Morgunblaðið - 05.03.1994, Page 34

Morgunblaðið - 05.03.1994, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARZ 1994 Guðrún Sigurðar dóttir — Minning Fædd 2. febrúar 1902 Dáin 28. febrúar 1994 Það vakti undrun þeirra sem til þekktu þegar sú frétt barst, að Guðrún Sigurðardóttir væri látin. Hún var komin á tíræðisaldurinn og hafði upplifað meira en flestir núlifandi íslendingar. Hún var búin að kynnast fátæktinni, framförun- um og öllum breytingunum sem höfðu orðið í okkar ástkæra landi á þessari öld. Þessi glæsilega kona hafði mátt reyna margt um ævina, en alltaf var þakklætið efst í huga, glaðværðin og áhuginn á högum annarra. Við sem kynntumst henni vissum í sjálfu sér ekki mikið um hana. Það var hennar hlutskipti í lífinu að hugsa mikið um aðra, en lítið um sjálfa sig. Guðrún var fædd á Kjóastöðum í Biskupstungum og var dóttir hjón- anna Sigurðar Níelssonar og Jó- hönnu Eiríksdóttur. Hún var aðeins 6 mánaða þegar hún var tekin í fóstur af Bjama Runólfssyni og Steinunni Jónsdóttur, sem bjuggu að Hólum þar í nágrenninu. Þau fluttu síðan að Gröf í Hrunamanna- hreppi en þar lést fósturfaðir henn- ar árið 1914. Sonur Bjarna tók við búskapnum fyrst í stað, en eftir að hann hætti búskap flutti Guðrún í Skipholt í Hrunamannahreppi 17 ára gömul og réð sig þar sem vinnu- konu. Þar dvaldi hún í 4 ár og gekk í þau verk sem þurfti að sinna á heimilum í þá daga. Eftir að hafa dvalið í Skipholti ræður hún sig sem vinnukonu að Hvammi í Norðurárdal. Það vildi svo til að sama daginn sem Guðrún dó, þá hitti ég Guð- mund Sverrisson frá Hvammi, sem fór að tala við mig um Guðrúnu, en hann hafði þá ekki frétt lát hennar. Hann átti afar góðar minn- ingar um Guðrúnu og sagði að hún hefði gengið í hvaða verk sem var, hvort sem um var að ræða heimilis- störf, smalamennsku eða önnur bústörf. Hún eignaðist því góða vini í Hvammi og hélt sambandi við þá fjölskyldu allt sitt líf. í Hvammi var hún í 4 ár samfleytt og þrjú sumur eftir það. Þá fór hún til Reykjavíkur og var þar á heim- ili Jóns Högnasonar skipstjóra, og síðar hjá Komelíusi Sigmundssyni byggingameistara. Guðrún sinnti störfum á heimilum þessa fólks af trúmennsku og samviskusemi. Á árinu 1930 fer Guðrún til Borgarfjarðar eystri og réð sig þar í vist á heimili Halldórs Ásgríms- sonar og Önnu Guðnýjar Guð- mundsdóttur. Á Borgarfirði kynnt- ist Guðrún Sveini Steinssyni og eignast með honum einn son, Hrein, sem nú býr á Vopnafirði og er þar rafveitustjóri þar. Guðrún fer síðan með Halldóri og Önnu til Vopnafjarðar skömmu eftir að þau flytja þangað, eða árið 1941. Eg kynntist Guðrúnu sem barn á Vopnafirði. Guðrún var á heimili afa og ömmu þegar ég man fyrst eftir mér og þar gekk hún í öll verk ásamt því að sinna uppeldi bamanna. Hreinn var með henni á heimilinu og hann ólst þar upp ásamt föður mínum og fjómm bræðrum hans. Þau vom því hluti af fjölskyldunni og Guðrún hugsaði um allt á heimilinu eins og hún væri að hugsa um sitt eigið, enda leit hún sjálf á þessa fjölskyldu sem sína ættingja. Það er margt sem er minnis- stætt í fari Guðrúnar. Hún var af- skaplega trú þeim, sem hún þjón- aði og þótti vænt um. Það leyndi sér ekki á fasi hennar að þar fór kona sem hafði iært að bjarga sér. Hún var mjög fórnfús og sinnti heimilisfólki og þeim fjölmörgu gestum, sem komu daglega í Kaup- vang á Vopnafirði. Það leið vart sá dagur að ekki