Morgunblaðið - 17.04.1994, Page 4

Morgunblaðið - 17.04.1994, Page 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT ERLEINIT T MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. APRIL 1994 INNLENT Frekari vaxtalækkun DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að efnahagsleg forsenda sé fyrir frekari vaxtalækkun og að ríkisstjórnin muni beita sér fyrir henni með þeim markaðstækjum sem til staðar séu. Ráðherrann segir fimm ástæður fyrir frekari vaxtalækkunum. Engin teikn væru um þennslu eða jafnvægis- leysi í viðskiptum við önnur lönd, raungengi krónunnar væri lágt, raunvextir væru of háir í samn- burði við önnur lönd, vaxtamund- ur bankanna gæti minnkað og loks væri stefnt að lægri Qárlaga- halla á þessu ári. Óheimilt að dreifa efni úr dagblöðum HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur kveðið upp þann dóm að Miðlun hf. sé óheimilt að gera eintök af efni Morgunblaðsins og DV til dreifingar í atvinnuskyni. Er fyrirtækinu gert skylt að hætta þeirri starfsemi að viðlögðum 5.000 króna dagsektum til út- gáfufélags hvors blaðanna. Tók dómurinn kröfur útgefenda að öllu leyti til greina. Frumvarp um stjórn fiskveiða BREYTINGATILLÖGUR meiri- hluta sjávarútvegsnefndar Al- þingis og sjávarútvegsráðherra við frumvörp um stjóm fiskveiða og Þróunarsjóð sjávarútvegsins mælast misjafnlega fyrir í þing- flokkum stjómarflokkanna. Til- lögumar hafa verið kynntar í þingflokkunum; Þorsteinn Páls- son sjávarútvegsráðherra segir að ekki sé deilt um tillögumar heldur atriði utan þeirra. Þyrlukaup í óvissu ÍSLENSK stjórnvöld óskuðu eftir frekari staðfestingu á æðri stjórn- ERLENT Loftárásir NATOá Bosníu-Serba BANDARÍSKAR þotur úr liði Atlantshafsbandalagsins (NATO) gerðu á sunnudag og mánudag loftárásir á Bosníu-Serba við, sem höfðu náð mikilvægum hæðum við borgina Goradze í Bosníu. Vom árásimar gerðar að beiðni Sameinuðu þjóðanna (SÞ) og urðu þær til þess að Serbar stöðvuðu að mestu skothríð á borgina. Þeir hófu árásir á griðasvæði múslima á fimmtudag og ögruðu friðar- gæsluliðum SÞ. Borís Jeltsín, Rússlandsforseti, mótmælti árás- unum og sagði hervald aðeins leiða til eilífs stríðs. Grönduðu eigin þyrlum TUTTUGU og sex manns fórust þegar tvær bandarískar F-15 her- þotur skutu niður tvær bandarísk- ar þyrlur yfir Norður-írak á fímmtudag. Sagði Bill Clinton, Bandaríkjaforseti að slysið væri hörmulegt en flugmenn þotnanna töldu að þyrlurnar væru íraskar en þær voru á svæði þar sem umferð íraskra flugvéla er bönn- uð. Skálmöld í Rúanda TALIÐ er að tugir þúsunda hafí fallið í skálmöldinni í Rúanda á rúmri viku. Flestir útlendingar í landinu hafa verið fluttir á brott, svo og hersveitir þær sem aðstoð- uðu við brottflutninginn. Stjórn landsins flúði frá Kigali á þriðju- dag og börðust uppreisnarsveitir Tútsa við stjómarherinn. stigum bandaríska stjórnkerfísins á hagstæðu tilboði um björgunar- þyrlur, sem borist hafði í símbréfí til utanríkisráðuneytisins. Banda- ríkjamenn báðust afsökunar og sögðu að um