Morgunblaðið - 05.03.1994, Síða 31

Morgunblaðið - 05.03.1994, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARZ 1994 31 hæst leit ég við hjá Degi. Þá bjó hann í lítilli tveggja herbergja kjall- araholu við Rauðarárstíg. í öðru herberginu var dýna á gólfi, nokkur bókarrifrildi, tíu til tólf sardínudósir og fáeinar bjórflöskur óopnaðar. Hitt herbergið var enn minna, þar var dívan, einn stóll, lítið hornborð sem kerti stóð á. Þétt upp við dívan- inn mátti sjá 5-6 ruslapoka kyrfí- lega samanhnýtta. Ekkert útvatj), ekkert sjónvarp, af hvetju ekki? Eg spurði ekki út í það. Til hvers hefði það verið? Við reyktum nokkrar sígarettur og hann fór að tala um vin sinn Alfreð Flóka Jensen heitinn sem lézt fyrir aldur fram fáum árum áður. Hann tók að segja mér frá jarðarför Flóka, að Dagur hefði orðið fyrir einhvers konar vitrun eða séð sýn í kirkjugarðinum, hann þóttist sjá og fannst að sögn eins og þeir púkar sem Flóki teiknaði oft og iðulega væru þama komnir til þess að bera hann síðasta spöl- inn. Oft vildi Dagur tala um myndlist og barst þá talið oftar en ekki að miðaldamálurunum eða barokmál- urunum. Caravaggio var í miklu uppáhaldi hjá Degi. Kannski vegna þess að hann hefur verið kallaður fyrsti bóheminn? eða hinn svarti þræll málaralistarinnar, eins og Caravaggio var stimplaður af sum- um vegna beitingar sinnar á ljósi og skuggum. Dagur sagði mér oft- ar en einu sinni frá því þegar hann sá málverk Caravaggio í Brera gall- eríinu í Mílanó á Italíu og hafði reyndar sagt mér þá sögu áður með smá tilþrifum. Hann sá málverk Caravaggios „Kvöldverðurinn í Emmaus" sem máluð var sem úr beinni skírskotun úr tilvitnuninni í ritningunni: „Og svo bar við, er hann sat til borðs með þeim, að hann tók brauðið, blessaði og braut það og fékk þeim.“ (Lúk. 24, 30-31) í u.þ.b. líkamsstærð sem sýnir Krist meðal þriggja lærisveina sinna og aldraðrar konu. Degi varð svo mik- ið um að hann tók bakföll, fékk fyrir hjartað og hálf skjögraði burt. Myndlistarverk Dags sjálfs þóttu mér gróf og gáskafull, tilviljunar- kennd og blátt áfram eins og mað- urinn sjálfur. Ég keypti af honum nokkrar ljóðabækur, „Hundabær- inn“ til dæmis, sem er í mjög hand- hægu broti og getur stundum laðað fram glott eða saklausa skemmtan. Ég get ekki látið hjá líða að skrifa nokkur fátækleg orð um þennan farna félaga minn: Frelsið var hon- um guð, hjákona og um leið harður húsbóndi. Fyrir skikkan skaparans varð dvöl hans ekki lengri í mann- heimum, saddur lífdaga? Hvíl í friði. Sigurður Eyþórsson. Skáldið Dagur að kveldi kominn kvikna stjöraur og tungl við náttsvöl sjáöldur hrognkelsanna Matthías Johannessen Vælum eitthvað væmið Þá ertu nú farinn, Dagur minn. Ég ætlaði aldrei að tala eins og þetta kæmi mér ekki á óvart. En þetta er þó satt. Þú ert endanlega farinn. Lúsífer, Freyja, Isis og allar góðar vættir hafí það. Hvar sem þú ennþá lifir og étur vitum við hvert við förum. Hér er nú alls- nægtaborð og djöfulsins tómleiki þótt einhver sé í útlöndum. Á öðrum lendum. Ég kynntist verkum Dags við upphaf unglingsára, en þá leiddust mér ljóð, fannst þau flest væmin vella er ekki væri karlmönnum sæmandi. Finnst það oft ennþá. Ég rakst á hina umtöluðu bók Meðvituð breikkun á raskati eftir Dag og fleiri bækur hans og sá að það var hægt að yrkja um annað en landið, sólina og rigninguna. Ég hreifst og nokkrum árum seinna kynntist ég manninum sjálfum. Kannski var það tilviljun en við vorum saman í húsi er við heimsóttum oft. Ég var þá búinn að skrifa mína fyrstu bók er var óútgefin. Maður þorði ekki að segja mikið fyrst við stórskáldið því hann naut virðingar eldri félaga minna er voru