Morgunblaðið - 05.03.1994, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARZ 1994
Minning
Dagur Sigurðarson skáld
Fæddur 6. ágúst 1937
Dáinn 19. febrúar 1994
Líkt og margur hafði hann tvö
andlit, annað fyrir heiminn og speg-
ilinn, hitt við tveggja manna tal.
Svo var og með skáldskap hans,
þar mátti greina hróp götunnar og
ljúflingslag. Mér var hann lengi
spakvitrastur vina og mestur óvit-
inn. A skemmtigöngu fyrir alllöngu
austur í Kirgizíu, rákumst við á
ííyttu, það var mynd af goði því
sem þá huldi hvem auðan blett í
miklu heimsveldi og þú bentir mér
á að sá gamli væri orðinn skáeygur
að hætti heimamanna.
Alltaf gekk illa að gera þig ská-
eygan og sjaldnast hugnaðist þér
að þegja yfir því sem þú sást. Skipti
þá engu þó margur gerði að þér
hróp.
Þakka þér fyrir að veita mér af
skarpskyggni þinni.
Geirlaugur Magnússon.
„Litlu sætu lömbin í Guðspjöllun-
um eru lærisneiðar á jólunum.
(E.M.G.)"
Dagur er dauður. Píslargöngu
Dags Sigurðarsonar skálds og mál-
ara lauk hinn 18. febrúar á heimili
sonar hans í Svíþjóð. Vinur vors
og blóma er hættur að slá kunn-
ingja sína um kaffibolla á sinn
hæverska gamansama hátt. Fylgi-
fískur fátæktarinnar; útskúfunin
frá borgaralegu samfélagi stofu-
kommana og athafnaskáldanna var
nístandi, grimm. Ekki síst með til-
liti til þess að Dagur var sonur eins
k<jlsta virkjunarfræðings þjóðarinn-
ár, Sigurðar Thoroddsens, sem
lagði öðrum fremur grundvöll að
velferð allra íslendinga með störf-
um sínum að virkjunarmálum.
íslenskum höfðingjum fannst
óþarft að greiða verkfræðingum
mannsæmandi laun. Útreikningar
og skipulagsáætlanir ögruðu geð-
þóttaákvörðunum stjómmálamann-
anna og söfnuðu ryki á meðan for-
ystumenn þjóðarinnar röðuðu orku-
verum, stíflugörðum og rafmagns-
línum á undarlegustu staði. íhalds-
sömum kotingjum og útsendurum
þeirra á mölinni fannst óhæft að
leyfa útlenskum verksmiðjum að
hleypa upp kaupgjaldi verkafólks
með arðbærum iðnrekstri. Það þótti
aftur á móti hið besta mál að slá
erlend lán til að byggja virkjanir
svo framarlega sem heimafólk fékk
vel launaða vinnu, leigu fyrir vélar
og landeigendur rausnarlegar bæt-
ur fyrir afnot af hálendi Islands.
Fyrst eftir að Sigurður Thorodd-
sen lauk verkfræðinámi sínu dró
hann fram lífið með gerð landslags-
málverka. Vakti hann áhuga Dags,
launsonar síns, á málverkinu. Móðir
Dags, Jakóbína Tulinius, og eigin-
maður hennar, Sverrir Kristjáns-
son, hinn rómaði sagnfræðingur,
voru hreinræktaðir bóhemar, elsk
að hinu ljúfa lífi fagurkeranna.
Dagur Sigurðarson fékk í vöggu-
gjöf einstæða persónutöfra, barns-
lega innri gleði og gott útlit sem
hreyfði við margri heimasætunni á
hinu ísa köldu landi. Honum varð
margra barna auðið og voru þau
elsk að honum þó hann væri of lé-
legur skaffari til að geta haldið í
konur á tímum verðbólgu, dýrtíðar
og lífsgæðakapphlaups.