misskilning hefði verið að ræða. Mistök hefðu átt sér stað við sendingu símbréfsins og að tölur sem þar væm gefnar upp stæðust ekki. Verðtilboðið var dregið til baka en fyrri verðhug- myndir ítrekaðar um nýlega Si- korsky-þyrlu fyrir um 800 milljón- ir króna. Samkomulag um loðnukvóta SAMNINGAR hafa náðst í þri- hliða viðræðum íslendinga, Norð- manna og Grænlendinga um framlengingu á samningi um skiptingu loðnukvótans. Hlutur íslendinga í kvótanum verður áfram 78%. Meginbreytingin frá núgildandi samningi felst í að Norðmenn og Grænlendingar fá aukna möguleika í byijun vertíðar á sumrin til að veiða þau 11% af heildarkvótanum sem þeir hafa átt rétt til, en hlutdeild þjóðanna I heildarkvótanum verður óbreytt. Gert er ráð fyrir að nýi samning- urinn nái til fjögurra vertíða og framlengist síðan sjálfkrafa um tvær vertíðir í senn nema honum sé sagt upp. ísmjöl hf. gjaldþrota AÐALFUNDUR ísmjöls hf. hefuP óskað eftir að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Stærstu mjölframleiðendur landsins eru eigendur fyrirtækisins en það var stofnað fyrir tveimur árum. Ekki er ljóst hversu stórt gjaldþrotið er en tugi milljóna króna vantar á að félagið eigi fyrir kröfum. Engin málamiðlun í Suður-Afríku HÓPUR alþjóðlegra sáttasemjara, undir forystu þeirra Henrys Kiss- ingers, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Carrington lá- varðar, fyrrum utanríkisráðherra Bretlands, gáfust á fimmutdag upp á að reyna að miðla málum milli deiluaðila í Suður-Afríku; ríkisstjóm landsins, Afríska þjóð- arráðsins og Inkatha-hreyfíngar- innar. Sex biðu bana í sprengjutilræði AÐ minnsta kosti sex manns biðu bana og um 30 særðust þegar sprengja sprakk í rútu í ísraelska bænum Hadera. Lýstu múslimsku öfgasamtökin Hamas ábyrgðinni á hendur sér. Zhírínovskij illur RÚSSNESKI þjóðernissinninn Vladimír Zhírínovskíj brást ókvæða við námsmönnum af gyð- ingaættum sem gerðu hróp að honum á þriðjudag. Hrækti hann á fólkið, reif um gras og steina sem hann kastaði að því og æpti að hann myndi drepa það með „kjarnorkuskambyssunni sinni“. Reuter Kveikt var á ratsjársvara þyrlanna JOHN Shalikashwili, forseti bandaríska herráðsins, útskýrir á blaðamanna- fundi í varnarmálaráðuneytinu í Washington, Pentagon, í fyrrakvöld hvern- ig IFF-rafeindabúnaður í herflugvélum virkar en hann á að gera flugmönn- um kleift að greina milli vinar og óvinar. Embættismenn í Pentagon hafa staðfest að kveikt hafi verið á ratsjársvörum bandarísku Blackhawk-her- þyrlanna tveggja sem bandarískar F-15C orrustuþotur skutu niður með hjálp AWACS-ratsjárþotu í norðurhluta íraks á fímmtudag með þeim afleiðingum að 26 manns sem voru um borð í þyurlunum fórust. Byltinffar- kenndir smokkar Lundúnum, Liverpool. Daily Telegraph. BRESKIR vísindamenn eru von- góðir um að innan tveggja ára verði komin á markað ný getnað- arvörn fyrir karlmenn. Um er að ræða efni sem sprautað er í æð vikulega og lofa niðurstöður góðu. Þá boðaði talsmaður Durex- smokkaframleiðandans á miðviku- dag, tímamótabreytingar