Morgunblaðið - 05.03.1994, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.03.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARZ 1994 33 Guðmundur Björgvin Kristínsson — Minning Hann Þorleifur litli vinur minn er dáinn. Sunnudaginn 13. febrúar sl. var innanfélagsskemmtun hjá félag- inu okkar (Harmonikufélagi Reykja- víkur). Þar var Þorleifur mættur á sviðið með harmonikuna sína, en tækni hans og fágaður leikur var óumdeilanlegur og að leik loknum mátti líka glöggt heyra hversu félag- arnir kunnu vel að meta árangur þessa unga listamanns sem hann galt með sínu sérstæða brosi. Brosi sem lýsti í senn karlmennsku og ljúf- mennsku. Hver skyldi hafa trúað því að á þessari stundu væri hann að senda okkur sitt síðasta bros. En svona er framtíðin okkur vesæl- um jarðarbörnum gersamlega hulin og óskiljanleg. Nokkrum dögum síðar er hann vinur okkar kallaður til annarra heima og annarra viðfangsefna. Þorleifur mátti kallast auðugur maður af allri þeirri ást og um- hyggju sem foreldrar hans gáfu honum. En jafn víst er að þau hafa fengið mikið að launum. Þeim mun sárara er foreldrunum að missa sólargeislann sinn. En við trúum að Þorleifur hafi verið kallaður til meira áríðandi starfa. Guð styrki ykkur og hjálpi ykkur að meta að verðleikum þau forrétt- indi að hafa notið samvista við þennan góða dreng og eiga minn- ingarnar eftir. Kveðja frá harmonikuvinum, Karl Jónatansson. Hvað er það ljós, sem lýsir fyrir mér þá leið, hvar sjón mín enga birtu sér? Hvað er það ljós, sem ljósið gjörir bjart og lífgar þessu tákni rúmið svart? Hvað málar „ást“ á æsku brosin smá og „eilíft líf“ í feiga skörungs brá? Hvað er þitt ljós, þú varma hjartans von, sem vefur faðmi sérhvem tímans son? Guð er það ljós. (M. Joch.) Þegar sorgin ber að dyrum og skuggarnir virðast ætla að bera okkur ofurliði þá er sem tilveran standi kyrr. Endalaust tóm umlykur okkur þrátt fyrir alla ástvinina sem vefja okkur örmum og reyna að styrkja okkur á alia lund. Skynjan- ir okkar dofna út á við en verða ofumæmar hið innra. í huga okkar hrannast upp minningar, sumar ljúfar, aðrar sárar. Allar miða þær að því að fullgera mynd þess sem horfin er, mynd sem hvert og eitt okkar á út af fyrir sig, einstaka mynd sem fólgin er í fylgsnum hjartans. Sumum dráttum myndar- innar erum við tilbúin að deila með öðrum en aðrir drættir hennar eru svo persónulegir að þeir varðveitast einungis f þögn. Það er misjafnt hversu vel okkur tekst að skila dagsverkinu á jarð- lífsgöngu okkar. Við komum líka áreiðanlega misjafnlega undirbúin til starfs okkar og það er engu lík- ara en að okkur sé ætlað mismun- andi hlutverk. Þetta er ofureðlilegt: Ef við lítum á jörðina sem eitt stórt heimili þá hiýtur að vera þörf á verkaskiptingu. Sumir eru fæddir Minning Fæddur 21. apríl 1942 Dáinn 1. desember 1993 Amma, má ég bíða eftir að Gísli komi í heimsókn. Já, ég á að skrifa um skrítinn mann í skólanum. Litla mín. Gísli nam skipasmíði eftir að vera uppalinn við þá iðn frá bernsku. Sú iðja átti aldrei við hann, sem og önnur vinna í iandi, en nám- ið nýtti hann til þess að smíða sinn eigin bát, Kóp. Kópur var hans happafley alla tíð. Hans árátta var sjórinn og jaðr- aði hún við þráhyggju allt hans líf. Auðvelt var að