Morgunblaðið - 05.03.1994, Page 25

Morgunblaðið - 05.03.1994, Page 25
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARZ 1994 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARZ 1994 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. I lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Arangur 1993 Þróun íslenzkra efnahags- mála á árinu 1993 var á ýmsan hátt hagstæðari en búizt var við, að því fram kem- ur í marzhefti Þjóðarbúskap- arins, upplýsingariti Þjóð- hagsstofnunar. Þegar litið er á hinar jákvæðari hliðar í framvindunni á því ári vegur hvað þyngst, að jafnvægi komst á í viðskiptum við önnur lönd, en gert hafði verið ráð fyrir töluverðum halla. Við- skiptahallinn var um 12 millj- arðar króna árið 1992 og um 18 milljarðar árið 1991. Þessi ávinningur er mikilvægur, þegar þess er gætt að við- skiptahalli við umheiminn og erlend skuldasöfnun, sem hann leiðir til, hafa lengi verið eitt erfíðasta efnahagsvanda- mál okkar. Ástæða þess hve vel tókst til að þessu leyti er einkum tvíþætt. í fyrsta lagi aukin sjávarvöruframleiðsla, meðal annars vegna afla af fjarlæg- ari miðum. í tonnum talið jókst aflinn um 10% frá árinu 1992, en aukninguna má að stærstum hluta rekja til auk- ins loðnuafla. Botnfískaflinn dróst á hinn bóginn lítillega saman, þrátt fyrir 12 þúsund þorsktonn tekin í Smugunni á Barentshafi og á Flæmska hattinum við Nýfundnaland. Önnur meginskýring á betri viðskiptajöfnuði árið 1993 er 4,2% samdráttur þjóðarút- gjalda, fyrst og fremst vegna minni einkaneyzlu og minni fjárfestingar. Þessi mikilvægi árangur náðist þrátt fyrir að erfið skil- yrði hafí leitt til samdráttar og stöðnunar í þjóðarbúskapn- um um nokkurra ára skeið. Gagnstætt því sem venja hefur verið við slík skilyrði hafa bæði verðbólga og viðskipta- halli minnkað. Skammt er að minnast reynslunnar á erfið- leikaárunum um miðjan átt- unda áratuginn og á fyrri hluta þess níunda þegar hvort tveggja, verðbólga og við- skiptahalli, fóru verulega úr böndum. Þá verður það að teljast til hinnar jákvæðu þró- unar á síðustu misserum að tekizt hefur að færa vaxta- stigið í landinu verulega niður. Að baki hagstæðari þróun nú en áður við svipaðar aðstæður liggur meðal annars aðhalds- söm hagstjórn og raunsætt mat aðila vinnumarkaðarins á efnahagslegum forsendum. Það má einnig fínna sitt hvað neikvætt í framvindu ársins 1993. Fyrst skal nefna atvinnuleysið, sem er alvarleg meinsemd í samfélaginu og rekur rætur til aflatakmark- ana og áhrifa alþjóðlegrar efnahagslægðar. En nánast engin verðbólga, tiltölulega hagstætt gengi fyrir útflutn- ingsatvinnuvegi og veruleg lækkun vaxta ætti á hinn bóg- inn að auðvelda þjóðarbú- skapnum að snúa vörn í sókn, sérstaklega þegar áhrifa lík- legrar uppsveiflu í umheimin- um og styrking þorskstofnsins fara að segja til sín. Viðskiptakjör við umheim- inn fóru og versnandi á árinu 1993. Verðlag á útfluttum sjávarvörum var að meðaltali aðeins 1,6% hærra en árið 1992, þrátt fyrir 6% lækkun á gengi krónunnar í nóvember 1992 og 7,5% lækkun í júní 1993. Ef miðað er við meðal- gengi íslenzku krónunnar lækkaði verðið um 6,1% á milli áranna 1992 og 1993 - ofan á 3,1% lækkun milli ár- anna 1991 og 1992. Á síðasta ári hækkaði verð- lag almenns innflutnings, án olíu og innflutnings vegna stóriðju, um 9,1%. Gengi krón- unnar samkvæmt innflutn- ingsvog