kæmu gestir sem þurftu á þjónustu að halda. Það þótti sjálfsagt að bjóða öllum í mat og kaffi. Þeir eru því margfir Vopn- firðingarnir sem muna eftir Guð- rúnu og þeirri hlýju og gestrisni sem þeir nutu af hennar hálfu. Amma treysti mikið á Guðrúnu varðandi heimilishald og umönnun bamanna og þurfti á henni að halda vegna kennslustarfa og afskipta af félagsmálum. Guðrún var greind kona og hafði óvenju gott minni. Hún var vel að sér í sögu þjóðarinnar og kunni góð skil á mönnum á málefnum. Ef einhver var í vafa um ættir fólks, þá var besta leiðin að fara til Guð- rúnar og vita hvað hún vissi. Oft- ast gat hún svarað spumingum um ættir og uppruna fólks og man ég ekki eftir að hafa hitt nokkum, fyrr og síðar, sem bjó yfir sambæri- legri þekkingu. Guðrún tók þátt í umræðum af lífi og sál og lá ekk- ert á skoðunum sínum. Hún tók alltaf málstað þeirra sem voru minni máttar og var fljót að taka svari þeirra, sem hún þekkti og höfðu reynst henni vel. Guðrún flutti til Reykjavíkur 1954 og fór fyrst að vinna á pijóna- stofunni Hlín, en síðan starfaði hún á Hressingarskálanum í 17 ár. Hún var orðin 80 ára gömul þegar hún hætti að vinna og þar og oft kom fyrir eftir það, að kallað var á hana þegar mikið lá við. Þeir era áreiðan- léga margir sem muna eftir Guð- rúnu á þeim stað, því það var ekki venjulegt að ganga til starfa af fullum krafti fram á þann aldur. Guðrún sannaði það rækilega að lífsgleði og starfsorka haldast í hendur. Þótt hún hafi mátt reyna meira en margir aðrir, þá var hún hamingjusöm. Hún heyrðist aldrei kvarta yfír eigin hlutskipti, en gladdist yfir velgengni annarra. Hún tók öllu sem að höndum bar af æðraleysi og var ekki í neinum vandræðum með að bjarga sér. Síðustu árin átti hún gott ævikvöld í íbúðum aldraðra við Norðurbrún og naut þar félagsskapar við aðra á hennar reki. Haustið 1992 fékk hún slag og ^var þá flutt á Borgarspítalann. Þar naut hún góðrar aðhlynningar í næstum ár, þegar hún var flutt til Vopnafjarðar, þar sem hún dvaldi á hjúkranardeild í Sundabúð síð- ustu mánuði ævi sinnar. Ég sá hana síðast í janúar sl. þegar ég heimsótti hana þar. Þótt hún héldi fast í hönd mína, þá.veit ég ekki hvort hún þekkti mig. Nú hefur hún fengið hvfldina. Ég veit að hún yfirgefur þennan heim með þakk- læti, ekki síst í garð hjúkranarfólks sem þjónaði henni af mikilli um- hyggju síðustu árin. Þótt hún hafi ekki dvalið á Vopnafirði nema lítinn hluta ævi sinnar, þá var hann henni afar kær, ekki síst vegna þess að Hreinn sonur hennar bjó þar ásamt konu sinni Jónu Sveinsdóttur og barnabömin, Sveinn og Rúnar, eiga þar sínar rætur. A Vopnafirði kvaddi hún þennan heim og þar verður hún borin til grafar í dag. Vegna ijarvera erlendis get ég ekki fylgt þér í dag, elsku Ninna mín, en við Siguijóna biðjum góðan Guð að geyma þig og við sem nut- um þín á Vopnafirði og annars staðar kveðjum þig með þakklæti og virðingu Halldór Ásgrímsson. í dag verður gerð frá Grenivíkur- kirkju útför Guðrúnar Friðriksdótt- ur á Jarlsstöðum, sem andaðist 24. febrúar sl. Guðrún Friðriksdóttir var fædd í Hléskógum í Höfðahverfi 27. júlí 1916, og var næstelst fjögurra dætra þeirra hjóna Önnu Margrétar Vigfúsdóttur og Friðriks Kristins- sonar er þar hjuggu þá, en áttu síðar heimili í Vallholti á Grenivík. Anna Margrét fékk berkla og and- aðist meðan þær systur voru enn á unga aldri. Hinn 