Dagur Sigurðarson átti samleið
með bandarískum beatnikkum á
borð við Allen Ginsberg og Henry
Miller í ljóðlist sinni. Listiðkun
þeirra snerist ekki síst úm lífsstíl
einfarans sem hafnar viðteknum
lífsgildum og bregst við tæknilegum
og félagslegum básafasisma, með
tómlæti einstaklingshyggjunnar
gagnvart alræði meðaljónsins.
Ég kynntist Degi áður en höfnun
samfélagsins á skringilegum lífs-
háttum hans og skeytingarleysi
gagnvart köllun hans í lífínu atti
honum út í darraðardans óreglunn-
ar. Hann var alltaf kátur og hress.
Kærleiksrík afstaða hans til sam-
ferðamanna sinna byggðist á skiln-
ingi og samúð. Að hans sögn var
íslendingum ekki sjálfrátt. Lútersk-
ir mótmælendur bönnuðu veraldleg-
an söng, dans og hjóðfæraslátt í
tvær aldir á meðan danskir kóngar
og þýskir einokunarkaupahéðnar
mergsugu mörlandann með guðsorð
á vörunum. Kalvínskir kenninga-
smiðir innrættu sauðsvörtum alm-
úganum að auðsafnarar nytu sér-
stakrar náðar æðri máttarvalda og
því bæri hinum fátæku syndaselum
heilög skylda til að þjóna handhöf-
um peningavaldsins, kapítalistun-
um, möglunarlaust.
Fasisminn og kommúnisminn eru
í raun og veru afleidd afbrigði af
lútherstrú. Værukærir undanvill-
ingar hinnar misskildu nytsemis-
dýrkunar eiga skilið að þjást og
veslast upp í örbirgð. Ýktustu af-
brigði nytsemisdýrkunar var að
finna í fangabúðum nasista þar sem
andófsmenn, kommúnistar, anar-
kistar, gyðingar, tatarar og sam-
kynhneigðir voru svæfðir svefnin-
um langa eftir að ríkisstjóm auð-
magnseigenda hafði grætt á vinnu
þeirra. Osjálfbjarga gamlingjum,
geðsjúklingum og öryrkjum á fram-
færi ríkisins var hreinlega slátrað
til að kostnaðarsöm tilvera þeirra
drægi ekki úr hagvexti.
Dagur Sigurðarson fæddist inn í
þennan andstyggilega heim nyt-
semisdýrkunarinnar og vegferð
hans um hið nýríka, vísitölutryggða
velferðarríki hráefnisnýlendunnar í
norðri þjónaði meiri tilgangi en
hann sjálfan hefði órað fyrir. Hann
afsannaði þá vafasömu kenningu
fangabúðastjóra Hitlers að vinnan
gerði mennina frjálsa. Dagur afrek-
aði það að vera fijálsari en aðrir
menn með því að gera sjálfan sig
gagnslausan. Hann kaus það hlut-
skipti af ásettu ráði til að undir-
strika lífsvisku sína. Gerðu gagns-
lausa hluti sem þú hefur gaman af
og þá hættir Dagur Sigurðarson
að vera þér lokuð bók.
Gísli Þór Gunnarsson.
„Grímur, veistu hvar hægt er að
finna það sem ekki má nefna?“
Nei, en við hefðum örugglega fund-
ið það í Kamerún, ef Lánasjóður
íslenskra námsmanna tryði á slíkar
ferðir, og ef nóvember hefði lyft
okkur suður að miðbaug.
Góða ferð, minn kæri Dagur.
Grímur.
Það var snemma sumars í fyrra
að ég hitti Dag í Austurstræti og
við settumst á bekk og töluðum
saman, sem við höfðum oft gert
áður. Hann var illa til reika og ég
hafði áhyggjur af honum. Við
kvöddumst á Lækjartorgi og hann
rétti mér hönd og sagði: Það er
ekki víst að við sjáumst oftar.
Ég hitti hann nokkrum sinnum
eftir þetta og síðast á okkar gamla
samkomustað Mokkakaffí, þar sem
hann sagðist á förum til útlanda
eftir nokkra daga. Það reyndist síð-
asta ferð og leit hann þó betur út
en fyrr og hafði braggast. Hann
sagðist byijaður að skrifa á ný og
hafði uppi áætlanir þar um.