hækkaði á sama tíma um 8,4%. Niðurstaða varð því sú að verðlag innflutnings hækkaði einungis um 0,7% í erlendri mynt, eða 2 til 2,5 prósentustigum undir áætlaðri verðbólgu í viðskiptalöndun- um. Almenn þróun innflutn- ingsverðlags varð því fremur hagstæð á síðasta ári, auk þess sem verð á olíu var það lægsta sem verið hefur frá því fyrir Persaflóastríð. í þjónustuviðskiptum án vaxta varð einnig óhagstæð þróun, sem skýrist m.a. af lækkandi raungengi krónunn- ar. Meðalvextir erlendra lána lækkuðu á hinn bóginn úr 7,1% á árinu 1992 í 6% 1993. Eins og af framansögðu sést varð um sitt hvað jákvæð þróun í efnahagsmálum okkar á árinu 1993. Mikilvægt er að fylgja eftir þeim árangri, sem náðist í viðureigninni við verðbólgu, viðskiptahalla og háa vexti með aðhaldssamri hagstjórn, raunsæu mati á efnahagslegum forsendum og jákvæðu hugarfari. Og fyrst og síðast með því að styrkja samkeppnisstöðu íslenzkra at- vinnuvega og fyrirtækja. Þannig búum við bezt í haginn fyrir framfarir og framþróun þegar þjóðhagsleg skilyrði batna, sem vonandi verður áður en langir tímar líða. Ríkisstjórnin samþykkir sérstaka aðstoð til Vestfjarða Skoðað verður hvort önn- ur svæði séu jafn illa sett Sjóræningjaveiðar án kvóta ekki látnar viðgangast, segir forsætisráðherra FORSÆTISRÁÐHERRA segir að óhætt sé að fara út í sértækar aðgerð- ir, sem ríkisstjórnin samþykkti í gær vegna vanda atvinnulífsins á Vestfjörðum, vegna þess að þær almennu aðgerðir sem ríkisstjórnin hafi staðið fyrir hafi tryggt almennan hag sjávarútvegsins. Hann seg- ir að með þessum aðgerðum sé ekki verið að útiloka svipaðar aðgerðir á öðrum svæðum þótt væntanlega hafi ekkert heildstætt svæði á land- inu farið jafn illa út úr þorskbrestinum og Vestfirðir. En þegar þessu máli ljúki verði jafnvel skoðað hvort einstök svæði og byggðarlög uppfylli sambærileg skilyrði þótt ekki sé séð fram á að þess séu mörg dæmi. Ríkisstjórnin samþykkti í gær að- gerðir vegna erfiðleika atvinnulífs og sjávarútvegs á Vestfjörðum og var Davíð Oddssyni forsætisráð- herra, í samráði við fjármálaráðherra og samgönguráðherra, falið að ganga frá endanlegum texta í sam- ræmi við þær umræður sem urðu á ríkisstjómarfundinum. Er gert ráð fyrir að lagafrumvarp um aðgerðim- ar geti verið tilbúið innan skamms. Sjóræningjaveiðar ekki látnar viðgangast Davíð var einnig falið að ræða við forustumenn á Vestfjörðum og fá úr því skorið að menn teldu þessar aðgerðir jákvæðar og eftirsóknar- verðar. „Það hafa komið fram mjög sérkennilegar yfirlýsingar um það. Og ef það er svo að Vestfirðingar sækjast ekki eftir þessum aðgerðum er auðvitað tómt mál að tala um að fara í þær. Einnig virðast ábyrgir aðilar mæla með því að Vestfirðing- ar hefji sjóræningjaveiðar án kvóta. Það verður ekki látið viðgangast," sagði Davíð. Tillögurnar gera ráð fyrir að ann- ars vegar verði .stærri sjávarútvegs- fyrirtækjum veitt víkjandi lán gegn- um Byggðastofnun uppfylli þau ákveðin skilyrði og er gert ráð fyrir 300 milljóna framlagi úr ríkissjóði til þessa. Þá verði 200 milljónir veitt- ar til skuldugra sveitarfélaga á svæðinu. Að sögn forsætisráðherra er ekki búið að sundurgreina hve framlag ríkisins til sveitafélaga verð- ur hátt og hvað komi úr sjóðum sveit- arfélagasambandanna. Davíð Odds- son sagði að varðandi framlög til sveitarfélaga væri hnykkt á þeim skilyrðum að