8. september 1939 giftist Guðrún Bjarna Benediktssyni á Jarlsstöðum og eignuðust þau fjög- ur börn sem öll komust upp og eiga ijölskyldur. Með þessum línum er ekki ætlun- in að rekja frekar hin ytri æviat- riði, heldur einungis að gjöra fá- tæklegan blómsveig af orðum í þakklátri minningu. Bjami og Gunna á Jarlsstöðum vora meðal hinna föstu og óbifan- legu þátta sem mynda bemsku- minningar mínar og okkar í Dal. Þau vora nánast eins og hluti af landslaginu. í minningunni er eins og aldrei hafi liðið svo dagur að ekki væri farið í Jarlsstaði, jafnvel að frátöldum föstum mjólkurferð- um. Oftast lá leiðin nokkuð beint í eldhúsið til Gunnu. Þar var sælu- reitur. Þar vora sætar kökur með sunnudagsbragði, og þar lágu dönsku blöðin á eldhúsbekknum og þar vora Knold og Tot í heimili. Að gera vel við hvem sem bar að garði var ekki bara eðliseinkenni heldur líf og yndi Gunnu á Jarls- stöðum. Allar era minningamar um hana umvafðar blómum, blómum úti og inni, blómum í öllum gluggum, fræ í pokum, plöntur í uppeldi, sjald- gæfar tegundir og fáséðar, græð- lingar og afleggjarar. í varpanum höfðu sóleyjamar félagsskap af fíflum og hundasúram en gátu líka glatt sig við að horfa á rósir halia sér að húsveggnum. Og í brekku mót suðri var garður sem yndi var að ganga um. Sá hafði enn í sum- ar sem leið vaxið og þroskast og lagt ævintýrablæju yfir rústir úti- húsanna. Þau vora samhent og sama sinnis um það hjónin, að „maður á að rækta garðinn sinn“. Fegurri minnisvarða um líf og starf getur varla en reitinn þeirra Bjama. Kannski kunnum við sög- una um tréð sem Bjami ætlaði að sitja undir þegar hann yrði gamall. Hvort við trúðum því er önnur saga. En það er þama, og hann líka. Garðurinn á Jarlsstöðum er eng- inn venjulegur minnisvarði. Hann kunngjörir kærleika til alls sem grær og lifir og minnir á, að „sú tíð er sárin foldar gróa“ kemur ekki nema mennimir noti hendur sínar fyrst og fremst til að hlúa að og rækta. „Öllu er afmörkuð stund og sér- hver hlutur undir himninum hefur sinn tíma,“ segir Prédikarinn. (Pred. 3.1.) Auðvitað er einnig okk- ur útmæld stund. Auðvitað er það vegur okkar allra að kveðja. Samt er sárt að þurfa að skilja, þótt að- eins sé um sinn. í hlýindunum und- anfarna daga hafa páskaliljumar héma undir húsveggnum verið að stinga upp grænum sprotum. Það er frá náttúrannar sjónarmiði auð- vitað alltof snemmt. Sjálfsagt kremur kuldinn þær næstu daga, því enn er langt til páska náttúr- unnar. Páskar trúarinnar eru nær, líka á miðri föstu. Orð engilsins við konumar kunngjöra boðskapinn: „Hann er upp risinn frá dauðum eins og hann sagði yður. Sjá, hann fer á undan yður til Galileu. Þar munuð þér sjá hann.“ (Matt. 28.7.) Blessuð sé minning Guðrúnar Friðriksdóttur. „Guð huggi þá sem hryggðin slær, — hvort þeir eru fjær eða nær.“ Kristján Valur Ingólfsson, Skálholti. Elskuleg móðursystir mín, Guð- rún Sigurðardóttir, er látin á 93. aldursári. Með henni er gengin ein- staklega litrík og skemmtileg kona. Guðrún (Gunna frænka) var fædd að Kjóastöðum í Biskupstung- um 2. febrúar 1902, dóttir Jóhönnu Eiríksdóttur og Sigurðar Níelsson- ar. Þegar hún var tveggja vikna var hún tekin í fóstur af hjónunum Steinunni Jónsdóttur og Bjarna Runólfssyni á Upphólum (Hólum) í Biskupstungum og ólst hún upp hjá þeim við gott atlæti. Sem ung stúlka réð hún sig í vist eins og það var kallað. Hún var