í smokka- framleiðslu. Verða þeir framleiddir úr nýju fjölúretani, Duron, en smokkar hafa verið framleiddir úr gúmmíefninu latexi í 150 ár. Breskir vísindamenn segjast ekk- ert sjá að því að karlmenn taki getnaðarvörn rétt eins og konur, tími sé kominn til að þeir axli ábyrgð til jafns á við konur. Tilraun- ir hafa verið gerðar með getnaðar- vörnina hjá 700 pörum og kom í veg fyrir getnað í 98% tilvika. Tengsl Stolpe við Stasi valda áfram deilum Berlín. Frá Hrönn Marinósdóttur, fréttaritara Morgunblaðið. MEIRIHLUTI þingmanna í sambandsríkinu Brandenburg í austur- hluta Þýskalands felldi á miðvikudag tillögu sósíalískra demókrata (PDS) um að rjúfa þing og boða til landsþingskosninga í júní. Þing- menn stjórnarandstöðunnar úr flokki kristilegra demókrata (CDU) greiddu atkvæði gegn þingrofi því að tillaga þeirra um afsögn Manf- reds Stolpes, forsætisráðherra í Brandenburg, náði ekki fram að ganga á landsþinginu. Þingmenn Jafnaðarmannaflokksins (SPD) og PDS, arftakar gamla kommúnistaflokksins í Austur-Þýskalandi, greiddu atkvæði með þingrofi en fijálslyndir (FDP) greiddu atkvæði á móti. Alls voru 49 þingmenn af 88 hlynntir þingrofstillögunni en til þurfti 2A meirihluta eða 59 atkvæða meirihluta til að fá hana samþykkta. Í Brandenburg ræður því áfram ríkjum minnihlutastjórn jafnaðar- manna og fijálslyndra með Manfred Stolpe í broddi fylkingar en kjör- tímabilinu lýkur 11. september næstkomandi. Asakanir um að Stolpe hafí unnið náið með öi-yggis- lögreglunni Stasi urðu þriggja flokka samsteypustjórn hans að falli hinn 22. mars síðastliðinn. Rannsóknamefnd sú sem skipuð var af landsþinginu í Brandenburg mun halda áfram að skoða fortíð Manfreds Stolpes og tengsl hans við Stasi. Lothar Bisky, flokksmað- ur PDS, hefur sagt af sér for- mennsku í nefndinni því að hans mati er ekki hægt að komast að hlutlausri niðurstöðu þar sem kosn- ingabaráttan er hafin. Sýnt þykir að gögn sem bárust Dev Spiegeíi marsmánuði séu ófölsuð en þar kom fram að Stolpe hafi verið viðstaddur fund með yfírmönnum Stasi og þegið þar heiðursorðu öryggislög- reglunnar fyrir vel unnin störf. Það eykur enn frekar grundsemdir um að Stolpe hafi sagt ósatt við yfir- heyrslur í fyrra. Stolpe var mjög vinsæll stjórnmálamaður í Branden- burg og samkvæmt nýlegri skoð- anakönnun Infas-Institut myndu um 78% íbúa sambandsríkisins kjósa hann sem forsætisráðherra í beinni kosningu. í sömu könnun fékk SPD 47% fylgi í Brandenburg, CDU 21% og PDS 16%. í austur- hluta Þýskalands eru fimm sam- bandsríki og í tveimur þeirra eru forsætisráðherrar austurþýskir, Manfred Stolpe og Berndt Seite, forsætisráðerra sambandsríkisins Mecklenburg-Vorpommern. Árið 1999 er fyrirhugað að sameina Berlín og Brandenburg í eitt sam- bandsríki. Verðnr vatnið kveikj- að næstu Muscat. Reuter. UM þessar mundir fara fram viðræður milli ríkisstjórna í Miðaustur- löndum um mikilvægustu auðlindina í þessum heimshluta og er þá ekki átt við olíuna, heldur vatnið eða skortinn á því. Hafa þær