tækni. Óhætt er að fullyrða að mjög óvíða hafa heil þjóðlönd verið kortlögð með meiri nákvæmni og í jafn stórum mælikvarða en hér var gert, en mælikvarðinn var 1:40.000 og 1:25.000 og jafnvel enn stærri. Á grundvelli þessara rannsókna, þ.e. kortlagningu 2/3 hluta landsins og með því að meta gróðurþekjuna á hinum ókortlagða hluta eftir ítar- lega yfirferð og rannsóknir, var komist að þeirri niðurstöðu að al- gróið land væri um 1/4 af heildarfl- atarmáli landsins alls. Auðvitað er ljóst að enda þótt kortagerðin hafi verið vel unnin býður hún, eins og önnur mannanna verk, upp á skekkjur, einkum á ókortlögðu svæðunum. Ef til vill er gróðurþekj- an nokkru meiri en 1/4 af heildar- stærð landsins, en hún gæti einnig verið nokkru minni. Úr þessu fæst ekki endanlega skorið nema með því að ljúka gróðurkortagerð af landinu öllu, eins og áætlað var í upphafí. Er nú unnið að áætlun um það og um gerð staðfræðikorta af landinu öllu á vegum Umhverfis- ráðuneytisins og mun sú áætlun liggja fyrir innan skamms. Nú liggja fyrir útreikningar Landmælinga íslands eftir gervi- tunglagögnum sem segja að 42% landsins séu gróin. Hversu traustar eru forsendur þessara niðurstaðna? Blaðgræna - gróðurþekja Mælingar Landmælinga íslands á gróðurþekju landsins eru, eins og áður er getið, byggðar á gervi- tunglagögnum sem voru birt í myndrænu formi árið 1993 á „Gróð- urmynd af íslandi" í mælikvarða 1:600.000. Þessi tækni byggist á því að gróður endurkastar nærinn- rauðu sólarljósi í hlutfalli við blað- grænumagnið sem í honum er. Gervitunglið mælir styrk hins end- urkastaða sólarljóss frá jarðaryfir- borði á nokkrum bylgjulengdum. Mælingarnar eru skráðar á mynd- formi og svarar hver myndeining (hver mæling) til 30x30 fermetra svæðis á jörðu niðri - greinihæfni myndarinnar er 30 m. í endanlegri gerð gróðurmyndarinnar hefur greinihæfnin þó verið minnkuð verulega eða í 100 m þannig að hver myndeining samsvarar einum hektara lands. Hlutfall endurkasts á nærinn- rauðu og rauðu sýnilegu Ijósi er mat á magn blaðgrænu á hverri flatareiningu lands. Gróðurmyndina væri því nær að- nefna blaðgrænu- mynd. Sé gróður alls staðar af sömu gerð er unnt að nota fjarkönnunar- Um nýtt stjómsýslustig og annað við stjóm fískveiða eftir Björn Guðbrand Jónsson Árið 1994 er um margt merkisár á íslandi. 50 ára lýðveldisafmæli er fagnað, 90 ára heimastjórn og árið er tileinkað fjölskyldunni og ferðum innanlands. Ein eru þó þau tímamót sem enginn virðist ætla að fagna, en það er 10 ára afmæli kvótakerfisins. 1. janúar 1984 tóku gildi lög um fiskveiðistjórnun þar sem heildarafla voru fyrirfram sett efri mörk og honum deilt niður á flotann. Þetta hafa reynst einhver afdrifaríkustu tímamót í atvinnu- sögu þjóðarinnar. Lögin mörkuðu upphaf að nýjum umgengnisháttum við þær auðlindir sem fæða og klæða íslenska þjóð. Kvótakerfið er viðurkenning á endimörkum vaxtarins og að í reynd eru auðlind- ir sjávar endanlegar. Slík viður- kenning er jafn sársaukafull og hún er nauðsynleg. Kvótakerfið er á vissan hátt paradísarmissir fyrir okkur íslendinga, atvinnuhættir sem áður voru fijálsir og ótakmark- aðir urðu skyndilega háðir takmörk- unum og skriffínnsku á æðri stöð- um. Kvótakerfi komið til að vera Jafnframt aflamarkinu sem nú- gildandi kvótakerfí