stofna til viðræðna ef talað var um veður eða físk. Hafir þú verið með honum til verkamenn en aðrir eru hneigðir til andlegra starfa. Enn aðrir eru svo einstakir að allri gerð að okkur finnst þeim hafi verið falið sérstakt hlutverk meðal okkar. Það eru ljós- berarnir. Þeir láta sjaldnast mikið yfir sér en hönd þeirra græðir og blóm vaxa í sporum þeirra. Þeir bera birtu með því aðeins að vera og með þeirri birtu laða þeir fram hið besta í þeim sem umgangast þá. Þeir eru boðberar kærleika og friðar. Þú þekkir örugglega ein- hvern sem þessi lýsing gæti átt við; þeir starfa meðal okkar, ljósberarn- ir, þótt við veitum þeim ekki alltaf verðskuldaða athygli. Þeir eru „Guðs gjöf“ og „Guðs gjöf“ voru einmitt orðin sem Líney, vinkona mín, notaði í bréfi til okkar vin- kvennanna um litla drenginn sinn, þegar hann var á fyrsta árinu. Þorleifur Árni kom eins og sólar- geisli inn í líf Líneyjar og Reynis. Hann var langþráður og honum var fagnað sem „Guðs gjöf“. Þegar ég var yngri hugsaði ég stundum: „Skilur Líney það svona miklu bet- ur en ég hvílík gjöf heilbrigt og vel skapað barn er af því að hún á bara eitt?“ Nú þegar ég er sjálf orðin amma, og börnin mín um það bil að hverfa að heiman, þá skil ég að hvert barn er „Guðs gjöf“ sem þegin er aðeins um stundarsakir. En hvers vegna aðeins um stund- arsakir? Jú, ef allt fer að óskum þá vex barnið og fer að heiman. Það hættir að vera barn. En hvað með þau sem frá okkur eru tekin allt of fljótt, að því er okkur virð- ist? Er þá hægt að taka gjöf aftur? Þegar við gefum gjafir þá leggj- um við gjarna eitthvað af sjálfum okkur í gjöfina; við veljum það sem okkur finnst fallegt en hugsum um leið hvað kemur viðtakandanum vel. Sumar gjafir eru forgengilegar og aðrar ekki. Einstaka gjöfum er ætlað að koma einhveiju sérstöku til leiðar og þegar þær hafa gert það þá er ætlunarverki þeirra lokið. Það er líkt og þær hverfi aftur til upphafsins. Eg held að Þorleifur Árni hafi verið slík gjöf og tel hann hafa verið ljósbera til síðasta dags. Ég minnist hans sem lítils hnokka. Þegar mamma hans hélt saumaklúbbinn þá naut hann þess að spjalla við okkur, vinkonur henn- ar. Við höfðum þá flestar lagt barn- eignir á hilluna og kunnum því bet- ur að meta kotroskið hjal hans. Hann var óvenjulegt barn hvað snerti orðaforða og hugmyndir; í raun var hann svo langt á undan jafnöldrunum að við hlutum að undrast. Aðdáunarverðast þótti okkurþó samband hans við foreidra sína. Ég minnist alveg sérstaklega samtala þeirra mæðgina, þegar saumaklúbbur var haldinn. Þau samtöl voru á fullorðinslegum nót- um. Líney var kannski að reyna að lokka hann í rúmið en vinurinn var rökfastur og taldi sig eiga ýmsilegt vantalað við okkur hinar konurnar, sem sýndum honum svo mikinn áhuga. Við brostum á laun þegar hnyttnar athugasemdir féllu. Ein minning kemur sérstaklega sjós muntu minnast þess að þar fór maður yfirveguðum og öruggum höndum um þig. I landi undi hann sér tímunum saman við að gera allt klárt. Úti á sjó beið hverful veiðin, oft svo smá, að ekki tók því að landa henni. Var hún þá bara borin milli húsa. Þótt baráttan við náttúruöflin væri grimm og leiddi hann á vit feðra sinna óttaðist hann enga meir heldur en fræðingana. Litla mín, við