sveitarfélögin væru að sameinast. Varðandi atvinnufyrir- tækin væri gert ráð fyrir að þar eigi sér stað samræming eða samruni fyrirtækja og jafnframt að bankar og sjóðir komi að málinu þannig að hægt sé að fara yfir fjármál fyrir- tækjanna í heild. „Þau verða að geta sýnt fram á að eftir hagræðingu gangi dæmið upp,“ sagði Davíð. Hagur sjávarútvegs tryggður Töluverð gagnrýni hefur komið fram frá ýmsum landsbyggðarþing- mönnum ríkisstjórnarinnar á að þarna sé um að ræða sértækar að- gerðir sem sé í andstöðu við ríkis- stjórnarsáttmálann. Um þetta sagði Davíð að segja mætti að þessar að- gerðir væri sértækar, en ekki mætti gleyma því að almennar aðgerðir hefðu þegar átt sér stað. „Sjávarút- vegurinn er ekki rekinn með halla sem neinu nemur, þrátt fyrir að hafa gengið í gegnum erfiðleika vegna lágs verðs og minnkandi þorskafla. Með almennum aðgerðum, lækkun vaxta, lækkun skatta og hagstæðara raungengi en áður hefur almennur hagur sjávarútvegsins verið tryggð- ur. Þessar aðgerðir sem beinast að Vestfjörðum sérstaklega eru teknar út úr vegna þess að almennu aðgerð- irnar hafa ekki dugað þar, þótt þær hafi dugað sjávarútveginum sem heild,“ sagði Davíð. Hann sagði að lagt yrði fram laga- frumvarp á næstunni sem miðað væri við þær aðgerðir sem snúa að Vestfjörðum. Að því loknu yrði horft til annarra þátta og jafnvel skoðað hvort svipuð vandamál séu uppi á öðrum stöðum á landinu. „Við vitum að sVo er ekki á samfelldum svæð- um, en við vitum um einstök fyrir- tæki og einstök minni byggðarlög sem verða að koma til skoðunar. Vandamálin sérstaks eðlis Norðlendingar hafa lýst yfir mik- illi óánægju með að Vestfirðingar Yiðhald á rússneskum skipum óplægður akur SIGHVATUR Björgvinsson iðnað- ar- og viðskiptaráðherra átti fund með Sambandi iðnfélaga síðastlið- inn fimmtudag þar sem slæm staða ýmissa iðngreina var rædd og segir Margrét Björnsdóttir aðstoðarmaður ráðherra að mikill ótti hafi verið í mönnum vegna yfirvofandi atvinnuleysis. Sama dag kynnti iðnaðarráðuneytið framkvæmdareglur vegna aðstoð- ar við markaðssókn í skipasmíða- og málmiðnaði. Margrét segir að viðhald á rússneskum fiskiskipum sem séu við veiðar í Norður-Atl- antshafi séu óplægður akur og hafi Stáismiðjan nýlokið viðgerð- um á nokkrum skipum. Að sögn Margrétar fékk Stál- smiðjan greitt með þorski og hafði fyrirtækið Fiskafurðir hf. milligöngu um viðskiptin. Segir hún það álit manna að framtíð sé í þessum við- skiptum enda sé viðhaldsþörf þess- ara skipa mjög mikil. Margrét segir einnig að nefnd sé að leggja mat á hversu stór þessi markaður sé en til dæmis hafi Norðmenn farið inn á hann með afgerandi hætti. Markaðssóknarverkefnið hefur 10 milljónir til ráðstöfunar og er mark- miðið að 5-6 fyrirtæki fái styrk og segist ráðherra trúa því þrátt fyrir slæmt ástand að ekki sé of seint af stað farið. Á fundi Sighvats Björg- vinssonar með Sambandi iðnfélaga var ráðherra spurður að því hvort ætlunin væri að gera jafn vel við aðrar iðngreinar og skipasmíðaiðn- aðinn en þar var farið orðum um efnahagsástandið. Margrét Björns- dóttir sagði að fram hefði komið ótti manna vegna hugsanlegs at- vinnuleysis, sérstaklega í húsgagna- og þyggingaiðnaði. Morgunblaðið/Árni Sæberg Astand og- horfur SIGHVATUR Björgvinsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra sótti fund með Samtökum iðnaðarins síðastliðinn