Morgunblaðið - 17.04.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.04.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. APRÍL 1994 17 Nýsköpunarsjóður námsmanna hefur hlotið fádæma viðtökur Þekking námsmanna virkjuð í sumarvinnu eftir Guðmund Guðjónsson Á FUNDI Stúdentaráðs þann 1. júní 1992 var lögð fram tillaga um stofnun sjóðs sem gæti gefið námsmönnum kost á að starfa að rannsóknarverkefnum yfir sum- artímann. Huginyndin var kynnt aðilum í atvinnulifinu og unnið að útfærslu hennar með mennta- málaráðherra. Að hans tillögu ákvað síðan ríkisstjórnin í lok júnímánaðar 1992 að veita 10 milljónum króna til sjóðsins. I fyrra sumar fékkst aftur 10 millj- óna króna fjárveiting frá mennta- málaráðuneytinu og að auki lagði Reykjavíkurborg fram 5,8 millj- ónir til Háskólans til að ráða reyk- víska námsmenn til sumarstarfa. Fyrir komandi sumar hefur sjóð- urinn enn fengið 10 milljóna króna framlag frá ríkissjóði og á fundi með háskólanemum á mið- vikudaginn lofaði Árni Sigfússon borgarstjóri 6 milljón króna fram- lagi. Guðrún Guðmundsdóttir læknanemi er í forsvari fyrir Nýsköpunarsjóð námsmanna og hún segir, að mark- mið sjóðsins sé að gefa námsmönn- um á háskólastigi kost á að vinna að rannsóknarverkefnum á vegum Háskóla íslands, annarra háskóla og rannsóknarstofnana og/eða fyrir- tækja og efla tengsl háskóla og rannsóknarstofnana við atvinnulífið. „Með öðrum orðum er tilgangur sjóðsins að virkja þekkingu náms- manna til hins ýtrasta, m.a. við verk- efni sem stuðlað geta að nýjum tæki- færum í atvinnulífinu. Með þessu vinnst að minnsta kosti þrennt; ný- sköpun í þágu atvinnulífsins, nem- endum gefst færi á að nýta menntun sína við sumarstörf og fá þjálfun fyrir framtíðarstörf, og síðast en ekki síst styrkjast tengsl atvinnulífs við háskóla og aðrar rannsóknar- stofnanir. Verkefnin eru af ýmsum toga, en að öllu jöfnu renna styrkirn- ir til þeirra verkefna sem talin eru líkleg til að stuðla að nýsköpun í atvinnulífinu, en einnig er heimilt að styrkja verkefni sem miða að uppbyggingu á aðstöðu, þekkingu og færni á ýmsum fræðasviðum," segir Guðrún. En hvernig taka háskólanemar þessu? „Viðtökurnar hafa verið feiknalegar og fleiri sótt um styrki heldur en hægt hefur verið að sinna, því miður. í fyrra barst til dæmis 261 umsókn, en einungis var hægt að veita styrki til 118 verkefna og þá einungis í 1-2 mánuði yfír sum- artímann. Núna höfum við ekki und- an að svara fyrirspurnum og um- sóknum. Á sama hátt og það er leitt að geta ekki sinnt öllu sem skyldi er gaman hvað undirtektirnar hafa verið góðar,“ segir Guðrún. Þá er aldrei að vita nema við getum styrkt fleiri nú en áður, því ég á von á svörum frá sveitarfélögunum í ná- grenni Reykjavíkur og Jóhönnu Sig- urðardóttur um hvort þeir aðilar vilja leggja fé í sjóðinn. Allt milli himins.... Hvers lags verkefni eru það sem nemendur eru að vasast í? „Það er afskaplega fjölbreytilegt og sumt skrítið og frumlegt. Eitt verkefni sem ég man eftir var t.d. úttekt á ekkjum í manntalinu árið 1901. En ef ég nefni nokkur dæmi um verk- efni sem styrkt voru á síðasta ári get ég byijað t.d. á verkefni Harald- ar Ó. Haraldssonar. Var verkið fólg- ið í framreiknun á styrkleika stein- steypu. Um var að ræða þróun reiknilíkans sem spáir fyrir um 28 daga þrýstiþol steinsteypu. Verkefn- ið var unnið í samvinnu við BM Vallá og er líkanið nú í notkun hjá fyrirtækinu. Svo má nefna Jóhann Ragnar Guðmundsson sem skoðaði aðferðir við skimun augnsjúkdóma barna með sykursýki ( því augnamiði að slík skimun geti átt sér stað á sem hagkvæmastan hátt. I ljós kom að ekki reynist auðvelt að hefja skimun fyrr en við tólf ára aldur, en sú vitn- eskja sparar peninga og hlífir börn- um við óþarfa skoðun. Hér er því um ótvíræða framför að ræða. Ólafur St. Arnarson hannaði for- rit sem gerir mögulegt að skoða og skilgreina stefnuvirkni hljóðgjafa af því tagi sem notaðir eru í dýptar- mælum fiskiskipa. Mikilvægt er að geta metið stefnuvirkni hljóðgjafans og útbreiðslu hljóðsins frá honum og tókst þetta verkefni með ágætum. Næsta verkefni verður t.d. að meta áhrif hitaskila í sjó á útbreiðslu hljóðs til að forritið nýtist sem best. Gunnar Ó. Hansson var með tölvurannsókn um tvíhljóð í íslensku. Tilgangurinn var að ganga betur úr skugga um hljóðeðlislega eiginleika íslenskra tvíhljóða sem er forsenda þess að unnt verði að bæta íslenskan talgervil." Morgunblaðið/Þorkell Guðrún Guðmundsdóttir. Stúlkur líka... Geturðu ekki nefnt nokkur verkefni sem kvenþjóðin stendur að? „Jú, það var að koma. Þórunn K. Guðmunds- dóttir kannaði til dæmis áhrif lýsis á húð, aðallega frásogshvetjandi eig- inleika þess sem hún skoðaði og bar saman við annan viðurkenndan frá- sogshvata í húðlyfjum. Niðurstöð- urnar voru jákvæðar og ljóst að nota- gildi lýsis, aðallega sápulýsis í lyfja- gerð þarf að skoða nánar. Hluti af rannsókninni er enn í gangi. Þá get ég nefnt Hildi Atladóttur sem kannaði PCB-efni í mjólk ís- lenskra mæðra. Hildur vann út frá þeirri vitneskju að mælingar í fuglum hérlendis hafa bent til verulegrar mengunar. Safnaði hún mjólkursýn- um af fæðingardeild Landsspítalans og mældi mengunarinnihaldið. Og María Harðardóttir var með athuganir á vistfræði æðarfugla. Aflaði hún grundvallarupplýsinga um vistfræði fuglanna, merkti þá, þróaði dúntekju og fleira,“ segir Guðrún. SÆTÚNI 8 SfMI 69 15 OO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.