vitum að hann heyrði þegar þið sunguð svo fallega saman í baráttu hans við ofureflið. Gísli minn, við þökkum samver- una og hvíldu í friði. Kæra Þóra, börn og barnabörn, foreldrar, minning hans lifi. fram í huga minn. Þá var Þorleifur byijaður að læra á harmóniku. Það lýsir kannski best hversu vel þau Líney og Reynir nutu hvers dags sem þau áttu með drengnum sínum að þá lét Líney gamlan draum rætast og fór líka að læra á harmóniku. Svo spiluðu þau mæðgin fyrir okkur. Mikið voru þau hamingjusöm. Við vinkonumar urðum líka hamingju- samar bara af því að horfa á þau. þeir feðgar áttu líka sameiginlegt áhugamál þar sem leikhúsferðir voru annars vegar. Slíkar stundir gáfu áreiðanlega föður, sem þar var á heimavelli, jafnmikið og syni og er nú gott fyrir Reyni að eiga góðs að minnast. Þorleifi Árna voru ætluð 12 ár til að inna verk sitt af hendi meðal okkar. Hvert hlutverk hans var fáum við ekki uppgefíð en við getum dregið ályktanir af framgöngu hans á meðal okkar. Ég tel hann hafa verið ljósbera og dreg þá ályktun af því hvernig hann bar birtu inn í líf sinna nánustu. Hvernig hann dró mannkosti foreldra sinna fram, auðgaði tilveru þeirra með lífi sínu og kvaddi þau ríkari og sterkari en áður. Okkur mönnum er ekki ætlað að dæma um hvenær starfsdeginum er lokið. Æðri máttur ræður þar öllu. Við berum heldur ekki skyn- bragð á lengd mannsævinnar nema með okkar jarðneska tíma en í ei- lífðinni er einn dagur sem þúsund ár, og þúsund ár dagur, ei meir. Hafið var Þorleifi hugleikið. Hann dreymdi um að kanna djúp þess. Kannski var hann kafari í eðli sínu? Kannski þekkti hann líka betur til djúpa mannsandans en okkur óraði fyrir? Margt í orði og æði þessa prúða og góða drengs gat bent til þess. Það er undarlegt að hann skyldi enda ævi sína við að kafa, óskaðiðju sína, flugsyndur drengurinn. Er það e.t.v. vísbending um að honum hafi, á andlega vísu, heppnast að gera öðrum ljós þeirra eigin vitundardjúp og lina með því sorg og græða sár? Honum hafi nú sjálfum verið leyft að kanna djúpið mikla? Á kveðjustundu er hollt að minn- ast alls þess fagra og góða sem ástvinurinn skilur eftir hjá okkur. Fýlla huga okkar þakklæti fyrir þá dýrmætu gjöf sem hann var okkur og biðja honum blessunar á æðri vegum. Það eitt, ásamt því ljósi sem getið er um í versinu hér í upp- hafi, megnar að stökkva harminum á flótta og veita styrk til þess að horfast í augu við framtíðina. Kæru vinir, Líney og Reynir. Við „vinkonurnar" biðjum þess að Guð veri með ykkur í sorg ykkar. Við trúum því að minningin um dreng- inn ykkar og það samlíf sem þið áttum með honum verði ykkur leið- arljós á komandi tímum. Guð blessi Þorleif Áma og minn- ingu hans. Kristín Jónsdóttir. Fleiri greinar um Þorleif Árna Reynisson biða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Við viljum koma á framfæri þakklæti til allra sem stóðu að björgun og leit að Gísla. Guð gefi að ykkur farnist vel í lífinu. Systkini. Fæddur 5. september 1958 Dáinn 27. febrúar 1994 Þegar menn eru hrifnir brott í blóma lífsins, eins og gerðist um Guðmund Björgvin Kristinsson, greypast í vitund okkar þau sann- indi, að lífið er dýrmætt, en um leið að því getur lokið á einni hélu- nótt. Sagt hefur verið, að „guðirnir elski