fimmtudag þar sem framtíðar- t’orfur voru ræddar. Gert er ráð fyrir að styrkur til markaðssóknarverkefnis geti numið 60% af samþykktum kostnaði. Jafn- framt er miðað við að hann fari aldr- ei yfir 1,5 milljónir króna. Fyrirtæki í skipaiðnaði, auk málmiðnaðarfyrir- tækja, þar sem stór hluti starfsem- innar er á sviði skipaiðnaðar, geta sótt um styrk, en verkefnið í heild hefur 10 milljónir króna til ráðstöf- unar, Einnig er ráðgert að veita jöfnun- araðstoð fyrir 40 milljónir til þess að jafna samkeppnisstöðu íslenskra skipasmíðafyrirtækja á þessu ári. Aðspurð hvort hluti hennar gæti far- ið til þess að greiða niður viðgerðir á rússneskum skipum og skipum sem sigla undir hentifána sagði Margrét að afstaða hefði ekki verið tekin til þess enn sem komið væri, sú spurn ing hefði ekki komið upp. eigi að fá sérstaka aðstoð þar sem erfíðleikar á Norðurlandi séu síst minni en á Vestfjörðum. Morgun- blaðið bar þetta undir Halldór Blön- dal samgönguráðherra, sem er þing- maður Norðurlands eystra, og sagði hann að vandamál suðurljarðanna á Vestfjörðum væru mjög sérstaks eðlis. „Þessi byggðarlög eru einangr- uð og það hefur mjög sneiðst um aðra atvinnumöguleika á þessu svæði. Fyrirtæki, sem verið hafa burðarásar, hafa brotnað niður þann- ig að ef við erum á annað borð að velta fyrir okkur byggðaaðgerðum hlýtur þetta svæði að vera efst á blaði,“ sagði Halldór. Hann sagði að ef þetta væri borið saman við Eyjafjarðarsvæðið væri ljóst að einstök pláss þar hefðu orðið fyrir jafnvel meiri þorskkvótaskerð- ingu, eins og til að mynda Grenivík, Árskógssandur og Hauganes. „En mismunurinn er sá að byggðirnar í kring eru sterkari, þannig að þetta er því ekki sambærilegt ef eingöngu er horft út frá forsendum byggðar- laganna." Einhæfustu atvinnuvegirnir á Vestfjörðum „Það hefur oft verið farið út í sértækar aðgerðir víðar en á Vest- fjörðum," sagði Matthías Bjarnason, alþingismaður og stjórnarformaður Byggðastofnunar og benti hann á sem dæmi að ríkissjóður hefði lagt fjármuni í Slippstöðina á Akureyri í byijun ársins. Matthías sagði að á Vestfjörðum væru einhæfustu at- vinnuvegirnir þar sem allt byggðist á þorskveiðum. Hann sagði að deila mætti um hvort þarna væri um mikla aðstoð að ræða og viðbrögð aðila á Vestíjörðu boðuðu ekki stóra gleði vegna þeirra. „Ég hef oft þurft að taka þátt í aðgerðum sem snertu aðra en fólkið í mínu kjördæmi. Ef ég hef talið það nauðsynlegt hef ég alltaf þorað að veija þær aðgerðir. Ég hef oft sagt að það sé undarlegt að stilla landbyggðinni upp gegn þéttbýli því mér finnst að þéttbýlis- þingmennirnir hafi oft verði sann- gjarnari og reynst betur vegna ein- stakra aðgerða heldur en landbyggð- arþingmenn. Það er bara gamla sag- an sem eltir okkur íslendinga að ef gert er eitthvað fyrir einhvern þá verða hinir að fá líka annars er óánægja. Þetta verður bara að ganga yfir,“ sagði Matthías. í Reykjavíkurhöfn Morgunblaðið/Sverrir ÞAÐ er af sem áður var að flutningaskip leggi að miðbakka í Reykjavíkurhöfn. Nú hefur bakkinn verið breikkaður og þar leggjast farþegaskip að á sumrin. í gær lá þar þýska aðstoðarskipið Fritjof og í baksýn sést danska varðskipið Triton. Enn íjær sést í varðskip- ið Óðinn og rannsóknaskipið Bjarna Sæmundsson. Fritjof fer í dag samkvæmt uppíýsingum hafnsögu- manns, en Triton ekki fýrr en á morgun. Bæði eru skipin