Það tók Reykjavík langan tíma
að verða borgarsamfélag, og að
sumu leyti skortir víst á það enn.
Borgarbúar voru flestir „af lands-
byggðinni" og komnir í fín hús sem
þeir reistu sjálfir, litu þeir á sig sem
bændahöfðingja hér á mölinni.
Menntamenn voru sömuleiðis flestir
úr sveit, þar á meðal skáldin og
embættismennirnir. Því var það að
‘Reykvíkingar gerðu eitt indælasta
sveitaskáld allra tíma Tómas Guð-
mundsson að sérstöku borgar-
skáldi. Hin eiginlegu borgarskáld
voru ekki mörg og varla samkvæm-
ishæf að mati höfðingjanna. Þar
voru líklega einna fyrstir til sögu
Vilhjálmur frá Skáholti og Elías
Mar. Dagur var í hópi þeirra sem
komu næstir. Hann var af góðu
fólki embættismanna og listamanna
og hlaut í heimanfylgju marga
bestu kosti ættar sinnar. Hann var
víst snemma ráðinn í að fara sína
leið í lífínu og naut til þess velvilja
og skilnings hjá fólki sínu sem skildi
hann og studdi í meira mæli en
hann lét uppi. Honum var því leiðin
auðveldari en mörgum öðrum, eink-
um framanaf.
Þegar ég kynntist Degi fyrst á
árunum fyrir 1960 var hann kvænt-
ur maður með heimili. í slíka hnapp-
heldu kom hann sér á ný nokkru
síðar og var þá með fullt hús bama.
Dagur var einn þeirra sem ekki lét
heimilishald raska högum sínum og
hjónabönd hans steyttu á skeri. A
þessum tímum var Dagur kaffí-
húsamaður fyrst og fremst og lítill
nautnamaður á annað en kaffí, tób-
ak og tíma. Hann skrifaði og teikn-
aði og honum virtust opnar ýmsa*
leiðir. Fyrir 10 til 15 árum fór að
halla undan fæti hjá honum og síð-
ustu árin var hann nánast orðinn
rekald. Hann fann þetta sjálfur og
vissi að hveiju dró. A þessum árum
varð til sá Dagur sem unga fólkið
kynntist. Hann beitti kúnstum
ýmiss konar og ólíkindalátum til
að ná sambandi við fólk og gefa
veröldinni dálítinn lit, og hafði þá
gjaman sína aðferðina við hvern.
En það vissi ég af stopulum sam-
tölum við hann þessi ár að þetta
var honum erfíður tími.
Dagur var fyrst og fremst skáld
síns tíma í Reykjavík og þó fyrst
og fremst skáld miðbæjarlífsins.
Þar var heimavöllur hans og þótt
hann flæktist burt öðru hveiju kom
hann alltaf heim aftur. Laugaveg-
urinn og Austurstrætið drógu hann
til sín, þótt hann vandaði þeim ekki
alltaf kveðjurnar. Þótt ritverk Dags
séu ekki mikil að vöxtum, eru áhrif
þeirra meiri en margra annarra sem
meira létu eftir sig og hærra var
hampað af pakkinu eins og hann
nefndi höfðingjana og sleikjur
þeirra. Minnisstæðastur mér er þó
maðurinn sjálfur, hreinn og beinn,
einlægur og hversdagsgóður, þrátt
fyrir öll ólíkindalætin og uppá-
þrengingamar sem sumir áttu vont
með að þola. Hann var hluti af
miðbænum eins og miðbærinn var
hluti af honum. Nú er hann horfinn
og miðbærinn er ekki samur eftir,
ekki í vitund okkar sem þekktum
hann.
Jón frá Pálmholti.
Dagsverkinu er lokið.
