Morgunblaðið - 17.04.1994, Side 5

Morgunblaðið - 17.04.1994, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. APRÍL 1994 5 Vigdís Gunnarsdóttir og Baltasar Kormákur. Listaklúbburinn Þýðenda- kvöldið helgað Brecht ÞÝÐEND AK V ÖLDIÐ verð- ur í Þjóðleikhúskjallaranum næstkomandi mánudag, klukkan 20.30. Kvöldið verð- ur að þessu sinni helgað þýð- ingum á verkum þýska skáldsins Bertolds Brechts. Leikararnir Vigdís Gunnars- dóttir og Baltasar Kormákur sýna stutt atriði úr Kákasíska krítarhringnum og Góðu sálinni frá Sezúan í þýðingu Þorsteins Þorsteinssonar, undir leikstjórn Brétar Héðinsdóttur. Skáldin Þorgeir Þorgeirson og Þor- steinn frá Hamri, auk leikar- anna Erlings Gíslasonar og Helgu Bachmann, lesa þýðing- ar á ljóðum skáldsins. Að lokum syngja Þuríður Baxter og Jóhanna Þórhalls- dóttir nokkur lög við texta Brechts. Þuríður syngur við undirleik Bjarna Jónatanssonar ljóð í þýðingu Þorsteins Gylfa- sonar og frumflytur meðal ann- ars lag eftir Egil Gunnarsson. Undirleikari Jóhönnu verður Þóra Fríða Sæmundsdóttir. Arndís Björk Ásgeirsdóttir Tónleikar * í Islensku óperunni TÓNLEIKAR verða haldnir á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík í íslensku óperunni þriðjudaginn 19. apríl og hefjast þeir kl. 20.30. Tónleikarnir eru burtfararpróf Arndísar Bjarkar Ásgeirsdóttur, píanóleikara, frá skólanum. Á efnisskránni eru Passacaglia í g-moll eftir Hándel-Rachlew, Són- ata op. 28 (Pastorale) eftir Beethov- en, Pavane eftir Ravel, Ballade nr. 2 í h-moll eftir Liszt og Orage eftir Liszt. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Fengu styrk frá sænska fyrirtækinu AGA til grunnrannsókna á æðaþelinu Hleypir krafti í rannsóknirnar - segir Guðmundur Þorgeirsson læknir GUÐMUNDUR Þorgeirsson, læknir og samstarfsmenn hans hafa fengið styrk frá sænska lofttegundaframleiðandanum AGA til að rannsaka hvernig myndun köfnunarefnisoxíðs (NO) í æðarþeli er stjórnað. Nemur styrkurinn um 34.000 sænskum krónum, eða tæpum 330 þúsund íslensk- um krónum. Guðmundur segir að styrkurinn auðveldi rannsóknirnar og hleypi krafti í þær. Rannsóknirnar, sem Guðmundur vinnur að ásamt þeim Haraldi Hall- dórssyni lífefnafræðingi og Óskari Jónssyni læknanema, eru grunnrann- sóknir á æðaþelinu. „Við erum að rannsaka hvemig myndun köfnunar- efnisoxíðs fer fram í æðaþeli og hvaða líffræðilegu og lífefnafræðilegu kerfi það eru í æðaþelsfrumunum sem stjórna myndun þess,“ segir Guð- mundur. Köfnunarefnisoxíð myndast í æða- þelinu og víkkar út æðarnar. Efnið hamlar gegn blóðflöguklumpum og blóðflöguviðloðun og er aðferð líkam- ans til að halda æð opinni og koma í veg fyrir að hún stíflist. Þessi mynd- un á köfnunarefnisoxíði truflast í æðasjúkdómum eins og æðakölkun og einnig við háa blóðfitu, segir Guð- mundur. Köfnunarefnisoxíð er einnig efnið sem losnar úr nítróglyseríni, eða svo- kölluðum sprengitöflum, sem hjartá- og kransæðaæðasjúklingar taka til að víkka út æðar. Guðmundur segir að mikið sé vitað um myndun köfnun- arefnisoxíðs og talsvert hafi verið rannsakað úr hveiju það myndaðist. „Við erum að skoða hvaða innri boðkerfi taka þátt í þessu,“ segir Guðmundur. Hann segir að það þurfi áreyti til að örva frumuna til að mynda köfnunarefnisoxíð og það færi í gegnum flókið innra boðkerfi í frumunni og ætluðu þeir að reyna að kortleggja það. Nýjungin í þeirra rannsóknum sé að þeir ætli að kanna hvort ákveðin efnabreyting, svokölluð ADP-ribosylering, hafi hlutverki að gegna. Styrkurinn frá AGA er auglýstur á öllum Norðurlöndunum og segir Guðmundur að hann geri þeim kleift að borga Óskari laun í allt að hálft ár og hluta af efniskostnaði. Hann segir að erfitt sé að segja til um hvernig hægt verði að nýta niðurstöð- ur rannsóknanna til meðhöndlunar á hjarta og æðásjúkdómum. „Allur grundvallarskilningur er hagnýtur" segir Guðmundur. „Ef maður veit hvernig hlutirnir virka er hægt að nota lyf á miklu skynsamlegri hátt.“ Fyrsti þáttur af fimm um íslenska skóga og skógrækt er á dagskrá í Ríkissjónvarpinu í kvöld í boði Skeljungs hf. í þessum fyrsta þætti er fjallað um friðland Reykvíkinga - Heiðmörk. Pættirnir eru unnir í samvinnu við Skógrækt ríkisins, sem leggur áherslu á að sem flestir landsmenn bætist í hóp þeirra sem vilja sinna skógrækt. Skeljungur hf. leggur Skógrækt ríkisins lið með árlegu framlagi. Þegar þú verslar á bensínstöðvum Skeljungs leggur þú þitt af mörkum til skógræktar á íslandi. Saman getum við lyft grettistaki undir faglegri forystu Skógræktar ríkisins og í samvinnu við alla sem eiga þá hugsjón að klæða landið skógi. Skeljungur leggur rœkt við land og fijóð Skógrækt með Skeljungi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.