um árabil í vist, fyrst í Skip- holti, síðan í Hvammi í Norðurárdal hjá Sverri Gíslasyni bónda, en lengst dvaldi hún á heimili Halldórs Ársgrímssonar, kaupfélagsstjóra á Borgarfírði eystra og síðar á Vopnafirði, eða í 24 ár. Minntist hún þeirra ávallt með einstakri hlýju og þakklæti. Bast hún þeirri fjöl- skyldu nánum böndum og hafa af- komendur Halldórs og frú Önnu Guðnýjar reynst henni ákaflega vel. Þegar Guðrún eignaðist einka- soninn Hrein Sveinsson árið 1933 komu þau hjón fram við hana sem væri hún ein af fjölskyldunni. Eftir að Guðrún fluttist til Reykjavíkur starfaði hún um árabil á pijónastofunni Hlín og síðar í 17 ár á Hressingarskálanum eða Skál- anum eins og hún kallaði hann allt- af. Segja má að skyldfólk hennar hafi ekki kynnst henni fyrr en hún flutti til Reykjavíkur, en hún var einstaklega frændrækin. Ég man þegar hún kom að heimsækja móð- ur sína, sem bjó með móður minni, að það var engin lognmolla í kring- um þessa frænku mína. Hún var ákaflega hrein og bein. Ég gerði mér betur ljóst er ég fullorðnaðist hversu sterk persóna hún var. Mað- ur fór alltaf betri maður af hennar fundi. Ekki 'brást að hún hafði ein- hveijar fréttir að segja af vinum og vandamönnum og var fátt mann- legt henni óviðkomandi. Hún sagð- ist vera forvitin og sérstaklega um hagi fólks, enda fullyrti hún að for- vitni væri bráðnauðsynleg. Eitt er víst að maður er fróðari um margt fyrir hennar tilstilli. Hún kunni frá mörgu að segja frá liðinni tíð og hafði unun af að segja frá, en minni hennar var óskeikult allt fram að því að hún varð fyrir áfalli á 91. aldursári. Mér er minnisstæð ferð sem við hjónin fóram með henni austur í Biskupstungur og Hreppa fyrir fá- einum áram. Þvílíkt ferðalag. Hún var sem hafsjór af fróðleik, þuldi upp bæjarnöfn og ábúendur í heila öld og þeirra afkomendur, þekkti öll kennileiti og sagði sögur af fólki og staðháttum. Fram að níræðu lét hún sig ekki vanta í réttimar í Tungunum og fór þá með rútu aust- ur með pönnukökur í farteskinu. Heimferðin gat dregist þar sem henni var víða boðin gisting. Hún hafði unun af að ferðast og allt fram að níræðu fór hún austur á Vopnafjörð og dvaldist þar hjá syni og tengdadóttur í nokkrar vikur. Ferðaðist hún oftast ein. En eitt ferðalag sem frænka mín tókst á hendur þá komin á níræðisaldur var henni ógleymanlegt, en þá fór hún í sína fyrstu og einu utanlandsferð og það ein. Að vísu var tekið á móti henni erlendis, en þetta sýndi það áræði og kjark sem hún bjó yfir. Guðrún giftist aldrei, en eins og að framan er getið eignaðist hún son, Hrein Sveinsson, rafveitustjóra á Vopnafirði. Hann er kvæntur Jónu Sveinsdóttur og eiga þau tvo syni, Svein og Rúnar, og eru langömmu- böm Guðrúnar þijú. Við hjónin þökkum Guðrúnu samfylgdina og sendum ástvinum hennar okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Sveinn Áki. Guðrún Sigurðardóttir fæddist á Kjóastöðum í Biskupstungum, dóttir hjónanna Jóhönnu Eiríks- dóttur og Sigurðar Níelssonar, sem voru þar í vinnumennsku. Þau höfðu áður eignast dreng sem þau máttu hafa með sér, en með til- komu barns númer tvö var um tvennt að velja, að fara úr vistinni eða láta barnið frá sér, og var sá kostur valinn. Hálfs mánaðar gamla bar vinnu- maður á bænum hana í fangi sér að Hólum, til Steinunnar Jónsdótt- ur og Bjama Runólfssonar, sem tóku hana í fóstur og vora henni góð. Þar var