byggist á er áfram beitt eldri aðferðum við stjórn fískveiða, s.k. sóknarstýr- ingu. Veiðibönn á ákveðnum tímum og svæðum eru enn við lýði. Þá hefur kvótakerfíð afhjúpað ýmsa meinbugi á fískveiðistefnu fyrri ára. Fiskveiðiflotinn er of stór. Útgerðir senda nú skip sín á ögrandi stím um norðurhöfín í leit af lífsbjörg eins og hirðingjar með ofvaxna hjörð. í þessu Ijósi er skiljanlegt að hátíðahöldum er stillt í hóf. Kvóta- kerfíð er óvinsælt af öllum þorra fólks, svo einfalt er það. Þeir sem sárast sakna frelsisins eru ýmsir hópar sem eiga viðurværi sitt og atvinnu beint undir fiskveiðum. Ákveðnir landshlutar eins og Vest- fírðir eru sérlega óánægðir og vilja kerfíð burt. Þrátt fyrir allt er kvótakerfi í einhverri mynd komið til að vera. Um langtímaáhrif þess getur þó brugðið til beggja átta. Það getur orðið íslendingum sú ögun sem er nútíma samfélagi nauðsynleg og fest í sessi haldbæra nýtingu auð- lindanna. Það getur á hinn bóginn leitt til gremju og upplausnar þar sem byggðarlög, fyrirtæki og aðrir hagsmunaaðilar grafa hveijir und- an öðrum og um leið þjóðarbúinu gröf. Til að svo verði ekki þarf við stjórn fískveiða að taka fullt tillit til réttlætissjónarmiða. Núverandi kvótakerfi óskýrt Þrennt Jiarf til að gera fískveiði- stjórn á Islandi boðlega; 1) Hald- bæra nýtingu fískistofna, 2) Meiri hagkvæmni við veiðar og vinnslu en var fyrir gildistöku laganna og 3) Réttlætissjónarmið þurfa að vera innbyggð í kerfið til að viðhalda stöðugleika og friði í atvinnugrein- inni. Vegna þess hve ófullkomið kvótakerfíð er í dag má efast um að nokkru af ofangreindum mark- miðum sé náð. Hin ódýra fram- kvæmd þess hefur m.a. í för með sér að grundvöllur kerfisins, þ.e. sameign þjóðarinnar á auðlindum hafsins sem kveðið er á um í fyrstu grein kvótalaganna, er um það bil að bresta. Um slíka öfugþróun verð- ur aldrei nein sátt og því verður að taka kerfið til endurskoðunar. „Núverandi útfærsla á kvótakerfi við fiskveið- ar er hvorki skýr né ótvíræð. Sala á veiði- heimildum í almanna- þágu þjónar hins vegar bæði hagkvæmnis- og réttlætissj ónarmiðum. Úthlutun á hluta aflans til byggðarlaga dreifir valdi og kemur til móts við hefðbundinn rétt byggðarlaga til auð- linda undan ströndum íslands.“ Hér verða viðraðar hugmyndir að útfærslu á kvótakerfí við fisk- veiðar sem leitast við að fullnægja öllum þremur ofangreindum skil- yrðum. Ekkert er nýtt undir sólinni og ég geri að sjálfsögðu ekki kröfu um höfundarétt að einstökum hug- myndum en samsetningurinn sem slíkur er frá undirrituðum. Gjald fyrir veiðiheimildir Stjórnunarkerfí fískveiða verður að tryggja haldbæra þróun í grein- inni. Ekki má ganga á fiskistofna. Auðlindir hafsins við ísland skulu standa komandi kynslóðum til boða ekki síður en hinum núlifandi. Afla- markið (og sóknarstýringin) verði bundið ráðgjöf Hafrannsóknastofn- unar þar sem saman er komin sú þekking sem við vitum besta um auðlindir og vistkerfí sjávar við Is- land. Um þetta hygg ég að flestir séu sammála. Þá verður kerfíð að tryggja aukna hagkvæmni við veiðar og vinnslu. í því skyni ber að taka upp veiðileyfagjald og bjóða úpp afla- heimildir á uppboðsmarkaði. Ríkis- sjóður selji innlendum hæstbjóðend- um 50% af aflaheimildum. Andvirð- ið má gjarna renna til eyrna- merktra