Morgunblaðið - 05.03.1994, Síða 29

Morgunblaðið - 05.03.1994, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARZ 1994 29 r JlEásíur r a morgun V_______ Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar ÁSKIRKJA: Barna- og fjölskylduguðs- þjónusta æskulýðsdagsins kl. 11. Hildur Einarsdóttir guðfræðinemi prédikar. Börn úr 10-12 ára starfi Áskirkju sýna helgileik og félagar úr Ásmegin, æskulýðsfélagi Áskirkju, taka þátt í guðsþjónustunni. Veitingar í safnaðarheimili Áskirkju eftir guðs- þjónustu. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Hemmi Gunn taiar við börnin. Æskulýðs- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 14. Sigurður Grétar Sigurðsson prédikar. Fjölbreytt tónlist og léttir söngvar. Ungmenni aðstoða við messuna. Sóknarpresturinn þjónar fyrir altari. Kirkjukaffi. DÓMKIRKJAN: Æskulýðsguðsþjón- usta kl. 11. Prestur sr. María Ágústs- dóttir. 10-12 ára börn sýna helgileik. Unglingar lesa lestra og bænir. Sunnudagaskólabörn syngja söngva. Organleikari Marteinn H. Friðriksson. Kl. 14. Föstumessa með altarisgöngu. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmarsson. GRENSÁSKIRKJA: Fjölskyldumessa kl. 11. Barnakór Grensáskirkju syngur undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. Söngur og leikræn tjáning. Anna Páls- dóttir og sr. Gylfi Jónsson. Guðsþjón- usta kl. 14 sérstaklega ætluð ferming- arbörnum og foreldrum þeirra. Fjórar fermingarstúlkur leika á klarinett. Nemendur úr Nýja tónlistarskólanum leika á hljóðfæri, 10-12 ára börn ann- ast dagskrá. Organisti Árni Arinbjarn- arson. Stutt prédikun sr. Gylfi Jóns- son. Mikill almennur söngur. Bæn og blessun. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Fræðslustund kl. 10. Sr. Karl Sigurbjörnsson: „Þau tvö skulu verða eitt.“ Um fjölskylduna og hjónabandið. Kl. 11. Fjöskyldu- messa á æskulýðsdegi. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Barnakór Hallgríms- kirkju syngur undir stjórn Kristínar Sigfúsdóttur. Organisti Hörður Áskelsson. Kl. 20.30. Kvöldmessa á æskulýðsdegi. Unglingar leiða söng og leika á hljóðfæri. LANDSPITALINN: Messa kl. 10. Sr. Jón Bjarman. HÁTEIGSKIRKJA: Messa í þjóðlagast- íl kl. 11 í flutningi æskulýðsfélags og barnakórs kirkjunnar og tónlistarfólks. Skírn og helgileikur. Sr. Tómas Sveins- son og sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Barnamessa kl. 13. Nemendur Kórskólans syngja. Stjórn- endur Signý Sæmundsdóttir og Helga Björg Svansdóttir. Umsjón: Haukur Ingi Jónasson. Æskulýðsmessa kl. 14. Fermingarbörn lesa lestra og flytja helgileik. Kór Kórskóla Langholtskirkju syngur. Stjórnandi Signý Sæmunds- dóttir. Organisti Helga Björg Svans- dóttir. Fríða Björg Leifsdóttir og Lára Bryndís Eggertsdóttir leika forspil og eftirspil. Ungmenni leika á fleiri hljóð- færi. Prestur sr. Flóki Kristinsson. Kaffisala fermingarbarna eftir messu. Ágóðinn rennur í Líknarsjóð Lang- holtskirkju. LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Félagar úr æskulýðsfélaginu aðstoða. Gunnar Finnbogason préd- ikar. Organisti Ronald Turner. Sr. Jón D. Hróbjartsson. Barnastarf á sama tíma í umsjá Þóarins Björnssonar. