Morgunblaðið - 17.04.1994, Síða 16

Morgunblaðið - 17.04.1994, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SÚNNUDÁGUR 17. APRIL 1994 eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur í dag verður hið nýja Listasafn Kópavogs opnað. Þar eru varð- veitt listaverk Gerðar Helgadóttur sem erfingjar hennar ánöfnuðu Kópavogsbæ fyrir nokkrum árum. „Gerður var búin að segja okk- ur systkinum sínum að hún vildi hafa allar sínar myndir á einum stað eftir sinn dag og hafði þá Listasafn rikisins ekki í huga,“ sagði Snorri Helgason, bróðir Gerðar, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins fyrir skömmu. „Eftir að hún dó árið 1975 minnt- umst við þeirra orða hennar og buðum Kópavogsbæ öll hennar frumeintök af skúlptúrum og einnig eina afsteypu af hveiju verki sem unnt var að steypa í brons gegn því að reist yrði hús yfir verkin sem bæri hennar nafn. Það hefur nú verið gert.“ Gerður Helgadóttir var fædd í Neskaupstað árið 1928, ann- að barn hjónanna Sigríðar Erlends- dóttur og Helga Pálssonar, sem á æskuárum Gerðar var kaupfélags- stjóri á Norðfirði en síðar lengst af aðalbókari hjá Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna. Fjölskyldan bjó lengi á Óðinsgötu 21 eftir að til Reykja- víkur kom. „Ég var ári yngri en Gerður og þótt ég hefði orð fyrir að vera heldur baldinn strákur þá kom okkur bærilega vel saman,“ sagði Snorri í samtalinu sem blaða- maður átti við hann á heimili hans og konu hans Þórdísar Toddu Jóns- dóttur við Nýbýlaveg í Kópavogi. Þau hjónin eiga ýmis verk eftir Gerði Helgadóttur, m.a. glerlista- verk sem hanga í gluggum stofu þeirra og margar myndir. „Gerður var hlýleg manneskja og umtals- góð, enda jafnan vinamörg. Hún var frá upphafi listhneigð _og varð snemma góður teiknari. Ég man vel eftir morgninum sem hún lagði af stað til þess að láta skrá sig í Menntaskólann í Reykjavík. Þegar hún kom heim spurði pabbi hana hvernig hefði gei gið. „Jú, bara vel,“ svaraði hún. „Ég lét skrá mig í Handíða- og myndlistarskólann.“ Pabba leist ekki sem best á þetta en samþykkti það þó. Fyrstu listaverkin sem ég sá eft- ir Gerði vann hún í myndlistarskól- anum, þar á meðal myndirnar af Einari Sigurðssyni ríka, Geir Krist- jánssyni, Birni Ólafssyni fiðluleik- ara og Thor Vilhjálmssyni rithöf- undi. Tvær af þessum myndum eru nú í eigu Listasafns Kópavogs en frummyndin af Birni er í eigu Tón- listarskólans í Reykjavík en af- steypa er á safninu. Myndinni af Thor hef ég hins vegar ekki getað haft upp á, þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir. Mér er minnisstætt þegar Gerður hjó myndina Sitjandi kona. Steininn í þá mynd fann Gerður fyrir neðan Klepp og hún varð að sæta lagi þegar fjara var til þess að höggva steininn, svo ekki flæddi yfir hana. Þegar myndin var tilbúin lét pabbi sækja hana og var hún lengi hjá honum. Um tíma var hún síðan í garði mínum við Digranesveg 39, Snorri Helgason segir irá systor sinni, listakon- unni Gerði Helgadóttur Geróur Helgadóttir en hún er á Listasafni Kópavogs. Gerður fór fyrst að heiman af okkur systkinunum og þá til Flór- ens. Erlendur, sá elsti, fór svo til Achen til að læra arkitektúr, en ég fór til Kaupmannahafnar til að læra hljóðfærasmíði. Við fórum sem sagt öll í nám sem tengdist listum nema Unnur, en hún var aftur dágóð hannyrðakona. Foreldrar okkar fluttu í Kópavog um 1950, í hús sem þau byggðu að Vallartröð 5. Þar var haldið brúð- kaupskaffi Gerðar systur minnar eftir að bæjarfógeti Kópavogs gifti hana og franskan unnusta hennar, en þau höfðu sumarið áður komið til íslands og haldið sýningu á verk- um sínum í Bogasalnum. Þegar þetta var höfðum við systkinin, ég og Unnur, ásamt mökum okkar, byggt okkur hús með samliggjandi lóðum. Hjá Unni, að Víghólastíg 6, bjó Gerður jafnan þegar hún kom í heimsóknir til íslands, eftir að mamma dó. Að loknum námsárun- um á Ítalíu flutti Gerður til Frakk- lands og bjó þar þau tíu ár sem hún var í hjónabandi. Frá utanlandsárum Gerðar eru flest verk hennar sem varðveitt eru í Listasafni Kópavogs. Sum þessara verka sá ég fyrst á sýningum. Fyrsta sýning Gerðar var árið 1952 í Listamannaskálanum. Á safninu í Kópavogi eru verk Gerðar flokkuð niður eftir tímabilum í listþróun hennar. Okkur systkinunum gaf Gerður ýmis listaverk í hvert skipti sem hún kom heim, sem var annað og þriðja hvert ár og fylgdumst við þannig með breytingum í listsköpun hennar. Gerður kom sjaldnar þau ár sem hún var gift í Frakklandi. Eftir að hún skildi við mann sinn kom hún oftar til íslands, en þá var hún flutt til Hollands. Hún veiktist af krabbameini skömmu eftir skiln- aðinn, en vann samt ótrauð áfram. Hún var ótrúlega afkastamikil, lítil og veikbyggð kona - en samt sterk. Faðir okkar hafði lengst af milli- göngu ef eitthvað þurfti að gera í sambandi við verkefni hennar hér heima. Milli þeirra feðgina var náið samband. Gerður leitaði mikið til pabba, þau voru samrýnd og áttu margt sameiginlegt. Síðasta verkið sem Gerður vann voru teikningar að steindum glugg- um í Ólafsvíkurkirkju. Þá var hún flutt til íslands og bjó á Víghóla- stígnum hjá Unni systur. Hún var þá orðin sjónlítil af veikindunum, en veitti því eftirtekt að sjónin skýrðist jafnan part úr degi. Þá breiddi hún hvítt stykki fyrir gluggann til þess að deyfa birtuna og sat svo og teiknaði og setti litina á pappírinn." Meðal annarra verka Gerðar Helgadóttur af því tagi eru steinglersgluggar í Saurbæjar- kirkju á Hvalíjarðarströnd, Kópa- vogskirkju og Skálholtskirkju. Einnig gerði hún mósaíkmynd á hús Tollstöðvarinnar í Reykjavík. Helgi Pálsson, faðir Gerðar og systkina, var tónskáld, samdi kór- lög, fiðlulög og sönglög. Að sögn Snorra hafði hann tónsmíðarnar eingöngu sem tómstundaiðkan. „Hann sagði mér einu sinni að hann væri bara að semja fyrir sig,“ sagði Snorri. Við opnun Listasafns Kópa- vogs í dag verða flutt tónverk eftir Helga Pálsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.