verkefna svo sem til haf- rannsókna og/eða til að lækka virð- isaukaskatt í landinu. Kvóti gengur nú þegar kaupum og sölum milli útgerða. Það er fullkomlega óeðli- legt að menn selji dýrum dómum réttindi sem þeir hafa fengið ókeyp- is upp í hendurnar. Með tilvísun til 1. greinar kvótalaganna um sam- eign þjóðarinnar á auðlindum hafs- ins er sjálfsagt að sameiginlegir sjóðir landsmanna njóti þessara verðmæta beint. Færa má rök að því að hafi menn þurft að greiða fyrir aflaheimildir muni þeir vanda alla meðferð aflans svo að sem hæst verð fáist fyrir afurðina. Þá þarf að skylda útgerðir til að selja allan afla af íslandsmiðum á inn- lendum markaði og þess þannig freistað að færa sem mest af vinnsl- unni (verðmætaaukningunni) inn í landið. Sjávarútvegur glímir eðli sínu samkvæmt við snúin hagræn vandamál og því er mikilvægt að sníða reglur sem auðvelda þessum atvinnuvegi að skila hagnaði. Eitt af því sem gerir sjávarútvegi erfítt fyrir er hversu miklar sveiflur eru í afla. Veiðar og vinnslu er því erfíð- ara að skipuleggja til frambúðar en t.d. iðnframleiðslu. Þetta skapar óþægilega óvissu fyrir þjóðarbúið, byggðarlög og einstök fyrirtæki. Athyglisverðar hugmyndir hafa heyrst þess efnis að taka alltaf sama afla úr sjó, hvernig sem ann- ars ástand fiskistofna er samkvæmt Ingvar Þorsteinsson mælingar frá gervitunglum eða flugvélum til þess að meta gróður- þekju. Ólík gróðurlendi - mosa- þembur, graslendi, mólendi, mýrar o.s.frv. - innihalda hins vegar mismikið magn blaðgrænu þótt þekja þeirra sé hin sama. Styrkur innrauða endurkastsins er í sam- ræmi við það, þ.e.a.s. hann er þeim mun hærri sem blaðgrænumagnið er meira. Sé um mismunandi gróð- urlendi að ræða er því ekki hægt að mæla gróðurþekjuna án frekari upplýsinga hvaða tegund gróðurs er um að ræða. Algróið land með einu gróðurlendi getur gefíð svipaða niðurstöðu í fjarkönnunarmælingu og hálfgróið land með öðru gróður- lendi. A gróðurmynd Landmælinga eru gróðurlendi ekki aðgreind, enda er útilokað að gera það að nokkru ráði án ítarlegs samanburðar við gróðurkort. Myndefnið Gróðurmynd Landmælinga er sett saman úr nokkrum gervi- Björn Guðbrandur Jónsson mælingum Hafrannsóknastofnun- ar. Aflinn væri að sjálfsögðu stilltur á magn sem til lengdar ofbýður ekki fiskistofnunum. Þannig fæst ákveðin festa við rekstur sjávarút- vegsins og skýr hvati til að nýta sem allra best takmarkaðan afla. Réttlætissjónarmið og nýtt stjórnsýslustig Það sem eftir er að segja um kvótakerfið snertir aðallega spum- inguna um réttlæti. Hinn helmingur kvótans komi í hlut byggðarlaga er hafí fullt vald varðandi endanlega úthlutun. Það verður ekki vefengt, a.m.k. ekki af þeim er þetta skrif- ar, að einstök byggðarlög eigi til- kall til afla úr sjó, með tilvísun til hefðar, þ.e. afla fyrri ára/áratuga, en einnig með tilvísun til nálægðar við fískimið. Hlutdeild hvers byggð- arlags væri vegin og samsett úr þessum tveimur þáttum, afla fyrri ára og nálægð við fískimið. Segjum að umrædd byggðarlög séu núverandi kjördæmi landsins. Þá þyrftu að vera til staðar mynd- ugar stofnanir, kjördæmisráð eða þing sem hefðu það að megin við- fangsefni að útdeila þeim kvóta sem byggðarlaginu hefur fallið í skaut.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.