yngri en hann, en svo fór maður að rífa kjaft við hann. Dagur skipti alltaf um kynslóðir, hann sá þær koma og fara aftur inn til sín. Hann var nokkuð vel að sér í að stúdera og analísera kyn- slóðirnar. Ég vona að hann hafi skrifað það, það væri gott fyrir sagnfræðinga framtíðarinnar. Fyrst var stirt milli okkar, en í raun- inni líkaði honum vel að ég rifi kjaft við sig, mér fannst samt merkilegt að þekkja hann fyrst þótt það kæm- ist fljótlega upp í vana eins og ann- að. Ein af klisjum Dags var „Gerðu eins og þér sýnist", stundum gekk það of langt. Þegar fór að halla undan og stoltið dvínaði var hann oft bókstaflega á götunni. En hann var það ríkjandi og rúmfrekur kar- akter að fólk gat fengið nóg. Alfreð Flóki sagði eitt sinn að Dagur á fylleríi þyrfti heila járnbrautarstöð. Dagur heilsaði ekki oft með hefð- bundnu sniði í seinni tíð heldur var föst kveðja; Áttu hundraðkall? Eða: Áttu í strætó? En ekki fannst hon- um það skammarlegt, hann hefði átt fyrir löngu að vera kominn á heiðurslaun. Hann hafði óopinbert betlileyfi og undarlegt að sumir veitinga- menn skyldu láta það pirra sig, því ekki angraði hann fólk, nóg var að segjast ekki vera aflögufær og hann skildi það vel. Þegar hann átti pen- ing ætlaði hann að enda ævina í Afríku og taldi sjóðinn á góðum stað. Eitthvað nöldraði ég um að hann kæmist ekki til Kamerún með háttemi sínu. Það skipti ekki máli, peningamir vom á góðum stað, rassvasinn var með tölu. Fyrir að búa til svo marga nýja íslendinga og sóa ekki hæfileikum sínum í venjulega vinnu, heldur yrkja og hugsa, tala og stundum mála skal honum þakkað. Dagur var höfðingi og örlátur á fé og þess vegna var hann oft blank- ur eins og margir slíkir, því fé, drykkjarföng og matur staldraði lítt við. Hann vildi klára allt strax en mótsögnin var að samt vildi hann stanslausa veislu. Hann var sannur nautnamaður, sá ólúterskasti sem ég hef þekkt. Hann hafði lengi ver- ið á útleið enda verið húsnæðislaus lengi og ekki allstaðar velkominn hér í bænum. Þótt Dagur gerði í að vera sveitó og púkó var hann aldrei loddari, heldur aristókrat, hann þoldi ekki tilgerð þótt hann virtist leika leik- rit. Þá var það ekki loddaraskapur því ef hann hefur einhverntímann byijað að leika var það orðinn svo fastur vani að hann var löngu búinn að gleyma því. Dagur var kurteis, honum var kennt í æsku að trufla ekki vinn- andi fólk. Þegar Dagur sat í góðu formi á kaffihúsum var alltaf eins og hann væri að tala í landsímann. Enginn gestur mátti komast hjá að heyra hans gáfulegu ræðu. Nú nenni ég ekki lengur að hugsa um hans gáfulegu samræður. Deyðu sæll vinur. Síðast þegar Dagur kom til mín var hann svolítið þunnur en í góðu skapi og þurfti að ná sambandi eins og hann kallaði, en stundum fannst honum bærinn sambandslaus og fann fyrir einmanaleika þynnkunn- ar þótt ekki þekkti hann hugtakið mórall. Við drukkum pilsner og sugum sígarettur saman. Kvöldið Orð í minningu Dags Uppreisnin gegn hinu viðtekna Dagur Sigurðarson skáld lést í Svíþjóð 19. febrúar síðastliðinn. Hann var fæddur í Reykjavík 6. ágúst 1937. Foreldrar hans voru Sigurður Thoroddsen verkfræð- ingur og Jakobína Margrét Tulin- ius kennari; þau eru bæði látin. Dagur eignaðist níu böm og lifa átta þeirra föður sinn. Helstu bækur Dags eru: Hlutabréf í sól- arlaginu (1958), Milljónaævintýrið (1960), Hundabærinn eða Viðreisn efnahagslífsins (1963), Níðstaung hin meiri (1965) og Rógmálmur og grásilfur (1971). Meðal annarra bóka hans eru Frumskógadrottn- ingin fórnar Tarsan (1974), Sól- skinsfífl (1980) og Fyrir Lauga- vegsgos (1985). Af smáritum má nefna Meðvitaða breikkun á ra- skati (1974). Safn