þýska og danska fískiskipaflotanum til aðstoðar sem er að veiðum við Grænland. Norðlenskir hestamemi Hafa safn- að 700 þús. krónum TÆPAR 700 þúsund krónur hafa safnast f söfnun norðlenskra hestamanna til styrktar Krabba- meinsfélagi Islands, en henni lýk- ur í dag. Félaginu var afhent söfnunarféð formlega í Reiðhöll- inni í Víðidal í gær. Sigurður Óskarsson, einn þriggja norðlenskra hestamanna sem riðu boðreið frá Staðarskála til Reykja- víkur og söfnuðu áheitum á leið- inni, segir að þeir séu mjög ánægð- ir með árangurinn, eina vitleysan sem þeir hafi gert væri að þeir hefðu ekki auglýst söfnunina nægi- lega til að byrja með. Ef það hefði verið gert hefðu þeir eflaust safnað meiru. Söfnunarféð rennur til kaupa á innbúi í íbúð Krabbameinsfélagsins fýrir krabbameinssjúklinga utan af landi sem koma til Reykjavíkur til meðferðar. Söfnunin stendur yfir þar til norðlenskum hestadögum lýkur í Reiðhöllinni í kvöld og er sími söfn- unarinnar 985-28174. Málefni SVR hf. til umræðu á fundi í borgarstjórn á fimmtudagskvöld SVR hf. áfram hlutafélag Hlutafélagið lagt niður nái minnihlutinn meirihluta eftir kosningar í vor SAMKOMULAG borgaryfirvalda og starfsmanna SVR hf. kom til umræðu á fundi borgarstjórnar á fimmtudag. í bókun meiri- hluta kemur fram að hlutafélagið muni starfa áfram og því sköp- uð skilyrði til að ná aukinni hagkvæmni í rekstri. í bókun minni- hluta kemur fram sú skoðun að leggja hefði átt hlutafélagið niður og því jafnframt heitið að ef minnihlutinn nái meirihluta eftir kosningar í vor þá verði hlutafélagið lagt niður. í bókun meirihlutans segir að með samkomulagi við starfsmenn SVR hf. hafi náðst mikilvæg sátt um laun og önnur kjör starfs- manna. Hlutafélagið muni starfa áfram og því sköpuð skilyrði til aukinnar hagkvæmni í rekstri og jöfnuð samkeppnisaðstaða við aðila í einkarekstri. Slitið á tengsl Þá segir: „Slitið er á bein tengsl stjórnmálamanna við daglegan rekstur almenningsvagna, en þeir hafa áfram yfirumsjón með leiða- kerfi þeirra, fargjöldum og þjónustu við borgarbúa. Er þetta í samræmi við samþykkt borgarstjórnar frá 26. ágúst í fyrra. Jafnframt ber að fagna þeirri yfirlýsingu samtaka opinberra starfsmanna um að þau séu reiðubúin til formlegs sam- starfs þar sem fjallað verði um breytingu og nýskipan í rekstri stofnana og fyrirtækja á vegum borgarinnar, réttindi og skyldur starfsmanna, félagsaðild o.fl.“ Skrefið til fulls í bókun minnihlutans er borgar- stjóra óskað til hamingju með að hafa séð að sér. Það væri hins vegar þeirra skoð- un að stíga hefði átt skrefið til fulls, skref sem væri óumflýjanlegt og leggja hlutafélagið niður og gera SVR aftur að því borgarfýrirtæki sem það hefði verið um áratuga skeið.Þá segir: „Jafnframt er ítrek- að það loforð að nái núverandi minnihluti meirihluta eftir nk. borg- arstjórnarkosningar þá verður hlutafélagið SVR hf. lagt niður. SVR fær þá aftur eðlilega stjórn j kjörinna fulltrúa íbúa Reykjavíkur." • Stjórn SVR um samkomulag vlð starfsmenn j Friður ríki mn starf- semina í framtíðinni STJÓRN SVR hf. vonast til að gott samstarf takist við starfsmenn fyrirtækisins og að friður ríki um starfsemina í framtíðinni eftir að samkomulag hefur tekist milli Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar og borgarsljóra um málefni starfsmanna SVR hf. í frétt frá stjóm SVR hf. segir enn fremur