hún til 17 ára aldurs, er hún réðst í vist í Skipholti í sömu sveit og var þar í fjögur ár. Þá yfirgaf hún æskustöðvamar og fór í vist til Sverris bónda að Hvammi í Norðurárdal, var þar nokkur ár samfellt og síðar á sumr- um, er hún var í vist í Reykjavík á vetram hjá Kornelíusi Sigmunds- syni og Jóhönnu konu hans. Á báðum þessum heimilum kynnist hún merku fólki og mynd- arskap sem hún tileinkaði sér, það var hennar skóli, og vora hand- brögð hennar og snyrtimennska orðlögð af öllum er til þekktu. Vorið 1930 fór Guðrún fyrir til- stilli vinkonu sinnar í vist austur á land til Önnu Guðnýjar og Halldórs Ásgrímssonar kaupfélagsstjóra, sem þá bjuggu á Borgarfirði, og með þeim flutti hún svo til Vopna- fjarðar. Á þeirra umfangsmikla heimili starfaði hún allt til ársins 1954, er hún flutti til Reykjavíkur. Ég kynntist Ninnu, eins og við kölluðum hana, er ég var unglingur við afgreiðslustörf í kaupfélaginu, en verslunin var í sama húsi og íbúð Halldórs og Önnu. Þá var gott að koma í eldhúsið til Ninnu og fá sér kaffisopa og hlýja sér við eldavélina, og þar upphófst okkar vinskapur. Það var langur vinnu- dagur á þessum tíma, og launin vora mest í góðum viðurgemingi við hana og einkasoninn Hrein Sveinsson, sem hún eignaðist árið 1.933. Hann ólst þar upp í stórum strákahópi við gott atlæti, og laun Ninnu vora djúpstæð vinátta, tryggð og þakklæti allrar fjölskyld- unnar. Þegar til Reykjavíkur kom hófst nýtt tímabil í ævi Ninnu. Hún var þá komin yfir fimmtugt og varð nú fyrst sjálfs sín ráðandi, leigði herbergi og deildi eldhúsi með öðr- um, og eins og áður tengdist hún góðum vinaböndum, t.d. við Stein- unni Ólafsdóttur og fjölskyldu, á þessum áram. Ninna vann á pijónastofunni Hlín í níu ár, en eftir það vann hún á Hressingarskálanum í sautján ár, eða þar til hún var komin um átt- rætt. Árið 1979 fékk Ninna íbúð í Norðurbrún 1. Þar leið henni vel, hún naut þess að eiga nú loks al- vöra heimili út af fyrir sig. Þar hélt hún reisn sinni og sjálfstæði. Svo mikils mat hún sjálfstæði sitt, að er félagskerfi aldraðra fór að bjóða henni í hópferð með öldruðum til sólarlanda, þá sagði hún nei takk og fór ein og sjálf í flug til Hollands, þá 84 ára, í heimsókn til dóttur minnar, og átti hún hlýjar minningar frá þeirri ferð. Hún hélt veislu á níræðisafmælinu, bauð öll- um gömlum vinum sínum. Þar var fólk á öllum aldri og úr öllum stétt- um þjóðfélagsins. Þetta var mikill gleðidagur. Haustið eftir fékk hún heilablæðingu og var eftir það rúm- liggjandi og mátti ekki mæla. Kaldhæðni örlaganna virtist manni sú staðreynd, að nú síðastlið- ið haust var henni aftur ofaukið, eins og er hún fæddist, ofaukið í því sveitarfélagi þar sem hún var heimilisföst í 40 ár, sá um sig sjálf, íþyngdi engum, borgaði sína skatta og skyldur. Hún var flutt á hjúkrunarheimili úti á landi, þar sem vel var um hana hugsað til síðustu stundar, en við vinir hennar söknuðum þess sárt að geta ekki verið nærri henni. Nú er komin kveðjustund, góð kona er gengin. Ég og börn mín, Anna, Brynja og Bijánn, þökkum langa og góða samfylgd sem aldrei bar skugga á. Hún auðgaði líf okk- ar allra með sínu jákvæða lífsvið- horfi og ástúð og umhyggju í okk- ar garð. Megi hún friðar njóta á nýju tilverustigi, þar trúi ég að nóg rými sé handa henni og hún vel- komin. Valborg Árnadóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.