ljóða Dags nefnist Glímuskjálfti, ljóð 1958- 1988, (1989). í því birtist í lokin í heild sinni síðasta ljóðabók hans, Kella er ekkert skyld þeim. Auk skáldskapar fékkst Dagur við list- málun og hélt nokkrar einkasýn- ingar og sýndi með öðrum. Einkenni ljóða Dags frá upphafi eru beinskeytt og fijálslegt form og skorinorðar skoðanir. Ólíkt kynslóðinni á undan eru ljóð Dags auðskilin og myndmálið sjaldan eða aldrei myrkt. Ljóð hans em svipt pijáli og yfírleitt einföld. Hann leggur áherslu á kjamyrt alþýðumál, stundum ættað úr þjóðsögum og ævintýram (marga prósaþætti af slíku tagi samdi hann), en nýjung hans er þó eink- um fólgin í daglegu borgarmáli, slangri og stundum orðaleikjum. Hann hefur tilhneigingu til að snúa því viðtekna á haus: Orð eru tæki til að breyta heiminum hafa endaskipti á endemum umhverfisins Sum verka Dags má eflaust flokka undir strákapör og hrekki og afstaða hans til lífsins er á köflum bernsk. Dagur gerði snemma uppreisn gegn borgara- legum hugmyndum og dyggðum og valdi sér hlutskipti listamanns- ins. Andófíð var þó engin nýjung meðal skyldmenna hans. Föður- ættin hefur verið litrík og komið mikið við sögu þjóðlífs og menn- ingar. Dagur var ötull kaffíhúsamaður og má segja að á kaffihúsum (ekki síst Laugavegi 11) hafí hann í senn verið nemandi og fyrirlesari. Þegar á leið ævina varð bóheminn fyrirferðarmeiri, en eins og oftar því miður án þeirrar gleði sem ætti að fylgja sönnu bóhemlífí. Dagur lagði þó ekki niður skáld- skap og sköpun. Síðast var hann að fást við óperettutexta þar sem hann skoðaði landnám íslands í eigin ljósi. Dagur varð aldrei gamall heldur varðveitti drenginn í sér. Félagar hans og vinir vora flestir mun yngri en hann og hann höfðaði helst til þeirra sem litu á borgara- legar skyldur og venjulegt líf sem eyðingarafl eða að minnsta kosti hjákátlegt. Persónan var hjarta- hlý, en umgengni við hana krafð- ist stundum úthalds og þolin- mæði. í samræðum var Dagur gjöfull og var þekking hans um- fangsmikil og víðtæk. Dagur var meðal þeirra skálda sem brutu blað á sjötta áratugnum og öðlaðist með því sitt hlutabréf í sólarlaginu. Honum tókst á næsta áratug á eftir, líka þeim áttunda og jafnvel níunda (þótt minna bæri á honum þá) að vekja eftirtekt með skáldskap sínum og skipta máli. Jóhann Hjálmarsson eftir hringdi hann í mig mjög glað- ur og drakkinn, sagðist vera búinn að fá miðann burt. Hann væri á leið út. Dagur var dularfullur um það að vanda hveriig það hefði komið til og hver væri áfangastað- urinn. Enda meðvitaður og minnug- ur allra kjaftasagna og ástríðu land- ans að vita um mál náungans. Dagur vildi vera dularfullur enda hafði fólk svo mikinn áhuga á hon- um að þegar hann hélt sig heima nokkum tíma, spurðu allir hvar er Dagur, þá mátti maður ekki gefa neitt upp. Hann var á hrakhólum síðustu árin og fólk sá hann því oft opinberlega í sínu versta ástandi, en hann hélt sig oft heimavið ef hann var í góðu formi, þótt það væri eyðilagt með reglulegu milli- bili. í síðasta símtalinu sagði hann okkur að fyrsti áfangastaður væri Khöfn en hann ætlaði að fara eitt- hvað í sólina og vildi ekki gefa upp nánari staðsetningu. Ég vona að hinn sanni sóldýrkandi Dagur, sé þangað kominn. Þorri Jóhannsson. Dagur Sigurðarson varð sorglega skammlífur, en setti þó mark sitt á samtíðina. Aðrir verða til að rekja æviatriði hans, en í fyrrasumar var sýnd prýðileg kvikmynd um hann, hún sýndi hann vel eins og hann birtist síðustu árin, fannst mér. Hér vildi ég aðeins víkja lítillega að ljóðagerð Dags, en hún var bæði sérstæð og áhrifarík. Á þremur áratugum urðu bækur hans tólf, auk fáeinna hefta með