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Munið kirkjubílinn. Guðmundur Óskar Ólafsson. Guðsþjónusta kl. 14. Söng- hópur fermingarbarna syngur við und- irleik hljómsveitar Guömundar Karls Brynjarssonar. Málmblásarakvintett unglinga í Nessókn leikur undir stjórn Jóhanns Ingólfssonar. Guðmundur Karl Brynjarsson guðfræðinemi préd- ikar. Sr. Frank M. Halldórsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Æskulýðs- messa kl. 11. Unglingar úr æskulýðs- félaginu lesa ritningarlestra og biðja bæna. Börn úr sunnudagaskóla og TTT starfi hafa stutta hugleiðingu um efni dagsins, sem er: Trú, von og kærleikur. Andri Heide æskulýðsleið- togi prédikar. Barnakórinn leiðir al- mennan söng. Organisti Hákon Leifs- son. Prestur sr. Solveig Lára Guð- mundsdóttir. ÁRBÆJARKIRKJA: Barna- og fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11. Æskulýðs- guðsþjónusta kl. 14. Sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari. Lilja K. Þorsteins- dóttir, guðfræðinemi, prédikar. Ungl- ingar úr Æskulýðsfélagi Árbæjar sýna helgileik, flytja bænir og ritning- arlestra. Sveinn B. Tómasson spilar undir á gítar. Barnakór Árbæjarsóknar syngur undir stjórn Guðlaugs Viktors- sonar og Sigrúnar Gísladóttur org- anista. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 14. Barnakórinn og Ten-Sing hópurinn syngja. Kaffisala kirkjukórs- ins á eftir. Organisti Daniel Jónasson. Samkoma Ungs fólks með hlutverk kl. 20.30. Sr. Gísli Jónasson. DIGRANESPRESTAKALL: Guðsþjón- usta Æskulýðsdagsins verður í Kópa- vogskirkju kl. 11. Vænst er þátttöku fermingarbarna og foreidra þeirra. Guðspjall dagsins: (Lúk. 11.) Jesús rak út illan anda. Kirkjubíll fyrir sunnudagaskólabörn fer frá safnaðarheimilinu kl. 10.45. Sr. Þorbergur Kristjánsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Æskulýðs- guðsþjónusta kl. 11. Börn úr Æsku- lýðsstarfinu sjá um ritningarlestur, helgileik, prédikun og bænalestur. Tónlist í umsjón Ten-Sing hljómsveit- ar. Prestur sr. Guðmundur Karl Ág- ústsson. Organisti Lenka Mátéová. Veitingar í boði Æskulýðsfélagsins eftir guðsþjónustuna. Fermingarbörn og foreldrar þeirra eru sérstaklega hvött til að mæta. Kl. -18. Guðsþjón- usta með altarisgöngu. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Organ- isti Lenka Mátéová. Prestarnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Æskulýðs- dagurinn: Barnamessa kl. 11. Barna- kórinn syngur, strengjasveit Tónlist- arskóla Grafarvogs leikur undir stjórn Wilmu Young. Helgileikur á vegum Æskulýðsfélagsins. Guðsþjónusta kl. 14. Biskup íslands, herra Ólafur Skúla- son, visiterar Grafarvogssöfnuð og prédikar í guðsþjónustunni. Dómpró- fastur, sr. Guðmundur Þorsteinsson, ávarpar söfnuðinn. Barna- og kirkju- kórar Grafarvogskirkju syngja undir stjórn Sigurbjargar Helgadóttur org- anista. Helgileikur á vegum Æskulýðs- félagsins, strengjasveit Tónlistarskóla Grafarvogs leikur. Fundur með sókn- arnefnd og starfsfólki kirkjunnar eftir guðsþjónustuna. Sr. Vigfús Þór Árna- son. HJALLAKIRKJA: Æskulýðsguðsþjón- usta kl. 11. Fermingarbörn aðstoða við guðsþjónustuna. Barnastarf á sama tíma. Organisti Oddný J. Þor- steinsdóttir. Sr. Kristján Einar Þor- varðarson. KÁRSNESPRESTAKALL: Barnastarf í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11. Guðsþjónusta á Æskulýðsdegi í Kópa- vogskirkju kl. 14. Börn úr 10-12 ára starfi og börn úr Æskulýðsfélagi sókn- arinnar taka virkan þátt í guðsþjón- ustunni. Kökusala Æskulýðsstarfsins í Borgum eftir messu. Organisti Örn Falkner. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Laugardagur 5. mars. Guðsþjónusta í Seljahlíð kl. 11. Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, visit- erar og prédikar í guðsþjónustunni. Sunnudagur: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14. Barnakórinn syngur undir stjórn Mar- grétar Gunnarsdóttur. Félagar úr Æskulýðsfélaginu sýna helgileik. Sr. Ingileif Malmberg prédikar. