Morgunblaðið - 17.04.1994, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. APRÍL 1994
ATVINNULEYSI
Morgunblaðið/Sverrir
Þorvqldur GyHnson prófessor er ósammqla skodun Peters Johqnnes Schjedts
i bókinni Vellerd eöa vansæld qd stoóir velferdqrkerfisins séu brostnqr og
vióvarqndi qtvinnuleysi biói milljónq mqnna i okkqr heimshlutq.
eftir ðnnu G. Ólafsdóttur
Á SKRIFBORÐINU liggja stafl-
ar af blöðum og bókum. Fræði-
rit fylla hillurnar fyrir aftan.
Þorvaldur Gylfason, prófessor
við viðskipta- og hagfræðideild
Háskóla Islands hallar sér aftur
í stólnum og veltir bókinni á
milli handa sér. Hann er augljós-
lega ósammála. Varar við upp-
gjafartóni. Víst sé að rætur at-
vinnuleysis liggi djúpt. Skipulag
á vinnumarkaði sé að mörgu
leyti gallað. Of mikil skattlagn-
ing ríkisins á einkarekstur var-
hugaverð o.fl. Engu að síður sé
ekki ástæða til að gefast upp.
Möguleikar á lausn vandans séu
margir. Við þurfum að bretta
upp ermarnar og vinna á honum.
Hugsi lýsir Þorvaldur sig algjör-
lega ósammála þeirri grund-
vallarskoðun danska þjóðfélags-
fræðingsins Peters Johannes
Schjodt að stoðir velferðarkerfisins
séu brostnar og viðvarandi atvinnu-
leysi bíði milljóna manna í okkar
heimshluta.
Hann þvertekur fyrir að um eins
konar náttúrulögmál sé að ræða.
„Við höfum þvert á móti, í okkar
heimshluta, búið við fulla atvinnu
langtímum saman og ekkert segir
okkur að við getum ekki komið á
slíku ástandi aftur svo fremi sem
við högum okkar skynsamlega.
Atvinnuleysi í Evrópu, Danmörku,
hér heima og víða annars staðar á
sér viðráðanlegar skýringar. Þær
eru að vísu margar. Sumpart liggja
þær í skipulagsgöllum á vinnu-
markaði. Sumpart í óhóflegri skatt-
Iagningu ríkisins á fyrirtæki sem
dregur úr getu þeirra til að ráða
fólk í vinnu. Sumpart af því að
stjómvöld teija nauðsynlegt að fara
mjög varlega í fjármálum ríkisins
vegna þess að þau eru nýbúin að
brenna sig illilega á verðbólgu.
Allir þessir þættir vinna saman og
hafa stuðlað að auknu og vaxandi
atvinnuleysi sem mörgum virðist
viðvarandi.
En ég er bjartsýnn og tel að
fyrsta skrefið felist í því að skoða
vandamálið og rætur þess vand-
lega. Ræturnar liggja djúpt og víða
um þjóðlífíð. Á því er ekki vafi.
Hins vegar er ekki þar með sagt
að ekki sé hægt að rífa atvinnuleys-
ið upp með rótum. Eg spái því að
við völdum þessu verkefni og vara
sérstaklega við því þegar menn
segja að atvinnuleysi sé gefið og
þörf sé á að leita einhverra leiða
til þess að lifa með því, t.d. með
því að skipta vinnunni. Óskir
manna og þarfir eru ótakmarkað-
ar. Engin takmörk eru fyrir því
hvernig við viljum bæta heimkynni
okkar, bílana okkar eða fjölga
ferðalögum o.s.frv. Þar af leiðandi
er óendanleg þörf fyrir vinnukraft
til að fullnægja þessum þörfum.
Menn mega því ekki loka sig inni
í einhverju homi og gera lítið úr
hagvexti. Hagvöxtur er þvert á
móti lífsvon mikils fjölda fólks og
ákaflega miklvægur, sérstaklega
nú, vegna þess að atvinnuleysi hef-
ur haft þjóðfélagsböl, fátækt,
ójöfnuð og óréttlæti í för með sér.
En mörgum, sem eru óskólaðir í
hagfræði og hafa lagt meiri rækt
við félagsfræði og heimspeki, hætt-
ir til að falla í þessa gryfju. Slíkt
er útaf fyrir sig skiljanlegt miðað
við hvernig ástandið hefur verið í
Danmörku. Aftur á móti er það um
leið hættulegt því sú skoðun getur
valdið því að menn annaðhvort
sætti sig við óbreytt ástand eða
grípi til ráðstafana sem skila miklu
minni árangri en hægt væri að ná.“
Þúsundir dæmdir
til atvinnuleysis
Að gefnu viðvarandi atvinnuleysi
varar Schjodt við því að atvinnu-
lausum sé talin trú um að um tíma-
bundið ástand sé að ræða með því
að bjóða sífellt upp á meiri starfs-
fræðslu í starfsgrein viðkomandi.