stað- ið með hléum frá 1991 og þaö sýnir best hvað mikið er í húfi, að í fyrsta sinn hefur ísraelskum borgurum verið leyft að koma til Persaflóaríkjanna, til Oman þar sem viðræðurnar hefjast aftur á sunnudag. Ymsir sérfræðingar í málefnum Miðausturlanda segja, að átök og styrjaldir á þessum slóðum hafi á yfirborðinu snúist um yfirráð yfir landi en oft hafi raunverulega ástæðan verið þörfin fyrir meiri aðgang að vatni. Spá því sumir, að vatnsskorturinn muni verða kveikjan að næstu styrjöld á svæðinu. Samkvæmt mati Alþjóðabank- ans eru endurnýjanlegar vatns- birgðir á öllu svæðinu frá Marokkó á vesturströnd Afríku til írans í austri töluvert fyrir neðan lág- markið miðað við mannfjölda og þetta ástand elur á gagnkvæmri tortryggni meðal þjóðanna. Sýr- lendingar og írakar eru æfir yfír áætlunum Tyrkja, sem munu draga úr rennsli stórfljótanna Tígris og Efrats, og Tyrkir saka aftur Sýr- landsstjóm um að styðja uppreisn- armenn Kúrda í Tyrklandi vegna þessa máls. Hafa áhyggjur af Níl Egyptar óttast og eru raunar tilbúnir að koma í veg fyrir, að Súdanir eða Afríkuríkin allt suður til Eþíópíu og Úganda eigi nokkuð við Níl og upptök hennar og ná- granna ísraela, Líbani, Sýrlend- inga og Jórdani, grunar, að stefna þeirra snúist fyrst og fremst um aðgang að vatni. Yfírvöld í Sýr- landi og Líbanon segja, að Israelar vilji ekki láta öryggissvæðið svo- kallaða í Suður-Líbanon og Gólan- hæðimar af hendi vegna vatnsins og Palestínumenn segja, að ísrael- ar hafi stolið af þeim vatninu. Segj- ast þeir aðeins hafa 30% af því vatni, sem þeir höfðu áður en ísra- elar lögðu undir sig Vesturbakk- ann. Margir sagnfræðingar halda því fram, að undirrót st'ríðsins 1967 milli ísraela og arabaríkjanna hafi verið deilur milli Israela annars vegar og Sýrlendinga og Jórdana hins vegar um skiptingu vatnsins í Jórdan. Erlendir stjórnarerindrekar í Miðausturlöndum segja margir, að jafnvel þótt ríkin semdu um frið sín í milli, þá sé tortryggnin svo rótgróin, að litlar líkur séu á, að þeim takist að semja um vatnsnýt- inguna. „Vatnið verður uppspretta næstu styijaldar í Miðausturlönd- um,“ segir einn þeiira. 1.700 rúmm. á mann Til að allt sé með felldu þarf aðgangur að vatni að svara til þess, að 1.700 rúmmetrar komi á hvem mann á ári en í Miðausturlöndum og í Norður-Afríku hefur hann minnkað úr 3.430 rúmm. 1960 í 1.436 1990 og búist er við, að hann verði ekki nema 667 rúmm. 2025. Ástandið yrði mismunandi eftir löndum en sums staðar gengi það einfaldlega ekki upp, til dæmis í Jórdaníu, þar sem 91 rúmmetri kæmi á hvern mann, Sýrlandi 161 rúmm. og í ísrael 311. Lönd, sem nú hafa nægt vatn, verða illa stödd eftir 30 ár, Líbanon með 809 rúmm. og Egyptaland með 645. Persaflóaríkin og Líbýa reiða sig mjög á eimingu sjávar en hún er afar kostnaðarsöm og ríki eins og Jemen, Oman og Bahrain hafa ekki lengur efni á henni þar sem olían og tekjur af henni hafa minnkað mjög. 1 f I I f I I j I í í I I 1 \ \ \ !

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.