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Sóknarprestur. FRÍKIRKJAN, Rvík: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Órg- anisti Pavel Smid. Cecil Haraldsson. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Hámessa kl. 10.30. Messa kl. 14. Ensk messa kl. 20. Laugardaga messa kl. 14 og ensk messa kl. 20. Aðra rúmhelga daga messur kl. 8 og kl. 18. KFUM/KFUK, SÍK, KSH, Háaleitis- braut 58-60: Vitnisburðasamkoma kl. 20 í Kristniboðssalnum. Upphafsorð hefur Hilmar Þórhallsson. Niðurlags- orð Tómas Ingi Torfason. Góðu frétt- irnar spila. Helga Vilborg og Agla Marta syngja. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11. Alla rúmhelga daga messa kl. 18.30. HVÍTASUNNUKIRKJAN FHadelfia: Brauðsbrotning kl. 11. Ræðumaður Svanur Magnússon. Almenn sam- koma kl. 16.30. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Barnasamkoma á sama tíma. HJÁLPRÆÐISHERINN: Kl. 14 fjöl- skyldusamkoma. Kl. 20 hjálpræðis- samkoma. Kafteinn Erlingur Níelsson og Ann Merete stjórna og tala á sam- komunum. FÆR. sjómannaheimilið: Engin sam- koma verður á sunnudag vegna bas- ars kl. 15. MOSFELLSPREST AKALL: Fjöl- skyldumessa í Lágafellskirkju kl. 13.30. Ath. breyttan messutíma. Barnakór Varmárskóla syngur. Ferm- ingarbörn aðstoða. Barnastarf í safn- aðarheimilinu kl. 11. Bíll frá Mosfells- leið fer venjulegan hring. Jón Þor- steinsson. GARÐASÓKN: Fjölskylduguðsþjón- usta í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 13. Elínborg Sturludóttir flytur hug- vekju. Nemendur Hofstaðaskóla taka þátt í athöfninni og nemendur úr Tón- listarskólanum. Unglingar úr Æsku- lýðsfélagi Garðakirkju munu standa fyrir kökubasar í safnaðarheimilinu frá kl. 14-17. Æskulýðssamkoma með „poppivafi" í umsjá Æskulýðsfélags * Garðakirkju í Kirkjuhvoli kl. 20.30. Jazzhljómsveit sér um tónlist. Andri Heide flytur hugvekju. Veitingar að athöfn lokinni. Allir unglingar í Garðabæ og á Álftanesi eru hvattir til að fjölmenna. Bragi Friðriksson. VÍÐISTAÐASÓKN: Barna- og fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11. Væntanleg fermingarbörn gefa til Hjálparstofnun- ar kirkjunnar. Börnunum skipt í hópa eftir aldri. Guðsþjónusta í Hrafnistu kl. 13. Kór Víöistaðakirkju syngur. Organisti Úlrik Ólason. Ólafur Jó- hannsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Munið skólabílinn. Æskulýðs- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 14. Sr. Þórhallur Heimisson æsku- lýðsleiðtogi predikar. Fermingarbörn sýna helgileik. Barnakórinn syngur. Nemendur tónlistarskólans leika á hljóðfæri. Kaffisamvera i Álfafelli eftir guðsþjónustuna. Vænst er þátttöku fermingarbarna og fjölskyldna þeirra. Gunnþór Ingason. FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Barnasam- koma kl. 11. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14. Sigríður Kristin Helgadóttir, guðfræðinemi prédikar. Fermingar- börn flytja ritningarorð og bænir. Org- anisti Kristjana Þ. Ásgeirsdóttir. Sr. Einar Eyjólfsson. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Messa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. KÁLFATJARNARSÓKN: Kirkjuskóli laugardag í Stóru-Vogaskóla kl. 11. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14. Ferm- ingarbörn taka virkan þátt i athöfn- inni. Bragi Friðriksson. KEFLAVIKURKIRKJA: Sunnudaga- skóli kl. 11. Munið skólabílinn. Æsku- lýðs- og fjölskylduguösþjónusta kl. 14. Fermingarbörn aöstoða. Æskulýðs- og fjölskyldusamkoma í Bókasafni Keflavíkur kl. 20.30 með fermingar- börnum og nemum úrTónlistarskólan- um í Keflavík. Prestarnir. KAÞÓLSKA kapellan, Keflavik: Messa kl. 16. