Morgunblaðið - 05.03.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.03.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARZ 1994 21 Listasafnið Sýning á portrett- teikningum Kjarvaís SÝNING á portrett-teikningum Jóhannesar S. Kjarvals verður opnuð í Listasafninu á Akureyri í dag, laugardaginn 5. mars kl. 16. Sýningin stendur til 30. mars næstkomandi. Safnið er opið alla daga frá kl. 14-18 en það er lokað á mánudögum. Andlitsmyndirnar sem valdar hafa verið á sýninguna eru allar frá árinu 1926 og þær teiknaði Kjarval á bernskuslóðum sínum á Austijörð- um. Flestar eru fyrirsæturnar roskið fólk markað þreytu og lífsreynslu, andlitin eru oft veðurbarin og rúnum rist en í teikningunni sjálfri er eins og línan og fletimir renni saman við skaplyndi fyrirmyndanna. Fjölbreytileiki persónutjáningar- innar gerir það að verkum að skemmtilegt er að skoða myndirnar margar saman en 17 þessara Aust- flarða portrett-teikninga Kjarvals verða til sýnis í Listasafninu. (Úr fréttatilkynningu.) -----♦.♦.♦----- Fjögur þús- und titlar ÞÚSUNDIR bóka bíða norðlenskra lestrarhesta, en stóri bókamarkað- urinn var opnaður í Blómahúsinu við Hafnarstræti í gær, föstudag, og verður hann opinn daglega frá kl. 10 til 19 fram til 15. mars næstkom- andi. Á ijórða þúsund titlar eru í boði á markaðnum sem nú er fyrst opnaður á Akureyri en áður hefur hann byijað í Reykjavík og síðan komið norður. Starfsfólk bókasafna fékk að taka forskot á sæluna í gær og grúskaði þá í bókunum af innlifun. -----♦ ♦ ♦----- Eyþing fagn- ar flutningi stofnana Húsavík. I SAMBANDI við yfirlýsingar ráð- herranna Halldórs Blöndal og Össurar Skarphéðinssonar um flutning ríkisstofnana út á land hefur stjórn Eyþings, sambands sveitarfélaga i Eyjafirði og Þing- eyjarsýslum, fagnað þessum hug- inyndum. í samþykkt um starfsemi ferða- málaráðs segir: ,”.og væntir stjórnin þess að hér sé aðeins stigið fyrsta skrefið að ferðamálamiðstöð á Ak- ureyri“. Úm flutning embættis veiðimála- stjóra segir: „Stjórn Eyþings fagnar þessari ákvörðun og tekur undir nauðsyn þess að efla það akademíska umhverfi sem varð að veruleika með stofnun Háskólans á Akureyri. Með flutningi embættis veiðistjóra til Akureyrar er virt í verki sú stefna að flytja út á landi stofnanir sem vel eru til þess fallnar." - Fréttaritari. Paskati I boð Mackintosh Quality Street 2 skrautdósir saman 750 gr. og 400 gr. stgr. 1 (a meðan birgðir endast). _ á heildsöluverði frá Toblerone, Mars, Rowntree Mackintosh, Suchard, Cadbury, Nestlé o.fl. komin afturí verslunina á Fosshálsi! Hljómtækjasamstæður, útvarpstæki, bækur á forlagsverði o.m.fl. Verðdæmi: Stór ferðataska m/hjólum stgr. 2.831 Stál Parkerpennar, stgr. 1.143 Northern Feather Caravan svefnpoki ±0°, stgr. 4.900 Northern Feather Caravan svefnpoki +12°, stgr. 6.900 HeStir kjúklingar á fimmtudögum, föstudögum og laugardögum. Við seljum íslenskar vörur á lágmarksverði, en við verslum einungis með vörur frá íslenskum framleiðendum, sem mis~ muna ekki viðskiptavinum sínum gróflega. Við sýnum þannig í verki samstöðu með „kaupmanninum á horninuu, sem við teljum nauðsyn í íslensku samfélagi. Nýir korthafar! Verslun F&Aer opin öWum landsmönnum 16 ára og eldri. Ný kort eru gefín út endurgjaldslaust. Við erum sunnan við Ölgerðarhús Egils og norðan við Osta- og smjörsöluna. Birgðaverslun F&A Fosshálsi 27, 110 Reykjavík, sími 683211, fax 683501. Opiö alla virka daga frá kl. 12.00-19.00, laugardaga kl. 12-18 og sunnudaga kl. 13-18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.