þá, sem deyja ungir“. Við skul- um vona, að þau orð hafi sannast á Guðmundi, því að honum var mikið gefið í vöggugjöf. Guðmundur Björgvin var sonur hjónaiina Jóhanns Kristins Friðriks- sonar sjómanns og Ágústu Jónu Gústafsdóttur. Hann var yngstur í hópi sjö systkina. Ættir hans lágu austur á Djúpavogi. Björg amma hans var systir Halldórs Ásgríms- sonar eldri, alþingismanns, og einn- ig var hann náskyldur Eysteini Jónssyni ráðherra. Guðmundur átti sín fyrstu bernskuár austur á Djúpavogi, en fluttist með foreldrum sínum til Akraness 1966. Leið hans lá síðan norður á Akureyri, þar sem hann gekk í menntaskóla. Og nokkrum árum síðar hélt hann til háskóla- náms í Bandaríkjunum, þar sem hann lauk námi í hagfræði með stærðfræði sem sérgrein. Fundum okkar Guðmundar bar saman fyrir nokkrum árum, áður en hann hélt til náms vestur um haf. Athygli mína vakti geðþekk framganga og gjörvuleiki þessa hávaxna dökkbrýnda unga manns, sem bar nánast suðrænt svipmót. Augu hans báru góðri greind vitni og þeirri lífsgleði, sem nánast mátti kalla lífsþorsta. Að loknu námi, þegar hann kom aftur heim, var Guðmundi mjög í mun að taka til óspilltra málanna og láta eitthvað eftir sig liggja. Þar kom, að hann réðst til starfa austur í Rangárvallasýslu og bjó á Hellu, en hafði með höndum verkefnis- stjórn fyrir sex fyrirtæki á Flúðum í Árnessýslu. Þótt lífið sé stutt, lifir minningin um góðan dreng í hugum þeirra, sem honum kynntust. Foreldrum og systkinum Guðmundar Björg- vins, syni hans, Jóhanni Kristni, og sambýliskonu, Laufeyju Berglind Friðjónsdóttur, votta ég mína dýpstu samúð. Sigurður Gizurarson. t Innilegar þakkir til allra, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför SIGURGEIRS SIGURÐSSONAR, Hrauntúni 14, Vestmannaeyjum. Sigurbjörg Sigurðardóttir, Hávarður Birgir Sigurðsson, Viktor Hjartarson og fjölskylda. t Kæru ættingjar og vinir. Innilegar þakkir fyrir sýndan hlýhug og samúð við fráfall og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HELGU ÞORSTEINSDÓTTUR, Egilsbraut 12, Þorlákshöfn. Guðni Karlsson, Guðrún Guðnadóttir, Jón Dagbjartsson, Helga Guðnadóttir, Þorsteinn Guðnason, Lovisa Rúna Sigurðardóttir, Katrfn Guðnadóttir, Sigurður Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar og tengdamóður, AÐALBJARGAR EGILSDÓTTUR, Þórsmörk 5, Selfossi. Hafsteinn Þorvaldsson, Eysteinn Þorvaldsson, Svavar Þorvaldsson, Ragnhildur Ingvarsdóttir, Hörn Harðardóttir, Hrafnhildur Árnadóttir, Gunnar Kr. Þorvaldsson, Guðríður Steindórsdóttir. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur vin- áttu og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengda- móður, ömmu, langömmu og langalangömmu, RANNVEIGAR JÓNSDÓTTUR, Akureyri. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Seli. Guð blessi ykkur öll. Alda Þorsteinsdóttir, Anna S. Þorsteinsdóttir, Laufey Þorsteinsdóttir, Halldór V. Þorsteinsson, Ævar Þorsteinsson, Sævar Þorsteinsson, Jónheiður Þorsteinsdóttir, barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn. Kári Karlsson, Gísli Brynjólfsson, Sigurlína Jónsdóttir, Árni Skúlason, Ingibjörg Hallvarðsdóttir, Laufey Steingrímsdóttir, Þórólfur Ingvarsson, Gísli Guðmundur Krisijánsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.