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Fjöl- skylduguðsþjónusta á Æskulýðsdegi kl. 11. Helgileikur og ritningarlestrar í umsjá fermingárbarna. Að athöfn lokinni kaffisala fermingarbarna til styrktar feröasjóði. Baldur Rafn Sig- urðsson. GRINDAVÍKURKIRKJA: Barnastarfið kl. 11. Fjölskyldusamkoma í kirkjunni um kvöldið kl. 20.30. Lífleg dagskrá í höndum ungs fólks. Boöskapur trú- arinnar fluttur með leikrænni tjáningu, tónlist og söng. Flytjendur fermingar- börn, táningar úr unglingastarfi kirkj- unnar, barnakór, gospelkór og stór- hljómsveit skipuð kunnu hljómlistar- fólki í Grindavík. Samkomunni lýkur með kaffiveitingum í safnaðarheimil- inu sem eru framreiddar af fermingar-% börnum og foreldrum þeirra. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir. HVALSNESKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Börn borin til skírnar. Fermingarbörn og foreldrar þeirra eru hvött til að mæta. Fundur í lok guðs- þjónustu með foreldrum fermingar- barna. Organisti Ester Ólafsdóttir. Hjörtur Magni Jóhannsson. ÚTSKÁLAKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 14. Flutt verður létt trúar- leg tónlist. Fermingarbörn og foreldr- ar þeirra eru hvött til að mæta. Fund- ur í lok guðsþjónustu með foreldrum fermingarbarna. Hjörtur Magni Jó- hannsson. HVERAGERÐISKIRKJA: Sunnudaga-’" skóli kl. 11. Messa kl. 14. Stefanía Steinþórsdóttir prédikar. Lúðrasveit og barnakór. Tómas Guðmundsson. SELFOSSKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Messa kl. 14. Barna- og unglingakórar syngja í æskulýösguðs- þjónustu. Sóknarprestur. ÞORLÁKSKIRKJA: Messa og sunnu- dagaskóli kl. 11. Börn og unglingar aðstoða. Sóknarprestur. HJALLAKIRKJA, Ölfusi: Messa kl. 14. Rúta fer frá grunnskólanum í Þorláks- höfn kl. 13.30 og til baka að messu lokinni. Sóknarprestur. STOKKSEYRARKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. EYRARBAKKAKIRKJA: Messa kl. 14. STÓRA-Núpsprestakall: Fjölskyldu- guðsþjónusta verður í Stóra-Núps- kirkju kl. 14. I tilefni Æskulýðsdags munu börn úr barnakór kirkjunnar leiða safnaðarsönginn. „Trú, von og kærleikur" er merki þessa dags, bæði Guðs og manna. Foreldrar hvattir til að mæta með börn sín i kirkjuna sem og fermingarbörn. ODDAKIRKJA: Barna- og fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Sunnudagaskól- inn sameinast guðsþjónustunni. Sóknarprestur. STÓRÓLFSHVOLSKIRKJA: Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 14. Skírn. Kirkjuskóli alla laugardaga kl. 11. Sóknarprestur. LANDAKIRKJA, Vestmannaeyjum: « Barna- og fjölskylduguðsþjónustur í Landakirkju og á Hraunbúðum kl. 11. Guðsþjónusta á Æskulýðsdegi með þátttöku fermingarbarna og unglinga í KFUM & K í Landakirkju. Fyrir guðs- þjónustu syngja unglingar nokkur ís- lensk og afrísk sálmalög. Að lokinni guðsþjónustu verður vöfflusala mömmumorgna i safnaðarheimilinu. Kl. 17 verður guðsþjónustu Æskulýðs- dagsins útvarpað á Úvaff 104. Popp- messa kl. 20.30. Hljómsveitin Dans á rósum leiðir safnaðarsönginn. Ungl- ingar flytja frumsamið efni um píslar- göngu Krists. AKRANESKIRKJA: ( dag, laugardag, barnaguðsþjónusta í kirkjunni kl. 11. Stjómandi Haukur Jónasson. Kirkju- skóli yngstu barnanna í safnaðarheim- ilinu kl. 13. Stjórnandi Axel Gústafs- son. Fjölskylduguðsþjónusta sunnu- dag kl. 14. Fermingarbörn aðstoða. Barnakór Brekkubæjarskóla syngur. Vænst er þátttöku fermingarbarna og fjölskyldna þeirra. Kvöldvaka Æsku- lýðsdagsins í safnaðarheimili kl. 20.30. Fjölbreytt og vönduð dagskrá. Mikið tónlist og