að það sé einlægur ásetningur stjórnar SVR hf. að vinna markvisst að bættum rekstri fyrirtækisins til hagsbóta fyrir borgarbúa, hér eftir sem hingað til. Hlutafélagsformið henti al- menningsvagnaþjónustunni, þar sem samkeppni á að njóta sín, mjög vel eins og dæmi sanna meðal ann- ars frá nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur og Norðurlöndunum. Eftir sem áður yrðu þjónustugæði, fargjöld og stefnumótandi ákvarð- anir í höndum kjörinna fulltrúa íbú- anna og notenda þjónustunnar. Gísii S. Einarsson, þingmaður Alþýðuflokksins, skilar séráliti um búvörufrumvarpið Fékk ekki að breyta einu orði í nefndaráliti Egils GÍSLI S. Einarsson, fulltrúi Alþýðuflokksins í landbúnaðarnefnd Alþingis, skrifar ekki undir nefndarálit formannsins, Egils Jónsson- ar, og þingmannanna Einars K. Guðfinssonar og Árna Mathiesen með búvörufrumvarpinu. Gísli segist hafa gert tilraun til að fá fram breytingar á nefndarálitinu svo að það endurspeglaði niðurstöðu búvörufrumvarpsins en það hafi reynst árangurslaust. Sagði hann að Egill Jónsson hefði ekki tekið í mál að breyta einu einasta orði í nefndarálitinu. Gísli segist styðja sjálft frum- varpið en hefur þegar skilað sér- áliti til þingsins og er því ljóst að fjögur nefndarálit fylgja frumvarp- inu þegar það kemur til annarrar umræðu, þar af eru þijú frá þing- mönnum ríkisstjórnarflokkanna. Hefur áhrif ef til málshöfðunar kemur Gísli sagði að nefndarálit for- manns nefndarinanr væri ekki í samræmi við texta frumvarpsins. „Ég vildi gera þær breytingar á nefndarálitinu sem lutu beint að GATT, því það er búið að taka út úr frumvarpinu sjálfu allt sem snýr að verðandi GATT-samningum. Nefndarálitið fjallar hins vegar um GATT og ég get ekki sætt mig við það og skila því sérstöku nefndar- áliti,“ sagði Gísli. „Ég mun fylgja þessu nefndaráliti mjög fast eftir,“ bætti hann við. Stjórnarfrum- varpið sem um er að ræða var lagt fram á Alþingi í byijun seinasta mánaðar vegna dóms Hæstaréttar í skinkumáli Hagkaups. Var því þá lýst yfir að meginmarkmiðið með lagabreytingunni á búvörulögunum væri að gera þau skýrari og ótví- ræðari vegna niðurstöðu Hæsta- réttar, sem túlkaði 52. gr. laganna með þeim hætti að í henni fælist ekki sjálfstæð regla sem bannaði innfiutning landbúnaðarvara. Að- spurður hvaða áhrif það hefði á túlkun laganna að fleiri en eitt nefndarálit kæmu fram frá stjórn- arliðum sem skýrðu frumvarpið á ólíka vegu sagði Gísli ljóst að ef til málshöfðunar kæmi þá hefði það örugglega áhrif. „Nefndarálit hefur túlkunargildi gagnvart lögum,“ sagði Gísli. Sala minn- ispeninga gengur vel SALA minnispeninga sem Seðla- banki íslands gefur út vegna 50 ára afmælis lýðveldisins hefur gengið vel að sögn Stefáns Þórar- inssonar hjá Seðlabankanum. Hafa selst um 1.500 eintök af sérslegn- um peningum og annað eins af venjulegri sláttu. Sala peninganna hófst 1. mars og var upplag þeirra takmarkað við 27 , þúsund peninga, eða 9.000 af hveijum peningi í lokuðu plasthylki. Þar af eru 3.000 peningar í sérunninni gljásláttu með mattri mynd og er helmingur hennar þegar seldur. Afgangurinn er í venjulegri sláttu. Peningarnir þrír eru úr silfri og bera myndir eftir Þröst Magnússon af fyrrverandi forsetuin lýðveldisins, Sveini Bjömssyni, Ásgeiri Ásgeire- syni og Kristjáni Eldjárn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.