ljóðaþýðing- um. Heildarsafn ljóða Dags birtist svo 1989, Glímuskjálfti. Bækurnar era mjög misstórar. Ifyrsta kverið kom 1958; Hlutabréf í sólarlaginu, en síðan birtust þær nokkuð reglu- lega næstu árin. Ljóðagerð Dags er býsna fjölbreytt, og þróaðist veralega í tímans rás. í fjórðu bók- inni, Níðstaung hin meiri (1965) fannst mér hann takast veralega á flug. Þar er hann oft fom í bragar- háttum og orðfæri, annars víkur hann oftast að samtíma sínum hveiju sinni á ýmsa vegu. Fimmta og stærsta bókin er Rógmálmur og grásilfur (1971). Ljóð Dags vöktu lengi almenna hneykslun. Ekki bara af því að þau vora án ríms og stuðla, og sum hreinlega í lausu máli. Fólk var nú farið að venjast því í lok 6. áratug- arins. En Ijóð vora þó almennt á upphöfnu máli, jafnvel torráðnu lík- ingamáli, og fjölluðu um alvarleg málefni, svo sem einsemd manns- ins; að íslenskri menningu væri hætta búin, eða um ógn helsprengj- unnar sem vofir yfír öllu lífí, o.fl.þ.h. Flest héldu þjóðlegum menningar- arfi að fólki, jafnt í efni sem orða- lagi. Sjaldan hafa klisjur bók- menntaumræðna sannast jafnvel og á dæmi Dags, hér kvað við nýjan tón í þeim skilningi, að „götustrák- ur raddist með klámi, raddaskap og lágkúra inn í orðhofið“ — reynd- ar vora Ijóð hans bara á aigengu talmáli. Þetta blöskraði þjóðlegum vinstrimönnum ekki síður en yfir- lýstum íhaldsmönnum. Þó átti Dag- ur sér alltaf einhveija málsvara, einkum fyrir fyndni og skelegga stjómmálaádeilu. Nú er farið að fenna yfír margt í ljóðum, sem þótti athyglisvert og efnilegt um 1960. Margt af því hreif fólk einmitt vegna þess hve kunnuglegt það var, óframlegt. En Dagur endist alltaf jafnvel, og það var hann sem skapaði skóla, flest ljóðskáld sem komið hafa fram und- anfama áratug, hafa með líkum hætti ort á daglegu máli opinskátt um hluti sem áður þóttu óviðeig- andi í ljóðum. Þetta gerði t.d. Pré- vert í Frakklandi þegar fyrir strícfy í bókinni Paroles, sem birtist hálf í íslenskri þýðingu Sigurðar Páls- sonar fyrir fáeinum árum. Einnig hafa menn bent á bandarísk skáld svo sem Allen Ginsberg, sem Dagur hefur þýtt. Margir hafa spurt, hvaða list sé í því að tala opinskátt á einföldu máli um það sem allir þekkja, setja t.d. fram skoðanir sín- ar, ef formið er óbundið líka. Er þetta þá nokkuð annað en daglegt tal i Pétri og Páli? En reyndar er afgerandi munur á. Dagur byggÍF ljóð sín vandlega upp, velur saman sláandi andstæður og því verða ljóð- in oft sterk í einfaldleikanum. Þetta var svo róttæk endurnýjun á ís- lenskri ljóðagerð, að mér sýnist ljóst að Dagur hljóti öndvegissess í ís- lenskri bókmenntasögu. Örn Ólafsson. + Eiginmaður minn, PÉTUR H. SIGURJÓNSSON, Hamraborg 32, Kópavogi, lést í Borgarspítalanum 3. mars. Fyrir hönd barna okkar, Svanlaug Sigurðardóttir. Utför elskulegs föður míns, tengdaföður og afa, KÚRTS SONNENFELD, tannlæknis, Munkaþverárstræti 11, Akureyri, verður gerð frá Akureyrarkirkju mánudaginn 7. mars kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeir, sem vildu minn- ast hins látna, láti Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri njóta þess. Úrsúla E. Sonnenfeid, Jón Kristinsson, J Álfgeir L. Kristjánsson. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför eiginkonu minnar, móð- ur, tengdamóður, mágkonu, ömmu og langömmu, GÍSLLAUGAR ELÍASDÓTTUR frá Hellissandi, Höfðagrund 9, Akranesi. Sigurjón lllugason, Gunnar Sigurjónsson, Kristný Pétursdóttir, Leópold Sigurðsson, Sigurlaug R. Sævarsdóttir, Eínar ísleifsson, Eydís R. Gunnarsdóttir, Hörður Þorsteinn Benónýsson, Sævar J. Gunnarsson, Guðmundur Geir Guðmundsson og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.