almennur söngur. Fermingarbörn flytja frumsamið efni. Ræðumaður sr. Árni Pálsson á Borg. Björn Jónsson. BORG ARPREST AKALL: Barna- og æskulýðsmessa verður í Borgarnes- kirkju kl. 11. Sóknarprestur. Krisijón Guðbrands- son, Kirkjubæjar- klaustri — Minning Fæddur 3. ágúst 1947 Dáinn 26. febrúar 1994 Mig setti hljóðan þegar Páll móð- urbróðir minn hringdi í mig á laug- ardagskvöldið 26. febrúar og sagði mér að bróðir sinn Kristjón hefði orðið bráðkvaddur rétt fyrir kvöld- mat þegar hann var á leið í hesthús- ið sitt til að gegna. Það var eins og tíminn hefði stöðvast og upp í huga minn kom söknuður og ýmsar spumingar vöknuðu sem ekki fást svör við. Kristjón var fæddur í Hafnarfirði 3. ágúst 1947 og ólst hann þar upp til 14 ára aldurs. Foreldrar hans voru lvjónin María Markúsdóttir frá Dísukoti, Þykkvabæ, og Guðbrand- ur Pálsson, ættaður úr Grímsnes- inu. Kristjón var yngstur sex systk- ina en þau eru Klara, Esther, lést 28. maí 1992, Páll, Fjóla og Mark- ús. Föður sinn missti hann sex ára en hann fórst með mb. Eddu 16. nóvember 1953 og móður sína missti hann 14 ára en hún lést 27. febrúar 1962. Það má segja um afa, ömmu og Kristjón að þau voru öll kölluð til æðri starfa langt um aldur fram, öll fyrir fimmtugt. Þegar amma lést kom Kristjón til foreldra minna að Þorleifskoti og var okkur systkinum sem elsti bróðir. Snemma réðst hann til kaupavinnu aö Stóra-Ármóti lijá þeim heiðurssystkinum Ingileif og Jóni Arnasyni en þau eru nú fallin frá og var hann þar um tveggja ára skeið. Fór í vegavinnu í Kefla- • vikurveginn og hom svo.til .stfirfa að Laugardælum þar sem hann kynntist Elínu eiginkonu sinni. Þau hófu sinn búskap á Tindum. Þar var gott að koma og var ég tíður gestur á Tindum í þá daga. Fluttu þau austur að Klaustri 1972 og bjuggu fyrst í leiguhúsnæði á Klaustri og þar í kring þar til þau fluttu í eigið húsnæði sem þau byggðu á Skaftárvöllum 13. Kristjón starfaði hjá Ræktunar- sambandinu Hjörleifi og var á jarð- ýtu á þess vegum við vegagerð yfir Skeiðarársandi og víðar og var lát- ið vel af hans störfum fyrir natni og útsjónarsemi. Hóf hann störf hjá Bifreiðaverkstæði Gunnars Valdi- marssonar 1986 og var vel liðinn af viðskiptavinum verkstæðisins og yfirmanni sínum. Starfaði hann þar til dauðadags. Veiðimaður var Kristjón bæði með byssu og stöng og fengsæl! var hann. Hann var minn lærifaðir í meðferð skotvopna og fékk ég oft að fara með honum til veiða á mín- um uppvaxtarárum og má segja að hann hafi gert mig að þeim veiði- maiuiLsara ,ég er ,og kennt mér. þau undirstöðuatriði sem hverjum veiði- manni eru nauðsynleg. Við frænd- urnir stunduðum saman veiðar í mörg ár og margar góðar minninjff ar á ég úr þeim ferðum, en ekki förum við saman til veiða í sumar og haust einsog við vorum búnir að undirbúa, þar verður djúpt skarð sem erfitt verður að fýlla. Hjálp- samur var hann mér með viðgerðir á bílum mínum og lagði á sig ferð- ir til Þorlákshafnar til að aðstoða mig og taldi það ekki eftir sér og svona mætti lengi telja. Kristjón og Elfn eignuðust fjögur börn og eru þau Eyjólfur, f. 16. nóvember 1964, giftur Sigrúnu Hörpu Baldursdóttur, eiga þau tvö börn, Védísi Ernu og Ellert Mána, og búa að Lambleiksstöðum; Guðný María, f. 29. september 1969, býr á Höfn; Einar Árni, f. 29. apríl 1975; og Katrín, f. 15. september 1983, en þau eru í foreldrahúsum. Missir okkar samferðamanna hans er mikill og bið ég algóðan Guð að styrkja Elínu, börnin, tengda- og barnabörnin í sorg sinni. Guðbrandur Einarsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.