Verið sé að gefa fólki falskar von-
ir. Menntun skapi ekki fleiri störf.
Þorvaldur telur sjónarmiðið útaf
fyrir sig skiljanlegt en nært á
rangri forsendu. „A hinn bóginn
er auðvitað enginn hægðarleikur
að komast fyrir rætur atvinnuleys-
isins hér eða annars staðar í Evr-
ópu. Hér heima hefur t.a.m. fé frá
bönkum og sjóðum til atvinnuupp-
byggingar verið sóað í stórum stíl.
Eins og fram kom í umræðum á
Alþingi fyrir nokkrum dögum hafa
tugir milljarða tapast og verið af-
skrifaðir, “ segir Þorvaldur og
er krafinn nánari skýringa. „Jú,
hugsaðu þér að þú takir lán í banka
og í staðinn fyrir að festa féð í
einhveiju fyrirtæki, sem getur veitt
fólki vinnu, ákveður þú að fara í
heimsreisu. Svo kemur þú heim úr
ferðalaginu, alsæl, ægilega gaman
úti í heimi. En þú hefur ekki skap-
að atvinnutækifæri. Þú hefur eytt
fénu en reikningnum verða lána-
stofnanir að framvísa einhvers
staðar annars staðar. Væntanlega
til skattgreiðenda vegna þess að
þeir bera áameiginlega, í gegnum
ríkið, ábyrgð á banka- og sjóða-
kerfínu.
Svona erum við búin að fara
ofboðslega illa að ráði okkar hér.
Ég nefni dæmi af þessu tagi til að
sýna hvað ræturnar geta legið
djúpt og ég óttast að við séum,
með ógætilegri stjórn peningamála
og meðfylgjandi afskriftum og of-
boðsiegum lántökum erlendis, búin
að dæma þúsundir til atvinnuleysis
eða lágra launa langt fram á næstu
öld að öðru jöfnu," segir hann.
Missum ekki kjarkinn
Hann heldur áfram. „Af þessu
dæmi geta menn séð að atvinnu-
leysi er ekki spurning um að herða
skrúfur hér, losa þar og fínstilla
svo allt verði komið í lag í næsta
mánuði eða á næsta ári. Sveiflurn-
ar verða iðulega miklu lengri en
svo og sum mistök eru af því tagi
að menn kenna þeirra árum og
jafnvel áratugum saman. Það er
ekki þar með sagt, þó að dæmið
sé svakalegt, að við eigum að missa
kjarkinn. Þvert á móti eigum við
að láta ástandið verða okkur að
kenningu og brýna okkur til að
ráðast í þarfar umbætur.
Tökum dæmi frá Evrópu þar sem
sóun almannafjár í gegnum pen-
ingakerfið hefur verið miklu minni
en hér. Þar fólst ein ástæða at-
vinnuleysis, þegar bakslag kom í
efnahagslífið fyrir nokkrum árum,
í því að skipulag á vinnumarkaði
reyndist verr á samdráttartímum
heldur en uppgangstímanum ára-
tugina á undan. Slíkt er aðeins
eðlilegt. Ýmis mannanna verk reyn-
ast ágætlega í einu árferði og svo
afleitlega í öðru. Útaf fyrir sig
þarf mönnum því ekki að koma
þetta á óvart. Áhugi manna á
skipulagi vinnumarkaðarins og
umbótum var skiljanlega ekki mjög
mikill meðan allt lék í lyndi. En
nú hafa tímarnir breyst og menn
hljóta að beina sjónum sínum að
ýmsum göllum í innviðum samfé-
lagsins sem ef til vill voru huldir
áður.
Ég er þeirrar skoðunar, að
reynslan bendi til þess utan úr
heimi að skipulag á vinnumarkaði
sé stór partur af þessum vanda.
Ég hef þá í huga samanburð, ann-
ars vegar milli Evrópu og Ameríku
og hins vegar milli Sviss og Jap-
ans. í Evrópu eru laun u.þ.b.
þriggja fjórðu hluta alls vinnandi
fólks ákveðin í samningum milli
heildarsamtaka launafólks og
vinnuveitenda. Fyrirkomulag af
þessu tagi þýðir einfaldlega að við
tíðkum ekki markaðsbúskap á
I
'I
I
(
i
i
'
<
\i
i
■
i
«
í
N
í
i
v
í
I
Æ
<
€
ý:
!