Ég kynntist Degi Sigurðarsyni
fyrst á árunum 1968-69. Tjarnar-
búð, Sigtún og Borgin var þá hring-
sól hinna glaseygðu og gangandi
og svo Óðal. Tími glötuðu kynslóð-
arinnar sem var hreint ekki svo
glötuð held ég, frekar að það hafi
verið Presley-kynslóðin svokallaða,
en það er önnur saga.
Viðtal við Dag kostaði oft kaffi-
bolla eða nokkra hundraðkalla ef
svo má segja. Eða, ef dæmið sneri
öðruvísi, gaukaði hann því sem
hann átti að viðkomandi, aleigunni,
sem sjaldan var mikil að vöxtum.
Stöku sinnum hitti ég Dag gegn-
um árin. Stundum bauð ég honum
heim eða á vinnustofu mína eða við
skáluðum í einhveiju portinu í borg-
inni. Ég hafði gaman af fantahúm-
ornum í honum, svona í hæfilegum
skömmtum allavega. Líka því
hversu ærlegur Dagur gat verið.
Venjulega kjaftaði á honum hver
tuska og maður vissi ekki öllum
stundum hvort hann var að koma
eða fara eða hvert hann var að
fara enda skipti það sjaldnast miklu
máli.
Sólskinsdag einn í júlí-ágúst þeg-
ar sólin skein og merki ljónsins ber
Dagur Sigurðarson
Ég
I
Ég segi það satt: Ég er ekkert andskotans séní
grátt í framan af geðvonsku og hroka.
Ég er að vísu dálítið fölur
og viðreisnin leikur skóna mína grátt
en þetta stendur allt til bóta:
Sólin elskar mig.
II
í gær klukkan hálf tólf
játaði sólin mér ást sína.
Ég hundsaði hana í hrifníngu
k hljóp heim og kyssti konuna mína.
III
Enda þótt ég sé ekkert séní
er mér margt til lista lagt.
Ég er afbragðs hljóðfæraleikari
spila á striga sem ég er leikinn að strekkja.
Svo get ég líka málað á strigann.
Ég er hagmæltur vel
kemst oft hnyttilega að orði.
Ég á skeyti á lager
frátekin
fyrir Húnvetnínga, Skagfírðínga og aðra skepnuníðínga
ráðherra, okrara og aðra bamamorðíngja.
IV
Ég er bam fortíðarinnar:
Ég skeggræði við Náttfara og Gvend góða
kveðst kumpánlega á við Bólu-Hjálmar og Æra-Tobba
faðma að mér Stephan G. og Gretti Ásmundarson
blanda geði og svita við Guðrúnu Ósvífursdóttur.
Ég er bam nútímans:
Ég fleygði atómspreingju á Hírósíma
tættist sundur í atómspreingíngu í Hírósíma
ligg og þjáist af geislasámm í Hírósíma.
Ég er barn framtíðarinnar:
Á segulmagnaðri rákhettu
þeysi ég um þvert og endilángt
himnaríki.
V
Þótt undarlegt kunni að virðast
er ég samansaumaður skynsemisdýrkandi og menníngarpostuli.
Sumir halda að menníng
sé mönnum tiltölulega óviðkomandi
að menníng sé bara nokkrar rykfallnar skræður
eða tveir kallskröggar úti í heimi
Pund og Eljótur
sem rembast við að hæla hvor öðmm uppí hástert.
En mér er næst að halda
að menníng sé meðal annars það
hvemig maður tekur í hönd góðum félaga
og lætur broddborgara snæða
sem mestan skít.
VI
Ég er ekkert séní. Ég er kolbítur.
Ég ligg í öskustó, róta og rýti.
Einusinni var ég útburður.
Ég gerði hvað ég gat.
Ég gólaði gat á hlustir stertimenna.
Þá var ég útburður. Nú er ég kolbítur.
Einn góðan veðurdag verður öskustóin auð.
Hvað hefur orðið um ónytjúnginn?
pískrar fólk og skekur kollana.
Og fyrren nokkurn varir
verður Prinsessan í faðmi mér
Ríkið við tær mér.
Úr Hundabænum eða Viðreisn efnahagslífsins (1963).